Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Fyrirtæki KS ínukilli útþenslu í sjávarútvegi og verslun Kaupfélag Skagfirðinga hefur þrefaldað umsvifin í sjávarútvegi á fimm árum og færir stöðugt út kvíarnar í beinum innflutningi frá Danmörku KAUPFÉLAG Skagfirðinga hefur á síðustu árum farið ótroðnar slóð- ir til að mæta samdrætti í atvinnulífinu og versnandi rekstrarskilyrð- um. Fyrir fáum árum var mótuð sú stefna að stórauka umsvif í sjáv- arútvegi til að nýta betur fjárfestingar í landi. Þetta hefur skilað þeim árangri að vinnslan hjá Fiskiðjunni hf., dótturfélagi Kaupfélags- ins, hefur þrefaldast í magni frá árinu 1988 á sama tíma og kvóti hefur dregist verulega saman. Er ætlunin að hefja þar pökkun á fiski í neytendapakkningar fyrir Evrópumarkað á þessu ári. Til að mæta harðari samkeppni í verslun ákvað félagið jafnframt að hefja eigin innflutning fyrir verslanir sínar fyrir þremur árum og hefur ekki átt samleið með öðrum kaupfélögum á þessu sviði. A heildina litið hefur velta félagsins stóraukist á síðustu árum og nemur veltuaukn- ingin um 50% á síðustu 10 árum á föstu verðlagi. Þá hefur félagið verið rekið með einhveijum hagnaði flest undanfarin ár öfugt við mörg önnur stór kaupféíög. Velta ársins 1993 nam alls 4.327 milljónum kr. hjá Kaupfélagi Skag- firðinga og dótturfélagi þess, Fisk- iðjunni hf., á árinu 1993 sem er um 36% aukning frá árinu áður. Kaupfé- lagið sjálft var með 20 milljóna kr. hagnað á árinu en ekki er lokið upp- gjöri fyrir samstæðuna í heild. Er gert ráð fyrir að lítilsháttar tap hafi orðið hjá Fiskiðjunni á sl. ári en þess ber þó að gera að þá hefur verið tekið tillit til mikilla afskrifta veiðiheimilda. í árslok var hlutfall eigin ijár félagsins um 50% eða nær óbreytt frá árinu áður. Fjármuna- myndun eða veltufé frá rekstri var 142 milljónir kr. og jókst um 20 milljónir kr. frá fyrra ári. „Við völdum þá leið að reyna að auka tekjur félagsins samhliða því að hagræða en velja ekki eingöngu síðarnefndu leiðina," segir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, um stefnu félagsins á undanförnum árum. „Þetta hefur skilað þeim árangri að atvinnulífið hér á Sauð- árkróki hefur eflst mjög á síðustu árum og efnahagsástandið á svæð- inu batnað. Við erum hins vegar ekki sáttir við afkomu félagsins og höfum því unnið að því að ná fram verulegri hagræðingu. Hjá Mjólkur- samlaginu hefur t.d. náðst mikill árangur og þar ætlum að ná fram frekari hagræðingu á þessu ári. I versluninni höfum við verið að end- urskoða innkaupa- og tekjuþáttinn og sett upp tölvuvætt birgðakerfí svo eitthvað sé nefnt.“ „Nýtum okkur kvótakerfið“ Kaupfélagið á beint eða óbeint tvo þriðju hlutabréfa í Skagfirðingi hf. sem gerir út fjóra togara, Skagfirð- ing, Skafta, Hegranes og Drangey. Bættist sá síðastnefndi í flota félags- ins á síðasta ári. Skagfirðingur og Fiskiðjan eru rekin sameiginlega, þ.e. þau hafa sameiginlega fram- kvæmdastjóra, fjármálastjórn og Við veitiim lán tiI atlíáíiiáökálíla seni yrkja Iraiiiíaravrrk á Vcstur - í\or<iiirl<*»mlinti Lánasjóður Vestur-Norðurlanda er í eigu Norðurlandanna allra og er samvinnuverkefni til eflingar og þróunar atvinnu- lífi í Færeyjum, á Grænlandi og íslandi. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem geta þróað nýja fram- leiðslu til útflutnings, eða bætta þjónustu og nýsköpunar- verkefni, sem byggja á hugvitsauðlind þegnanna. Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur og lögð er áhersla á, að komast skjótt að niðurstöðu. Lán eru gengistryggð og með hagstæðum greiðslitkjörum. Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. Skilyrt lán frá sjóðnum eru einnig í boði, til dæmis vegna forkönnunar á verkefni. Hafðu samband. Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum. o LÁNASJÓÐUR VESTUR - NORÐURLANDA Rauðarárstígur 25, Box 125 Reykjavík Sími: (91) - 60 54 00 Fax: (91) - 2 90 44 skrifstofuhald. Stefnan hefur verið sú að þróa vinnsluna í landi og stýra veiðunum miðað við hennar þarfir í stað þess að fjárfesta í sjóftystingu. Arangur þessarar stefnu er sá að hráefnismagn Fiskiðjunnar hefur vaxið úr um 3.700 þúsund tonnum frá árinu 1988 í rúmlega 9.700 tonn á sl. ári. Þetta hefur gerst án mik- illa fjárfestinga hjá félaginu í landi. „Við höfum hins vegar keypt skip og veiðiheimildir og gert kvóta- skiptasamninga á síðustu sex árum en á þeim tíma hefur bolfiskkvóti dregist saman um 40%,“ segir Þór- ólfur. „Þá höfum við nýtt okkur kvótakerfið til verkaskiptingar við vertíðarbáta. Togurunum hefur verið beitt í vaxandi mæli á karfa meðan vertíðarbátar hafa veitt þorsk á ver- tíðinni." Á sama tíma og umsvifin hafa aukist hjá Fiskiðjunni hefur fyrir- tækið leitast við að auka verðmæti afurðanna. Það hefur yfír að ráða FJARMOGNUN OKKARER EINFOLD OG FUÓTLEG Lýsing hf. SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI 689050 • FAX 812929 nýjustu kynslóð flæðilínu frá Þor- geiri og Ellert sem búin er rafeinda- búnaði frá Marel hf. Ekki verður látið staðar numið á þessu ári við að auka framlegðina í vinnslunni. Þannig er stefnt að því að koma upp úrvinnslulínu hjá fyrirtækinu til framleiðslu á fiskbituin í neytenda- vörupakkningum fyrir Evrópumark- að. Guðbrandur Þorkell Guðbrands- son, forstöðumaður stjórnunar- og verslunarsviðs bendir á að aukin umsvif í sjávarútvegi hafi hjálpað mikið til í öðrum greinum éins og landbúnaði. „Bændur hafa orðið að mæta samdrætti með því að leita eftir atvinnu utan búanna og fólk af sveitaheimilum hefur fengið störf í fiskvinnslunni. Það hefur lánast að reka vaktavinnukerfi í fiskvinnsl- unni þannig að hér er unnið frá sex á morgnana til tíu á kvöldin.“ Fiskiðjan er stærsti hluthafinn í Hraðfrystihúsi GrundarQarðar hf. og hefur komist á samstarf milli fyrirtækjanna. Þá keypti Skagfirð- ingur hlut Þormóðs ramma í Skildi hf. á Sauðárkróki og voru fyrirtækin sameinuð um áramótin. „Við sjáum fyrir okkur að sjávarútvegsfyrirtæk- in á landinu muni tengjast í meira mæli í framtíðinni. Með bættu sam- göngukerfi hafa vegalengdir styst og það má nefna til gamans að við flytjum alla fiskhausa sem til falla í Grundarfirði hingað norður þar sem þeir eru hengdir upp,“ segir Þórólf- ur. Stefnt að því að flytja inn 2 þúsund tonn fyrir verslunina Um síðustu áramót tók gildi nýtt skipurit fyrir Kaupfélag Skagfirð- inga og er því nú skipt í fimm svið þ.e. afurðasvið, verslunarsvið, stjórnunarsvið, skrifstofusvið og þjónustu- og flutningasvið. Þar fyrir utan er sérstök innflutningsdeild sem heyrir beint undir kaupfélags- stjóra. Sá þáttur hefur verið mjög vaxandi í starfsemi félagsins og var Þórólfur spurður hvernig innflutn- ingurinn hefði komið til upphaflega. „Við höfðum lengi haft þá trú að hægt ná væri fram hagkvæmni í landsbyggðarversluninni með því að kaupa vörurnar erlendis og flytja þær beint til hafna á landsbyggð- inni. Undanfarin tvö til þijú ár höf- um við verið að þróa þennan inn- flutning í samstarfi við fyrirtækið Oceka í Danmörku. Þetta fyrirtæki er í eigu 200-300 danskra kaup- manna og rekur dreifingarmiðstöð. Þar er vörum blandað í gámana fyr- ir okkur eftir pöntum á hveijum tíma og eru allt að 400-500 vörutegund- ir í einum gámi. Þessa starfsemi höfum rekið fyrir okkur, nokkur önnur kaupfélög og nokkuð margar verslanir bæði í Reykjavík og ann- arsstaðar eða alls 40-50 aðila. Hins vegar lítum við ekki á okkur sem heildsala heldur milligönguaðila. Við sjáum um pantanir, kostnaðar- og tollútreikninga og semjum um flutn- inga. Á síðasta ári fluttum við inn með þessum hætti 1.400 tonn af vörum og áætlum að flytja inn um 2 þúsund tonn á þessu ári. Þetta samsvarar um 400-500 milljóna króna veltu. Við teljum okkur hafa náð veru- legum árangri í því að lækka vöru- verð og ætlum að færa út kvíarnar yfir á fleiri vörutegundir til að gera verslunina enn samkeppnishæfari. Með því einu að spara milliliðakostn- að í Reykjavík teljum við okkur ná fram 15-20% sparnaði og verðum þannig mun samkeppnisfærari við verslunina í Reykjavík." Þeir Kaupfélagsmenn eru raunar þeirrar skoðunar að hægt sé að full- nægja að langstærstum hluta þörf- inni fyrir innfluttar vörur með þess- um hætti hjá félaginu. „Við erum á því að samkeppnisstaða okkar hefði verið skelfileg í versluninni ef ekki hefði verið gripið til þessara að- gerða. Okkur greindi á við önnur kaupfélög sem stofnuðu innkaupa- samband eftir að verslunarrekstri Sambandsins lauk og áttum ekki samleið með þeim. Við teljum að verslunin þurfi á því að halda að losna við milliliðakostnaðinn í Reykjavík." Aðspurðir um hvoit hörð verð- samkeppni í matvöruverslun í Reykjavík og á Akureyri hafi ekki haft áhrif á söluna svarar Þórólfur því neitandi. „Við teljum að við séum mjög vel samkeppnisfærir í verði og náðum að auka söluna í nóvember þegar mikið verðstríð geisaði á Ak- ureyri." Framleiðsla á Mozarellaosti og fersku grasi Mjólkursamlag félagsins vann á sl. ári úr um 8 milljón lítrum af mjólk. Þar er fyrst og fremst um að ræða framleiðslu á ostum fyrir utan nýmjólkurvinnslu fyrir svæðið. Einnig framleiðir félagið ávaxtasúr- mjólk sem Mjólkursamsalan dreifir um allt land. Þar er fyrirhugað að fjárfesta í nýrri vinnslulínu á þessu ári til að framleiða fyrsta fíokks Mozarella ost og fleiri léttosta. I sláturhúsinu er slátrað 30 þús- und fjár auk slátrunar á um 1.200 nautgripum. Hefur félagið sótt nokkuð inn á markað í Reykjavík með sínar kjötvörur og vinnur mark- HVAÐ FÆST Þ E G A R SAMAN KEMUR... I S L E N S K T ATVINNULÍF 19 9 4 Sjö ára reynsla... Vönduð vinnubrögS sérfræSinga. Ábendingar lesenda... Fljót þjónusta... ítarlegar upplýsi ngar... Kennitölur, hlutabréfamarkaSur, rekstur, eignir, stjórnir... Yfir 150 fyrirtæki... I Yfirlit um markaði... Töflur og línurit... Fimm til sjö fyrirtæki í viku..'. ASgengilegir kaflar... Yfirlitsgreinar... nú í vikulegri áskrift! Panti5 áskrift hjá TALNAKÖNNUN í síma 91 -688 644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.