Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL1994 C 7 Á hreindýraveiðum við Snæfell Gert að hreindýri við Kofaöldu á Vesturöræfum. Á myndinni eru Atli Ómarsson og Sigurður Aðalsteinsson. ÞAÐ hefur færst í aukana að íslendingar fari í veiðiferðir til útlanda, t.d. á hreindýraveiðar til Grænlands, villisvínaveiðar til Rússlands, fasanaveiðar til Skotlands og á aðrar framandi iendur til að kynnast veiðihefð, náttúru og fólkinu sem þar býr. Veiðidýr hér á okkar fallega landi eru kannski fá ef miðað er við ýmis lönd, en hér lifa villt hreindýr sem eru veidd á ákveðnu tímabili og fjöldi leyfilegra veiddra hreindýra er háður kvóta sem úthlutað er árlega og er sá kvóti breytilegur frá ári til árs. Lengst af hafa Austfirðingar setið einir að þessum veiðum og dýrafjölda úthlutað á hreppi og sveitarfélög. Nú er svo komið að hinum almenna veiðimanni gefst kostur á, að veiða hreindýr á austfirskum öræfum gegn gjaldi sem rennur til rannsókna á hrein- dýrastofninum. Það er óhætt að segja, að hægt sé að upplifa ósvikna ævintýraferð austur á Hérað á hreindýra- og gæsaveiðar. Veiðimenn þurfa að setja sig í samband við hreindýr- aráð eða hreindýraeftirlitsmenn, sem eru ófáir í hverri sveit þar eystra. Eftirlitsmaður fylgir veiði- mönnum á slóðir dýranna og að- stoðar skyttur eftir óskum þeirra. Að vísu kostar þetta peninga, en í þessu tilfelli fær veiðimaður að eiga bráðina óskerta. Þar sem ströng lög eru við innflutningi á öllu kjöti, líka veiðibráð, geta menn ekki tekið þá bráð sem þeir fella á erlendum veiðislóðum heim. Ég slóst í för með Atla Ómars- syni og Sigurði Aðalsteinssyni, bónda og hreindýraeftirlitsmanni á Vaðbrekku, í hreindýraveiðiferð sl. hast. Felld voru tvö dýr, tarfur og kvíga auk kálfs, sem fylgdi kvígunni. Verðflokkar eru nokkrir, og miðað við skrokk eftir aðgerð. Við vorum heppnir í þessari ferð. Á fyrsta degi rákumst við á 300 dýra hjörð við Kofaöldu á Vesturöræfum, austan við Krin- gilsárrana. Hjörðin fór að Sauða- hnjúki gegnt Snæfelli. Dýrin voru felld þennan dag og grá- og heið- argæsir voru einnig veiddar í ferð- inni. Sannkölluð ævintýraferð, sem aldrei gleymist. Búnaður er nokkur, sem veiði- menn þurfa að hafa meðferðis, en það miðast við hversu lengi menn hyggjast dvelja við veiðarnar. Lág- marks skotvopn til hreindýraveiða er 243 cal. riffíll. Aðalveiðitími er fyrri hluta september. ■ Róbert Schmidt Afsláttarkjör hjá MALEV í NÝJASTA hefti breska ferðablaðsins Executive Tra- vel segir að kaupi menn flugmiða á C-klassa ung- verska flugfélagsins Malev til Búdapest fái gestir afhent sérstakt hlunnindakort. Meðal þess sem talið er upp er afsláttur á hótelgistingu, ferðum frá flugvelli og ókeypis í lestir, sporvagna og strætó í Búdapest. Þá er einnig boðinn einn kvöldverður og má velja milli allnokkra veitingastaða svo og sérstök símalína sem veitir gestum aðstoð á ensku ef þeir eru ekki sleipir í ungverskunni. Miðinn á C-klassa með Malev frá London og til baka kostar um 70 þúsund krónur. ■ Feri) í Stiklastaðahátíö hjá SL SAMVINNUFERÐIR/Landsýn bjóða ódýra tveggja vikna ferð til Þrándheims 26. júní og heim 11. júlí. Einnig verður sex daga ferð 19.880 kr. með flugvallarsköttum frá 26. júlí tíl 1. ágúst. Flugfarið og miðað við staðgreiðslu. í tilkynningu ferðaskrifstofunnar um þessa ferð er bent á, að auk þess tækifæris að ferðast víða um Norðurlönd sé hægt í seinni ferð- inni að fylgjast með Stiklastaðahá- tíðinni í Þrándheimi, en hún er dag- ana 28.-31. júlí. Hátíðin er tileinkuð Ólafí helga Haraldssyni og heitir „Spelet om Heilag 01av“ og taka um 300 manns þátt í þessum flutn- ingi á Stiklastöðum. í kynningu segir, að ár hvert komi um 25 þús. manns á hátíðina, en hún hefur verið haldin árlega frá 1954. ■ Tulipanaar í Hollandi Um þessar mundir eru 400 ár liðin frá því fyrsti túlipaninn blómstraði í Hollandi eftír að laukurinn hafði verið fluttur inn frá Tyrklandi. Til að minnast þessara sögulegu tímamóta hef- ur hollenska ferðamálaráðið nú hafið sérstaka kynningarherferð sem heitír 400. túlipaninn. Þessi herferð stefnir auðvitað að því að laða fleiri erlenda ferðamenn til Hollands og auka sölu á túlipön- um. Alls konar uppákomur verða í þessu túlípanasambandi, m.a. verða málaðir túlipanar á leigubíla í Lond- on en erfiðlega hefur gengið að fá þá tillögu samþykkta af viðkomandi leigubílstjórum. Túlipanaútflutn- ingur gefur Hollendingum milljarða í tekjur og túlipanaekrur þekja 16 þús. hektara landsins. ■ Metfjöldi á Manchestervelli Morgunblaðið/JK Frá Rangoon. Swedagon-pagóðan fyrir miðri mynd. Fljótandi hótel í Rangoon THAILENSK fyrirtæki hefur skrifað undir samning við stjórnvöld í Búrma um að leggja tíl og reka fjögurra stjörnu fljótandi hótel í Rangoon. Samningurinn er til 15 ára og þykir í frásögur færandi því hingað til hafa ekki verið nein hótel í landinu sem hafa náð sér í fjögurra stjörnu stímpil. í nýrri skýrslu Breska ferða- málaráðsins segir að árið 1993 hafi alls 13,393,381 farþegi farið um flugvöllinn í Manchester og er það nýtt met og 7,6 prósent aukning frá árinu áður. Frá miðborg Manchester Manchester er að verða einhver umsvifamesti flugvöllur Bretlands að London flugvöllum frátöldum. Þar var opnuð ný flugstöð á síð- asta ári. Sömuleiðis voru járn- brautarsamgöngur bættar til mik- illa muna frá velli og inn í borg. Þjónusta bæði við komu- og brottfararfarþega þykir til mikillar fyrirmyndar og þótt umferð sé vaxandi um völlinn hefur tekist að shdalda stundvísi þar í heiðri sem er meira en segja má um Heathrow og Gatwickvelli. Mikil aukning hefur orðið á beinum flugum til Manchester frá aðskiljanleg- um áfangastöð- um bæði í Evr- ópu og einnig fjarlægari stöð- um. Nú næsta sumar bætast við ferðir frá Helsinki, Vínar- borg og Kairó. Manchester er um 260 km frá London. Hún er leikhúsborg Bret- lands í ár og hefur það örvað heim- sóknir verulega að því er fram kemur í fréttabréfinu. ■ Stærstu borgirnar Borg Þús.ib. TÓkíÓ 25.013 SaoPaulo 18.119 New York 16.056 Mexíkóborg 15.085 Shanghai -13.447 Bombay 12.223 LosAngeles 11.456 Buenos Aires 11.448 Seul 10.979 RiodeJaneiro 10.948 Peking 10.867 Kalkútta 10.741 Osaka 10.482 París 9.334 Tianjiin 9.206 Jakarta 9.249 Moskva 9.048 Heimild: Asiaweek. Miðað er við árið 1990. Fjölmennustu borgir 1960 voru New Vork, Tókíó, London, Shanghai, París, Buenos Aires, Los Angeles, Essen, Peking og Osaka og f þessari röð. Reksturinn hefst strax á þessu ári og verður skipið, sem var byggt í Finnlandi 1968 og gert upp á sl. ári, með 132 herbergi. Eins og fram hefur komið í ferðablaðinu hafa búr- mísk stjórnvöld breytt reglum um dvöl erlendra ferðamanna í landinu, en þeir hafa lengst af ekki fengið leyfi og áritun nema til vikudvalar, en það hefur verið lengt í 14 daga og kann að verða lengt í 3 vikur ef nýja fyrirkomulagið gefst vel. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.