Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Ekki er tekið tillit til kvenna í viðskiptaerindum KONUR hafa a undanförnum árum verið að hasla sér völl á leik- velli viðskipta eins og annars staðar og þær hafa því ekki síður en karlmenn í slíkum erindagjörðum þurft að skipta við flugfé- lög, ferðaskrifstofur og hótel á vegum vinnunnar. En þrátt fyrir þá staðreynd að um þriðjungur þeirra, sem ferðast í viðskiptaer- indum landa á milli í hinum vestræna heimi, séu konur, hafa þjón- ustuaðilar ekki tekið við sér sem skyldi. Þetta kemur fram í grein, sem birtist í flugblaði Eva Air á Taiw- an, fyrir skömmu, þar sem m.a. er fullyrt að mikið skorti á að tekið sé tillit til sérþarfa kvenna í viðskiptaerindum og því velt upp hvort kvenmenn séu minnihluta- hópur hvað þjónustu snertir. Ros nokkur Martin, sem er framkvæmdastjóri klúbbs viðskiptakvenna í London, segir að svarið sé hvorki einfalt né ein- hlítt. Hinsvegar væru vissar regl- ur, sem starfsfólk hótela ætti að hafa í huga þegar einsömul kona á í hlut. „Það á til dæmis ekki að láta hana hafa herbergi í enda á löngum og dimmum hótelgangi og það á ekki að kalla upp her- bergisnúmerið hennar í móttök- unni svo allir viðstaddir heyri. Fyrir utan þetta er það útbreiddur misskilningur að kona, sem skráir sig inn á hótel „í viðskiptaerind- um“, þurfí annaðhvort að vera einkaritari einhvers eða eiginkona einhvers.“ Og Ros nefnir það einn- ig að ef svo illa vill tjl að viðkom- andi hótel sé yfírbókað þegar kona mætir á staðinn á hún það yfir höfði sér frekar en karlmaður að vera vísað frá eða á annað hótel án þess að starfsfólk bjóðist til þess að útvega fría nótt, frían málsverð, endurgreiðslu eða hvað annað sem nöfnum tjáir að nefna til að bæta viðskiptavinunum upp skaðann. Lykilorðið Ákveðni er oft lykilorðið í slík- Hlutir á borð við pils-hengi, straujárn og hárblásara ættu að vera sjálfsagðir á hótelher- bergjum kvenna. um aðstæðum. Rólegheit og ör- yggiskennd kann að virka betur en grátur og gnístran tanna. Og það að fuðra upp í skyndingu án þess að sjá fyrir afleiðingamar kann vissulega að virka öfugt á mótaðilann. Ros bendir á að yfírleitt stundi starfsfólk hótela ekki hugsana- lestur. Því sé nærtækast að láta Það er útbreiddur misskilningur að kona, sem skráir sig inn á hótel „í viðskiptaerindum" þurfi annaðhvort að vera einkaritari einhvers eða eiginkona einhvers. í ljósi gremju sína strax, ef eitt- hvað bjátar á, en geyma óánægj- una inni í sér. Starfsfólkinu sé ekki um að kenna ef það veit ekki hvað ami að. Það gerir eng- um mein að spyijast fyrir um betri þægindi, óski menn þess. Hárblásarar, straujárn og herða- tré, sérstaklega ætluð pilsum, eru oft ekki fyrir hendi þegar grípa þarf til í flýti, en að mati Ros ættu slík nútímaþægindi að vera sjálfsagðir á hótelherbergjum kvenna í viðskiptaerindum. Bannllstinn Persónulega segist hún leggja mikið upp úr staðsetningu hótela þegar hún er á ferðinni. Hún kjósi hótel miðsvæðis, þar sem hún eigi auðvelt með að hitta fólk í góðu umhverfi. Hinsvegar séu hótel í vafasömu hverfí á bannlista og einnig hótel í svokölluðum „rauð- um“ hverfum. Hún segir jafn- framt að sundlaugar séu þarfa- þing á ferðalögum þar sem að afslöppun sé mikils virði að vinnu- degi loknum og ekki væri það verra ef boðið væri upp á nudd. Að lokum gefur hún þau ráð að peninga, ferðatékka, greiðslukort og önnur verðmæti skuli ávallt geyma í öryggishólfum hótela. Forðast skal að bera dýra skart- gripi á götum úti. Handtösku á ekki að hengja á eina öxl svo lafí niður heldur læsa hana um sig miðja og ganga innarlega á gang- stéttum til að forðast ræningja á mótorhjólum, sem eru fljótir að grípa töskur af gangandi vegfar- endum. „En ef þú lendir í ræn- ingjahöndum, afhentu þá það sem þú ert með án mótmæla. Það er skárra að missa eigur sínar en líf sitt,“ segir Ros að lokum. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Dagana 29. apríl til 1. maí verður vorhátíð haldin við Mývatn. Dag- skrá verður alla helgina og sagði Sigríður Þrúður Stefánsdóttir ferða- málafulltrúi, að dagskrá yrði mjög fjölbreytt. Nefna má djass, dorg- veiði og málverkasýningu. Mannlífi Mývatnssveitar verður haldið á lofti og flutt minningardagskrá um Jakobínu Sigurðardóttur rithöf- und, sem lést fyrr á þessu ári. Einnig verða píanóverk eftir sr. Örn Friðriksson prófast á Skútustöðum. Vorhátíðin er í tengslum við ferða- átakið Islandsferð fjölskyldunnar, en skipulögð með samstarfi sam- taka, félaga og einstaklinga. Bretum skákað í tekeppni BRETAR eru mikil tedryklqu- þjóð eins og allir vita og þar sem flugfélög þurfa einlægt að sanna farþegum gæði varn- ings síns var efnt til tekeppni meðal allmargra flugfélaga. Frá þessu segir í Traveller, ferðablaði breska ferðaklúbbsins Wexas. í úrslit komust Air UK, Iberia, British Midland og Americ- an Airlines. Á endasprettinum varð Americ- an svo sigursælast og svipti Breta þeirri sælu trú að þeir byggju til og bæru fram besta teið. ■ miSÆS Þrjár ferðir í viku með SAS SKÖMMU fyrir síðustu mán- aðamót hóf SAS að fljúga aftur hingað. Birt hefur ver- ið sumaráætlun þess og er flogið frá Keflavík til Kaup- mannahafnar þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Sömu daga er einnig flug til Stokkhólms og Ósló. ■ Föstudagskvöldið 29. apríl verður djassfagnaður í Hótel Reynihlíð með ýmsum djassgeggjurum_ undir stjórn Viðars Álfreðssonar. Á laugardag standa Veiðifélag Mývatns, Dorg- veiðifélag íslands og Ferðamálafélag Mývatnssveitar fyrir dorgveiði- keppni. Dorgveiði er gömul veiðiað- ferð og ríkjandi sem hefð í sveit- inni. Á árum áður liðu Mývetningar sjaldnast skort vegna þess að vatnið var gjöfult jafnt á vetri sem sumri. Fyrsta dorgveiðikeppnin hérlendis var einmitt á Mývatni. Á laugardagskvöldið flytja félagar úr ITC-Flugu minningar- og heið- ursdagskrá um Jakobínu Sigurð- ardóttur. Verður lesið úr skáldsög- um hennar, smásögum og ljóðum. Einnig er flutt píanóverk eftir sr. Örn. Þetta fer fram í Skjólbrekku. Þetta kvöld er einnig lifandi tónlist á Hótel Reynihlíð. Á sunnudegi er hugvekja og tón- listarflutningur í Reykjahlíðar- kirkju og eftir hádegið eru árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Skútustaðahrepps þar sem nem- endur á aldrinum 6-15 ára koma fram. Gestaspilarar verða fyrrum nemendur. Sérstök matartilboð eru á sunnu- deginum á veitingastaðnum Hvem- um í Reykjahlíð, þar sem Kaupfélag Þingeyinga kynnir framleiðsluvörur. En á laugardag verður á boðstólum mývetnskt bakkelsi fyrir gesti og gangandi. Á Hótel Reynihlíð er sér- stakt fiskréttakvöld á laugardag og þátttakendum í dorgveiðikeppninni gefst kostur á að fá nýveiddan sil- ung sinn matreiddan. Loks má geta þess að Ragnar Jónsson heldur málverkasýningu á Hótel Reynihlíð þá daga sem hátíðin stendur yfir. ■ Hve mikið borga þau í flugvallaskatt? Land ísl. kr. Bandaríkin 1.680,- Island (fullorðnir) 1.340,- (sland (börn 670,- Danmörk 710,- Ítalía 595,- Noregur 590,- Þýskaland 255,- Holland 245,- Austum'ki 240,- Frakkland 215,- Svíþjóð 130,- Miðað viö 1. mars 1994 skv. upplýsinga- bæklingi Flugleiða Ferðamannaíbúðir íKaupmannahöfn Þægilegar ný uppgerðar íbúðir íhjarta Kaupmannahafnar. Verð á mann frá dkr. 143* á dag. Allar íbúðirnareru búnar nýjum og þægilegum húsgögnum. Hafið samband við ferðaskrif- stofunaykkareða lit Truvel Scondmavia, Sími 9045 3312 3330. Fax. 90 453312 3103. *Verð á mann miöað við 4 í íbúð í viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.