Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 1
A?// BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 ■ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ BLAÐ ísland - Rússland í undanúrslitum? FLESTIR voru sammála um að íslandingar hafi dottið í lukkupottinn í gær með því að velja sér A-riðil. Það má telja öruggt að Island komist í 16-liða úrslit því 4-efstu liðin í hverjum riðli kom- ast áfram. En þá fer fram útsláttarkeppni. Til að gefa hugmynd um hvernig þetta gæti spilast fyrir ísland setjum við hér upp dæmi. Efsta liðið í A-riðli (hugsanlega Island) sem við köllum A-1 mætir 4. liði í B-riðli (B-4) í 16- liða úrslitum. Ef við gefum okkur að A-1 vinni þann leik mætir það C-2 eða D-3 í 8-liða úrslit- um. Gefum okkur að A-1 komist í 4-liða úrslit mætir liðið B-1 (hugsanlega Rússar) eða C-2. Ef við tökum dæmi um að Island hafni í 2. sæti í A-riðli lítur dæmið þannig út: A-2 mætir B-3 í 16-liða úrslitum, síðan 1-C í 8-liða úrslitum og ef sá leikur vinnst mætir A-2 liði D-1 í undanúr- slitum. HANDKNATTLEIKUR $ i í -U; ’ir; 0 Riðlarnir A-riðill, sem fram fer í Reykjavík: Sviss, ísland, Ungveijaland, Afrika-2, Asía-2, Ameríka-3. B-riðill, sem fram fer í Hafnarfirði: Rússland, Tékkland, Króatía, Ameríka-1, Slóvenía, Afr- íka-4. C-riðiII, sem fram fer í Kópavogi: Frakkland, Þýskaland, Dan- mörk, Asía-1, Afríka-3, Rúmenla/Ástralía. D-riðill, sem fram fer á Akureyri: Svíþjóð, Spánn, Egyptaland, Hvíta-Rússland, Ameríka-2, Asía-3. Bengt Johansson: Takmaridð er ólympíu- titill BENGT Johansson, þjálfari Svía, var mjög ánægður með dráttinn í gærkvöldi. „Við erum í sterkasta riðlinum, en keppnin byijar fyrst í 16 l'ða úrslitum. Ég er ánægður með að vera laus við ísland og Rússland, en Egyptar og Hvít-Rússar eru góð- ir. Spánvetjar eru góðir sem ein- staklingar en ekki sem lið. En riðillinn er erfiður og ég þakka fyrir að leika á Akureyri.“ Aðspurður um val Þorbergs sagði þjálfarinn að erfitt yrði fyrir ísland að ná heimsmeist- aratitlinum, „en ég held að hann hafi valið það besta fyrir ísland." Johansson sagði að mestu máli skipti fyrir Svía að verða í einu af sjö efstu sætunum til að tryggja þátttökurétt á Ólympíu- leikunum í Atlanta 1996. „Við erum hcimsmeistarar og Evr- ópumeistarar og æðsta takmark- ið er að verða ólympíumeistari." Kristján Arason: Lottóvinn- ingur fyrir Island KRISTJÁN Arason, fyrrum landsliðsmaður, var viðstaddur dráttinn í Laugardalshöll í gær. Hann sagði að ísland hafi dottið í lukkupottinn og fengið lottó- vinninginn með því að veija sér A-riðil. „Ég hcld að við hefðum ekki getað fengið betri riðil. Það er gott að losna við þjóðir eins og Spánvetja, Svía, Frakka og Þjóð- verja sem við höfum alltaf átt í miklum erfiðleikum með,“ sagði Kristján. „Við ættum að komast auð- veldlega í 8-liða úrslit og svo er það spurning hvemig þetta rað- ast upp eftir það. Ég tel að ís- land eigi að stefna á verðlauna- sæti. Við höfum verið í fjórða til áttunda sæti á stórmótum erlendis og heimavöllurinn ætti að gefa okkur verðlaunasæti og það ætti ekki að vera óraunhæft markmið." íslendingar ánægðir ÞORBERGUR Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, Einar Þorvarðarson, að- stoðarmaður hans og Geir Sveinsson, fyrirliði lands- llðsins, voru mjög ánægð- Ir með mótherjana í A- riðll. Morgunblaðið/Golli „Við gátum ekki verið heppnari með mótheija“ FORRÁÐAMENN ísienska landsliðsins í handknattleik völdu að ieika í A-riðli heimsmeistarakeppninnar, sem verðurá íslandi í maí á næsta ári, en dregið var í riðla í Laugardalshöll í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálf- ari, tilkynnti ákvörðunina og sagði að valið hefði ekki verið erf- itt. „Við gátum ekki verið heppnari með mótherja," sagði hann. Island leikur í riðli með Sviss, Ung- veijalandi, fyrsta liði Afríku, öðru liði Asíu og þriðja liði Ameríku. „Við höfum spáð mikið í þetta,“ sagði Þorbergur, „og dregið 10 eða 12 sinnum tií að átta okkur betur á möguleikunum. Einhver skrifaði þetta upp eins og dregið var og ljóst er að við lendum á móti lökustu liðun- um í þriðja og fjórða styrkleika- flokki, en með sigri í riðlinum mætum við ljórða neðsta liðinu í B-riðli í 16 liða úrslitum." Svíinn Gunnar Blaumback er landsliðsþjálfari Sviss og hann var ánægður með dráttinn. „Hins vegar er riðillinn ekki eins mikilvægur og mótheijinn í 16 liða úrslitum. Það er ómögulegt að segja til um í hvaða sæti er best að lenda, því það bygg- ist á röðun liða í B-riðli.“ Blaumbáck sagði enn fremur að aðalatriðið hjá Svisslendingum væri ekki að verða heimsméistari heldur að tryggja sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. „Það er gífurlega mikilvægt fyrir handboltann í Sviss að komast til Atlanta og það er takmarkið." Merkur viðburður í gær var Ólympíudagurinn, stofndagur Alþjóða ólympíunefnd- arinnar, sem hélt upp á aldarafmæl- ið. Dagurinn var jafnframt alþjóða dagur handknattleiksins og fór vel á því að di'egið var i riðla í HM á þess- um merka degi, en framkvæmdin er sú viðamesta, sem íslendingar hafa tekið að sér í íþróttum. Dagskráin gekk eins og ákveðið hafði verið og var vel að öllu staðið. Handboltum var kastað mann fram af manni frá Hafnarfirði í Laugar- dalshöll og frá íþróttahöllinni á Ak- ureyri og út á flugvöll. Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, sveif í fall- hlíf niður á gervigrasið í Laugardal með boltann að norðan, en krakkar, sem tóku þátt í boltakastinu, áttu síðasta orðið í Laugardalshöllinni, áður en formleg dagskrá hófst. Hermann Gunnarsson stjórnaði drættinum, en Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa- vogi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Gísli Halldórsson, heiðursforseti ISÍ og Ólympíunefndar íslands, önnuðust dráttinn. Erik Larsen, formaður tækninefndar IHF, sá til þess að farið var að settum reglum og nefndi nöfn þjóða fyrst á íslensku við mik- inn fögnuð áhorfenda. Frank Birken- feldt, skrifstofustjóri IHF, og Staffan Holmquist, formaður Sænska hand- knattleikssambandsins og Evrópu- sambandins, voru viðstaddir fyrir hönd IHF. Fyrst var land dregið og síðan rið- ill. Friðrik dró fyrst Sviss og síðan A-riðil. Þegar kom að Ingibjörgu Sólrúnu lá fyrir að Ungveijaland, Afríka og Asía voru í A-riðli og þeg- ar borgarstjórinn dró Ameríku í A- riðil brutust út mikil fagnaðarlæti í salnum. Enda leið ekki á löngu áður en ákvörðun íslendinga lá fyrir. Geir H. Haarde, formaður frarn- kvæmdanefndar HM, sagði að mikil vinna væri að baki, en enn meiri framundan og hann skoraði á alla að taka höndum saman og vinna að sameiginlegu markmiði. „Við skulum sameinast um að gera keppnina þannig úr garði að hún verði Islend- ingum til sóma og öðrum þjóðum til fyrirmyndar.“ HM: ITALIA VANN FRÆKINN SIGUR A NOREGIÞRATT FYRIR MOTBYR / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.