Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Reuter
Olajuwon sá besti
HAKEEM Olajuwon var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eins og deildarkeppninnar. Hér treður hann boltanum
með tilþrifum í körfuna hjá NeW York í fyrrinótt.
Langþráð stund
ÍBÚAR Houston borgar fögnuðu vel og lengi í fyrrinótt, eftir að
lið borgarinnar, Houston Rockets, varð NBA-meistari íkörfu-
knattleik í fyrsta skipti. Þetta er ífyrsta skipti sem lið frá borg-
inni verður meistari í einhverri „stóru“ íþróttanna í Bandaríkjun-
um. Houston sigraði New York í sjöunda og síðasta leik úrslita-
keppninnar að þessu sinni 90:84.
M HAKEEM Olajuwon, fyrirliði
Houston Rockets, er fyrsti leik-
maðurinn í sögu NBA sem hlotnast
Tsá heiður á einu og sama keppnis-
tímabilinu, að vera kosinn besti
varnarmaðurinn, besti leikmaður
deildarkeppninnar, besti leikmaður
úrslitakeppninnar og leika jafn-
framt í meistaraliðinu.
■ OLAJUWON er múhameðstrú-
ar og snýr sér fimm sinnum á dag
til Mekka og fer
með bænir sínar.
Hann byijaði á
því eftir sigurinn
að þakka almætt-
inu „fyrir að gefa
mér tækifæri á
að vinna titilinn."
■ NEW York
Knicks tók þátt
í 107 leikjum í
NBA-deildinni í
vetur. Það er
met; lið hefur
aldrei þurft að
leika svo marga
leiki á einu
keppnistímabili.
■ CHARLES
Oakley, leikmaður Knicks setti
einnig met: hann var i byrjunarlið-
inu í öllum 107 leikjunum í vetur.
■ KEPPNISTÍMABILIÐ, sem
lauk í fyrrinótt, er það lengsta í
sögu NBA og það gerðist nú í fyrsta
skipti að á sama keppnistímabili sé
leikið á öllum fjórum árstíðum.
Keppni hófst síðastliðið haust, leik-
ið var vetur og vor að vanda, en
aldrei fyrr hefur tímabilið dregist
fram á sumar. Sumarið byijaði op-
inberlega í Bandaríkjunum fyrir
þremur dögum.
■ LEIKIR liðs New York í úrsli-
takeppninni urðu 26 að þessu sinni
og er það met. Áður hafði lið mest
ieikið 24 leiki í úrslitakeppni.
■ / FYRSTA skipti síðan skot-
klukkan var tekin í notkun í NBA,
árið 1953, tókst hvorugu liðinu að
í skora 100 stig í einhveijum leika
lokaúrslitanna.
■ HOUSTON er því fyrsta sigur-
liðið í deildinni sem nær ekki að
skora 100 stig í lokaúrslitunum.
■ BILL Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, hringdi í Rudi Tomj-
anovich, þjálfara Houston, í bún-
ingsklefa liðsins eftir sigurinn.
„Hann óskaði mér til hamingju, en
sagðist ekki vilja trufla fögnuðinn
frekar. Ég sagði honum að hringja
hvenær sem hann vildi, ánægjan
væri mín,“ sagði Tomjanovich.
■ HAKEEM Olajuwon hefur lítið
gert af því að leika í auglýsingum.
„Ég er ekki eins og „Magic“ eða
Jordan og mun ekki breytast þó
við höfum unnið,“ sagði hann.
■ ÞAÐ gerðist nú í 19. skipti í
röð að heimalið sigraði í sjöunda
og síðasta leik í úrslitakeppni, þeg-
ar svo marga leiki hefur þurft til.
■ ÞAÐ hefur aldrei gerst, þegar
tvö lið frá sömu borg fara í úrslit
einhverrar „stóru“ íþróttarinnar í
Bandaríkjunum á sama keppnis-
tímabilinu, að bæði sigri. Því má
segja að þegar leikmenn New York
Rangers fögnuðu sigri í NHL-
deildinni í íshokkí á dögunum, hafi
. vonir New York Knicks orðið að
engu...
■ MARGIR körfuboltasérfræð-
ingar sögðu í gær, að aldrei hefði
jafn hæfileikalítið lið komist jafn
langt og New York Knicks gerði
nú. Árangur liðsins væri fyrst og
fremst Pat Riley, þjálfara, að
þakka og menn eru á því að þetta
sé mesta þjálfaraafrek hans á frá-
bærum ferli.
Varnir beggja liða voru frábærar
í leiknum, eins og hingað til,
en það var fyrst og fremst slæm
hittni New York sem varð liðinu að
falli. John Starks, aðal skotbakvörð-
ur liðsins hitti t.d. aðeins úr tveimur
af 18 skotum sínum í leiknum í fyrri-
nótt, fyrir utan vítaskot. Hann skor-
aði einu sinni rétt við vítateigslínuna
og í hitt skiptið var hann undir körf-
unni. Starks reyndi ellefu 3ja-stiga
skot en hitti ekki úr einu einasta.
Hann gerði 8 stig í leiknum; skoraði
Iþróttafréttamenn Morgunblaðs-
ins gefa leikmönnum í 1. deild
karla einkunn eftir hvern leik. Eitt
M fá þeir sem leikið hafa vel, tvö
M fá þeir sem Ieikið hafa mjög
vel, og þijú M, sem er hæsta ein-
kunnin, fá þeir sem átt hafa frábær-
an leik. Til þessa hefur aðeins einn
leikmaður fengið þijú M í einkunn.
Það var Sturlaugur Haraldsson leik-
maður IA, í leik gegn Breiðabliki í
6. umferð.
úr fjórum vítum.
Leikurinn var æsispennandi og
munurinn aldrei mikill. Hakeem
Olajuwon var besti maður vallarins;
gerði 25 stig, átti 7 stoðsendingar
og tók 10 fráköst. Vernon Maxwell
gerði 21 stig. Derek Ilarper var
stigahæstur hjá New York með 23
og Patrick Ewing gerði 17 stig.
Houston hafði yfir 22:22 eftir
fyrsta fjórðung, 45:43 í leikhléi,
63:60 eftir þriðja hluta og sigraði
90:84 sem fyrr segir.
Pjórir leikmenn hafa samtals
fengið sjö M í einkunn eftir leikina
sex. Það eru Petr Mrazek varnar-
maður hjá FH, Helgi Sigurðsson
sóknarmaður hjá Fram, Sigursteinn
Gíslason bakvörður hjá ÍA, og
Heimir Guðjónsson miðju- og núna
varnarmaður hjá KR.
Rúmlega 800 áhorfendur á leik
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Morgunblaðið hefur safnað á
„Houston átti sigurinn skilið, liðið
var einfaldlega betra en við þegar á
reyndi," sagði Pat Riley, þjálfari New
York, sem sex sinnum varð meistari
sjálfur, sem leikmaður og þjálfari.
Þegar hann var spurður hvort ekki
hefði hvarflað að sér að taka Starks
útaf eða láta hann hætta að skjóta,
svaraði Riley: „Nei. Ég stend alltaf
að baki þeim leikmönnum sem koma
mér í úrslitin. Starks er leikmaður
sem getur byijað að hitta hvenær
sem er. Hann fékk nokkur góð skot
en boltinn vildi einfaldlega ekki í
körfuna." Heimamenn voru í sjö-
unda himni. „Loksins. Þið áttuð þetta
skilið,“ sagði Rudy Tomjanovic, þjálf-
ari Houston, er hann ávarpaði áhorf-
endur í Summitt-íþróttahöllinni.
leikjum sumarsins hafa 826,7
áhorfendur að meðaltali verið á
leikjunum í 1. deild. Flestir áhorf-
endur voru á leik Fram og KR í
6. umferð, ails 2.370,^ en fæstir á
leik Stjörnunnar og ÍBV einnig í
sjöttu umferð; 200 talsins.
Miðað er við áhorfendur sem
greiða aðgangseyri. Fram hefur
fengið flesta áhorfendur að meðal-
tali á heimaleiki sína, 1.507, en
athygli vekur að Framarar trekkja
næst minnst liða í deildinni þegar
þeir spila á útivelli, að meðaltali
513 áhorfendur hafa séð þá leika
á útivelli. KR-ingar hafa hins vegar
yfirhöndina á útivelli, að meðaltali
hafa 1.596 áhorfendur séð þá leika.
Keflvíkingar fá áberandi fæsta
áhorfendur á heimaleiki sína, en
Hlynur er
til í slaginn
Alexander leikur
ekki gegn KR
Hlynur Birgisson, landsliðsmaður
úr Þór á Akureyri, er í 16
manna leikmannahópi félagsins í
fyrsta skipti í sumar, í kvöld fyrir
leikinn gegn Breiðabliki í Kópavogi.
Talsverðar líkur eru á að hann verði
í byijunarliðinu. Hlynur fótbrotnaði
í æfingaleik í vor og hefur ekki leik-
ið síðan.
Árni Þór Árnason, sem leikið hef-
ur með Þór undanfarin ár, er einnig
í hópnum í fyrsta skipti í sumar.
Hann er nýlega kominn til landsins
frá Kanada, þar sem hann var í
námi.
Alexanderf rá
Alexander Högnason, hinn sterki
miðvallarleikmaður IA, verður ekki
í stórleiknum gegn KR í kvöld. Alex-
ander er meiddur á fæti, en Hörður
Helgason, þjálfari ÍA, sagðist reikna
með að hann missti aðeins af þessum
eina leik.
Van Basten
í uppskurð
Marco Van Basten, hollenski
framheijinn frábæri hjá AC
Milan á Ítalíu, þarf að fara í upp-
skurð vegna meiðsla á ökkla í þriðja
sinn. Van Basten hefur ekkert getað
leikið í nærri 18 mánuði.
Van Basten, sem er 29 ára, sagð-
ist á þriðjudag óttast að ferill hans
væri jafnvel á enda vegna meiðsl-
anna, en í gær sagðist hann fara í
uppskurð í næsta mánuði. „Það mik-
ilvægasta er von, og ég held áfram
að vona vegna þess að undangengna
mánuði var bati sjáanlegur, en síðan
versnaði mér. En við sjáum til eftir
aðgerðina."
Hollendingurinn, sem þrívegis
hefur verið kjörinn leikmaður ársins
í Evrópu, meiddist á ökkla í desem-
ber 1992 og hefur aðeins tekið þátt
í þremur leikjum síðan.
Van Basten er- einn tekjuhæsti
leikmaður heims; hefur andvirði 130
milljóna króna á ári í tekjur hjá
Milan, eftir skatta. Forráðamenn
félagsins leggja mikla áherslu á að
hann geti leikið. „Við bíðum, því
hann er frábær leikmaður og erum
vongóðir, en niðurstaðan liggur fyrir
í desember...Desember verður mikil-
vægur mánuður,“ sagði talsmaður
AC Milan í gær.
433 hafa að meðaltali sótt þá. ÍBV
fær fæsta áhorfendur á útivelli, að
meðaltali 424. Heildaraðsókn er
mest hjá KR, 1.385 manns hafa séð
leiki þeirra að meðaltali. Næst kem-
ur fram með 1.010 áhorfendur.
Botnsætið vermir Þór með 517
áhorfendur að meðaltali.
Staðan í „M-deiIdinni“ er þannig; liðin
hafa samtals fengið jafn mörg M sem
hér segir:
KR................................46
ÍA.............................. 39
Fram............................ 34
FH................................33
ÍBK...............................30
ÍBV...............................29
Stjarnan..........................28
Þór...............................27
Breiðablik....................... 20
Valur.............................19
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Bandaríkjunum
KNATTSPYRNA
Fjórir leikir í 1. deild karla íkvöld — Toppslagur ÍAog KR á KR-velli
KR-ingar hafa féngið flest M
FJÓRIR leikir eru á dagskrá 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld
og ber þar hæst viðureign efstu liða deildarinnar, íslands- og
bikarmeistara ÍA og KR-inga, sem mætast á KR-velli í Reykjavík.
Þá leika ÍBK og Fram í Keflavík, Breiðablik og Þór í Kópavogi
og ÍBV fær FH í heimsókn til Eyja. Leikirnir eru í sjöundu um-
ferð. Þegar sex umferðum er lokið — einum þriðja af mótinu —
hafa leikmenn KR hafa fengið flest M í einkunnagjöf Morgun-
blaðsins, 46 M, en Skagamenn koma næstir með 39 M.