Morgunblaðið - 28.06.1994, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Byggingin er um 1.400 ferm á tveimur hæðum. Húsið er byggt upp
úr 1985 og stendur við Brekkustíg 39 í Njarðvík, það er á lóðarmörk-
unum milli Njarðvíkur og Keflavíkur.
Fjórtán hundruó
fermetra húsnæói
Suóumesjabæ
/
í
í Suðumesjabæ er nú til sölu 1.400 ferm skrifstofu- og verzlunarhús-
næði á tveimur hæðum, þar sem hvor hæð er um 700 ferm. Eigandi
er Málaraverktakar Keflavíkur hf. Húsið er byggt upp úr 1985 og er
nú allt í útleigu til sömu fyrirtækja og búin eru að vera í húsinu að
mestu leyti frá upphafí. Þessi eign hentar vel fyrir margs konar starf-
semi eins og þjónustuaðila, félagasamtök. verzlunarrekstur, opinbera
aðila og fl. og selst í heilu lagi eða smærri einingum.
Þessi bygging er öll í toppstandi
og stendur við Brekkustíg 39,
á lóðarmörkunum milli Njarðvíkur
sem var og Keflavíkur sem var og
er því afar vel staðsett í hinu nýja
bæjarfélagi, Suðumesjabæ, sagði
Guðlaugur Guðlaugsson, sölumaður
hjá Fasteignaþjónustu Suðumesja,
sem hefur húsið til sölu. — Öll lóðin
í kringum húsið er malbikuð og því
næg bílastæði bæði fyrir framan
húsið og eins allt í kring um það.
Húsið skipist í fjórar einingar um
350 ferm hver og vandalítið að skipta
því í fleiri einingar, ef þarf. Lofthæð-
in er óvenju mikil í aftari hluta neðri
hæðarinnar, sem er með stórri að-
keyrsluhurð auk minni hurða og
hentar því vel sem lager- eða verk-
stæðishúsnæði. Þar er núna líkams-
ræktarstöð.
Ekkert fast verð er sett á húsið
en óskað eftir tilboðum. — Verðhug-
myndin er þó um 60.000 kr. á fer-
metra, sagði Guðlaugur. — Þessi
bygging er mjög góður fjárfestingar-
kostur, bæði fyrir aðila, sem vildi
leigja það út eða einnig nota það
sjálfur að meira eða minna leyti.
Ætlunin er að byija á því að kanna,
hvort hægt sé að selja húsið í stærri
einingum, en ef það tekst ekkí, þá
verður það selt í minni einingum.
Viðbrögð við auglýsingunni á húsinu
hafa verið ail góð og talsvert um
fyrirspumir frá áhugasömum aðilum,
enda er ekki mikið um jafn gott
húsnæði af þessu tagi hér í Suður-
nesjabæ.
Keglugeró um húsaleigubælur
Vióræóur nlds og sveil-
arfélaga hefjasl fljótlega
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og sveitarfélögin munu fljótlega hefja
viðræður um framkvæmd laga um húsaleigubætur, en þau taka gildi
um næstu áramót. í kjölfar þess verður sett reglugerð, þar sem fjall-
að verður um upphæð bótanna, og þær reglur, sem útreikningur þeirra
á að grundvallast á.
Elín Jónsdóttir, lögfræðingur í
félagsmálaráðuneytinu, sagði í
samtali við Morgunblaðið að viðræð-
urnar við sveitarfélögin hefðu verið
í ákveðinni biðstöðu þar til nýkjörnar
sveitarstjómir hefðu tekið til starfa.
Þær myndu hefjast innan skamms
og fljótlega í kjölfar þess myndi fé-
lagsmálaráðherra setja reglugerð
um bæturnar. Elín sagði, að eins og
staða mála væri í dag, mætti gera
ráð fyrir að reglugerðin yrði í sam-
ræmi við þau drög, sem lögð hefðu
verið fram við afgreiðslu húsaleigu-
bótafrumvarpsins á Alþingi.
Grunnfjárhæðin 7.000 krónur
í drögunum að reglugerðinni er
greint frá því, að grunnfjárhæð
húsaleigubóta verði krónur 7.000 á
mánuði fyrir hveija íbúð, en há-
marksfjárhæð 21.000 kr. Ekki er
gerður munur á einstökum fjöl-
skyldugerðum, þannig að upphæðin
verður 7.000 kr. á mánuði fyrir ein-
staklinga, einstæða foreldra og hjón.
Hins vegar verður bætt við ákveð-
inni upphæð fyrir hvert barn á heim-
ilinu; 4.500 kr. vegna fyrsta barns,
3.500 kr. vegna annars barns og
3.000 kr. vegna þriðja bams. Þá
verður að auki bætt við grunnfjár-
hæðina 12% þess hluta leigufjárhæð-
ar, sem liggur á milli 20.000 kr. og
45.000 kr. I greinargerð með húsa-
leigubótafrumvarpinu segir, að ætl-
Iiuibrotsþjófar fara
eliki í sumarfri
— segir Baldur Ágúslsson, forstjóri Vara
Nú þegar tími sumarleyfanna er genginn í garð og fólk gjaman fjar-
verandi frá híbýlum sínum, er vert að huga að því, hvort nægilega vel
sé gengið frá öryggisgæzlu heima fyrir, á meðan fólk er í burtu. Inn-
brotum á heimili hefur fjölgað á undanförnum árum, ekki hvað sízt
yflr sumarleyfistímann, en innbrotsþjófar virðast ganga á það lagið
að notfæra sér fjarveru fólks til þess að brjótast inn í hús. Þar að
auki getur eitthvað farið úrskeiðis heima fyrir, vatn getur tekið að
leka, eldur kviknað o. s. frv.
er breytt frá því, sem áður var,
sagði Baldur ennfremur. — í fyrsta
lagi voru garðar í Reykjavik ekki
nándar nærri eins grónir og nú er
fyrir tíu til fímmtán árum. Núna
læðast þjófamir um gróna garða
og bijótast inn í skjóli tijágróðurs.
Þegar þjófur er kominn inn fyrir
limgerðið í kringum hús, þá sést
eiginlega ekki til hans lengur. I
öðm lagi em heimilin oft ríkmann-
legar búin en áður var og því eftir
meiru að slægjast. Við þetta bæt-
ist, að það er miklu algengara nú,
að húsráðendur séu fjarverandi i
Fólk er betur á verði gagnvart
innbrotsþjófum nú en var en
samt almennt ekki nægilega vak-
andi, sagði Baldur Ágústsson, for-
stjóri öryggisþjónustunnar Vara. —
Það er eins og enn sé viðloðandi
gamli hugsunarhátturinn. “Það
verður aldrei brotizt inn hjá mér.“
Sumum finnst líka eins og það sé
ekki jafn mikil hætta á ferðum á
björtum sumamóttum. En það á
ekki lengur við, að innbrotsþjófar
forðist birtuna. Þeir er engu síður
á ferðinni á sumrin en á vetuma.
— Það er einkum tvennt, sem
lengri tíma vegna sumarleyfa.
Algengastu orlofskerfin okkar
eru tvenns konar, lítið eða stórt
eftir umfangi. í því minna er fólg-
inn einn hreyfiskynjari, sem nemur
hreyfingu innan húss, einn reyk-
skynjari, einn skynjari sem skynjar
vatnsleka og að auki berst aðvöran
til okkar, ef rafmagn fer af húsinu.
Stærra kerfið er eins upp byggt,
nema þar era skynjararnir tveir af
hverri tegund. Auk þessa fer örygg-
isvörður frá okkur á staðinn tvisvar
i viku og gengur úr skugga um,
að allt sé í lagi. Við tökum það jafn
vel að okkur að hirða póstinn og
vökva blóminn, ef fólk æskir þess.
Svona kerfi kostar 8.000-11.000
kr. í hálfan mánuð allt eftir stærð
og umfangi og 15.000-20.000 kr.
í einn mánuð. Það fer vaxandi að
fólk kaupi þessi kerfí áfram að sum-
arleyfinnu loknu og þá fást þau
með afslætti vegna viðskiptanna.
H1il4.il iimsvif' a
fasteignamarkaói
Umsvif á fasteignamarkaði hafa verið mikil undanfarna mánuði, eða frá
því að vextir lækkuðu í lok síðasta árs. Útgáfa húsbréfa hefur vegna
þessa verið meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Framboð á húsbréfum hefur
verið meira en eftirspurn sem hefur leitt til þess að ávöxtunarkrafa þeirra
hefur hækkað að undanförnu. Hækkandi ávöxtunarkrafa ætti að leiða til
þess að íbúðarkaupendur, seljendur og húsbyggjendur haldi að sér höndun-
um, sem þá getur leitt til lækkunar á ávöxtunarkröfunni. Á þennan hátt
er húsbréfakerfíð hugsað. Vextir stjórnast af aðstæðum á fjármagnsmark-
aði, sem hefur áhrif á aðstæður á fasteignamarkaði. Húsbréfakerfíð er
markaðskerfi eins og fasteignamarkaðurinn í heild sinni.
Húsbréfakerfið hefur verið starf-
rækt frá því í nóvember 1989. Það
er ekki eiginlegt
peningalánakerfi,
heldur gengur það
þannig fyrir sig, að
Húsnæðisstofnun
ríkisins kaupir eina
tegund af skulda-
bréfum, fasteigna-
veðbréf, og greiðir
fyrir þau með ann-
eftir Grélor J.
Guðmundsson.
arri tegund skuldabréfa, húsbréfum.
Greiðslumat er forsenda
Forsenda fyrir fyrirgreiðslu í hús-
bréfakerfinu er að umsækjendur
hafi fengið greiðslugetu sína metna
áður en kaup eru ákveðin eða fram-
kvæmdir hafnar. Greiðslumat fæst
hjá öllum bönkum og sparisjóðum.
Það er reiknað þannig, að miðað er
við að greiðslubyrði lána fari að jafn-
aði ekki yfir 20% af heildarlánum
næstu fjögur árin, að teknu tilliti til
vaxtabóta.
Greiðslumatið er fyrst og fremst
ráðgjöf og til leiðbeiningar. Það seg-
ir ekki til um hve dýra íbúð viðkom-
andi á að festa kaup á eða byggja.
I greiðslumatinu er sýnt hámarks-
verð íbúðar eða framkvæmda sem
umsækjandi er talinn hafa getu til.
Stærsta vandamálið við greiðslu-
matið er að það miðast við aðstæður
eins og þær era á þeim tíma er
matið fer fram. Það tekur ekki mið
af því ef veralegar breytingar verða
óvænt á þeim forsendum sem lagðar
era til grundvallar við ákvörðun
þess.
íbúðarkaup
íbúðarkaupandi getur greitt allt
að 65% af kaupverði notaðrar íbúðar
með fasteignaveðbréfí eða allt að
65% af heildarbyggingarkostnaði
nýrrar íbúðar, þó eigi hærri fjárhæð
en ákveðið hámark. Hámarkið er nú
um 5,2 millj. kr. vegna notaðra íbúða
og um 6,3 millj. kr. vegna nýrra
íbúða. Seljandi íbúðar tekur við fast-
eignaveðbréfí, útgefnu af kaupanda,
sem Húsnæðisstofnun ríkisins kaup-
ir og greiðir fyrir með húsbréfum.
Fyrst umsókn, síðan kaup
Öðra hveiju koma fyrir tilfelli þar
sem íbúðarkaupendur óska eftir hús-
bréfaláni vegna kaupa sem eru af-
staðin, og þar sem ekki hafði verið
gert ráð fyrir fastegnaveðbréfi í
unin sé sú, að fjárhæð leigugjalds
eigi ekki að hafa áhrif á fjárhæð
húsaleigubóta og því verði það áfram
hagur leigjandans, að halda leigu-
verði sem lægstu.
Bætur skertar vegna árstekna
umfram 1,5 millj. kr.
I drögunum að reglugerðinni kem-
ur einnig fram, að húsaleigubæturn-
ar skerðist óháð fjölskyldustærð um
2% af árstekjum umfram 1,5 milljón
króna. Þá verði bæturnar eigna-
tengdar með þeim hætti, að ef þeir
sem í íbúðinni búa eiga eignir um-
fram 3 milljónir króna þá skuli 25%
þeirrar fjárhæðar, sem umfram sé,
bætast við tekjurnar, sem liggja til
grandvallar ákvörðun um fjárhæð
bóta. Þá kemur fram, að húsaleigu-
bætur skuli teljast til tekna í merk-
ingu skattalaga, eins og verið hafi
með húsnæðisstyrki sveitarfélaga.
kaupsamningi. Þessum erindum er
öllum synjað um fyrirgreiðslu í hús-
bréfakerfmu. Ástæðan fyrir því er
sú, að seljandi íbúðar verður að vera
til staðar til að Húsnæðisstofnun
ríkisins geti keypt fasteignaveðbréf
og greitt fyrir það með húsbréfum.
Þegar talað er um húsbréfalán vegna
íbúðarkaupa er átt við fasteignaveð-
bréf, sem íbúðarkaupandi gefur út
á nafn seljanda íbúðar, og sem Hús-
næðisstofnunin er reiðubúin að
kaupa og greiða fyrir með húsbréf-
um. Mikilvægt er að íbúðarkaupend-
ur geri sér grein fyrir því að Hús-
næðisstofnun ríkisins getur ekki
keypt fasteignaveðbréf vegna íbúð-
arkaupa nema þau séu stíluð á nafn
seljanda íbúðar.
Mikil umsvif áfram?
Ástæður mikilla fasteignavið-
skipta á undanförnum mánuðum
má án efa að verulegu leyti rekja
til vaxtalækkunarinnar í lok síðasta
árs. Hins vegar er jafn ljóst, að erfið-
leikar íbúðareigenda vegna tekju-
samdráttar hafa eflaust einnig þó
nokkuð að segja um mikil umsvif á
fasteignamarkaði. Greiðsluerfíðleik-
ar íbúðareigenda munu ávallt auka
fasteignaviðskipti, en hvort fram-
hald verður á miklum umsvifum á
fasteignamarkaði er erfítt að segja
til um. Þeir erfíðleikar sem margir
íbúareigndur hafa lent í að undan-
förnu eru skýr ábending um hve
nauðsynlegt er að vanda vel allan
undirbúning þegar íbúðarkaup eða
húsbygging eru fyrirhuguð.
Fast-
eigna-
sölur
í blaðinu
Agnar Gústafsson 26
Ás 12
Ásbyrgi 19
Berg 26
Borgareign 18
Borgir 19
Eignaborg 10&27
Eignamiðlunin 3 & 7
Eignasalan 10
Fasteignamark. 4
Fasteignamiðlun 23
Fasteignamiðstöðin 28
Fjárfesting 26
Framtíðin 27
Garður 10
Gimli 8 & 9
Hátún 7
Hóll 6 & 7
Hraunhamar 17
Húsakaup 13
Húsvangur 5
íbúö 20
Kjöreign 11
Laufás 16
Lyngvík 12
Óðal 22
Setrið 18
Séreign 15
Skeifan 25
Stakfell 20
Þingholt 21