Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 14
14 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Gömul handrið og pílárar
Þegar farið er upp á hæðirnar
fyrir ofan kjallarann, er gengið
eftir sömu stigum og voru í húsinu
upphaflega og sömu pílárarnir eru
í handriðum og þar voru fyrst. —
Fyrsta hæðin gæti verið hentug
fyrir skrifstofur t. d. skrifstofur
lögmanna og endurskoðanda eða
vinnustofur arkitekta, segir Sævar
Karl. — Á hæðinni þar fyrir ofan
er nú búið að innrétta íbúðir en
allt það gamla látið halda sér eins
og frekast er hægt.
Á efstu hæðinni, rishæðinni,
vekur það athygli, hve herbergin
þar eru litil. — Hér bjuggu hjúin
í gamla daga og hér var móðir mín
í vist, þegar hún var 15 ára göm-
ul, segir Sævar Karl.
Hann kveðst hafa hannað nauð-
synlegar breytingar á húsinu að
mestu leyti sjálfur, en segir: —
Að sjálfsögðu naut ég aðstoðar
ágætra smiða og þar var Sigurður
Geirsson húsasmíðameistari
fremstur í flokki. Verkið var ekki
vandalaust. Sums staðar eru bit-
arnir eins konar bindingsverk, þar
sem bitanir eru innan á, en þeir
halda innviðunum saman. Bitarnir
eru númeraðir hver út af fyrir sig
og hafa væntanlega verið smíðaðir
erlendis en fluttir hingað til lands
og síðan raðað saman líkt og
mekkanó.
Upphaflega hefur húsið verið
hitað upp með nokkuð óvenjuleg-
um hætti, því að í því eru loftstokk-
ar, sem komu í ljós við endurnýjun
hússins. Það hefur því verið lofthit-
un í húsinu, áður en hitaveitan
kom.
Sævar Karl var spurður að því,
hvort þessar framkvæmdir hefðu
ekki verið dýrar. — Ég keypti hús-
ið fyrir tólf millj. kr. af þrotabúi
Ávöxtunar, sem var ágætis verð,
en ég hef lagt gífurlegan kostnað
í innréttingar og annað við endur-
uppbyggingu hússins eða um
25-30 millj. kr. Sá kostnaður fór
langt fram úr því, sem ég hafði
reiknað með.
Ætlun mín var að flytja verzlun
mína hingað úr Bankastrætinu.
Síðan kom nokkur afturkippur í
viðskiptalífið og ég hætti við að
flytja, sennilega á réttum tíma.
Nú í september hef ég hins vegar
ákveðið að bytja með verzlun í
hluta af húsinu, það er í Bíslaginu
svonefnda við Ingólfsstræti og
Ieigja aðra hluta hússins út. I Bí-
slaginu ætla ég að opna fataverzl-
un í nýjum stíl.
Þegar Sævar Karl var spurður
að því, hvernig þessi nýi stíll væri,
færðist hann kankvís undan að
svara en sagði: — Það er enn þá
viðskiptaleyndarmál, en kemur
senn í ljós, því að ætlunin er að
opna þessa verzlun í ágústlok.
Kringlan kvödd innan skamms
Sævar Karl víkur síðan að verzl-
unarhúsnæði sínu í Kringlunni og
segir: — Sala á því er komin vel
á veg, enda þótt ekki sé búið að
ganga frá eigendaskiptum á því
enn. Ég reikna fastlega með því
að hætta verzlunarrekstri þar sjálf-
ur í lok ágúst.
Fyrir skömmu var stofnað sér-
stakt hagsmunafélag húseigenda á
svæði, sem afmarkast af Ingólfs-
stræti, Hverfisgötu, Smiðjustíg,
Laugavegi og Bankastræti. Sævar
Karl var að lokum spurður að því,
hvort hann teldi, að þetta félag
ætti eftir að hafa mikið gildi fyrir
fasteignaeigendur á þessu svæði
og svaraði hann þá.
— Á því leikur ekki vafi. Þetta
nýja félag á eftir að gegna miklu
hlutverki og verða mikill vettvang-
ur fyrir okkur alla, sem hlut eigum
að máli. Við getum þá haft samráð
okkar í milli varðandi margs konar
ákvarðanir t. d. um, hvort ekki sé
æskilegt að opna lóðir á milli okk-
ar. Kannski á eftir að opnast
gönguleið frá Smiðjustíg og niður
að Ingólfstræti um svæðið milli
Laugavegar og Hverfisgötu. Það
er vissulega möguleiki.
STEINSMIÐIR að störfum árið 1910 við að hlaða veggi í kjallara hússins við Hverfisgötu 12. Þessi athyglisverða ljósmynd blasir við á
vegg> þegar gengið er inn í kjallarahæðina.
Húsió að Hverfisgötu 12 á
að endurvekja gandan tima
- segir Sæiar Karl Ólason kaupmaóur.
GÖMUL HÚS í nýju hlutverki
vekja alltaf athygli. Eitt þessara
húsa er húsið að Hverfisgötu 12 í
Reykjavík. Núverandi eigandi þess
er Sæavar Karl Ólason kaupmað-
ur, sem á undaförnum árum hefur
látið fram fara gagngerar endur-
bætur á húsinu. Guðmundur Hann-
esson læknir og prófessor byggði
húsið upphaflega og var smíði þess
lokið 1911. Húsið er um 100 fer-
metrar að grunnfleti. Það er stein-
hús, tvær hæðir, ris og kjallari
ásamt bflskúr og eignarlóð. Góð
lofthæð er á hverri hæð. Hús þetta
var með fyrstu steinsteyptu húsun-
um í Reykjavík, en kjallaraveggirn-
ir, sem snúa út að Ingólfsstræti
og Hverfisgötu eru að því leyti
sérstæðir, að þeir eru hlaðnir.
Húsið þótti sérstaklega vel hann-
að, en hönnun þess annaðist Guð-
mundur að mestu leyti sjálfur.
I æknar settu lengi mikinn svip
■■ á þetta hús. Fyrir utan að búa
þar hafði Guðmundur Hannesson
þar læknastofu sína. Dr. Gunn-
laugur Claessen læknir og prófess-
or, sem var brautryðjandi í rönt-
genlækningum
hér á landi, hafði
þar einnig
starfsaðstöðu, en
hann var skipaður
forstöðumaður
Röntgenstofnunar
eftir Mognús Háskólans 1914.
Sigurðsson Dr. Gunnlaugur
lét ekki slæma starfsaðstöðu aftra
sér í brautryðjendastörfum sínum,
en til marks um hana er frá því
sagt, að stundum hafi ekki verið
hægt að fá nægan og öruggan
rafstraum til röntgenmyndatö-
kunnar á þeim tíma. Trésmiðjan
Völundur reyndi þá að miðla raf-
straum af veikum mætti og kom
það ekki ósjaldan fyrir, að send
voru símleiðis tilmæli til Völundar
frá dr. Gunnlaugi um að stöðva
vélar þar, svo að nægur straumur
fengist til röntgenmyndatökunnar
að Hverfisgötu 12.
Ingólfsstrætis megin var byggt
tengihús, svokallað Bíslag. I því
var eldhús á sínum tíma og utan
á það var sett annað bíslag eða
viðbygging. Þar hafði sonur Guð-
mundar, Hannes Guðmundsson
læknir, fyrst læknastofu, en síðan
var þar tannlæknasto/a, svo fast-
SÆVAR Karl Olason kaupmaður. I baksýn sést HORFT inn eftir Hverfisgötu. — Með því að gera
húsið Hverfisgata 12, sem stendur á horni Ingólfs- upp húsið að Hverfisgötu 12 er ekki einungis
strætis og Hverfisgötu. verið að bjarga virðulegu og merkilegu húsi frá
niðurniðslu, heldur einnig verið að blása nýju lífi
í miðborg Reykjavíkur, segir Sævar Karl Olason.
eignasala og síðast var þar smur-
brauðsstofa. Bíslagið er .hluti af
fasteigninni Hverfisgata 12.
Litlar breytingar voru gerðar á
húsinu frá fyrstu tíð, þar til nú,
að gagngerar endurbætur hafa
farið fram á því. Húsið hafði verið
í mikilli vanrækslu í mörg ár og
hlýtur enduruppbygging þess því
að teljast mikið fagnaðarefni, því
að auk þess gildis, sem það hefur
eitt og sér, er það afar mikilvægt
fyrir umhverfi sitt.
Aðsetur hústökumanna
— Þegar ég tók við húsinu, var
það að miklu leyti ónýtt. Hústöku-
menn höfðu lagt það undir sig og
alls konar lýður sezt þar að, sagði
Sævar Karl Ólason í viðtali við
Morgunblaðið. — Það var búið að
rífa nánast allt inr.an úr húsinu.
Frá kjallaragólfi mátti sjá upp í
ijáfur og húsið var því að kalla
einn geimur. Allar hurðir lágu í
bunkum á gólfinu og voru á leiðina
á haugana.
— En það hefur verið reynt að
halda í það gamla, eins og frekast
var unnt, heldur Sævar Karl
áfram. — Bitarnir þvert í gegnum
húsið eru upprunalegir bitar og
eins er um hurðirnar, því að þær
voru enn til staðar. Sama máli
gegnir um ýmislegt annað. Það
gamla hefur verið notað upp á
nýtt og allt kapp lagt á að halda
húsinu í sínum gamla stíl. Veggirn-
ir voru skafaðir upp, unz komið
var að elztu málningunni, sem var
dökkgul (okkurgul) og veggirnir
því_ aftur málaðir í þeim lit.
í viðbyggingunni við Ingólfs-
stræti, Bíslaginu, hyggst Sævar
Karl opna nýja verzlun í haust og
um leið verður neðsta kjallarahæð-
in í húsinu sjálfu tekin í notkun,
en þar eru fjögur herbergi nokkurn
vegin jafnstór.
— Kjallarahæðin gæti reynzt
hentugur vettvangur fyrir margs
konar starfsemi, segir Sævar Karl.
— Hún er aðeins lítið niðurgrafin
og þar gætu verið gallerí, vinnu-
stofur listamanna eða auglýsinga-
stofur. Kjallarinn er einnig heppi-
legur fyrir verzlunarrekstur. Ég
sé ekkert því til fyrirstöðu, að hing-
að komi jafnvel keppinautar mínir
úr röðum kaupmanna. Margmiðið
er að fá hingað starfsemi, sem
dregur fólk að og yrði til þess að
auka og efla mannlíf hér í miðborg-
inni. Möguleikarnir eru miklir og
magvíslegir.
Við hliðina á kjallaranum að
ofanverðu er bílskúr. Þetta er
einn fyrsti bílskúrinn á íslandi, sem
byggður var sérstaklega sem bíl-
skúr, heldur Sævar Karl áfram. —
í honum er fremur lágt til lofts
miðað við það sem nú tíðkast um
bílskúra. Mér hefur líka verið tjáð,
að á þessu húsi séu einar fyrstu
svalir á húsi á íslandi, en þær eru
fyrir enda hússins.
í húsinu eru sömu gluggar og
voru í því upphaflega. — Eg lagði
í þann kostnað að láta skafa
gluggana upp og setja þá í á ný
með einföldu gleri á upprunalegan
hátt, segir Sævar Karl. — Þetta
var kostnaðarsamt og miklu dýrara
en ef settir hefðu verið í nýir
gluggar. Þegar húsið var byggt,
fannst mörgum skritinn horn-
glugginn, sem blasir við Arnar-
hóli. Sumir héldu, að húsið myndi
ekki þola slíkan glugga heldur
sporðreisast og lyftast þá upp hin-
um megin.