Morgunblaðið - 28.06.1994, Side 16
16 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SMIÐJAN
Einangnin
VIÐ höfum haldið upp á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins íslands. Það er
þó nokkur áfangi sem gaf okkur tilefni til þess að gleðjast á góðri hátíð.
Ég ætla þó ekki að nota „smiðjuna“ til þess að skrifa hugleiðingu um
þetta afmæli þótt tilefnið sé mikið. Sumt eldra fólk sem man vel hátíða-
höldin 1944 fær gleðiblik í augun er það minnist hátíðarinnar á því ári.
„Þá var þjóðin einhuga, sem einn maður“, segja menn, „hátíðahöldin
verða okkur ávallt ógleymanleg og þó að nokkuð hafi rignt nú á þessu
afmæli var rigningin margfalt meiri 1944“. Er það ekki svo að í minning-
unni verða hlutirnir stærri? En það mun rétt vera að úrkomumet var
sett það ár hinn 17. júní á Þingvöllum.
GÓLFBITAR í 80 fm sal og bil á milli bita er 34 cm.
STOÐIR í veggjum timburhúsa eru misþéttar.
Landið var hemumið, þjóðin hafði
setið í einangrun, án ferðasam-
bands við meginland Evrópu. Sam-
göngur skipa voru þó meiri en
nokkru sinni til Bandaríkjanna og
Bretlands og hið
sama má segja um
flugferðir. Sá
hængur var á að
þessar fjölmörgu
ferðir voru farnar
á vegum hersins.
íslendingar sem
sækja vildu
menntun til ann-
ara landa gátu farið til Bandaríkj-
anna eða Bretlands með skipum.
Húsaeinangrun
Það var nú fremur einangrun
húsa sem ég vildi ræða í dag en
það er til viðmiðunar að ég vildi
nefna hvernig einangrun tíðkaðist
helst á stríðsárunum og eftir stríð-
ið, 1940-1950. Á undanförnum
árum hefur verið unnið töluvert að
viðgerðum húsa sem byggð voru á
þeim árum. Mörgum bregður nokk-
uð við ef þiljur eru rifnar af útveggj-
um gamalla steinhúsa. Þeir sjá ekki
að útveggir séu neitt einangraðir.
Það var nokkuð algengt að festir
væru þunnir listar, 25x38 mm innan
á útvegginn. Þakpappi var síðan
festur innan á listana. Á pappann
voru svo negldir aðrir listar til þess
að mynda þar loftrúm. Var síðan
ýmist klætt með rifnum mótaviði á
þessa grind og múrað (forskallað)
innan á. Loftrúmin tvö með tjöru-
pappa á milli voru talin allgóð ein-
angrun.
Onnur aðferð við einangrun húsa
var sú að vikurplötur voru límdar
með múrblöndu innan á útveggina
og síðan var pússað yfir með múr-
húð.
Nokkuð var um að notaður væri
svonefndur reiðingur. Þ.e. þunnt
skorið torf sem þurrkað var og
notað á milli laga.
Það þótti einnig einhver besta
fáanleg einangrun að líma upp
korkplötur á veggina. Voru þær oft
38 mm eða 50 mm þykkar og límd-
ar upp með múrblöndu og síðan var
múrhúðað innan á þær, eins og á
vikurplöturnar.
Timburhús
Ef við skoðum gömul timburhús
sjáum við að frágangur þeirra og
gerð er með allt öðrum hætti en
nú tíðkast í nýjum timburhúsum.
Algengt er að hólf grindarinnar
séu opin og tóm. Úthlið grindar eru
oft klædd með vandaðri vatns-
klæðningu. Efnisgóðri tréklæðn-
ingu og þar yfir er oft einnig tjöru-
pappi og bárujárn. Innanvert á
grindina er venjulega klætt með
þunnum panelborðum. Stundum
hefur verið strengdur strigi (hess-
ian) innan á panelklædda veggina
og neðan á loftin. Yfir strigann
hefur síðan verið límdur maskínu-
pappír, einkum neðan á loftin. Þar
yfir hefur verið málað. Á veggina
hefur oft verið límt veggfóður yfir
strigann.
Segja má að það hafi verið
„gæfa“ margra þessara gömlu
timburhúsa að þau voru ekki vel
þétt. Annars hefðu þau fúnað og
skemmst fyrr. Eftir að kröfur urðu
meiri um upphitun í húsum var leit-
að ráða við að þétta þau svo að
hitinn héldist við í húsunum í stað
þess að rjúka bara út í veður og
vind. Var þá gripið til þess ráðs að
útiloka trekkinn með því að múr-
húða timburhúsin að utan. Þótti
mörgum timburhúss eiganda þetta
hið besta ráð. Víða heppnaðist það
vel en á mörgum þessara gömlu
timburhúsa varð utanhúss múrhúð-
un (forskalning) til tjóns. Raki
komst í gegnum múrhúðina og fún-
aði timbrið þar innan undir. Það
dró þó mikið úr fúaskemmdum ef
múrað var utan á bárujárnið en það
var oft tekið af húsinu fyrir múr-
húðun. Það er þó kostur timburhús-
anna að tiltölulega auðvelt er að
endurnýja burðargrind og klæðn-
ingu þeirra.
Einangrunarefni
Hér að framan nefndi ég nokkrar
efnistegundir sem helst voru notað-
ar til einangrunar húsa hérlendis
fyrir hálfri öld. Mikil breyting hefur
orðið á gerð húsa síðan og fleiri
efni hafa komið á markaðinn. Lík-
lega varð byltingin einna mest þeg-
ar hin hvíta og létta plasteinangrun
kom á markaðinn. Þetta efni er svo
þægilegt í notkun, svo létt að bera
það og sníða það til. Óhætt mun
vera að segja að einangrunarplöt-
umar úr plasti hafi ruðst inn á
markaðinn og næstum einangrað
hann um skeið. Menn fóru samt
gætilega og notuðu ekki mjög
þykka plasteinangrun til að byija
með. Algengt var að nota 38 mm
og 50 mm þykk plasteinangrun
þótti mjög góð og 62 mm upp í 75
mm afar góð einangrun.
Steinull tók að koma á markaðinn
og glerull. Steinullareinangrun hef-
ur batnað að gæðum og er nú lík-
lega mest notaða einangrunarefnið
um sinn. Sá galli fylgir notkun á
glerull og steinull að þeir sem vinna
við að sníða og koma fyrir þessum
einangmnarefnum fínna fyrir
óþægindum og ertingu í öndunar-
færum. Þarf því að nota góðar ryk-
grímur við slíka vinnu.
Breidd einangrunarefnis
Það getur verið til töluverðra
óþæginda fyrir byggingariðnaðar-
menn að einangrunarplötur og
-mottur fást ekki af mismunandi
breiddum í byggingavöruverslun-
um.
Eftir því sem ég hefi reynslu af
er algengasta breidd á gler- og
steinullarmottum 60 cm og plast-
einangrunarplötum 50 cm. Auglýst
er að hægt sé að panta efnið í öðr-
um breiddum, sé þess þörf. Verslan-
irnar annast slíka þjónustu, en
a.m.k. gler- og steinull verður dýr-
ari við slíka þjónustu og það tekur
fulllangan tíma að útvega aðrar
breiddir.
Öðm máli gegnir með plastein-
angrun. Hún er pöntuð beint frá
framleiðanda og getur fengist jafn-
fljótt og á sama verði og hin staðl-
aða plötustærð.
Einangrun timburhúsa
Hér á undan hefi ég lagt tölu-
verða áherslu á að þörf kunni að
vera á betri þjónustu í sambandi
við mottustærðir í steinullarmottum
og glemllarmottum. Bygginga-
meistarar eiga ekki greiðan aðgang
að framleiðendum til þess að panta
þær breiddir sem best mundu henta
hveiju sinni og það gerir sérpantan-
ir dýrari og seinvirkari. Þegar burð-
argrind, stoðir, sperrur og gólfbitar
em reiknaðir út við hönnun húss
reynir hönnuðurinn að hafa efnis-
stærðir til viðmiðunar. Plötustærðir
á veggklæðningu og gólfefni em
þá hafðar til hliðsjónar, eftir því sem
hægt er. Algengasta breidd á plöt-
um er 120-122 cm. Ef ein stoð er
undir miðri plötunni verða bilin á
milli stoða 55 cm þar sem klæðnin-
garplatan er 120 en 56 cm ef notuð
er 122 cm breið plata. Einangrunar-
breidd þarf þá að vera 55 eða 56
cm og mætti síðari talan vera stað-
altala. Þá er að líta á gólfið. Þar
ræður styrkur, burðarþol, bili á
milli bita. Þar getur í mörgum tilvik-
um verið þörf á sérpantaðri breidd
á einangmnarefni.
LAUFÁSl
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
812744
Fax: 814419
Magnús Axelsson,
fasteignasali
Auður Guðmundsdóttir,
sölumaður
Anna Fríöa Garöarsdóttir,
sölumaður.
Daníel Erlingsson,
sölumaður.
Yfir 400 eignir á skrá
SAMTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI r’
EIGNASAIAN
•8U7U
♦ Ljósheimar
♦ Ljósheimar
♦ Tjarnarstígur
7,5 m.
8,1 m.
V.
V.
Tilb./skipti.
Opið mán.-fös. kl. 9-18.
Einbýlis- og raðhús
HEIÐARGERÐI V. 14,3 M.
Rúmgott einbýlishús með sólstofu,
heitum potti, hita í plani. Skipti mögul.
* * *
MELABRAUT
Ca 158 fm einbýlishús á einni hæð
á Seltjarnarnesi ásamt 56 fm bílskúr.
+ 44
Hjallasel. V. 14.0 M.
4ra herb. og stærri
BÓLSTAÐARHLÍÐ
V. AÐEINS 8,3 M.
Einstaklega snyrtileg og vel með
farin 5 herbergja (nú 4ra) endaíbúð
á efstu hæð í mjög góðu fjölbýlis-
húsi. Góðar innréttingar, mikið
skápapláss. Bílskúr. Til greina kem-
ur að taka 2ja-3ja herbergja góða
íbúð innan Elliðaáa uppí kaupverð.
* * *
ESPIGERÐI LÆKKAÐ VERÐ
Ca 110 fm íbúð á 4. hæð í lyftu-
blokk. Suður- og austursvalir.
Geysilegt útsýni. Stæði í bílskýli.
Góð íbúð á þessum vinsæla stað.
Verð aðeins 10,5 millj.
4 + 4
ÞRASTAHÓLAR NÝTTÁSKRÁ
4ra-5 herbergja mjög góð íbúð á
2. hæð í litlu fjölbýlishúsi ásamt
bílskúr. Parket á flestum gólfum.
Tvær mjög rúmgóðar suður- og
vestursvalir. Sérsmíðuð innrétting
í eldhúsi. Endurnýjað baðherbergi.
* * *
♦ Ástún V. 7,8 m.
♦ Klettaberg V. 8,3 m.
* * *
SÖRLASKJÓL V. 6,5 M.
4ra herbergja rúmgóð og björt sér-
hæð í þríbýlishúsi. Sérinngangur.
Sérhiti. Suðursvalir. Stór og góður
garður. Áhvílandi ca 3,2 millj.
LAUS FUÓTLEGA.
3ja herb.
ALFTAMYRI
Ca 75 fm íbúð á 3. hæð. Suðursval-
ir. fbúðin er skuldlaus og laus
strax.
* * *
ENGIHJALLI V. 5.950 Þ.
Stór og rúmgóö íbúð á 7. hæð í
lyftuhúsi. Parket é gólfum. Flísar á
baðherbergi. Áhvílandi ca 1,5 millj.
Laus strax.
* * *
FLÓKAGATA
75 fm 3ja herbergja íbúð á efri hæð
í þríbýlishúsi. íbúðin skiptist í for-
stofu, 2 stofur og 1 svefnherbergi,
eldhús og endurnýjað baðherbergi.
19 fm bílskúr. Nýlegt þak og renn-
ur. Áhvílandi ca 4,2 millj.
* * *
HELLISGATA LÆKKAÐ VERÐ
Endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á
jarðhæð í fjölbýli. M.a. ný útidyra-
hurð, nýleg innrétting í eldhúsi,
tvöfalt nýtt gler og gluggar. Hita-
lagnir endurnýjaðar. Nýtt rafmagn.
Sérinngangur. Áhvílandi ca 2,4
millj. í hagstæðum lánum. Verð
aðeins 4,5 millj.
* * *
HRAUNTEIGUR
Ca 75 fm íbúð f kjallara í þríbýli.
Sérhiti. Nýtt gler. Verð 6 millj.
* * *
* * *
4 Háaleitisbraut V. Tilboð
♦ Miðvangur__________V. 6,5 m
2ja herb.
EINSTAKLINGAR
Lítil snotur íbúð í kjallara við Óðins-
götu i þríbýli. Verð aðeins 3,3 millj.
* * *
GARÐASTRÆTI V. 6.850 Þ.
Ca 80 fm rúmgóð 2ja herbergja
íbúð á 3. hæð ásamt svefnlofti yfir
íbúðinni. Glæsilegt baðherbergi
með hornkeri, nýtt eldhús. íbúðin
er laus fljótlega.
* * *
KRUMMAHÓLAR
LÆKKAÐ VERÐ
2ja herbergja mjög góð íbúð í lyftu-
húsi ásamt stæði í bílskýli. Gott
útsýni. Frábært verð nú aðeins kr.
4,2 millj. Laus strax.
* * *
VÍKURÁS V. 4,0 M.
Ca 35 fm snotur einstaklingsíbúð
á 3. hæð. Áhv. ca 2 millj.
Atvinnuhúsnæði
LAUFBREKKA
LEIGA, ATVINNUHÚSNÆÐI
HEILDVERSLUN, IÐNAÐUR,
ÞJÓNUSTA.
Frábært og vel útlítandi 200 fm
húsnæöi við Laufbrekku í Kópa-
vogi. Góð vinnuaðstaða, innrétting-
ar, mikil lofthæð, innkeyrsludyr.
Sanngjörn leiga. ______
I smíðum
HEIÐARHJALLI TILBOÐ
Frábærlega vel staðsett efri sér-
hæð í fjórbýli með útsýni yfir dal-
inn. Ibúðin er 110 fm tilbúin undir
innréttingar ásamt 25 fm bílskúr.
Áhvílandi ca 3,6 millj. i húsbréfum.
Félag fasteignasala
ERTU AÐ STÆKKA VIÐ ÞIG -
HÚSBRÉF BRÚA BILIÐ
iF
Félag Fasteignasala
eftir Bjamo
Ólofsson