Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1994 B 3 IÞROTTIR >audi >pymu ;fsta sæti F-riðils Reuter Roy bjargaði Hollendingum BRYAN Roy (nr. 11) bjargaði Hollendingum gegn Marokkó í gær. Hann kom inná sem vara- maöur í seinni hálfleik og gerði sigurmarkið af stuttu færi eftir góðan undirbúning Dennis Bergkamp. Á myndinni fagnar Roy markinu ásamt samherja sínum Aron Winter. írar komnir með 213 milljónir í bónus Leikmenn írlands hafa tryggt sér tvær milljónir punda (liðlega 213 millj. kr.) í aukagreiðslur vegna frammistöðunnar í HM til þessa. Þeir fengu milljón pund til skiptanna fyrir að tryggja sér sæti í loka- keppninni og jafn háa upphæð fyrir að komast í 16 liða úrslit. Auka- greiðslurnar skiptast á 22 leikmenn eftir leikjafjölda í keppninni. Fjórtán lið komin áfram Þrjú lið berjast um sætin tvö sem eftir eru Fjórir leikir í sextán liða úrslitum eru klárir nú þegar tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni, og fjór- tán lið hafa tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum. Það eru Rúmenía, Sviss og Bandaríkin úr A-riðli, Brasilía og Svíþjóð úr B-riðli, Þýskaland og Spánn úr C-riðli, Argentína úr D-riðli, Mexíkó, írland og Ítalía úr E-riðli, Holland, Sádí Arabía og Belgía úr F-riðli. Þrjú lið berjast um sætin sem eftir eru; Rússland, Nígería og Búlgaría. Leikirnir sem þegar eru orðnir Ijósir eru: Spánn og Sviss, Sádí Arabía og Svíþjóð, Brasilía og Bandaríkin, Holland og írland. Röð liða í D-riðli skýrist ekki fyrr en í kvöld, þegar Argentínumenn mæta Búlgörum, og Nígería leikur við Grikkland. Argentínumönnum nægir jafntefli til að tryggja sér sigur í riðlinum, og jafntefli nægir einnig Búlgörum til að komast áfram. Sigri Búlgarar hins vegar með tveimur mörkum skjótast þeir upp fyrir Argentínumenn, og þá í fyrsta eða annað sætið í riðlinum, allt eftir því hver úrslitin verða í leik Nígeríu og Grikklands. Verði jafntefli í báðum leikjunum sem eftir eru í D-riðli, líta leikirnir Tjór- ir sem enn eru ekki klárir í sextán liða úrslitum þannig út: Rúmenía - Búlgaría, Þýskaland - Belgía, Arg- entína - Ítalía, Mexíkó - Nígería. Komist Rússar áfram, sem byggist á tapi annaðhvort Nígeríu eða Búlg- aríu í kvöld, líta umræddir leikir svona út: Þýskaland - Rússland, Rúmenía - Ítalía, og Belgar mæta þá sigurvegurum í D-riðlinum og Mexíkómenn liðinu í 2. sæti. Leikirnir í 16 liða úrslitum HM 2. júlí, Chicago kl. 17: Þýskaland - Rússland/Belgía 2. júlí, Washington kl. 20.30: Spánn - Sviss 3. júlí, Los Angeles kl. 20.30: Rúmenía - ítalía/3. sæti D-riðli 3. júlí, Dallas kl. 17: Sádí Arabía - Svíþjóð 4. júlí, San Fransisco kl. 19.30: Brasilía - Bandaríkin 4. júlí, Orlando kl. 16: Holland - írland 5. júlí, Boston kl.17: 1. sæti D-riðli - Ítalia/Belgia 5. júlí, New York kl. 20.30: Mexíkó - 2. sæti D-riðli ÍÞR&mR FOLK B JAN Zelezny frá Tékklandi sigraði í spjótkasti á alþjóðlegu stigamóti í Helsinki í gærkvöldi. Hann kastaði 88,04 metra. ■ NATALYA Duchnova frá Hvíta-Rússlandi sigraði í 800 metra hlaupi og náði besta tíma ársins; einni mínútu 58,03 sek. Merlene Ottey frá Jamaíku náði næst besta tíma ársins í 100 metra hlaupi, 11,02 sek. 1 ■ FRAKKLANDSKEPPNIN í hjólreiðum, Tour de France, hefst á laugardaginn og er búist við því að keppnin standi á milli Spánverj- ans Miguel Indurain og Toni Rominger frá Sviss. Indurain virðist ekki ósigranlegur þetta árið borið saman við árið í fyrra, og merkja menn það á þ.ví að hann j varð í þriðja sæti á Italíumótinu fyrr í þessum mánuði. ■ AÐGÖNG UMIÐAR á Wimble- donmótið í tennis hafa fallið í verði eftir að „stóru“ nöfnin féllu út. Sérstaklega eftir að Andre Agassi tapaði fyrir landa sínum Todd Martin frá Bandaríkjunum. Nú-r_ er hægt að fá miða á 100 pund, eða rúmlega 10 þúsund krónur, á besta stað, en á sama tíma í fyrra voru miðarnir seldir á 400 pund eða fjórum sinnum meira. í kvöld Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ, 32-liða úrslit: Djúpivogur: Neisti-Valur....19 Vopnafjörður: Einheqi - KR..20 Isafjörður: BÍ - Stjarnan...20 Mosfellsbær: Afturelding - FH.20 Sandgerði: Reynir - Þór.....20 Egilsstaðir: Höttur - fBK...20 HM í Bandaríkjunum Grikkland - Nígería ...kl. 23.30 Argentína - Búlgaría.....23.30 BLeikur Argentínu og Búlg- aríu verður sýndur beint í Sjón- varpinu. 1 7. OPNA 1 1 MOTIÐ Reuter idi Araba aba í gær. Hann skoraði sigurmark- ins á knattspyrnuvellínum til þessa, fum. „Við hefðum getað spilað fijálsari leik í byrjun. Saudi Arabía er með góða vörn og í lokin mátti'sjá að leikmenn okkar voru mjög þreyttir, en hitinn hafði gríð- arleg áhrif á menn í seinni hálfleik." Jorge Solari, þjálfari Saudi Arabíu, var mjög ánægður með leikmenn sína og einkum markvörðinn Mohammad al- Deayea. „Hann var frábær.“ Um leikinn gegn Svíum í 16 liða úrslitum sagði hann: „Það verða erfiðir mótherjar, en við erum tilbúnir. Ég minni á fyrsta blaðamannfund minn hér við komu okk- ar. Þá sagði ég að við yrðum í öðru sæti í riðlinum og við höfum staðið við lo- forðið." Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti í Grafarholti fyrir alla kylfinga, 15 ára og eldri, dagana 2. og 3. júlí 1994. Leikin verður punktakeppni - Stableford - með 7/8 forgjöf, tveir og tveir leika saman betri bolta. Hámarksgefin forgjöf er 18. Verðlaun verða kynnt í golfskálanum föstudaginn 1. júlí kl. 18.00, kaffiveitingar fyrir keppendur. 25 efstu sætin gefa verðlaun. Fjölmargar utanlandsferðir auk ýmissa nytsamlegra og fallegra hluta. DAIHATSU CHARADE bifreið að verðmæti kr. 1.029.000,- fyrir þann sem fer holu í höggi á 17. braut. nltr rarrik Laxinn hf. UHV&L-UTSYN Þá eru aukaverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Þátttökugjald er kr. 4.500.- á mann. Tveir skrá sig saman í lið. Skráning og pantanir á rástímum er í síma 872215. Skráningu lýkur föstudaginn 1. júlí kl. 16.00. IM — LANDSBRÉF I líin | Sudur/andsbraut 24 108 Reykjavik M3l LA PRIMAVERA RISTORANTE HUS VERSLUNARINNAR ' , tlÓTEL ÖDK fes SMITH& NORLAND SIEMENS EINKAUMBOO FLUGLEIDIR Gotí fólk h/á titustu ftiagi Höföabakka 7, sfml 63366. ÖRTÖLVUTÆKNI JAPISI SœvarKurl Ólason ogmenrung ❖ HÓTELVALHÖLL V I I. J I • V E 1. 1. U) A N TEPPABOÐIN fSKRIFVEÍINlHF n m 0 wnboótö Budweiser LACOSTE Samvinnuferdir - Landsýn AWSHIMSTH* II I? SIMAR 7/Qlt l ?8899 GOLFVERSLUN Siguróar Péturssonar (ir.il.irholli Ki-ykj.ivik HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.