Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 4
HESTAR / LANDSMOTIÐ AGADDSTAÐAFLOTUM Orri frá Þúfu í efsta sæti ORRI frá Þúfu og Gunnar Arnarsson frá Geysi náðu hæstu ein- kunn íforkeppni B-flokks í gær á landsmótinu þegar þeir hlutu 8.91 í einkunn all nokkru hærra en Þyrill frá Vatnsleysu og Vign- ir Siggeirsson frá Stíganda sem voru með 8,75. Næla frá Bakka- koti og Hafliði Halldórsson frá Geysi vermdu fyrsta sætið fram eftir degi en urðu að gera sér þriðja sætið að góðu þegar upp var staðið á áttunda tímanum í gærkvöldi. Næstur kom Sigurbjörn Bárðar- son með þá Svörð frá Akur- eyri með 8,68 og Kolskegg frá Ás- mggg mundarstöðum með Valdimar 8,67, báðir frá Fáki. Kristinsson TjOgi frá Skarði og skrifar Orri Snorrason frá Fáki urðu sjöttu með 8,64, Saga frá Þverá og Baldvin Ari '!Guðlaugsson frá Létti með 8,67, Börkur frá Efri-Brú og Sigvaldi Ægisson frá Fáki og Tenór frá Torfunesi og Sveinn Jónsson frá Sörla jafnir með 8,60 og Oddur frá Blönduósi og Sigurbjörn frá Fáki með 8,59. Þessir tíu hestar mæta í úrslit á sunnudag og þarf Sigurbjörn að fá tvo varaknapa þar sem hann er kominn með þrjá hesta í úrslit. Margar glæsilegar sýningar gat að líta í keppninni í gær og þá sér í lagi hjá þremur efstu keppendunum •og nú voru brekkudómarar hjartan- lega sammála hinum eiginlegu dóm- urum sem völdin hafa ef marka mátti viðbrögðin. í barnaflokki var keppnin geysi hörð, sex af tíu efstu keppendum með sömu einkunn og þar á meðal þeir tveir efstu, Viðar Ingólfsson sem keppti á Glað frá Fyrirbarði og Dav- íð Matthíasson á Vini frá Svanavatni voru með 8,45 en báðir eru þeir í Fáki. Elvar Þormarsson kom næstur á Sindra frá Svanavatni með 8,44, þá Sigfús B. Sigfússon Smára á Skenki frá Skarði með 8,41, Erlend- ur Ingvarsson Geysi á Dagfara frá Kjarnholtum með 8,39, Magnea Rós Axelsdóttir Herði á Vafa frá Mos- fellsbæ með 8,38, Þórarinn Þ. Orra- son Andvara á Gjafari með 8,37, Sigríður Þorsteinsdóttir Gusti á Funa frá Akureyri einnig með 8,37 og jöfn í níunda og tíunda sæti Sigurður Halldórsson Gusti á Frúar-Jarpi frá Grund og Agnar Snorri Stefánsson Hring á Toppi frá Hömluholti, báðir með 8,29. Þarna munar aðeins 16 kommum á efsta og neðsta keppenda sem mæta í úrslit og ljóst að hart verður barist í úrslitum á sunnudag. Veður var hið besta á svæðinu, bjart og sæmilega hlýtt þótt aðeins blési. Ágætlega skýlt var við Brekku- völl þar sem B-flokkskeppnin fór fram. I gærkvöldi var komið um þijú þúsund manns á svæðið og búist við verulegri fjölgun í dag og á morgun. Góð stemming ríkti meðal mótsgesta sem taka virkan þátt í því sem ger- ist á völlunum. Mjög vel er látið af aðstöðunni á Gaddstaðaflötum og ljóst að svæðið er vel í stakk^ búið til að taka við miklum fjölda. í dag hefst dagskrá klukkan 9 með keppni í A-flokki á Brekkuvelli, sem stendur yfir allan daginn. Á barna og ungl- ingavellinum hefst keppni unglinga á sama tíma. Hæfileikadómar kyn- bótahrossa halda áfram og verður byrjað á hryssum sex vetra og eldri en síðan tekið til við stóðhestana og fer spennan að magnast. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Stóðhesturinn Orrl frá Þúfu sýndi. snilldar tilþrif undir stjórn Gunnars Arnarssonar þegar þeir af öryggi sigldu'í fyrsta sætið í forkeppninni B-flokks. ■ KJARNORKA frá Öngulsstöð- um og Sigurður V. Matthíasson fóru flatt á því í orðins fyllstu merk- ingu þegar hryssan datt í beygju á vellinum í B-flokks keppninni í gær. Hraut Sigurður af baki við fallið og að sjálfsögðu voru þau dæmd úr leik. Sýning þeirra þótti mjög vel heppnuð og því leitt að ekki skyldi gefin einkunn. Fleiri hross voru við það að skrika á sama stað en völlur- inn þykir nokkuð harður. ■ ALDREI hefur á nokkru hesta- móti verið gefin út jafn viðamikil mótskrá sem nú. Er hún 386 blaðsíð- ur en ástæður stærðarinnar má rekja til mikils ijölda kynbótahrossa, þýð- ingar á ýmsum upplýsingum á ensku og þýsku og mikils magns auglýs- inga. Ritstjóri skrárinnar er Jón Tr. Steingrímsson en Kristinn Huga- son hrossaræktarráðunautur sá um kynbótahrossin í skránni. ■ ÆTTFÆRSLUR hrossa í skránni er með miklum ágætum i flestum tilvika. Þó má finna eina sem sýnist frekar vafasöm en þar er sagt að Lýsingur sem keppir í 250 metra skeiði sé undan Jóni og Gunnu. Ekki fylgir sögunni hvaðan þau eru né heldur hvað eðal hross standa að þeim. ■ SÝNING ræktunarbúa á laug- ardag verður ein sú viðamesta til þessa þar sem fram koma hópar frá 23 ræktunarbúum sem saman standa af 160 hrossum. Áætlað er að taki einn og hálfan tíma að af- greiða þennan dagskrárlið sem mörgum þykir fróðlegur og gefi glögga mynd af framleiðslu ein- stakra búa. ■ VEL er fyrír öllu hugsað á Gaddstaðaflötum. Meira að segja geta knattspyrnufíklar sinnt sínu áhugamáli, heimsmeistarakeppninni í fótbolta, því stórt sjónvarpstæki er í einu veitingatjaldinu og hægt er að fá sér öl með, létt að sjálfsögðu. ■ ÞRÍR keppnisvellir eru á Gadd- staðaflötum, sá á austanverðu svæðinu kallast Brekkuvöllur sem þykir ágætt heiti en hinir kallast aðalvöllur og barna- og unglingavöll- ur. Þórður með 27 hross í keppni og sýningum Góða skapið ÞÓTT mikið mæði Þórði Þorgeirssyni þessa dagana gleymdi hann ekki góða skapinu og galsanum sem er nauðsynlegur á landsmótinu þar sem hann sýnir tuttugu og sjö hross. MIKIÐ mæðir á mörgum knapanna á landsmót- inu en engum þó eins mikið og Þórði Þorgeirs- syni sem sýnir hér 22 kynbótahross, 4 gæðinga og eitt kappreiðahross. Var hann spurður hvort hann kæmist yfir að sýna svo mörg hross því margir dagskrárliðir stæðu yfir samtímis eins og til dæmis kynbótadómar og gæðingakeppni. Eg kemst að sjálfsögðu ekki yfir þetta einn. Ég er með gott og vel samstillt aðstoðarfólk sem veit hvað þarf á hvert hross af beislabúnaði og öðru, þá hita þau upp hrossin fyrir mig og taka við þeim þegar ég hef lokið sýningu á hveiju þeirra. Það gefur auga leið að ég sýni hrossin öll sjálfur í forkeppni og eins á yfirlitssýningu ef ég mögulega get komið því við. Ef ég aftur þarf að fá annan knapa þá hef ég tilbúinn varaknapa sem er Magnús Benediktsson," sagði Þórður. Meðal hrossa sem hann er með má nefna Jó frá Ketilsstöðum og Rauðhettu frá Kirkjubæ sem bæði standa efst í sínum flokkum og Svart frá Unalæk sem annar af sex vetra stóðhestum og eldri. Kveðst hann að sjálfsögðu reyna að halda fengnum hlut og helst að hnika þeim hrossum ofar sem ekki eru efst. „Að sjálfsögðu útheimtir þetta gott skipulag því mjög mikilvægt er að ná upp góðri einbeitingu fyrir hvetja sýningu bæði hjá sjálfum mér og hrossinu. Því er áríðandi að ég þurfi ekki að hugsa um neitt nema sjálfan mig og hrossið þegar ég er kominn á bak og síðasti undirbúningur fyrir sýningu hafinn. Þetta gengur upp með góðu skipulagi,“ sagði Þórður í lokin og var þar með rokinn með eina hryssuna í dóm. OPNA MUSTAD MÓTIÐ Verður haldið á Golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnsdölum (Fyrsta opna mótið) 2. júlí n.k. Leiknar veröa 18 holur meö forgjöf í tveim forgjafarflokkum. A - flokkur > 24 B - flokkur 25 - 36 Glæsileg verðlaun veröa veitt fyrir þrjú efstu sætin í báöum flokkum - og besta skor mótsins, bæöi karla og kvenna. Aukaverðlaun verða fyrir að vera næst holu á 4. braut. Ræst verður út frá kl. 8 -10 og 13 -15. Skráning fer fram í golfskála Oddfellowa, sem er opinn frá 12 - 22 virka daga s. 985 - 37468. HAPPADRÆTTI Dregið verður úr skorkortum við verðlauna- afhendingu að Smiðjuvegi 4.D í félagsheimili golfklúbbanna kl. 21.00. Glæsilegur vinningur. Golfklúbburinn Oddur. MU5TAD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.