Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ vetrartökum á Tárum úr steini. Endurúthlutun hjá Kvik- myndasjóðnum rvikmyndasjóður íslands endurút- hlutar styrkloforðum nú í byrjun júlí og hefur sjóðurinn 130 umsóknir til endurskoðunar sem ekki fengu út- hlutun fyrr á þessu ári. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Kvikmynda- sjóðnum að í stað styrkja fá kvikmynda- framleiðendur styrkloforð og ákveðinn frest til fjármögn- unar. Að upp- fylltum vissum skilyrðum fá þeir síðan J framlag frá Kvikmynda- sjóði. Ef fram- leiðendum LOK júní rann út fjár- mögnunarfrestur fyr- ir Benjamín dúfu. tekst ekki að fjármagna myndir sínar endurúthlutar sjóðurinn styrkloforð- um. Að sögn Önnu Maríu Karlsdóttur hjá Kvikmyndasjóðnum fengu tvær leiknar myndir í fullri lengd styrkloforð í ár. Það voru Benjamín dúfa í leik- stjórn Baldurs Hrafnkels Jónassonar, framleiðandi Baldur Film, og Agnes í leikstjórn Egils Eðvarðssonar, fram- leiðandi Pegasus. Framleiðendur þeirrar fyrrnefndu höfðu frest til 30. júní sl. og er stjórn Kvikmyndasjóðs að skoða stöðu myndarinnar þessa dagana. Aðstandendur Agnesar hafa hins vegar samið við stjórn Kvik- myndasjóðs um nýtt styrkloforð og fengið fjármögnunarfrest til maí á næsta ári. Kvikmyndasjóður hefur þess vegna til umráða nú 28,5 milljón- ir sem fara aftur í úthlutun. Umsækjendunum 130 sem sóttu um styrk í ár hefur þess vegna verið sent bréf, að sögn Önnu Maríu, og óskað eftir viðbótarupplýsingum frá þeim. Stjórn Kvikmyndasjóðs tekur ákvörðun í júlí um hvaða myndir fá framlag frá sjóðnum. Anna María sagði að margir umsækjendur gætu farið af stað í sumar. Stjórn sjóðsins legði áherslu á að koma fjármagni í fram- leiðni til að skapa atvinnu og hafa myndir til að bjóða. Fjármögnun tímafrek Að sögn Önnu Maríu tekur mikinn tíma að fjármagna myndir. Kvikmynda- sjóður getur eingöngu lofað framleið- endum langra leikinna mynda 18-25% af heildarkostnaði þeirra. Hilmar Odds- son er t.d. að hefja tökur í næstu viku á Tárum úr steini en hann fékk úthlut- un frá Kvikmyndasjóði á síðasta ári. Auðvitað fá ekki allar myndir styrk frá Kvikmyndasjóði. í sumar er fram- leiðslu á tveimur myndum að Ijúka sem ekki fengu úthlutað fá sjóðnum, að sögn Önnu Maríu. Það eru Ein stórfjöl- skylda eftir Jóhann Sigmarsson og Cold Fever eftir Friðrik Þór Friðriksson. Jóhann er nokkurn veginn búinn að klára tökur og mynd Friðriks Þórs er komin í eftirvinnslu. A.S. MEXÍKÓSKA LISTAKONAN ROWENA MORALES OPNAR SÝNINGU í PORTINU ^versögn er yfirskrift sýn- ®ingar mexíkósku listakon- unnar Rowenu Morales sem opnuð verður í Portinu í Hafn- arfirði í dag klukkan 15. „Þver- sögn er heiti og.þema sýning- arinnar. í verkunum er ég að leika mér með tvöfalda merk- ingu. í umhverfi okkar er fjöldi hluta sem eru í raun án merk- ingar. Við notum vitsmunina til að gefa þeim nöfn og þeir fá merkingu sem er tálsýn. Ég er að reyna að fanga þetta í pastelmyndunum. Ég gef myndunum heiti en það fer svo eftir áhorfandanum hvort hann nær merkingunni eða skilur hugmynd mína á bak við verk- ið. Áhorfandinn verður að gefa myndunum eitthvað sjálfur til að geta lesið þær, til að þær öðlist merkingu. Þetta er eðli myndlistar," segir Morales. Á sýningu Morales eru ekki eingöngu pastelmyndir heldur einnig skartgripir sem hún hannar. Skartgripirnir eru tvenns konar. Annars vegar eru þeir hannaðir fyrir tískulínu og hins vegar fyrir módellínu. Að sögn Morales nálgast hún hönnun á ólíkan hátt eftir því fyrir hvaða línu hún gerir skart- gripin. „Fyrir tískulínuna þarf ég að vera praktískari. Það þarf að vera auðvelt að leysa öll hönnunarvandamál og gerð skartgripanna má ekki taka of langan tíma. Skartgripir fyrir módellínuna eru flóknari, oft- ast bý ég eingöngu til eitt ein- tak og lengri tími fer í gerð þeirra." Tískulína Morales er seld í tískuverslunum. Gott að breyta til Að sögn Morales er hún að fást við sömu formin í skart- gripagerðinni og myndlistinni í þeim verkum sem eru á sýn- ingunni. Hún vill nota ólíkar aðferðir til að tjá sama hlutinn. „Ég verð fljótt leið á hlutum og finnst gott að breyta til." Auk þess að mála og hanna skartgripi vinnur hún skúlptúra. Skúlptúrinn íkarus sem er í Höggmyndagarðinum í Hafnarfirði er eftir Morales en hún var gestur á Listahátíð í Hafnarfirði árið 1991. Rowena Morales kennir skúlptúr og skartgripagerð við ROWENA Morales ásamt pastelmyndum sem sýndar verða í Portinu í Hafnarfirði. Leikur með tvöfalda merkingu MORALES hannar einnig skargripi. Anahuac háskólann í Mexíkó- borg. „Ég kenni nemendum mínum að vinna með rými, að nota tæki til að tjá sig með. Ég reyni að kenna þeim tungumál listarinnar svo þeir geti þreifað sig áfram." Hluti af nemendum hennar er að læra iðnhönnun og grafíska hönnun og á meðal skartgripanna á sýningunni í Portinu má finna kaffikönnu og salt og pipparstauka. „Ég er að vinna með sama efnið og sama tungumálið hvort sem ég er að gera listaverk listarinnar vegna (art for art's sake) eða verk sem hafa ákveðið notagildi." Morales reynir að koma þessu til skila til nemenda sinna í iðnhönnun og grafískri hönnun. „Ég vil að þau noti þekkingu sína fyrir hluti sem eru notaðir dags dag- lega af því að grunnurinn er sá sami. Grafísk hönnun var nær iðnaði en hún er að færast nær listum. Listmenntun er betri grunnur, hönnuðurnir geta ver- ið meira skapandi. Þeir verða frjálsari og meira í tengslum við tilfinningar sínar. Það er mikilvægt að opna mörkin til að endurnýja sig og skapa eitthvað ferskt." A.S. GUDMUNDUR KARL SÝNIR OLÍU- OG VATNSLITAVERK í HAFNARBORG EG ER nú ekki svo grænn að negla niður eina og ákveðna fílósófíu í myndunum mínum. Þær eru margs konar og misjafnt hvað dregið er fram. Landslag verður ekki eins og það er heldur eins og ég mála það og maður á port- retti á sér fleiri hliðar en þar sjást. Ég reyni að lýsa karakt- er, kannski með því að sýna einhverja athöfn eða undir- strika þátt í fari hans. Þetta er óneitanlega intressant." Landslag og fólk, allt saman íslenskt, er einmitt á sýningu Guðmundar Karls Ásbjörns- sonar listmálara sem opnuð verður í Hafnarborg í dag. Hún er viðamikil með 63 myndum og stendur til 18. júlí. GUÐMUNDUR Karl framan við fjallasýn frá Almannagjá. Meirihluti mynda á sýning- unni eru af landinu; frá Jökuls- árlóni á Breiðamerkursandi og frá Þingvöllum svo dæmi séu tekin. Þrettán mannamyndir eru þar líka, „flestar af körl- um,“ segir málarinn, „og tvær berar skvísur til að lífga uppá. Svona eru líka hlutföllin gjarna, karlar á portrettum, konur á nektarstúdíum, mér er sem ég sæi karlagreyin ef farið væri fram á að þeir sætu fyrir nakt- ir.“ Guðmundur Karl segist gef- Laid, fMk gg fantasfir inn fyrir sterka liti í jafnvægi hver við annan. Mótív hans eru af ýmsum toga, fjöll og fólk og ekki hægt að fá hann til að kenna sig við eitt frekar en annað. „Allt gengur þetta í períódum," segir hann, „oft fæst ég líka við ýmislegt í einu. Myndirnar á þessari sýningu eru frá síðustu tveim til þrem árum og gefa þó ekki allsherj- arsýn yfir verkin mín. Ég mála til dæmis fantasíur og þær eiga ekki fulltrúa hér, draumkennd- ar myndir sem hver túlkar fyrir sig. Guðmundur Karl býr ýmist í Þýskalandi eða á íslandi og hefur þessa dagana myndir á samsýningu í Markgreifalandi. Myndlistarnám stundaði hann í Reykjavík, Flórens og Barcel- ona. Hann hélt fyrst einkasýn- ingu á íslandi árið 1965 og hefur margoft sýnt einn síðan, bæði hér og í Þýskalandi. Þar hefur hann haldið sex sýningar síðustu fjögur ár, oft í boði við- komandi borgar. „Þegar ég sýndi í Bremerhaven seldist ágætlega og ekki var verra að vita af ryðguðum togurum úr Reykjavíkurhöfn í þinghúsinu í Bonn. Þeir hljóta að taka sig vel út.“ Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.