Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 D 5 AMSTERDAM SUMRIN eru alltaf tími listahátíða og í Amsterdam er nýlokið árlegri Hollandshátíð. Menningarlífið sumarbúningi aftur komið á venju- legt ról og von á hljómsveitum frá öllum heimshornum í Concertgebo- uw tónlistarhúsið. Meðal annars ástrólsku æskulýðshljómsveitinni, Jerúsalem-sinfóníunni, fílharmón- íunni frá Novosibirsk, finnsku kammersveitinni og I Musici. Fyrir þá sem gaman hafa að leikhúsi er starfrækt enskumælandi leikhús í The Stadhouderij Theatre Comp- any í Amsterdam. Alla miðvikudaga stígur þar á stokk grínisti og frá 7.-17. júlí verður sýnd sápuóperan Superconquerant. í Haag verður haldin hin árlega djasshátíð „North Sea Jazz festival" 8.-10. júlí. Hún hefur unnið sér fastan sess í menningarlífinu hér, djassáhugamenn alls staðar að úr heiminum koma til að njóta þess besta sem á boðstólum er í heimi djassins og tón- leikar fara fram í mörgum sölum í einu í ráðstefnu- LIONEL Hampton verður á Haag-háti'ðinni. höllinni í Haag. Sannkölluð djassveisla. Allar stærstu stjörnur djassins hafa troðið upp í Haag í gegnum árin; Dizzy Gillespie, Miles Davis, Louis Armstrong og Ella Fitzgerald. Þetta árið verður þar engin breyt- ing á, fram koma stjörnur á borð við Gerry Mullig- an, tríó Oscars Petersons, Natalie Cole, Herbie Hancock, B.B. King og margar fleiri. Djasshátið þessi er vel þess virði að skella sér á. Seinna í sumar verður haldin hátíð af allt öðrum toga í Utrecht í Mið-Hollandi, tónlistarhátíð með eldri tónlist, „Holland festival oude muziek". Þar verður nær eingöngu flutt barokk og endurreisnar- tónlist og helst leikið á upprunarleg hljóðfæri sem næst því sem tónverkin voru skrifuð og flutt á sínum tíma. Píanósónötur Beethovens verða leiknar, flutt verður valin tónlist eftir Orlandus Lassus, frönsk barokktónlist og sitthvað fleira. Einnig verður lögð áhersla á tónlist frá Kóreu, fjölradda tónlist frá Za- ire og tónlist fyrir óbó og önnur hljóðfæri með tvö- földu reyrblaði frá Armeníu og Indlandi. Margir af þekktustu hljófæraleikurum og stjórnendum heims koma fram: Ton Koopmans og hljómsveit hans „The Amsterdam baroque orchestra", „Orkest van de achttiende eeuw“ undir stjórn Gustavs Leonhardts, „The Hillard ensamble" og „Conserto Köln“ eru þeirra meðal. Hátíðin, sem fer fram 26. ágúst til 4 september, er hátt skrifuð og má mæla með henni. Kristín Waage og Reynir Þór Finnbogason. HELSINKI LISTALÍFIÐ í Finnlandi tekur algjörum hamskiptum á sumrin, þá fara bókstaflega allir út í sveit. Finnsk- ir tónlistarmenn ásamt erlendum stjörnum spila kammertónlist hálfnaktir í Kuhmo. Verk eftir Picasso eru til sýnis í sýningarsaln- um Retretti á Punkaharju. Samtals 1,3 milljónir manna eru væntanlegar að taka þátt í alls kyns menningar- uppákomum víðs vegar um landið. Það er stundum sagt hálft í gamni að ekki sé til svo lítið sveitarfélag í Finn- landi að þar megi ekki efna til listahátíðar með topp- stjörnum að heiman og að utan. Þar sem ekki eru óperusýningar eru djasstón- leikar, tango-keppni eða þjóðdansar. Á finnskum listahátíðum koma í sumar fram um 18.000 innlendir söngvarar, flytjendur tónlistar og aðrir listamenn. Auk þeirra verða um 4.000 erlendir gestir í sviðsljósinu. Gefið er út á ensku smárit um hátíðirnar, „Finland festivals", og það er hægt að nálgast auk miða og nánari upplýsinga á samnefndri skrifstofu í Hels- inki (sími 445686). Fyrstu vikurnar í júlí verða menn að halda í aust- ur frá höfuðborginni til að finna finnsku menning- una. í smáborginni Savonlinna (Nyslott á sænsku) verða óperusýningar í miðaldakastalanum Olavinl- inna (Olofsborg) frá 6. til 30. júlí. Á efniskránni eru Macbeth og Aida eftir Verdi og Töfraflautan eftir Mozart. Þar að auki verður gesta- leikur frá ríkisóperunni í Búdapest. Flestir óperugestir nota einnig tækifærið að skoða sumarsýning- una í myndlistarmiðstöðinni Retretti á Punkaharju-skaganum milli vatna í fallegri finnskri náttúru. Þar er merkileg sýning á verkum eftir Pic- asso. Til hliðsjónar eru verk eftir fjórtán finnska listamenn í anda kúbismans. Verk Picassos eru feng- in að láni frá Mosvku og Pétursborg en einnig úr einkasafni Marinu Pic- asso sonardóttur meistarans. í hellinum undir Retretti hefur hópur finnskra og erlendra lista- manna byggt allmiklar „installasjón- ir“. Þá nota listamennirnir rýmið sem slíkt, en einn- ig hljóð og Ijós á mismunandi hátt. Þeir sem áhuga hafa á nútímatónlist fara til Viitasa- ari dagana 6. til 12. júlí. Þar verða m.a. flutt verk eftir John Cage og finnska tónskáldið Kaija Saariaho. Nýstárleg tölvutónlist verður einnig á dagskrá. Þriðju vikuna í júlí halda djass- og þjóðlagavinir vestur en kammertónlistarunnendur austur. A vest- urströndinni, í borginni Pori (Björneborg) er djasshá- tíð 16. til 24. júlí. Meðal listamanna má nefna Herbie Hancock og Stephane Grappelli. í Kaustinen (Kaustby) nálægt vesturströndinni verður haldin þjóðlagatónlistarvika á sama tíma. Verður þar m.a. flutt þjóðleg tónlist frá Grænhöfðaeyjum. í smábænum Kuhmo nálægt landamærunum í austri eru hins vegar kammertónlistardagar 17. til 30. júlí. Flutt verðurt.d. kammertónlist eftir Beethov- en, verk samin í París 1920-40 og æskuverk eftir Sibelius. Þær uppákomur sem hér hafa verið nefndar eru aðeins ögn af því sem býðst þessar vikur. Auk þeirra eru margs konar minni listahátíðir, sumarleikhús og áhugamannasýningar af ýmsum toga. Tangó verður dansaður og tangótónlist sungin og spiluð í Seinájoki dagana 4. til 10. júlí. Þá verða krýnd tangókonungur og -drottning landsins. Dansinn, sem upphaflega er frá Argentínu, er orðinn þjóðar- einkenni Finna. Miðaverð á viðburði sumarsins er afar mismun- andi, sums staðar getur verið dýrt eða ógerningur að ná í miða en annars staðar ókeypis aðgangur. Fyrir erlenda ferðamenn er finnska menningar- sumarið orðið mun ódýrara en á árunum áður. Finnska markið hefur lækkað um þriðjung miðað við erlenda gjaldmiðla undanfarin þrjú ár. Enda hefur þátttaka útlendinga aukist verulega. Lars Lundsten. KAUPMANNAHÖFN ÞAÐ er engin lognmolla yfir menningarlífinu hér í Kaupmannahöfn þessar vikurnar. Nýlega er lokið mikilli danshátíð, þeirri stærstu á Norðurlöndum, þar sem fram komu hópar frá átján löndum. Um þessa helgi stendur Hróarskelduhátíðin yfir, sem er heljarmikil rokkhátíð. Ein af þekktustu gestunum er Björk. Tónleikar og sumarleikhús setja svip sinn á borgina í sumar. Tívolí er ekki aðeins rekið undir merki leiktækj- anna, heldur einnig undir merki tónlistarinnar, sem skipar veglegan sess á dagskrá garðsins. Næstum á hverju kvöldi eru tónleikar þar í tónleikasalnum og þeir eru oft ókeypis, þegar um kammertónlist er að ræða, meðan þekkt nöfn kosta sitt. Ódýrustu miðarnir kosta um 50 krónur danskar og það sést og heyrist ágætlega alls staðar í húsinu. Sjaldan er uppselt, nema þegar stórstirni eiga í hlut og jafn- vel þá er oft hægt að fá keypta miða fyrir utan salinn á síðustu stundu. í sumar er það ekki síst tónlist Ma- hlers, sem setur svip á efnisskrána. í svokölluðum Glersal í Tívolí er Eddi Skoller með fimmtugs afmælisdag- skrána sína. Hann er söngvari og spé- fugl, eins og margir vita, og sýningin hans hefur hlotið afbragðsdóma og mikla aðsókn. Og á útisviðinu troða alls konar hópar upp, bæði popp, djass, rokk og þjóðlagatónlist, að ógleymdum fimleikamönnum. í garðinum á bak við Kunstindustri- museet í Bredgade býður Grönnegárds-leikhúsið að vanda upp á útileiksýningar. Leikhúsið hefur sér- hæft sig í uppsetningu 18. aldar leik- rita. Fyrst kom Holberg í löngum bun- um, en nú eru það verk erlendra sam- tímamanna hans. Að þessu sinni er það leikritið Brúðkaup Fígarós eftir Frakkann Beumarchais, sem Mozart gerði samnefnda óperu sína eftir. Sýningar hefjast kl. 19.30, en garður- inn opnar kl. 17.30, því gestir geta haft með sér matarkörfu og snætt. Þó veðrið sé kannski hlýtt þegar sýn- ingin hefst er vissara að gera eins og innfæddir og hafa með sér teppi og vera í góðum skóm, því jörðin verður svöl þegar kvöldar. Miðarnir kosta frá 100 dönskum krónum og þá er hægt að kaupa á staðnum, eða í miðasöluturninum við Norðurport- brautarstöðina. Á Grábræðratorgi í miðborginni verður sýndur söngleikur byggður á sögum H.C. Andersens um Menning og listir í ýmsum bnrgum í HELLI á Punkaharju-skaga er þetta verk Cochrans. INNSETNINGU Ishiis íhellinum fylgir hljóðverk eftir Ten Zan. KAMMERT’ONLEIK- AR í Tívolisalnum. MÁLAÐ við höfnina í höfuðborg Dana. Svínahirðinn og Prinsessuna á bauninni. Sýningar hefjast 16. júlí og standa fram til 7. ágúst. Á þriðjud., miðvikud. og föstud. er leikið kl. 11 og 13, en á fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 15 og 19. Aðgang- ur er ókeypis. í Kongens Have rétt hjá Kóngsins nýja torgi er bæði brúðleikhús og venjulegt leikhús flesta daga. Aðgangur er ókeypis og sýningarnar eru sannkölluð fjölskylduskemmtun. Ef veðrið er hvorki til Tivolíferða né útileikhúss- ferða þá er hægt að horfa á danskar myndir í bíói kvikmyndasafnsins, Filmmuseet, úti á Kristjáns- höfn. Fram til 29. júlí verða sýndar þar myndir mánud.-fimmtud. kl. 11, 13 og 15, bæði kvikmynd- ir, stuttar myndir og myndbönd. Mest áhersla er lögð á myndir Bille Augusts. Aðgangur er ókeypis og flestar myndirnar eru með enskum textum. í litlum bíóum eins og Vester Vov Vov á Vesturbrú, í Posthusteatret og Husets Biograf í miðbænum og í Park Bio á Austurbrú eru iðulega sýndar úrvals- myndir, bæði eldri og yngri. Það er ódýrara í þessi bíó en önnur. Þarna eru líka kaffihús og andrúmsloftið skemmtilegt. Bíódag- skrárnar er að finna í dag- blöðunum. Þeir sem kjósa óvenjulega bíóferð leggja leið sína á Nansensgötu 23-33 á Norðurbrú frá og með 16. júlí. Þar hefur verið komið fyrir bílhræjum, sem standa fyrir fram- an stóran bíóskerm. Gestir fá sér sæti í bílunum, svo betra er að vera nokkrir saman. Þaðan er svo útsýni á risastórt tjald. Starfsfólk gengur um og selur veitingar. Af tónleikum má nefna sunnudagsmorguntón- leika á Thorvaldsenssafninu. Á sunnudögum í júlí verða líka síðdegistónleikar á Bymuseet, sem er bæjarsafn Kaupmannahafnar. Aðgangur er ókeypis að öllum þessum safnatónleikum. Fram til 10. júlí stendur yfir jazzhátíð, sem haldin er á mörgum veitingahúsum og klúbbum borgarinnar. Upplýs- ingar um einstaka tónleika eru í dagblöðunum. Á Statens Museum for kunst stendur yfir sýning á verkum dönsku gullaldarmálaranna, en það er tímabil í dönskum listum, sem tekur til fyrri hluta síðustu aldar. Á Louisiana er sýning á ástralskri frumbyggjalist fram í júlí og þýsk Ijósmyndasýning, þar sem sýndar eru myndir, teknar af ýmsum þekkt- um myndlistarmönnum. Fyrir þá sem vilja sjá verk danskra núlifandi listamanna má benda á að tölu- vert er orðið af galleríum neðst í Bredgade. Upplýsingar um einstaka atburði eru í dagblöðun- um. Flest stóru blöðin gefa út sérblað um atburði komandi viku á föstudögum. Ókeypis bæklingur, Copenhagen this Week, liggur víða frammi á hótel- um og er ómissandi fyrir þá sem ætla að taka menningarlífið af krafti. Pósthúsin eru farin að selja miða á ýmsa menningaratburði, auk þess sem miðar á margt fást í miðasöluturninum við Nörrep- ort. Sigrún Davíðsdóttir. LOS ANGELES ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt að fólk í suðurhluta Kaliforníu skríði á milli brunna að svala þorsta sín- um, því hér ríkir svæsin hitabylgja með 40 gráðum eða þar um bil. Mestu samúðina fá þá knattspyrnumennirnir er taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Hit- inn hefur farið upp í 50 gráður niðri á sjálfum vellinum. Úrslitaleikurinn fer fram hér í Los Angeles 17. júlí á Rose Bowl og má búast við að einhver íslendingurinn eigi miða á þann leik. En fyrir þá sem flokka knatt- spyrnu ekki undir menningu er af nógu að taka í Los Angeles. Fyrst ber að nefna Hollywood Bowl sum- arhátíðina með mismunandi menn- ingaratburði nær daglega undir ber- um himni og er algengt að fólk mæti snemma á staðinn búið mat- arkörfum með rauðvíni og ostum. Ekki er hægt að telja allt upp sem þar verður boðið upp á í júlí en af því helsta má nefna ítalska píanist- ann Maria Tipa, ameríska sópraninn June Anderson, kántrísöngvarann Garth Brooks og Gipsy Kings. Að auki mun hinn heimsþekkti stjórnandi Iván Fischer leiða fram á sviðið Budapest Festival Orchestra og Ute Lemper hefur sett saman brot úr sígildum kabarettum. Af leikritum má nefna „Minor Demons“ eftir Hugh Grahams, sem nú er verið að sýna við góðar undirtektir í Alliance Repertory Theatre í Burbank. Og 21. júlí-14. ágúst er árleg hátíð með frægustu leikritum Los Angeles í Woodburg University í Bur- bank. Þann 16. júlí hefst í Santa Barbara Museum of Art sýningin „Printed Pop“ sem heiðrar popp- myndlistarhreyfinguna. Þar verða sýnd verk Roberts Indiana, Roys Lichtenstein og Andys Warhol meðal annarra. Fyrir þá sem átta sig ekki á nafninu Santa Bar- bara, má geta þess að þetta er nafn á sérlega falleg- um bæ, sem ekki er í nema ein og hálfs tíma akstri norður af Los Angeles. Þar búa margir listamenn og í miðbænum er mikið líf og mörg gallerí til að gleðja augað. Ef við höldum aftur suðureftir og komum okkur fyrir í miðbæ Los Angeies, nánar tiltekið á Dodge vellinum, þann 16. júlí, þá tekst okkur að berja aug- um risanna þrjá í óperuheiminum (fyrir utan Krist- ján, að sjálfsögðu); Pavarotti, Carreras og Dom- ingo. Fílharmoníuhljómsveit Los Angeles mun reyna að halda í við kappana með undirleik. í Los Angeles var nýlega opnaður stór klúbbur, sem hefur notið mikilla vinsælda. Heitir hann House -of Blues og er á Sunset breiðgötunni í hjarta Holly- wood. Þar er ávallt boðið upp á mikla fjölbreytni í tónlistarvali, sem sjá má á þeim nöfnum er troða upp í júlí eins og Yousson N’Douri Toni Childs, Brodsky Kvartettinn, Chuck Berry, The Band og Jimmy Vaughan. Fyrir djassarana, sem hafa verið hálf hundsaðir í þessum pistli, ber að skýra frá að djasspíanó ris- inn Kenny Barron og tríó verða með þrenna tónleika í The Jass Bakery, 28.-30. júlí. Ekki er hægt að yfirgefa Los Angeles, án þess að nefna suma af þeim poppurum er munu gleðja okkur í júlíhitanum. Fyrstan skal nefna guðföður soul-tónlistarinnar, James Brown, sem tryllir enn og nú í Greek Theatre 9. júlí. Og fyrst við erum að tala um brjálað fólk, þá mun Nina Hagen blanda saman þýskum og enskum blótsyrðum ÍThe Palace 16. júlí. Rollins Band verða hér 30. júlí og David Byrne, þann 6. The Aute- urs spila svo á Whiskey a GoGo. Og ef einhver er enn að fárast yfir því að knatt- spyrna skuli hafa verið nefnd í menningarpistli, þá má benda þeim hinum sama á það að bregða sér til Kaliforníu og sjá Brasil- íumenn að verki á vellin- um. List? Spyrjið bara Pavarotti! Jón Bjarni Guðmundsson, Þuríður Guðmundsdóttlr. MADRID I REINA Sofía safninu hér í Madríd stendur nú yfir sýning á verkum þýska listamannsins Gerhards Richter. Hann erfjölhæfur mjög. Á sýningunni má sjá málverk, Ijósmyndir og höggmyndir og svokölluð Ijósmyndamálverk, það er Ijósmyndir sem hann hefur málað ofan í og breytt. Richterfæddist í Dresd- en 1932, en þetta er fyrsta einkasýning hans á Spáni. Reina Sofía safnið hefur líka uppá myndir eftir Dalí, Picasso og Miró að bjóða. La Malquerida heitir frægt leikrit eftir nóbelsverð- launahafann Benavente. Nú hefur dansarinn Luisillo gert ballet úr því. „Þar sem orðin enda, tekur dans- inn við,“ segir hann stoltur. Flamenkóbragur er á verkinu. Aðaldansarar eru Lola Zambrano og Emilio Hernández, bæði ung og tiltölulega óþekkt. Verkið er sýnt í Teatro Albéniz, frá 1. og 10. júlí. í Barcelona er nýhafin tónlistarhátíð sem stendur út ágúst. Aðalefni hennar er ímynd þjóða, tengsl þeirra við menningararf sinn eða firring frá honum. Af listasýningum í þessari höfuðborg Katalóníu má nefna Tadao Ando í Centre Montcada og Amazon-sýn- ingu í vísindasafninu. En nóg um kúltúr. Hér er komið sumar. í Madríd ráða útibarir lögum og lofum og sá sem ef til vill er mest í tísku um þessar mundir heitir Bage Lus, og er í María de Molina götu. Þangað fara stjörnurnar til að sýna sig, og þangað geta ferðalangarfarið til að sjá þær. í júlí hætta Spánverjar að fara í háttinn, fá sérkannski blund í morgunsárið, og svo annan í eftir- miðdaginn. Þeir hætta líka að vinna, að mestu leyti. Þeir fara á útibari. Ragnar Bragason. AUSDRUBILA frá gríska leikhús- inu á tónlistarhátíð í Barcelona. setja upp samsýningar eða stilla upp sínum þekkt- ustu verkum fyrir ferðamenn. Og vissulega er þá gott að bregða sér inn í einhver af musterum mynd- listarinnar í þessari borg, ganga um loftkælda salina og skoða hvað boðið er uppá. Fyrir utan þau lykilverk sem ætíð eru til sýnis, hanga nokkrar merkilegar sýningar uppi í sumar. í Metrópólitan safninu gefur að líta verk endurreisnar- málarans Petrus Christus, samsýning á bandarísk- um impressjónisma hefur vakið þó nokkuð umtal og þar er einnig sýnd myndröð ástralska málarans Sidney Nolans um rómantíska útlagann Ned Kelley. Þær myndir má tvímælalaust telja með því merkileg- asta sem ástralskir listamenn hafa afrekað. Þessar sýningar standa út júlí. í ICP, Alþjóðlegu Ijósmyndamiðstöðinni, við 94. stræti, gefur að líta sýningu á mörgum bestu Ijós- myndum franska meistarans Henri Cartier-Bresson. Sýningin er haldin í tilefni af 86 ára afmæli Ijósmynd- arans, og með hverri mynd er umfjöllun þekktra listamanna eða fræðinga. Þetta er sýning sem eng- inn ætti að vera svikinn af að skoða. Skammt þar frá, í Guggenheim, eru sýnd meistaraverk síðustu fimm áratuga úr eigu safnsins. Whitney safnið, sem sinnir ein- ungis bandarískri list og er iðulega með athyglisverð- ar sýningar, er meðal annars með samsýningu á verkum Josef Stella og í Nútí- malistasafninu, MoMA, má vekja athygli á þremur sýningum: Verk- um sem Rocke- fellerhjónin Peggy og David hafa gefið MoMA, en sú sýning kallast „Frá Manet til Picasso", sýningu á grafíkverkum hinnar öldnu en sívinnandi Louise Bourgeois; og Ijósmyndum Lee Friedlanders, myndröð sem hann kallar „Stafir frá fólkinu". Þeim sem vilja fara í leikhús má benda á leikrit Edwards Albees, Three Tall Women, í Promenade leikhúsinu, en það vann Pulitz- er verðlaunin í ár. Vel er látið af systrunum Rosensweig, eftir Wasserstein, í Barry- more leikhúsinu, og þá er haldið áfram að ausa lofi og verðlaunum yfir Engla í Amer- íku eftir Tony Kushner. Aðrir hafa áhuga á söngleikjum og þar er mikið látið með Passion við tónlist Stephen Sondheim, sem vann Tony verðlaunin í ár. Carousel, eftir Rodgers og Hammerstein, nýtur mik- illar hylli, og sama má segja um rokkóper- una Tommy eftir hljómsveitina The Who. Af klassískri tónlist má síðan nefna að New York Fílharmónían, undir stjórn Kurt Mas- ur, leikur verk eftir Beethoven í Carnegie Hall dagana 20., 21., 27. og 30. júlí. Seinnipart dags, þegar svala golu leggur af hafi, er gaman að leggja leið sína í Centr- al Park. Þar geta óperuunnendur fundið eitthvað við sitt hæfi í sumar, því New York Grand Opera er að hefja sjö ára dag- skrá á Sumarsviði garðsins, þar sem ætl- unin er að flytja allar 28 óperur Verdis. Sýningar eru á miðvikudögum í júlí og hefjast klukk- an 19.30. Óperurnar sem sýndar verða eru, og í þessari röð: „Oberto, Conte di San Bonifacio", „Un Giorno di Regno", „Nabucco” og „Lombardi”. Að- gangur er ókeypis. Aðra daga í sumar er síðan boðið upp á tónleika listamanna víðsvegar að úr heiminum á Sumar- ALICANTE eftir Henri Cartier-Bresson. sviðinu. Einar Falur Ingólfsson. ágúst, en sýnir Carmen til 23. júlí í svið- setningu Jose-Luis Gornez og tónstjórn Serge Baudo. Ballettinn La Bayadere verður þar líka til 17. júlí undir stjórn John Lanchbery. Tónlistaviðburður ársins í Chatelet leikhúsinu er án nokkurs vafa uppfærsla Niflungarhrings Wagners sem hófst í lok júní með sýningum á Rínargullinu og Valkyrjunum. Síðasta sýningin verður á morgun, 3. júlí, en síðan verða þær tekn- ar upp aftur í október og nóvember. Jeffrey Tate sér um tónstjórn og Pierre Strosser um sviðsetningu. Þó að flest myndlistagallerí loki í ágúst leggur Pompidousafnið áherslu á að hafa góðar sýningar yfir sumar- mánuðina. Aðalsýning safnsins á fimmtu hæðinni gefur yfirlit verka þýska myndlistarmannsins Joseph Beuys og stendur til 3. október. Beuys, sem lést 1986, var margslunginn og afkastamik- ill listamaður. Maðurinn með hattinn, eins og margir kölluðu hann, hafði mikil áhrif á íslenska lista- menn á sjöunda og áttunda ára- tugnum sem og víða annars staðar. Á sýningunni eru meðal margs annars 70 rýmisverk og þar á meðal Efnahagsgildi, Enda- lok 20 aldarinnar og Fitustóllinn. í stóra salnum sem blasir við þegar gengið er inn í Pompidou- safnið er til 5. september sýning á verkum ítalska arkitektsins og hönnuðarins Ettore Sottsass. í norðursalnum er sýningin Arc- higram til 29. ágúst, en hún sprettur frá nokkrum enskum arkitektum sem hafa starfað sam- an síðan 1960 og urðu þekktir fyrir teóríur sínar í tengslum við neysluþjóðfélagið á sjöunda áratugnum. í suður galleríinu sýnirsænski listamaðurinn Erik Dietman nýleg verk til 29. ágúst. Titlarnir á verkum hans hafa alltaf skipt miklu máli og hefur hann þess vegna nefnt sýninguna: Án tit- ils. Ekki eitt orð. Þögn. í Jeu de Paume er nýbyrjað að sýna síðustu verk amerísku listakonunnar Joan Mitchell, en hún lést í lok ársins 1992. Mitchell settist að í París árið 1959 og vann aðallega í Vétheuil sem er skammt frá þeim stað þar sem Claude Monet hafði vinnu- stofu, enda hafa vatnaliljurnar hans haft mikil áhrif á verk hennar. Þeir sem hafa hugrekki til að standa í biðröð og eru ekki búnir að fá nóg af impressjónismanum geta séð sýninguna um uppruna stefnunnar í Grand Palais til 8. ágúst. Elstu verkin eru frá 1859 og mörg hafa sjaldan sést áður. Sýningin mun síðan fara til New York. Örskammt frá, á Champs de Mars-vellinum við Eiffel turninn, eru 15 „monumen- tal skúlptúrar” eftir franska listamanninn Bernard Venet sem býr og starfar ýmist í París eða New York. Leikhúsin í París loka flest yfir sumarið og fer þá starfsfólk gjarnan út á land að taka þátt í ýmsum hátíðum og uppákomum. Á leiklistarhátíðinni í Avignon frá 8. júlí til 2. ágúst verða á boðstólnum verk eins og Andromaque og Alceste eftir Euripide og Stríðs-stykki og Bingo eftir Edward Bond og margt fleira. Lambert Wilson verður með Duttlunga Maríönnu eftir Musset í Ramatuelle ásamt fleiri störnum frá París sem setja upp verk sín þar frá 1 .-3. ágúst. Ljósmyndahátíðin í Arles heldur upp á 25 ára afmæli sitt í sumar og verða mjög fjölbreytt- ar sýningar á dagskrá eins og venjulega frá 7. júlí til 15. ágúst. Kvikmyndahátíðir verða í La Rochelle (30. júní-10. júh") og Grenoble frá 5.-9. júlí. í Nútíma- listasafninu í Grenoble er einnig verið að sýna verk Úkraníubúans llya Kabakov til 17. júlí, en hann sýn- SKULPTUR Bernards Venet Champs de Mars garðinum condensed tomato SYNING um Sottsass er á jarðhæð Pompidou- hússins. SÚPUDÓS Warhols. NEW YORK ÞEGAR rakur og lamandi sumarhit- inn leggst yfir borgina, þá leggjast margir sýningarsalir í dvala og söfnin PARIS I JÚLÍ og ágúst fær- ist menningin að hluta til út fyrir stofn- anir og alls konar uppákomur eiga sér stað á torgum og í görðum út um alla borg. í Villette garðinum í norð- austur hluta borgar- innar er nýhafin djasshátíð með úrvals tónlistar- mönnum, sem stendur til 9. júlí, en þar er einnig staðsettur nýi djassklúbburinn Hot Brass sem er með þeim betri og nýtur sívaxandi vinsælda. Kvik- myndaunnendur geta frá og með 16. júlí séð í garð- inum úrval góðra kvikmynda undir berum himni og hefjast þær öll kvöldin kl. 22. Fyrsta kvöldið verður helgað minningu ítalska leikstjórans Fellinis en sýn- ingar standa til 15. ágúst. Footsbarn farandsleikhús- ið sem hefur vakið athygli fyrir afbragðsgóðar og frumlegar sýningar verður í Villette-garðinum með Rómeó og Júlíu á ensku frá 15. júlí til 9. ágúst. Þeir sem vilja sjá hina frægu elskendur frá Veronu í annarri útgáfu geta skroppið í Opéra Comique, 5.-7. og 9. júlí og séð uppfærslu Nicolas Joel í tón- stjórn Michel Plasson. Öpéra Bastille er lokuð í Töfraflautu Mozarts undir stjórn William Christie í sviðsetningu Robert Cars- en frá miðjum mánuðinum en hátíðin stendur til 30. júlí. Djasshátíðir verða víða, til dæmis í Juan-les- Pjns (18.-28. júlí), Man- osque (18.-27. júlQ og í Nissa frá 8.-17. júlí, þar sem hægt verður að hlusta á úrvals tónlistar- fólk, Ray Charles, Jean- Luc Ponty, Barney Wilen, Marcus Miller, Cesaria Evora, Milton Nasci- mento, Steve Coleman, Björk Guðmundsdóttir og marga fleiri. Þeir sem vilja frekar fara á danssýningar er bent á borgirnar Ma- rignan (16.-25. júlí) og Aix þar sem nútímadans verð- ur á boðstólum frá 14.-24. júlí. í Bordeaux er mjög mikið af góðum sýningarsölum og er eitt besta byggingarlistagallerí í Frakklandi staðsett þar, Arc en Reve, en þar er nú verið að sýna verk eftir franska arkitektinn Dominique Perrault (til 16. okt), en hann er þekktastur fyrir hönnun nýja bókasafnsins, La Bibliotheque de France, sem er að rísa í Bercy hverfinu og áætlað er að opni árið 1995. Laufey Helgadóttir STOKKHÓLMUR EINS og kunnugt er liggur Stokkhólmur fjarska fal- lega og vatnið setur mikinn svip á borgina. Svo mikinn að borgin heldur árlega svokallaða Vatnahá- tíð, sem er listahátíð og stendur síðari hluta sum-_ ars. Á dagskránni gætir margra grasa og atriðin- eru haldin víða um borgina. Mjög víða um Svíþjóð eru haldnar tónlistarhátíðir, sem gefa sveitasælunni sérstakan svip. Konungshöllin er meðal annars notuð undir dag- skrá Vatnahátíðarinnar, bæði salir hennar og kirkj- an. Þann 5. júlí syngur sænski heimstenórinn Gösta Winbergh þar, ásamt Önnu Eklund-Tarantino sópr- ansöngkonu, aríur úr óperum Mozarts, Verdis og Puccinis undir stjórn Mats Liljenfors. Píanóleikarinn Staffan Scheja, einn SVIÐ hallarleikhússins á Drottningholm. AF SÝNINGU Dietmans í Pompidou-miðstöðinni. ir um þessar mundir í Gallerí Önnur hæð í Reykjavík. Helstu tónlistarhátíðirnar verða í borgum eins og Saint-Chartier (14.-17. júlí) þar sem hægt verður að hlusta á Trio Oller Yvert, lýruspil og sérstaka rödd bretanska söngvarans Vann-Fanch Kemener. Beaune (1.-30. júlO þar sem barokk tónlist verður í heiðurssæti, La Chaise-Dieu (24. ágúst-4. sept.) þar sem hátíðin verður helguð George Cziffra og Orange þar sem Nabucco eftir Verdi og Tosca eft- ir Puccini verða sýndar í hinu forna hringleikahúsi. Aix-en Province er fyrir löngu orðin þekkt fyrir góð- ar tónlistarhátíðir og verður þar hægt að hlusta á af þekktari tónlistar- mönnum Svía, leikur ásamt Young Uck Kim fiðluleikara tón- list eftir Franck, Ra- vel og Stravinskí 7. júlí. Leikkonan Stina Ekblad flytur Ijóð 13. júlí og kammerhljóm- sveit flytur tónlist eftir Wolf, Sten- hammar og Brahms. Doris Soffel heldur Ijóðatónleika við undirleik Jan Eyrons 19. júlí, syngur lög eftir Rossini, Massenet og Saint -Saéns og það er enginn efi á því að tónleikar þess- ara tveggja ágætu tónlistarmanna verða eftirminni- legir. Tónleikaröðin í höllinni stendur út allan ágúst. Mest ber á kammertónlist frá ýmsum tímum. Með- al annars leika Potsdammer kammerhljómsveitin tónlist eftir Friðrik mikla, Bach og Mozart 1. ágúst. í Svíþjóð er gömul og gegn óperettuhefð og þeirri tónlistartegund er gerð skil á útiskemmtun allan júlí í garði Hallwylska palatset við Hamngatan í Stokk- hólmi. Þetta er dagskrá, sem gengur undir nafninu Operettfest, þar sem flutt eru Vínarlög og valdir kaflar úr óperettum og söngleikjum. í Storkyrkan eru kammertónleikar á hverju þriðjudagskvöldi fram í fyrstu vikuna í ágúst. Á miðvikudögum er önnur tónleikaröð, þar sem aðaláherslan er lögð á orgel- tónverk og á fimmtudögum er dagskrá um sögu kirkunnar, sem heitir Raddir í hvelfingunni. Á Dramaten, sænska þjóðleikhúsinu, eru sýning- ar allt sumarið og það víða um borgina. í júlí er sýnt leikrit Graham Greenes, Á ferðalagi með frænku, á Stóra sviði hússins. í ágúst verður sýnt leikritið Johan Padan uppgötvar Ameríku eftir Dario Fo í Leikhústjaldinu, sem hluti af Vatnahátíðinni. 4 ágúst verða einnig margar aðrar sýningar hússins. Meðal annars er verið að sýna Vintersaga, Vetraræf- intýri Shakespeares, í rómaðri og hálofaðri upp- færslu Ingmar Bergmans, sem finnst hann vera orðinn of gamall til að gera kvikmyndir, en er mjög framtakssamur í leikhúsinu. í einu aðalhlutverkanna er Pernille August, sænska leikkonan sem einnig hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaleikkona, meðal annars í myndum bónda síns, danska leik- stjórans Bille Augusts. Skansinn er tívolí Stokk- hólmsbúa og einnig þar eru ýmsir tónleikar af létt- ara taginu, en einnig leikhús. Af hátíðum úti um landsins breiðu byggð má minna á tónlistarhátíðina á Gotlandi í júlí, þar sem fara saman ótrúlega góðir kraftar eins og söngkon- an Barbara Hendricks og píanóleikarinn Staffan Scheja, fallegar kirkjur sem tónleikasalir og svo feg- urð eyjarinnar. S.D. SAMANTEKT: ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.