Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 B 21 Samþykkis- áráttan Kaupmannahafnarbréf Danir eiga afar erfítt með að vera ósammála og fell- ur því betur að ræða litlu en stóru málin, skrifar Sig- rún Davíðsdóttir. Þeim finnst það óþægileg aðstaða og því óþægilegra, sem vandamálin eru stærri. Þessi smáu mál endurspeglast svo í fréttamati fjölmiðla. tlendingar sem fylgjast með danskri stjórnmálaumræðu fá það oft. á til- finninguna að í Danmörku hljóti öll stóru málin að vera leyst. Annars væri ekki hægt að eyða svona miklu púðri á jafn lítil og skrýtin mál og umræðan snýst oft um. En þó þjóðfélagið danska gangi að mörgu leyti afar vel og fyrir mörgu hafi verið séð, þá er þó ekki svo að lífíð hér sé vandamálalaust. Hins vegar eiga Danir afar erfitt með að vera ósammála og fellur því betur að ræða litlu en stóru málin. Þeim finnst það óþægileg aðstaða og því óþægi- legra, sem vandamálin eru stærri. Þessi smáu mál endurspeglast svo í fréttamati fjölmiðla. Það er oft harla sérkennilegt hvað þar er metið sem vandamál og um leið þess virði að ijalla um það. Þörf Dana fyrir að vera alltaf sammála kemur fram víða í þjóðlífinu. Á vinnustöðum þarf helst að ræða allt aftur og bak og áfram, þar til allir geta orðið sammála. Húseigendafélagsfundir kosta langar og strangar slímusetur, svo ekki sé minnst á umræðufundi foreldra og kennara í skólum og leikskólum. Kosningar virðast alls staðar vera néyðarúrræði og betra að komast að sameiginlegri niðurstöðu. í stjórnmálaumræðunni kemur þetta fram í því að hér sitja minnihlutastjórnir í mestu makindum og eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Það tók mig langan tíma að skilja að hægt væri að hafa minnihlutastjórnir sem viðvarandi ástand, en eftir að ég hafði áttað mig á þörf Dana fyrir að vera alltaf sammála, varð þetta fyrirkomulag skiljan- legra. Þá er nefnilega tryggt að allir séu hafðir með í ráðum. Stjómin kemur sínu fram, gjarnan eftir langar og erfiðar við- ræður við stjómarandstöðuna, eftir margar fréttir um að nú væri samlyndið alveg að bresta og allt að fara upp í loft. Og stjórnar- andstaðan kemur sínu fram með því að höfða til þess að allir verði að fá að vei-a með. Samþykkisáráttan leiðir líka til þess að engin mál koma upp á yfirborðið fyrr en náðst hefur samþykki um níutíu prósent efnisatriðanna. Svo er deilt um síðustu tíu, sem em þá oft einhver skrýtinn útskækill. Lýðræði á danska vísu Hluti af samþykkisáráttunni er að orðið „lýðræði“ er í óendanlegu uppáhaldi hér. Állt á að afgreiðast lýðræðislega og böm að alast upp á lýðræðislegan hátt í öllum þeim stofnunum, sem þau hafa viðkomu í á lífsleiðinni. Um leið er líka það versta sem Dani getur sagt um stjómmálamann að hann sé ólýðræðislegur. Þegar ég heyrði þetta orð fyrst notað um sijómmálamann hélt ég að með því væri átt við að hann hefði reynt að þvinga skoðanir sínar í gegn í andstöðu við skoðanir meirihlutans, eða hagað sér á einhvern hátt eins og einræðis- herra. En svo rann upp fýrir mér að þeir, sem orðið var notað um, eins og Uffe Elle- mann-Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Vinstriflokksins og Ritt Bjerre- gaard fyrrverandi ráðherra og óleiðitamur þingmaður Jafnaðarflokksins, höfðu gert sig sek um það eitt að setja fram ögrandi skoðanir. Skoðanir, sem ekki höfðu verið tuggnar og japlaðar innan flokkanna og sem flokkarnir og sjálf þjóðin voru stórlega ósammála um. Það var innilega ólýðræðis- legt á danska vísu. í þessu tilfelli er ekki hægt að þýða danska orðið beint yfir á önnur tungumál, því það hefur sérdanska merkingu. Þau andlegu óþægindi, sem fylgja því hjá Dönum að ræða stór mál, verða gjarnan til þess að stjórnmálaumræðan verður meira en lítið krampakennd. Umræðan um Evr- ópusambandið er gott dæmi. Þegar Danir gengu í gamla Efnahagsbandalagið 1972 gerður þeir það á þeim forsendum að það væri efnahags- og markaðsbandalag, því það sögðu stjómmálamennimir þeim, svo það væri ómissandi fyrir þjóðina sem versl- unar- og viðskiptaþjóð að vera með. Þeir nefndu hins vegar ekkert um að í Rómar- sáttmálanum, sem lá bandalaginu til grund- vallar, væri talað um að markmiðið væri á endanum að koma upp pólitísku sambandi til að styrkja frið í Evrópu og öryggi álfunn- ar. Þegar þau sannindi fóru að renna upp fyrir Dönum kom upp_ smá óðagot meðal stjórnmálamannanna. Árið 1986 sagði Poul Schlúter þáverandi forsætisráðherra að Danir þyrftu engar áhyggjur að hafa af þessu pólitíska sambandi. Sú hugmynd væri steindauð... og því var neitað að ræða þá hlið. Þegar Maastricht-samkomulagið kom til sögunnar gerðist æ erfiðara að líta framhjá hinum pólitíska þætti Evrópusamstarfsins, en hinu efnahagslega var þó enn ákaft haldið til streitu. Kjósendum leist þó ekki á blikuna, svo naumur meirihluti felldi sam- komulagið 1992. Þá voru góð ráð dýr og þjóðin klofin í tvo næstum jafnstóra hluta. Þá tóku stjórnmálamennimir sig til og gerðu það sem þeir kölluðu þjóðarmálamiðl- un um málið. Héldu sig við ákvæðin um markaðinn, sem væru hin mikilvægustu, en reyndu að verða stikkfrí frá því stjórn- málalega. Þetta tókst, þjóðin samþykkti þjóðarmálamiðlunina og þjóðarsátt náðist. Nú eru hins vegar ýmsir „ólýðræðislegir" stjórnmálamenn, sem vilja ræða hið póli- tíska samband, sem Evrópa ætlar að hnýta saman, hvort sem Danir vilja eða ekki, en meirihluti þeirra vill enn ekki horfast í augu við stóru málin, nefnilega varnar- og utan- ríkismálin í evrópsku samhengi og reyna allt til að fresta þeim umræðum fram yfir Evrópuríkjaráðstefnuna 1996. Evrópsku umræðuefnin hafa oftar en ekki snúist um kræklóttar gúrkur, lítil epli og danska sum- arbústaði. Vandi kirkjuþjóna á stj úpmæðratí manum Eins og áður sagði þá leiðir samþykkisár- áttan ekki aðeins til þess að viðfangsefni stjórnmálamanna verða smágerð, heidur fjölmiðlanna einnig. Engin vandamál eru svo lítil eða takmörkuð við fáa að þau eigi ekki líka erindi til okkar hinna. Um dag- inn, þegar ég hlustaði á hádegisfréttirnar, var flutt löng frétt með viðtölum um erfíð- ar vinnuaðstæður kirkjuþjóna. Það eru þeir sem vinna í kirkjunum, sjá um viðhald þeirra, eru hringjarar og vinna í kirkjugörð- unum. Engin unglingavinna þar ... Þarna á besta fréttatíma fræddist ég því um að í Danmörku væru 600 kirkjuþjónar, sem samsvarar því að þeir væru um þijátíu á íslandi. Ef einhver ímyndar sér að þetta sé rólegt og hættulitið starf, þá sannfærð- ist hlustandinn um að því er öldungis ekki svo farið. Við hringingarnar eiga þeir á hættu að missa handlegginn, ef þeir flækja hann í kólfinum, eða kaðlinum sem liggur í hann, auk þess sem þeir geta rotast ef þeir fá klukkuna í höfuðið. Aðstæður eru nefnilega ekki alltaf sem bestar þarna á kirkjuloftunum, sem voru byggð áður en augu Dana lukust upp fyrir vinnuaðbúnaði kirkjuþjóna. Auk þess geta þeir orðið heym- arlausir, ef þeir gleyma að stinga eym- atöppunum á sinn stað. Og kirkjugarðurinn er hættulegri en gæti virst við fyrstu sýn, því a.m.k. hefur einu sinni komið fyrir að kirkjuþjónn hafí fótbrotnað við að stíga ofan í opna gröf, af því að ekki tíðkast að girða þær af. Þó er vorið erfiðasti tíminn, því þá þurfa þeir að gróðursetja mörg hund- ruð stjúpmæður út um allan garð og það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir bakið og hnén, því ekki hafa verið fundin upp nein almennileg hjálpartæki fyrir þessa vinnu og engir aðrir til að gróðursetja en hinir þjökuðu kirkjuþjónar. Þetta var ómet- anleg innsýn inn í lítt kunnar aðstæður. Eftir svona fréttir hvarflar óneitanlega að hlustandanum hvort ekki hafí eitthvað breyst í þjóðfélaginu undanfama áratugi. Það hefur þurft bæði elju og útsjónarsemi að koma dönsku þjóðfélagi af landbúnaðar- yfir á iðnaðarstigið, þar sem landið er svo lítið og snautt af hráefnum og verðmætum. Einhvem veginn er erfitt að trúa því að ekki hafí þurft annað til en næmni á að þefa uppi litlu vandamálin ... Sigrún Davíðsdóttir SHwma ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Sumarútsala - 30 - 50% afsláttur Shuma, Hafnarstræti 1. Mpiyj m eirðl SBKltun Wle,n r.Tcr, rm frákr. 500,- m. Frábær J K)0^o óft Jersey efni fra kr. 50L ^ glafavönJ 20% afsl. af töskum 20% Trönuhrauni 6 • Hafnarfirði • Sími 651660 Opið mánud.-föstud. 9-18. laugard. 10-14 Suðurlandsbraut 50 V/Fákafen • Sími 884545 Opið mánud.-fimmtud. 10-18. föstud. 10-19. laugard. 10-16 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.