Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1994
■ FÖSTUDACUR 5. ÁGÚST
BLAÐ
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Golli
KNATTSPYRNA
Landsleikur gegn
Eistum á Akureyri
ÆT
Islenska landsliðið í knattspyrnu leikur landsleik
gegn Eistiandi á Akureyri 16. ágúst. Að sögn
Snorra Finnlaugssonar framkvæmdastjóra KSÍ voru
það Eistar sem óskuðu eftir því að fá að ieika iands-
leik gegn íslandi á þessum tíma.
Átta leikmenn sem leika með liðum erlendis hafa
verið boðaðir til landsins vegna leiksins, en hann
er hugsaður fyrst og fremst sem æfingaleikur fyrir
landsleikinn gegn Svium á Laugardalsvelli í undan-
keppni EM 7. september nk. Leikmennimir átta eru
þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Eyjólfur
Sverrisson, Arnór Guðjohnsen, Hlynur Stefánsson,
Þorvaldur Örlygsson, Kristján Jónsson og Þórður
Guðjónsson. Líkur er á því að þeir geti fengið sig
lausa þar sem 17..ágúst er alþjóðlegur landsleikja-
dagur. Ennfremur er Ijóst að leikmenn sem leika
með liðum sínum í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ
daginn eftir gefa ekki kost á sér.
HANDKNATTLEIKUR
Kristján og Hóðinn
mætast fyrst
Kistján Arason er byijaður að þjálfa úrvals-
deildarliðið Dormagen á fullum krafi og æfa
leikmenn liðsins tvisvar á dag undir hans stjórn.
„Við höfum æft tvisvar á dag að undanfömu og
höfum þurft að haga æfingunum í samræmi við
hitabylgjuna sem er hér. Fyrri æfíngin er klukkan
níu á morgnana, en seinni æfingin um kvöldmatar-
leitið — til að vera laus við mesta hitann,“ sagði
Kristján.
Dormagen leikur fyrsta leik sinn í úrvalsdeildinni
17. september á heimavelli gegn Dusseldorf, þannig
að Kristján og Héðinn Gilsson eigast við i fyrsta leik.
FRJALSIÞROTTIR / NM
Magnús Aron Hallgrímsson varð þriðji á
Norðurlandamóti unglinga í tugþraut í flokki
17-18 ára sem haldið var í Finnlandi 2. til 3. ág-
úst. Hann hlaut 6.794 stig sem jafnframt er íslands-
met í flokki 17-18 ára. Fyrra metið átti Þráinn
Hafsteinsson, núverandi landsliðsþjálfari. Magnús
var í fimmta sæti eftir fyrri daginn en skaust upp
um tvö sæti þann síðari og endaði I þriðja sæti sem
verður að teljast góður árangur. Hann hljóp 100
metrana á 11,94, stökk 6,31 í langstökki, varpaði
kúlu 13,15 metra, fór 2,03 metra í hástökki og
hljóp 400 metra á 54,57 sekúndum. 110 metra
grindahlaupið hljóp Magnús á 16,33 sekúndun, kast-
aði kringlunni 42,02 metra, fór 3,90 metra í stangar-
stökki, kastaði spjóti 53,60 metra og hljóp loks
1500 metra hlaup á 4 mínútum 33,95 sek.
Hart
barist
ÞAÐ var hart barist í Kefl-
vík í gærkvöldi, þar sem
Keflvíkingar náðu að
tryggja sér jafntefli, 2:2,
gegn KR tveimur mín. fyrir
leikslok með stórglæsi-
legu marki MarkoTansic
beint úr aukaspyrnu. Hér
á myndinni fyrir ofan berj-
ast Kristinn Guðbrands-
son, miðvörður Keflavíkur,
og Daði Dervic, KR, um
knöttinn. íslandsmeistar-
arnir frá Akranes hafa tek-
ið stefnuna á þrennu, en
þeir náðu sex stiga for-
skoti í 1. deild með því að
skjóta Stjörnuna niður,
4:1, á sama tíma og FH-
ingar máttu þola tap fyrir
Valsmönnum, 0:1, íKapla-
krika.
■ Leikirnir / C2.C3
ROÐUR
Asta Kristín valin til keppni
á Samveldisleikunum
ÁSTA Kristín Reynisdóttir, 22
ára gömul stúlka sem fyrir
skömmu tryggði sér breska
meistaratitilinn í róðri í tveggja
manna bát, hefur verið valinn
ásamt stöllu sinni Claire Nisbet
tii keppni fyrir Skotlands hönd
á Samveldisleikunum sem
haldnir verða í Kanada i lok
ágúst. Ekki er þó endanlega
Ijóst hvort hún muni keppa, þar
sem hún þarf að gerast bresk-
ur ríkisborgari til að öðlast
keppnisrétt.
Asta hefur búið í Skotlandi sam-
fellt 1 fímm ár í september
nk., en forsenda fyrir þv! að fá
breskan ríkisborgararétt er sam-
felld búseta í fimm ár. Hún sótti
um að gerast breskur ríkisborgari
fyrr á þessu ári, en fékk fyrir
skömmu þau svör að hún uppfyllti
ekki umrætt skilyrði fyrr en í næsta
mánuði. Keppnin fer fram 29. ág-
úst, og því munar aðeins nokkrum
dögum að hún uppfylli skilyrðið á
keppnisdeginum. Ásta sagði þetta
mjög bagalegt, þar sem hún hafði
stefnt að því alllengi að komast á
Samveldisleikana, og fengið þau
svör að hægt væri að hliðra til
umræddum reglum. Svarið frá út-
lendingaeftirlitinu hefði ekki borist
henni fyrr en fyrir skömmu, og nú
væri erfitt að vinna í málinu vegna
sumarleyfa. Hún sagðist hafa haft
samband við íslenska sendiráðið í
London vegna þessa, og ætlar það
Morgunblaðið/John H. Shore að athuga málið.
ÁSTA og Claire Nlsbet á fullri ferð í Henley keppninni á Thames ánni fyrr -------------------------------------------
í sumar. Þar sigruðu þær líkt og á breska meistaramótinu. ■Fimm ára sigurganga / C4
KNATTSPYRNA: STRÁKARNIR LÖGÐU ENGLENDINGA ÁNM/C3