Morgunblaðið - 05.08.1994, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
OPNA BLflflLÓNSMÓT
golfklObbs suburnesja
verður haldið á Hólmsvelli í Leiru
sunnudaginn 7. ágúst. í boði eru
glæsilegir ferðavinningar til útlanda.
1. verðlaun: Ameríkuferð
2. verðiaun: Evrópuferð
3. verðlaun: Innanlandsferð
Ferðirnar eru algerlega að frjálsu vali.
Gildistími er 1 ár.
Úrvals litaprentari frá Hewlett-Packard
fyrir þá, sem fara holu í höggi á 16. braut.
Sömu verðlaun með og án forgjafar.
Þrenn glæsileg holuverðlaun.
Skráning í síma 92-14100
Kylfingar athugið!
Nú Ijúkum við Bláalónsmótaröð golf-
klúbbanna á Suðurnesjum.
Bláalónsmeistarar með og án forgjafar
verða síðan útnefndir í lokahófi sem
haldið verður í Bláalóninu sunnudags-
kvöldið 14. ágúst og eru allir þátttak-
endur mótanna þriggja velkomnir.
HITAVEITA
SUÐURNESJA
miEmmiFjÉmrnrn
V IÐ BLÁA LÓNIÐ
HEWLETT
mL'/ÍM PACKARD
H P Á íslandThf
IMAohnkkn 9 nrykim lk. >iml I9li 071000
Útivistarparadís fjölskyldunnar.
Abiáa lónið
-œvintýri líkast!
Opið alla daga frá kl. 10-22.
Sími 92-68526.
KNAT
Morgunblaðið/Golli
KR-ingurlnn Hilmar Björnsson sendir boltann inn í vítateig ÍBK í fyrri hálf-
leiknum í leik liðanna.
Mark Ragnars
hleypti lífi
í Keflvíkinga
FÁTT virtist geta komið íveg fyrir að KefIvíkingar töpuðu sínum
fyrsta deildarleik undir stjórn Péturs Péturssonar þegar liðið
mætti KR. Reykjavíkurfélagið hafði 2:0 yfir og virtist vera með
leikinn í hendi sér þegar Ragnar Margeirsson skoraði stórglæsi-
legt mark átta mínútum fyrir leikslok. Markið hleypti miklu Iffi í
ÍBK-liðið sem náði að jafna á lokamínútum með marki Marko
Tanasic, beint úraukaspyrnu.
FH-Valur 0:1
Kaplakrikavöllur, 1. deild í knattspyrnu -
12. umferð - fimmtudagur 4. ágúst 1994.
Aðstæður: Eins og best verður á kosið.
Logn og blíða, völlurinn frábær.
Mark Vals: Jón Grétar Jónsson (55.).
Gult spjald: Guðni Bergsson (28. - brot.).
Dómari: Ólafur Ragnarsson.
Línuverðir: Guðmundur Stefán Maríasson
og Svanlaugur Þorsteinsson.
Áhorfendur: Um 450.
Lið FH: Stefán Amarson, Auðun Helga-
son, Petr Mrazek, Ólafur H. Kristjánsson -
Halisteinn Arnarson, Ólafur B. Stephensen
(Andri Marteinsson 72.), Þórhallur Víkings-
son, Drazen Podunavek, Þorsteinn Jónsson
- Jón Erling Ragnarsson (Atli Einarsson
76.), Hörður Magnússon.
Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Davíð Garðar-
son, Guðni Bergsson, Kristján Halldórsson
- Jón G. Jónsson, Steinar Adolfasson (Bjarki
Stefánsson 80.), Atli Helgason, Ágúst
Gylfason, Hörður Magnússon - Eiður Smári
Guðjohnsen, Kristinn Lárussoon (Sigurbjöm
Hreiðarsson 68.).
Stjarnan-ÍA 1:4
Stjörnuvöllur:
Aðstæður: Frábærar ef frá er talinn völlur-
inn. Logn og hlýtt.
Mark Stjör.: Leifur G. Hafsteinsson (40.)
Mörk ÍA: M. Bibercic (56. og 86.), Sigurð-
ur Jónsson (65.), Pálmi Haraldsson (70.)
Gult spjald: Hermann Arason Stjömunni,
(2. fyrir brot), Sigursteinn Gíslason (57.),
Ölafur Adolfsson (88. fyrir brot), báðir ÍÁ.
Dómari: Eyjólfur Ólafsson dæmdi mjög vel.
Línuverðir: Pjetur Sigurðsson og Gunnar
Gylfason.
Áhorfendur: 360.
Stjarnan: Sigurður Guðmundsson - Her-
mann Arason, Goran Micic, Birgir Sigfússon
- Ottó Karl Ottósson, Hei mir Erlingsson,
Ragnar Gíslason, Valgeir Baldursson
(Rögnvaldur Rögnvaldsson 80.), Ragnar
Árnason - Bjarni G. Sigurðsson, Leifur
Geir Hafsteinsson.
ÍA: Þórður Þórðarson - Sturlaugur Haralds-
son, Ólafur Adolfsson, Zoran Miljkovic, Sig-
ursteinn Gíslason - Kári Steinn Reynisson
(Ólafur Þórðarson 46.), Sigurður Jónsson,
Pálmi Haraldsson, Alexander Högnason,
Haraldur Ingólfsson - Mihajlo Bibercic.
ÍBK-KR 2:2
Keflavíkurvöllur:
Aðstæður: Um fimmtán stiga hita, logn
og góður völlur.
Mörk ÍBK: Ragnar Margeirsson (83.),
Marko Tanasic (88.).
Mörk KR: Tómas Ingi Tómasson (22.),
Salih Heimir Porca (73.).
Gult spjald: Hilmar Bjömsson (19. fyrir
brot), Sigurður B. Jónsson (26. fyrir að
sparka knetti frá brotstað), Þormóður Egils-
son (81. fyrir brot) - allir úr KR.
Dómari: Gylfi Orrason hafði góð tök á
leiknum en var kannski fullspar á flautuna.
Línuverðir: Egill Már Markússon og Sæ-
mundur Víglundsson.
Áhorfendur: Um 500.
ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Jóhann Magn-
ússon (Guðjón Jóhannsson 79.), Sigurður
Björgvinsson, Kristinn Guðbrandsson, Gest-
ur Gylfason (Marko Tanasic 61.), - Róbert
Sigurðsson, Gunnar Oddsson, Ragnar Mar-
geirsson, Ragnar Steinarsson - Óli Þór
Magnússon, Kjartan Einarsson.
KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg-
ilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sigurður
B. Jónsson - Hilmar Björnsson, Heimir
Guðjónsson, James Bett, Salih Heimir
Porca, Einar Þ. Daníelsson - Tómas Ingi
Tómasson (Vilhjálmur Vilhjálmsson 81.),
Izudin Daði Dervic.
ÍBV - Breiðablik 1:0
Hásteinvöllur:
Aðstæður: Svo til logn en smá úði gerði
völlinn nokkuð hálan.
Mark ÍBV: Zoran Ljubicic (5.)
Gult spjald: Hermann Hreiðarsson IBV
(16. fyrir brot), Grétar Steindórsson Breiða-
bliki (43. fyrir að sparka bolta í burtu),
Amar Grétarsson Breiðabliki (62. fyrir
brot), Bjarnólfur Lárusson ÍBV (76. fyrir
brot), Zoran Ljubicic ÍBV (89. fyrir að
sparka bolta í burtu).
Dómari: Kristinn Jakobsson.
Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Róbert
Róbertsson.
Áhorfendur: Um 300.
ÍBV: Friðrik Friðriksson - Magnús Sigurðs-
son, Heimir Hallgrímsson, Dragan Man-
oljovic, Friðrik Sæbjörnsson - Hermann
Hreiðarsson, Jón Bragi Amarsson, Bjamólf-
ur Lárusson (Sumarliði Árnason 78.), Zoran
Ljubicic, Þórir Ólafsson (Yngvi Borgþórsson
65.) - Steingrímur Jóhannesson.
Breiðablik: Guðmundur Hreiðarsson - Há-
kon Sverrisson, Gunnlaugur Einarsson, Úlf-
ar Óttarsson (Vilhjálmur Haraldsson 14.),
Ásgeir Halldórsson - Gústaf Ómarsson,
Kristófer Sigurgeirsson, Siguijón Kristjáns-
son (Jón Stefánsson 30.), Amar Grétars-
son, Grétar Steindórsson - R. Lasorik.
Fj. leikja u J T Mörk Stig
12 8 3 1 22: 5 27
FH 12 6 3 3 11: 7 21
IBK 12 4 7 1 22: 14 19
KR 12 4 4 4 17: 10 16
VALUR 12 4 4 4 17: 20 16
FRAM 11 3 5 3 17: 18 14
ÍBV 12 3 5 4 14: 16 14
BREIÐABLIK 12 3 2 7 11: 26 11
ÞOR 11 2 4 5 17: 21 10
STJARNAN 12 1 5 6 10: 21 8
að var ekki mikið að gerast hjá
þeim í sóknarleiknum og ég
hélt að við mundum hafa þetta en
fyrra markið setti á
okkur aukna pressu
og við færðum okkur
aftar,“ sagði Þor-
móður Egilsson, fyr-
irliði KR-liðsins.
Tómas Ingi Tómasson, kom að
nýju inn í lið KR og hann þakkaði
fyrir það með fyrsta marki leiksins
undir miðbik hálfleiksins. Fyrr í
leiknum hafði Heimir Porca fengið
dauðafæri eftir gestrisni eins varn-
armanns IBK sem skallaði knöttinn
fyrir fætur hans. Olafur varði hins
vegar skotið af stuttu færi. Hinum
megin á vellinum bar mest á Ragn-
ari Margeirssyni sem átti ágætar
skottilraunir. I heildina litið voru
KR-ingar sterkari í hálfieiknum,
þeir voru fyrri til í flest návígi og
héldu sóknarmönnum ÍBK niðri.
Íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spyrnu gerir það ekki endasleppt
á Norðurlandamótinu sem haldið er
í Danmörku um þessar mundir. í gær
sigraði liðið England með fjórum
mörkum gegn þremur, en fyrir leik-
inn sagði Asgeir Elíasson að Eng-
lendingar væru óumdeilanlega með
sterkasta liðið í riðlinum sem íslenska
liðið er í.
KR-ingar voru heldur sterkari
framan af síðari háfleiknum en ann-
ars var lítið um marktækifæri. Salih
Heimir Porca bætti síðan við öðru
marki með snaggaralegri sókn sem
Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur
að. Heimamenn vöknuðu síðan til
lífsins eftir mark Ragnars og loka-
mínúturnar voru eign Kefivíkinga
sem sóttu linnulítið að markinu og
uppskáru mark og stig úr viðureign-
inni.
Þormóður Egilsson var besti mað-
ur KR í leiknum og hafði betur í
flestum návígum og vörnin var
sterkasti hluti liðsins. Tómas Ingi
Tómasson, var hættulegur í framlín-
unni þegar hans naut við.
Lengi vel virtist vanta neista í
Keflavíkurliðið sem oft hefur átt
betri leiki en þennan. Margar sókn-
arlotur liðsins enduðu á ónákvæmum
sendingum og þeir gáfu andstæðing-
unum full mikið rými.
Haukur Ingi Guðnason gerði tvö
af mörkum Islands og hefur hann
nú gert alls þrjú mörk í þeim tveim-
ur landsleikjum sem hann hefur leik-
ið. Hin mörkin gerðu Þorleifur Árna-
son og Edilon Hreinsson.
íslenska liðið leikur gegn Dönum
á morgun, en Danir töpuðu á mið-
vikudaginn fyrir Englendingum með
einu marki gegn engu.
Frosti
Eiðsson
skrifar
Englendingar lagðir