Morgunblaðið - 06.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1994, Blaðsíða 1
WttotymMtfaib MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 6. AGUST 1994 BLAÐ KJARVALSSTAÐIR ALMENNINGS GARÐAR OG TV/ER SÖGUR AF FJÖLSKYLDU Sigurður Árni Sigurðsson Morgunblaðið/Golli Idag verða opnaðar á Rjarv- alsstöðum þrjár myndlistar- sýningar sem menningar- málanefnd Reykjavíkur stendur fyrir. Tvær sýning- anna eru á verkum ungra mynd- listarmanna þeirra Sigurðar Arna Sigurðssonar og Kristins G. Harð- arsonar en þriðja sýningin er á verkum Jóhannesar Sveinnsonar Kjarval. Greinarhöfundur mælti sér mót við Sigurð Árna og Krist- inn G. á Kjarvalsstöðum þar sem hann forvitnaðist um sýningar þeirra og fleira. „Ég skipti sýning- unni í tvennt" segir Sigurður Árni sem sýnir í vestursal, „annars vegar eru vissar hugmyndir sem ég hef fengið að almenningsgörð- um og hins vegar eru verk þar sem ég velti fyrir mér sígildum spurningum um málverkið . Allar myndirnar eru unnar á síðastliðn- um tveimur árum. I garðmyndunum eru það ekki tré sem ég er aðallega að fást við heldur skuggar þeirra og mögu- leikar á skipulagningu almennigs- garða. Þessi verk eru framhald af landslagsmálverkum sem ég vann að en munurinn er sá að núna súmma ég niður og mála skipulagða garða í stað þess að mála himinn og fjöll. í garðmyndunum gætir ákveð- innar fullkomnunaráráttu sem lýt- ur að því að fullkomna náttúruna, leita eftir samhengi í henni og öðrum hlutum. Ég er aðeins að fara inn á svið landslagsarkítekta og það finnst mér spennandi þann- ig stilli ég málverkinu upp og nálgast eitthvað sem kallast mætti hagnýtt. I reynd væri hægt að búa til garð eftir þeim hugmyndum sem koma fram í verkunum og þá hægt að láta leik minn að skuggunum skila sér með sólar- ljósinu eða sérstakri lýsingu. Ef mér biðist að gera útilistaverk á þessum nótum þá myndi ég hik- laust taka því. Eg er sannfærður um að menn eiga eftir að útbúa garð þar sem áherslan hvflir aðal- lega á möguleikum birtunnar, leik ljóss og skugga. Slíkur garður myndi fullkomnast kanski einu sinni á ári eftir stöðu sólar. Upphafið að garðamyndunum er að rekja til þess að ég er svo nýtinn. Afi minn kenndi mér nýtni og brýndi fyrir mér að smíða úr afgöngum. Eg hef alltaf gert það t.d. búið til smá skúlptúra úr af- gangsblindrammaefni og nýtnin hefur ýtti undir smíðaáhuga minn. Lengi langaði mig til að búa til módel og hús en ég fann aldrei rétta formið. Á síðasta ári small þetta saman þegar ég smíðaði módel af garði og í framhaldi af því gerði ég málverk og teikningar á sömu hlutum. Ég hef verið að fást við þessar garðamyndir und- anfarið og ég sé fyrir mér fram- hald á þessum hugmyndum. Ég verð með sýningu í Lyon í janúar þar sem ég mun sýna fimm stór módel og málverk af módelunum. Fyrir mér eru þetta rómantísk og náttúruleg verk en það verður þó að segjast að málverkið af módel- unum er komið nokkuð langt frá náttúrunni. Mér fínnst þó vera mikil nærvera fólks í þessum görð- um, enda eru garðar gerðir fyrir fólk. I hinum hluta sýningarinnar er að finna verk þar sem ég velti fyrir mér sígildum spurningum um málverkið. Þar er að finna vanga- veltur um þann heim sem leynist á bak við í málverkinu eða eins- 'konar samtal við vissar hefðir í málverki og sögu þess. Ég er einn- ig með sex erótískar teikningar sem ég gaf út í bók samfara sýn- ingu sem ég var með í Genf á síðasta ári." Sýning Kristins G. er í miðsal en þar sýnir hann skúlp- túra, teikningar og vatnslita- myndir. „Verkin sem ég sýni eru unnin á síðastliðnum þremur árum. Myndirnar eru flestar' teiknaðar eða litaðar eftir ljósmyndum sem ég hef tekið. Þær eru unnar upp úr hálfgildings fjölskyldumyndum, eru misgamlar og yfir þeim hvílir einhver minningarbragur. Á sýn- ingunni er til dæmis röð sex janf- stórra vatnslitamynda sem málað- ar eru eftir ljósmyndum sem ég tók á ferðalagi um S- Austurland fyrir nokkrum árum. Myndirnar eru teknar út um glugga og í kringum hjólhýsi sem við gistum í. Ljósmyndirnar setti ég í albúm sem ég fletti síðan annað slagið. Smátt og smátt tóku þær á sig Kristinn G. Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.