Morgunblaðið - 06.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1994, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDA.GUR 6. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ sérstakt líf í huga mínum og ég færði þær í núverandi búning. Ég er mjög oft að segja einhveijar sögur eða endursegja brot af þeim íjölda atvika og atburða sem stöð- ugt eru að gerast í kringum okkur jafnvel án þess að við veitum þeim athygli. Einn skúlptúrinn er að hluta til á myndasöguformi. í hon- um eru tvær sögur og ijallar önnur þeirra um ferðalag skjaldböku son- ar míns um íbúð okkar. Það má segja að þetta séu eins konar dag- bókarbrot. Uppistaða skúlptúranna eru að- allega járn, steypa, viður og svo er alls kyns aukaefni t.d. ryk, plast, gúmmí og léreft. í sumum skúlptúr- ana er að finna einhvers konar frá- sögn sem tengist minni eigin upplif- un. Þessi verk eru beint framhald af því sem ég hef verið að gera og það gætir engra afgerandi breyt- inga frá síðustu sýningu minni sem var í Nýlistarsafninu. Sigurður Árni skýtur hér inn í þeirri athugasemd til Kristins G. að sér finnist eins og hlutirnir séu miklu fágaðri en á sýningunni í Nýlistarsafninu. „Það er eitthvað sem gerist sjálfkrafa," svarar Kristinn G. „í þeim hlutum sem ég var að gera áður var meira um andstæður í verkum mínum, þau voru líka samsett en þá voru myndeiningamar ólíkari. Mér finnst verk mín verða kyrrari og þá um leið fíngerðari eftir því sem lengra líður.“ Hvernig metið þið stöðu mynd- listar á íslandi í dag? „Ég hef verið erlendis í þijú ár “ svarar Kristinn G. „og mér fínnst ég hafa dottið töluvert út úr. En af þeim myndum sem ég hef séð núna undanfarið þá fínnst mér gæta áhrifa af því sem.var efst á baugi erlendis fyrir um tveimur árum. Ef við tökum t.d. högg- myndasýninguna sem var hér á Kjarvalsstöðum síðast þá fínnst mér gæta mjög einhæfra áhrifa. Ég hef búið í Bandaríkjunum ekki langt frá New York, þannig að ég hef haft tök á að skoða sýningar þar reglulega. Þar verður maður virkilega var við þær sveiflur og nýjungar sem eru í myndlistinni. Það er erfítt að gera grein fyrir þeim í stuttu máli en það sem mér fínnst vera athyglisvert er að síðast liðna þijá áratugi hefur borið mikið á risastórum, gífurlega krefjandi og köldum verkum sem _eru fjarri persónu listamannsins. í dag er aftur á móti farið að bera meira á litlum hlutum og nánari verkum." „Ég er búinn að vera úti í Frakk- landi í um það bil átta ár“ segir Sigurður Ámi, „þannig að ég tel mig ekki færan til að gefa ein- hveija heilsteypta mynd af því sem er að gerast á íslandi í dag. En ef ég tek sem dæmi sýninguna Skúlpt- úr skúlptúr, sem var hérna síðast, þá er ég sammála Kristni. Þetta var sýning á samtímalist þar sem ungir myndlistarmenn sýndu. Það sló mig hvað vantaði þær áherslur sem eru efst á baugi til dæmis í Evrópu í dag. Þá er ég að tala um þau áhrif sem gert hafa myndlistina jarðbundnari og afslappaðri.“ „Það er staðreynd að íslenskir myndlistarmenn eru dáldið gamal- dags“ segir Kristinn G. „og þeir virðast taka hlutina upp seint. Ég vil ekki meina að það sé af hinu slæma. Tökum mann eins og Kjarv- al hann var enginn brautryðjandi, hann tekur við áhrifum og gerir eitthvað úr þeim persónulega. Yngri listamenn eru kanski seinir að þroskast og þróast en duga þá lengur. Það er algengt með bandaríska listamenn að þeir koma fram á sjón- arsviðið með eina hugmynd og keyra á henni þangað til þeir springa á keyrslunni. Mála kanski 200 málverk á einu ári og eru þá með fjölda aðstoðarmanna. Erlend- ar stefnur og áhrif eru líka vand- meðfarin og eiga ekki alltaf erindi hingað t.d verður árásargjörn bandarísk myndlist hálf hjákátleg í íslenskum búningi." Einar Örn Gunnarsson DORÍSKA TOKKATAN Á SUMARKVdLDi Næstu tónleikar í orgeltónleika- röðinni Sumarkvöld við org- elið verða sunnudaginn 7. ágúst. Hefjast þeir klukkan 20.30 og að þessu sinni er það Dorothea Wilkes- mann, sem leikur verk eftir J.G. Walt- her, J.L. Krebs, J.S. Bach, Mendelsso- hn-Bartholdy, Lindberg, Kokkonen og Karg-Elert. Dorothea Wilkesmann er þýsk en býr í Svíþjóð og starfar þar. Efnisskrá tónieikanna er tvíþætt, annars vegar þýsk barokktónlist og hins vegar sænsk og þýsk tónlist frá rómantíska tímabilinu. A-moll konsertinn, sem hljómar fyrstur á tónleikunum, er upphaf- lega skrifaður fyrir fíðlu og hljómsveit af ítalanum Giuséppe Torelli en um- ritaður fyrír orgel af Jo- hanni Gottfried. Þetta er dæmigert barokkverk í þremur þáttum, líflegum stefjum og hryn líkt og hjá Vivaldi. Johann Ludwig Krebs var einn af bestu nemendum meistara Bachs. Hann var ekki bara einstakur orgel- leikari með mikla fóýspilstækni heldur líka gott tónskáld. Á efnisskránni eru tveir af fjölmörgum sálmforleikum sem hann samdi. Ach, Gott, erhör’ mein Seufzen og Wer nur den lieben Gott laBt walten. Johann Sebastian Bach var án efa mesta orgeltónskáld barokktímans. Dorothea Wilkesmann leikur tokkötu og fúgu í d-moll, hina dórísku. Tokk- atan er byggð upp í samtalsformi þar sem tvö hljómborð orgelsins kallast á. Fúgan byggir á formföstu stefi í gömlum stíl. Rómantiski helmingur tónleikanna hefst á sónötu nr. 2 í c moll/C dúr eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy. Það er honum að þakka að tónlist Bach var aftur dregin fram í dagsljós- ið í byijun 19. aldar. Sjálfur skrifaði hann sex sónötur fyrir orgel. í fyrsta og þriðja þætti er sónatan mikilfeng- leg en íhugandi í hinum fræga öðrum þætti. Sónötunni lýkur með fúgu, sem vafalaust er skrifuð til heiðurs meist- ara Bach. Gammal fábodpsalm frán Dalarna er eftir sænska tónskáldið og organ- istann Oskar Lindberg. Þetta er rólegt og la- grænt verk, sem byggir á þjóðlegum sænskum grunni. Næsta verk, sem er eftir finnska tónskáldið Joonas Kokkonen, nefn- ist Lux aeterna (eilífa ljósið) er hugleiðing sem byggir á tólftónaskala. Verkið var skrifað árið 1974. Síðast á efnisskránni er Passacaglía og kór- ailinn Jesú, heill míns hjarta eftir þýska tón- skáldið Sigfrid Karg- Elert. Þetta er stórbrot- ið verk með mörgum tilbrigðum og hentar vel fyrir stórt orgel eins og Klais-orgelið í Hall- grímskirkju. Flytjandinn Dorothea Wilkesmann stundaði nám í Múnster og Dússeldorf, fyrst í uppeldisfræðum og lauk kennaraprófi en einnig A-prófi í kirkjutónlist og einleikaraprófi í orgelleik. Kennarar hennar voru Martin Blindow og Konrad Voppel. Eftir að Dorothea Wilkesmann lauk námi hefur hún starfað sem organisti í Þýskalandi, síðast í Wuppertal-Ham- merstein frá 1989 til 1993 en á síð- asta ári flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún starfar nú, 1982-1993 kenndi hún einnig tónlistarfræði við Bergische Universitát í Wuppertal. Dorothea Wilkesmann hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleik- ari og með kórum og barokk-tónlistar- hópum, og þá sérstaklega í Þýska- landi og í Svíþjóð. Dorothea Wilkesmann Rétthyrningar, ferhyrningar, ferningar, texti úr Agöthu Christie, Prövdu, Morgun- blaðinu, dagblaðapappír klipptur niður í óreglulega fleti. Þetta er varla sá efniviður sem okkur dettur fyrst í hug, þegar talað er um collage, eða klippimyndir. En það er það nú samt. Jón Laxdal, myndlistarmaður og ljóðskáld á Akureyri, hefur þróað klippimyndatækni, sem er all hópur, sem var með Rauða húsið milli 1981 og ’82. Þar kynntist ég myndlist- inni. Ég var að hjálpa til við að hengja upp, hýsa listamenn sem hingað komu, elda ofan í þá og hjálpa til á opnunardaginn. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Það var gaman að sunnlendingunum, þegar þeir voru komnir út fyrir sinn heimavöll. Þeir urðu svo afslappaðir og gátu rætt svo skemmtilega um hlutina þegar þeir fÆfSfí SÝNING Á VERKUM JÓNS LAXDAIS OPNUÐ i LISTA- opnuð sýning Listasafninu á Akureyri - og handan götunnar, í Deiglunni. Jón er Akureyringur, lauk stúdentsprófi úr M.A., fór síðan suður og lauk heimspekinámi frá Háskóla Islands - og var þá óráðinn um framhaldið. „Ég hélt ég ætlaði í framhaldsnám í heimspeki, hélt til Danmerkur en sat bara og orti,“ seg- ir Jón. „Ég ákvað að koma heim og gerðist barnakennari í nokkur ár. Síð- an hef ég unnið á sambýlum með þroskaheftum og geðfötluðum.“ Hvar kemur myndlistin inn í þetta? „Ég byijaði í myndlist fyrirtíu árum og byijaði þá strax að vinna collage myndir. En myndirnar mínar voru ekki fígúratívar þá, fremur en nú, heldur nota ég collage aðferðina. Þetta er mjög gaman og má kannski segja að ég komist frá orðunum þegar ég hugsa um texta sem flöt. Én vegna þess að ég nota texta, fer fólk ósjálf- rátt að lesa. Málið sjálft, í þessum leturbúningi, er kannski hið fígúra- tíva. Fólk sér orð sem það þekkir og finnst það skilja verkið. Þetta er ein- hver konkret póesía.“ Hvers vegna fórstu að vinna að myndlist? „Þetta byijaði með því að hér var SAFNINU A AKUREYRI voru ekki lengur í sínu skilyrta um- hverfi. Það má segja að fyrir mér sé myndlistin á sama hátt leið til að komast úr mínu skilyrta bókmennta- lega umhverfi." Hefurðu alltaf unnið í dagblaða- pappír? „Já, ég hef aldrei reynt að mála. Ég byijaði að á því að skera út stafi og síðan hefur þetta þróast," segir Jón og setur dós á borðið. Niðursuðudós. Á dósinni stendur „Ljóð.“ Hún er óopnuð en þegar hún er hrisst, má glöggt heyra hviss... hviss... inni í henni. Niðursoðin ljóð hafa tvisvar verið hluti af sýningum hjá Jóni..„Eitt sinn var ég svo heppinn að bókagerðar- menn fóru í verkfall,“ segir h'ann, „svo þetta var mjög gott konsept. Enda getur maður spurt hvort eitt- hvað sé óeðlilegra við að gefa út tvær dósir en tvær bækur.“ Jón hefur haldið 4-5 einkasýningar á Akureyri og eina í Nýlistasafninu í Reykjavík. Það var árið 1987. Hann hefur vinnustofu í Listagili. ALLIR KOMA í GILHI að er óhætt að segja að bæjar- bragurinn hafi breyst til muna á örskömmum tíma á Akureyri. Fyrir svo fáum árum að teljandi er á fíngrum annarrar hand- ar, fannst mér sú tilhugsun ekki aðl- aðandi að fara til Akureyrar, því ef maður þekkti ekki einhvem, var ekk- ert hægt að fara og ekkert að gera. En nú er komin betri tíð, með blóm í haga og eru þau blóm þó einkum og sér í lagi sprottin úr listgreinunum og -þeim mannlegu samskiptastöðum, sem þrífast svo vel í kringum þær og eru kallaðir kaffihús. Og nú þarf maður ekki að þekkja neinn - því maður hittir svo marga sem maður þekkir. Staðfestir það sem mig hefur alltaf grunað: Listir eru samskipta- form, sem maðurinn getur ekki verið án. Og í sumar er einkar ánægjulegt að koma norður, því starfseminn í kringum Listasumar ’94 er hreint ótrúlega öflug - með ótal uppákom- um; leiksýningum, myndlistarsýning- um, tónleikum, bókmenntavökum og þjóðlagakvöldum. Listasumar ’94 hófst 24. júní með götuleiksýningu frá Svíþjóð. Sýning- in, sem nefndist „Á valdi hins góða“, var sýnd í göngugötunni fyrstu helgi hátíðarinnar og einnig var brúðuleik- húsið „Tíu fingur" með sýningu. Cap- uthópurinn, sem er meira og minna skipaður tónlistarkennurum á Akur- eyri, hélt tónleika í Listasafninu og myndlistarsýningar voru opnaður. Meðal þeirra myndlistarmanna, sem hafa sýnt á Listasumri ’94 eru Laufey M. Pálsdóttir, Dröfn Frið- fínnsdóttir, gullsmiðirnir Erling Jó- hannsson, Kristín Petra Guðmunds- dóttir og Þorbergur Halldórsson. Einnig hafa verið sýnd verk eftir Áslaugu Thorlacius, Borghildi Ósk- arsdóttir og Kristínu Jónsdóttur frá Arnarnesi, Bjarna H. Þórarinsson, Daníel Magnússon, Kristínu Gunn- laugsdóttur, Brynhildi Þorgeirsdótt- ur, Sólveigu Éggertsdóttur, Sigrid Valtingojer, Tinnu Gunnarsdóttur og Hlyn Halls- son. Um helgina opnar svo sýning á verkum Jóns Laxdals í Listasafninu á Akureyri. Einnig verður myndlistarmað- urinn Þorri Hringsson kynntur í Glugganum og eru þó nokkrar vikur þar til hátíðinni lýkur. Seinna í ágúst verða svo sýningar á verkum Ásmundar Ásmundssonar, Sigurðar Árna Sigurðssonar, Aðal- heiðar S. Eysteinsdóttur og Brynhild- ar Kristinsdóttur. Leiklistarnámskeið hefur verið haldið og var ætlað fullorðnum (eldri en 25 ára). Leiðbeinandi á námskeið- inu var Hlín Agnarsdóttir, en sýning, sem hún setti upp í Reykjavík í sum- ar eftir svipað námskeið vakti tölu- verða athygli. Nú fyrr í vikunni voru svo frum- sýndir tveir einþáttungar, „Alheims- ferðir-Erna“ eftir Hlín og „Eitthvað ósagt“ eftir Tennessee Williams. í tónlistinni ber að sjálfsögðu fyrst að nefna „Gítarhátíðina," sem nýtur sívaxandi virðingar með hveiju árinu og skartaði Oscar Gighlia, sem leið- beinanda þetta árið. Flestir okkar fremstu gítarleikara komu fram á tónleikum tengdum hátíðinni, meðal annars Arnaldur Arnarson og Einar Kr. Einarsson. Á fimmtudagskvöldum hafa verið jasstónleikar í Deiglunni í samvinnu við Café Karólínu, þar sem margir góðir jassistar hafa kom ið fram, meðal annar Tríó Ólafs Steph- ensen, Tríó Ólafs Stozenwalds og Kuran Swing. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust með tónleikum Margrétar Bóasdóttur, sópransöng- konu, og Björns Steinars Sólbergs- sonar, orgelleikara. Síðar komu David Titterington, orgelleikari, Manuela Wiesler, flautuleikari, Ann Wa- hlström, barokkfiðluleikari, og Ulf Söderberg, orgelleikari. Sumartón- leikarnir hafa verið fastur liður í Akureyrarkirkju á sunnudögum í júlí og lauk þeim um seinustu heilgi með tónleikum Hljómeykis, sem flutti verk eftir Hafliða Hallgrímsson. En þótt Sumartónleikum sé lokið, er söngur- inn ekki þagnaður á eyrinni, því enn á eftir að halda þar harmónikkuhátíð, Björn Thoroddsen og félagar eiga eftir að troða uppi í djassklúbbnum og Edda Erlendsdóttir á eftir að leika á tónleikum í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju seinna í mánuðinum. Og ekki má gleyma því að á þriðjudags- og fímmtudagskvöldum er alltaf söngvaka í kirkju Minjasafnsins á Akureyri. Þar eru flutt íslensk sön- glög. Framkvæmdastjóri þessarar viða- miklu hátíðar er Ölöf Sigurðardóttir. Segir hún hugmyndina hafa fæðst í fyrra og að þetta sé í annað sinn sem haldið er listasumar. Tilgangurinn hafi verið að styrkja ímynd Akureyrar sem menningarbæjar og að gera ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR SEGIR FRÁ LISTASUMRI '94 Á AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.