Morgunblaðið - 14.08.1994, Side 1
GLÆSILEG UR BUICK RIVIERA-PACKARD180ARGERÐ1941 -
BESTIBÍLL ÍHEIMI? - REYNSL UAKSTUR Á LADA SPORT-NÝJUM
POLO SPÁÐ HARÐRISAMKEPPNI
BiLLÍNN SEM BREYTIR HEIMINUM
-ýktur smábíll
838.000
Ðílaumboðið hf
Krókhálsi 1 110 Reykjavík, sími 876633
JltrogiiiiMbifrijfr
SUNNUDAGUR14. AGUST
1994
BLAÐ
: Mest kevoti
! bfll á íslandt
i síöastliöin
! flögur ár
r
1 : ® TOYOTA
< » Tákn um gazði
VW-bjalla
næstu aldar
í Brasilíu
DEILD Volkswag'en-fyrirtækis-
ins í Brasilíu býr sig undir að
setja á markað nýjan bíl, sem það
vonar að verði eins vinsæll í
Rómönsku Ameríku og „bjallan"
fræga á sínum tima.
Bíllinn nefnist AB9 og er tveggja
dyra. Hann á að höfða til 200 millj-
óna manna á markaðssvæði frí-
verzlunarbandalags Argentínu,
Brasilíu, Paraguay og Uruguay,
Mercosur.
Þetta verður bíll 21. aldar í Róm-
önsku Ameríu að sögn Wolfgangs
Winklers, forstöðumanns vinnu-
hóps, sem hannaði AB9 fyrir
Volkswagen í verksmiðju fyrirtæk-
isins skammt frá Sao Paulo.
AB9 leysir af hólmi svokallaðan
Gol, ljótan en traustan bíl, sem
Volkswagen framleiddi í rúm 20
ár með aðeins smávægilegum
breytingum.
Volkswagen hefur varið tæpum
400 milljónum dollara til verkefnis-
ins og viðurkennt er innan fyrirtæk-
isins að með framleiðslu bílsins sé
tekin mikil áhætta. Brasilíudeild
Volkswagens hefur haft um þriðj-
ung tekna sinna af Gol.
Gol verið söluhæsti bílllnn
„Þrátt fyrir takmarkanir sínar
hefur Gol verið söluhæsti bíllinn í
Brasilíu undanfarin átta ár,“ sagði
Winkler. AB9, sem verður kynntur
í september, verður rúmbetri og
mun kosta 7,200 dollara eða álíka
mikið og Gol.
Talið er að rúmlega tvær milljón-
„bjöllur“ af þremur milljónum, sem
alls voru framleiddar í Brasilíu eftir
1955, séu enn í notkun.
■
Aukin bíla-
framleidsla
FRAMLEIDDIR voru 274.048 bílar
í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum,
Kanada og Mexíkó) i síðustu viku
sem er tæpum 12% meira en í vik-
unni þar á undan. Það sem af er
þessu ári hafa verið framleiddir
8,926,898 bílar í Bandaríkjunum,
Kanada og Mexíkó. Fyrstu sjö mán-
uði ársins framleiddi Chrysler tæp-
ar 1,5 milljónir bíla, Ford tæpar 2,5
milljónir, General Motors tæpar 3
milljónir, Honda tæp 307.000 bíla,
Hyundai 12.417 bíla, Nissan
354.300 bíla, Toyota 185.000 bíla
og VW 132.000 bíla.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Tíu Micra til E .J. Skúlasonar
INGVAR Helgason hf., umboðsaðili Nissan, afhenti í vikunni Einari J.
Skúlasyni tíu Nissan Micra 1300 LX bifreiðar og er þetta einn stærsti samn-
ingurinn sem Ingvar Helgason hf. hefur gert við einkaaðila. Verómæti
samningsins er um 10 milljónir króna. Bílarnir eru þriggja dyra vsk-bílar
með grind. F.v. eru: Bjarni Ásgeirsson fyrir hönd Einars J. Skúlasonar,
Aad Van Dijk frá Nissan í Hollandi sem var Ingvari Helgasyni hf. innan
handar um gerð samningsins og lengst til hægri er Ingvar Helgason forstjóri.
Sérhönnun fyrir
konur og roskna
BÍLAFRAMEIÐENDUR huga
nú í æ ríkari mæli að þörfum
og kröfum stórs hóps kaupenda,
þ.e. eldri ökumanna og kvenna.
Hlutfall þessa kaupendahóps
stækkar óðum og hefur hann
sent hönnuðum skýr skilaboð.
Hann vill ekki mælaborð með
litlum stjórnrofum og illa stað-
settum mælum. Hann vill ekki
þurfa að stunda loftfimleika til
að komast inn og út úr bílnum
og sætin eiga ekki að vera form-
uð og með grófu áklæði.
Þessi hópur vill stærri mæla,
stærri rofa sem auðveldara er að
eiga við, flöt sæti með fíngerðu
áklæði og léttari hurðir sem opn-
ast betur. Jerry Hirshberg varafor-
stjóri Nissan Design International
segir að konur séu ekki síður hrifn-
ar af fallegum bílum en karlar.
Karlar sætti sig við lítilsháttar
óþægindi í innanrými bílsins ef
hann er á annað borð rennilegur
að utan. Það sætti konur sig ekki
við. Þær krefjist vissra grundvalla-
þæginda.
Af þessum sökum hafa margir
bilaframleiðendur boðið upp á aðra
útfærslu í hönnun á innanrými bíla
sem höfða frekar til kvenna og
eldri ökumanna.
Verð frá aðeins 1.856.000 kr.
Honda Accord
árgerð 1995
Komdu til okkar í Vatnagarða
og reynsluaktu þessum glæsilega bíl
-það sannfærir þig!