Morgunblaðið - 20.08.1994, Side 4
4 C LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndaframleiðandinn James
Schamus stofnaði fyrirtækið
Good Machine með félaga sínum
Ted Hope árið 1991 og ekki er
hægt að segja annað en að þar
hafi verið tekið heillaskref. Fyrirtæk-
ið hefur áunnið sér mikla viðurkenn-
ingu og traust á sínu sviði og fram-
leiðir kvikmyndir sem eiga það
þrennt sameiginlegt að kosta lítið,
hljóta lof gagnrýnenda og skila
hagnaði. Þær hafa þrisvar sinnum
unnið til fyrstu verðlauna á Sund-
ance-kvikmyndahátíðinni á undan-
förnum fjórum árum og nýjasta kvik-
mynd þeirra, Brúðkaupsveislan
(Wedding Banquet) sem sýnd er um
þessar mundir í Háskólabíó, vann
Gullþjörninn í Berlín árið 1993 og
var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Brúðkaupsveislan var auk þess sú
mynd sem skilaði hvað mestum
hagnaði hlutfallslega í heiminum
árið 1993. Hún kostaði aðeins 750
þúsund dollara í framleiðslu en skil-
aði hagnaði upp á rúmar 28 milljón-
ir dollara. Blaðamaður Morgun-
blaðsins tók James Schamus tali
þegar hann kom hingað til lands
fyrr í sumar.
Framleiðir myndir um
allan heim
Að sögn James Schamusar eru
margar ástæður fyrir komu hans
hingað til lands. í fyrsta lagi er það
starfssvið hans sem kvikmynda-
framleiðanda að ferðast vítt og
breitt um heiminn og kynna sér kvik-
myndagerð í hverju landi fyrir sig.
Hann hefur tekið þátt í framleiðslu
margra kvikmynda utan Bandaríkj-
anna, þannig að þessi viðleitni hefur
komið honum að góðum notum.
Önnur ástæða fyrir komu hans er
sú að vinur hans, Jim Stark, er að
vinna að kvikmyndinni Cold Fever
með Friðrik Þór Friðrikssyni og hann
hefur því heyrt margt áhugavert um
íslenska kvikmyndagerð. Síðast en
ekki síst er hann kominn hingað til
lands til að halda námskeið fyrir ís-
lenska kvikmyndagerðarmenn.
Markhópur þarf að vera
til staðar
Schamus var spurður hver væri
galdurinn á bakvið velgengni hans
í kvikmyndagerð. „Eini galdurinn
sem ég beiti er sá að einblína á
hæfileikaríka leikstjóra og handrits-
höfunda og afhenda þeim verkefni
sem höfða til ákveðins markhóps.
Það þarf ekki að vera stór markhóp-
ur. Hann má bara ekki vera of lítill
og hann verður að vera til staðar.“
Er þá vitleysa hjá íslendingum að
reyna að sigra heiminn með hverri
mynd? „Það fer eftir því hvaða kvik-
mynd er um að ræða. Ef um sigur-
vænlega mynd er að ræða, er það
vitaskuld af hinu góða. En frá sjónar-
horni framleiðandans er betra að
setja markið aðeins lægra og gera
ódýrar kvikmyndir sem ná að skila
hagnaði."
Kvikmyndir sem kosta
rúma milljón
Schamus hefur nokkur góð ráð
til kvikmyndagerðarmanna á ís-
landi. „Fyrsta ráðið er að hlusta
ekki á fólk eins og mig," segir hann
og brosir. „En á námskeiðinu í kvöld
ætla ég að fjalla um hugmynd sem
ég fékk, hvernig hægt sé að fram-
Professor í
kvikmyndagerð
James Schamus hefur mikla
á íslenskri kvikmynda-
gerð.
Morgunblaðið/Golli
leiða kvikmynd fyrir u.þ.b. 25 þús-
und dollara eða rúma eina og hálfa
milljón króna." Það eina sem þarf
að sögn Schamusar er að leigja
upptökutæki og taka myndina á átta
eða sextán millimetra spólur, vinna
þær á stafrænu klippiborði og senda
síðan upptökuna til Sviss þar sem
hún er afrituð yfir á kvikmynda-
spólu. „Ef íslendingar fara þessa
leið er mjög ódýr og gæti innrás
íslenskrar kvikmyndagerðar á al-
þjóðlegan kvikmyndamarkað fylgt í
kjölfarið."
Tungumál eyðileggja
ekki góða kvikmynd
Schamus segist hafa fylgst
spenntur með velgengni kvikmynd-
ar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Barna
náttúrunnar. „Þótt hún sé bæði
mjög íslensk kvikmynd og persónu-
leg, höfðar hún til áhorfenda um
allan heirn." Þegar hann er spurður
hvort hann telji að kvikmyndir eins
og Börn náttúrunnar yrðu vinsælli
ef þær hefðu enskan texta, segist
hann ekki halda það. „Eina ráðið
sem ég get gefið í því sambandi,
er að þið fylgið eftir vinsælustu
kvikmynd sem ég hef gert og fram-
leiðið allar ykkar myndir á kín-
versku," segir Schamus og hlær.
Hann heldur áfram: „Góð kvikmynd
er góð kvikmynd á hvaða tungu-
máli sem er.“
Meira þarf til en fallega
náttúru
Því hefur oft verið fleygt að ís-
lensk náttúra sé sem sköpuð fyrir
kvikmyndir. Schamus hristir aðeins
hausinn yfir því og segir: „Hún er
vissulega sköpuð fyrir póstkort, pla-
köt og dagatöl. Kvikmyndir hafa á
hinn bóginn söguþráð og fjalla aðal-
lega um fólk. Ef sagan tengist fal-
legri náttúru er það svo sem af hinu
góða, en þótt kvikmynd hafi nátt-
úrufegurð til að bera, tryggir það
ekki gæði hennar. Margar afbragðs-
myndir gerast í mjög Ijótu umhverfi
og það er rangt að ætla að gos-
hver, fjall, snjór eða þoka í kvikmynd
sé nóg til að heilla áhorfendur."
Stundarbrjálæði og
heppni
Velgengni kvikmyndarinnar Brúð-
kaupsveislan, sem Good Machine
framleiddi, má kannski einna helst
þakka tilnefningunni sem hún hlaut
til Óskarsverðlauna. Schamus gefur
þó ekki mikið fyrir slíkar verðlauna-
afhendingar. Hann segir að þær séu
helst til þess brúkanlegar að koma
myndum á framfæri, en það sé al-
gjör tilviljun hver verði fyrir valinu.
„Öll þessi verðlaun, viðurkenningar
og kvikmyndahátíðir einkennast af
Atriði úr kvikmyndinni Brúðkaupsveislan sem Schamus framleiðir.
stundarbrjálæði og heppni," stað-
hæfir hann og sjá má að hann er
kominn á skrið, „enda getur enginn
nokkru sinni spáð fyrir um sigurveg-
arann. Þessi uppþot hafa enga
merkingu og snúast í besta falli um
fólk í kjólfötum og kvöldkjólum sem
situr við borð og segir: Ahh, þetta
er góð mynd. Veitum henni verð-
laun.“
Duttu í lukkupottinn
Uppgangur Schamusar í Holly-
wood hefur verið hraður. Hann byrj-
aði árið 1987 sem aðstoðarmaður
framleiðanda í Hollywood. „Ég sá
um að fylla á kaffivélina og annað
því um líkt,“ segir hann sposkur á
svip. Hann stofnaði síðan fyrirtækið
Good Machine með Ted Hope árið
1991. Schamus segir að fyrirtækið
hafi ekki unnið neinn stórsigur held-
ur marga smásigra og það sé af
hinu góða. Duttu þeir síðan í lukku-
pottinn með síðustu kvikmynd
sinni? „Já, að vissu marki. Vinsæld-
ir Brúðkaupsveislunnar hafa verið
ótrúlega miklar og enginn vegur er
að leggja á ráðin um svona vel-
gengni. Það eina sem maður getur
gert er að búa til kvikmyndir eftir
kvikmyndir eftir kvikmyndir. Ef með-
al allra þessara kvikmynda leynist
ein Brúðkaupsveisla, er það mikil
blessun. Á hinn bóginn er ekki hægt
að reiða sig á það. Maður á bara
að þakka þeim sem situr við stjórn-
völinn, hver sem það nú er, og halda
áfram að framleiða kvikmyndir."
Prófessor og framleiðandi
Schamus er því næst spurður
hvort hann hafi alltaf ætlað að leggja
kvikmyndagerð fyrir sig. Hann svar-
ar að bragði: „Nei, ég hef enn enga
hugmynd um hvað ég ætla að gera
þegar ég verð stór.“ Hver veit? Eitt
er víst að hann þarf ekki að kvíða
verkefnaskorti í framtíðinni því
ásamt því að vinna að kvikmynda-
gerð er hann í fullu starfi sem pró-
fessor við Colombia-háskólann, þar
sem hann kennir sögu kvikmynda-
gerðar. Hann segist hafa gaman af
báðum störfum: „Kvikmyndagerðin
snýst fyrst og fremst um viðskipti,
en með prófessorsstöðunni gefst
mér tækifæri til að lesa, hugsa og
tjá mig á ólíkan hátt.“
Þolir ekki
kvikmyndastjörnur
Þegar Schamus var spurður
hvaða leikara hann myndi ráða ef
hann hefði ótakmarkaða peninga til
umráða, hugsaði hann sig um í
fyrsta skipti í viðtalinu. Síðan sagð-
ist hann frekar leggja áherslu á að
ráða hæfa leikstjóra og handritshöf-
unda. „Kvikmyndastjörnur er ágæt-
ar út af fyrir sig, en flestar eru alveg
ósamstarfhæfar og algjör martröð
að sitja uppi með þær. Myndir þú
til dæmis vilja búa með
Gretu Garbo? Nei, ég hélt
ekki. Maður nýtur þess
að sjá hana í kvikmynd
og kann að meta hana
sem leikkonu, en vill helst
ekki kynnast henni frekar.
Það væri jafnvel of mikið
fyrir mig að fara á milli
hæða í sömu lyftu og
hún.“
Matur og kynlíf
Nýjasta kvikmynd
Schamusar nefnist „Eat,
Drink, Man, Woman“ og
hún var frumsýnd í
Bandaríkjunum í lok júlí.
Henni er leikstýrt af Ang
Lee sem gerði Brúðkaup-
sveisluna. „Eins og titill-
inn gefur til kynna fjallar
hún um það tvennt í lífinu
sem sumir fá nóg af en
sumir aftur á móti aldrei, þ.e. mat
og kynlíf,“ segir Schamus. Forsýn-
ingum er nýlokið á Cannes-kvik-
myndahátíðinni og hún hefur hlotið
meiri dreifingu heldur en Brúðkaup-
sveislan hlaut á sínum tíma. Scha-
mus segist vonast til að hún gefi
Brúðkaupsveislunni ekkert eftir.
Ang Lee skrifaði handritið að mynd-
inni í samvinnu við Schamus og hún
er tilölulega ódýr í framleiðslu því
hún var tekin í Tapei í Taiwan. Hún
var fullgerð í Bandaríkjunum og
kostaði aðeins eina og hálfa milljón
dollara í framleiðslu.
Nú má glöggt greina að Schamus
er farinn að ókyrrast í sæti sínu,
enda á námskeiðið að vera byrjað.
Þrátt fyrir það sleppur hann ekki við
að svara einni sígildri spurningu.
Hvernig líkar honum dvölin á ís-
landi? „Mér líður mjög vel á íslandi.
Ég dvelst hér á landi með eiginkonu
minni og tíu ára dóttur. l'sland er
barnavænt land. Hér eru leikgarðar,
grasflatir, endur og dýragarður, í
stuttu máli; allt sem barn getur ósk-
að sér. Stúlkan okkar skemmtir sér
konunglega og ef henni finnst gam-
an, finnst okkur gaman." Frá íslandi
ferðast fjölskyldan síðan til Dan-
merkur, en eiginkona Schamusar
vinnur fyrir Juvenile-bókaforlagið.
Talar Schamus þá dönsku? „Ja, jeg
snakker lidt dansk." Annars segist
hann ekki tala mörg tungumál.
„Sjónvarp er fyrst í röðinni og síðan
kemur enska.“ P. H. B
HÓLMFRÍÐUR Þóroddsdóttir óbóleikari,
Darren Stonham fagottleikari og Sólveig
Anna Jónsdóttir píanóleikari munu leika í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudag-
inn 23. ágúst næstkomandi.
Aefnisskrá tónleikana eru verk eftir G. Ph.
Telemann, Niels Viggo Bentzon, Ferd-
inand David og Francis Poulenc.
Tónlistarmennirnir hafa starfað saman í
rúmt ár og haldið fjölda tónleika. Greinarhöf-
undur hafði samband við Hólmfríði og spurð-
ist fyrir um tónleikahaldið og samstarf þeirra
félaga.
„Eg og Sólveig höfum spilað saman síðan
árið 1991“ segir Hólmfríður „en síðastliðið
haust flutti Darren til landsins og gekk hann
þá til liðs við okkur. Við höfum spilað mikið
saman meðal annars á Norðurlandi og á ár-
legri tónlistarhátíð í Færeyjum sem nefnist
Sumartónar. Við höfðum samband við for-
svarsmann hátíðarinnar og fengum boð um
að taka þátt í henni. Þetta er sama hátíðin
og Sinfóníuhljómsveitinni var boðið á í sumar.
Þá daga sem hátíðin stendur yfir eru tón-
leikar haldnir vítt og breitt um eyjarnar. Við
spiluðum í Þórshöfn en jafnframt í litlum bæ
Morgunblaðið/Sverrir
Sóiveig Anna Jónsdóttir, Darren Stonhan
og Hólmfríður Þóroddsdóttir
LISTASAFN SIGUR-
JÓNS ÓLAFSSONAR
ðbó og fagott
sem heitir Leirvík. Það var sérlega gaman
að spila í Þórshöfn enda var aðstaða þar til
fyrirmyndar. ( Leirvík var aðstöðunni fremur
ábótavant en þar spiluðum við í köldum og
litlum íþróttasal með lélegum hljómburði.
Áhugi og góð aðsókn íbúa Leirvíkur á tónleik-
unum gladdi okkur. Það var skemmtilegt að
sjá hve öflug tónlistaruppbygging á sér stað
í Færeyjum og að heyra verk ungra færey-
skra tónskálda sem eru mörg hver mjög góð
Aðspurð um efnisskrá tónleikanna í Sigur-
jónssafni, sagði Hólmfríður: „Við val á efnis-
skrá höfum við fjölbreytni í huga, Fyrstu tvö
verkin að þessu sinni eru eftir eitt af höfuðtón-
skáldum Þýskalands Georg Philipp Telemann
en hann er talinn einn helsti fulltrúi rókókótón-
listar. Verkin eru tvær sónötur, annars vegar
fyrir óbó og hins vegar fyrir fagott.
Til mótvægis við tónsmíðar Telemanns
verður flutt verk eftir danska nútímatónskáld-
ið Niels Viggo Bentzon. Verk hans er í tveim-
ur þáttum, sá fyrri er rómantískur og rólegur
en síðari hlutinn er hraður dans ef svo má
segja.
Á efnisskránni er einnig verk eftir sviss-
neska tónskáldið Ferdinand David sem uppi
var á nítjándu öld. Verkið var upprunalega
skrifað fyrir fagott og hljómsveit en verður
flutt í útsetningu fyrir fagott og píanó.
Að endingu flytjum við verk eftir tónskáld-
ið Francis Poulenc en hann er í hópi þeirra
sem ruddu nýklassíkinni braut í franskri tón-
list. Nefnist verkið „Tríó“ en það er eitt ör-
fárra verka sem skrifuð hafa verið fyrir þessa
tegund tríóa. Verkið er létt og skemmtilegt
en að mörgu leyti gífurlega krefjandi, sérstak-
lega þó píanóhlutinn. Efnisskrá þessara tón-
leika er svipuð og þeirra tónleika sem við
héldum í Færeyjum. Við gerðum þó smá
breytingar því við vildum spreyta okkur á
einhverju nýju til gamans.
Við höfum spilað sérstaklega mikið saman
síðustu mánuði og má segja að við séum
nú að Ijúka sumarstarfinu. Við höldum von-
andi áfram samstarfinu en við höfum ekki
neitt sérstakt verkefni í augsýn.
Hvað gerist í vetur er óráðið en ég spila í
öllu falli með Sinfóníuhljómsveitinni þar sem
ég er í fullu starfi. Sólveig Anna og Darren
munu fást við kennslu næstu mánuði. Við
vonumst þó til að geta spilað saman í vetur
því það er sjaldan að óbó og fagott fái að
njóta sín í flutningi á einleiksverkum hérlend-
is.“ E. Ö. G