Morgunblaðið - 25.08.1994, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR VIKUIMIMAR
Sjóimvarpið
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST
|f| Q1 nc ►Málverkið
1*1. 4 I.UJ Portrait) I
(The
Portrait) Bandarísk
sjónvarpsmynd sem segir frá lífi rosk-
inna hjóna.
LAUGARDAGUR 27. AGUST
VI 9I Ifl^-Páfinn skal deyja
lll. L I. III (The Pope Must Die)
Bresk bíómyndj léttum dúr um sveita-
prest sem óvænt er valinn páfí.
|f| 99 Cl) ►Hún sagði nei (She
nl. LL.JU Said No) Bandarísk
sjónvarpsmynd sem segir frá baráttu
konu við kerfið eftir nauðgun.
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER
tf| 91 ICMf eynni (As an Eii-
III. 41.10 ean) Saga frá Suðu-
reyjum samansett úr tveimur skáld-
sögum skoska rithöfundarins og ljóð-
skáldsins Iains Crichtons Smiths.
Myndin lýsir lífi ungs manns á mörk-
um æsku og fullorðinsára og tveggja
menningarheima, þess keltneska og
þess enska.
STÖÐ tvö
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST
»91 1 fl ►Krakkarnir
. 4 I. IU Queens
frá
(Queens
Logic) Þau voru alin upp í skugga
Hellgate-brúarinnar í Queens í New
York. Þau héldu hvert í sína áttina
en þegar þau snúa aftur heim kemur
í ljós að þau hafa lítið breyst og að
gáskafullur leikurinn er aldrei langt
undan. Nú er brúðkaup framundan
og vínirnir hittast á ný til að gera upp
fortíð sína og framtíð.
► Ryð íslensk kvik-
mynd eftir leikriti
Ólafs Hauks Símonarsonar um Bíla-
verkstæði Badda. Pétur snýr aftur
heim eftir tíu ára íjarveru og sest að
hjá Badda og börnum hans. Pétur var
á flóttá undan réttvísinni og er langt
því frá að vera vel séður á bílaverk-
stæðinu þar sem Baddi og Raggi hafa
ráðið ríkjum.
Kl. 23.00
STÖÐ tvö
MQ QC ►Koss kvalarans
. 4.UÖ (Kiss of a Killer) Eitt
sinn, þegar Kate Wilson er á leiðinni
út áð skemmta sér, stansar hún til
að hjálpa konu sem á í vandræðum
með bíi sinn í vegarkantinum og þá
kemur aðvífandi maður sem er ekki
allur þar sem hann er séður.
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST
V| m jC^Kona slátrarans
III. IU. 10 (The Butcher’s Wife)
Gamanmynd um slátrarann Leo
Lemke sem fer í veiðiferð og kemur
til baka með undarlegan furðufisk,
skyggna eiginkonu sem kallast Mar-
W9(| Ofl ► Þrjú á flótta (Three
■ 4U.0U Fugitives) Harðsvír-
aður bankaræningi sem ætlar að bæta
ráð sitt dregst inn í mislukkaðasta
bankarán allra tíma og neyðist til að
ieggja á flótta með lágvöxnum ruglud-
alli sem er honum vart samboðinn.
Það verður til að flækja málið enn
frekar að með þeim á flóttanum er
sex ára dóttir skussans.
VI 99 flq ►Drakúla (Bram
Ul. 44.Uu Stoker’s Dracula)
Francis Ford Coppola tekur sögu
Brams Stoker um Drakúla upp á sína
arma og gerir henni góð skil. Við fylgj-
umst með greifanum frá Transylvaníu
sem sest að í Lundúnum á nítjándu
öldinni. Um aldir hefur hann dvalið
einn í kastala sínum en kemst nú loks
í nána snertingu við mannkynið.
Stranglega bönnuð börnum.
tf| fl i|n ►Brostnar vonir
III. U.4U (Heaven Tonight)
Johnny Dysart er útbrunnin popp-
stjarna sem hefur brennandi áhuga á
að koma fram á ný og slá í gegn.
Þegar draumar hans hrynja svo á einu
kvöldi áttar hann sig á því að sonur
hans er upprennandi poppstjama.
U| 9 1R ►Krómdátar (Crome
nl. 4. IJ Soldiers) Fyrrverandi
Víetnamhermaður er myrtur á hroða-
legan hátt í smábæ einum og fimm
félagar hans úr stríðinu eru staðráðn-
ir í að koma fram hefndum.
SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST
U| n l|| ►Uppíhjá Madonnu (In
M. U.4U Bed with Madonna)
Madonna segir alla söguna í þessari
skemmtilegu og kitlandi djörfu mynd
um eina heitustu poppstjörnu síðustu
ára. Myndin gefur opinskáa og mynd
af persónu Madonnu, skoðunum henn-
ar og tengslum hennar við flölskyldu
tf | 90 « ► lllur grunur (Honour
Hl. 4U.JU Thy Mother) Árið
1988 urðu Von Stein-hjónin fyrir
fólskulegri árás á heimili sínu. Árásar-
maðurinn var vopnaður hnífi og hafna-
boitakylfu. Bonnie var nær dauða en
lífi en eiginmaður hennar var látinn.
Grunur lögreglunnar beindist fljótt að
syni húsmóðurinnar sem var á heima-
vistarskóla og kominn í vafasaman
félagsskap.
tf| 99 1 C ►Frumskógarhiti
III. 40. IU (Jungle Fever) Kvik-
mynd sem segir frá svörtum, giftum,
vel menntuðum manni úr miðstétt sem
verður ástfanginn af hvítri, ógiftri og
ómenntaðri konu.
MÁNUDAGUR 29. AGUST
tf| 99 00 ►Varnai'laus (De-
III. 4J.UU fenseless) T.K. er ung
og glæsileg kona. Hún er lögfræðing-
ur og heldur við Steven Seldes, skjól-
stæðing sinn. Þegar hann er myrtur
á dularfullan hátt kemur ýmislegt
óvænt upp á yfirborðið.
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST
M99 ÍJC ►Ökuskírteini (Lic-
• 4J.UU ence to Drive) Bíl-
prófið _ skiptir táningana ákaflega
miklu máli og þessi gamanmynd íjall-
ar um vinina Les og Dean og þeirra
fyrsta bíltúr sem endar með ósköpum.
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST
tf | 99 00 ►Ábúar|dinn (The
III. 4U.UU Field) Bull McCabe er
stoltur bóndi sem yrkir jörðina í sveita
síns andlits og hefur breytt kargaþýfi
í gott beitarland. En hann er leiguliði
og honum er því illa brugðið þegar
ekkjan, sem á jörðina, ákveður að
selja hana hæstbjóðanda.
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER
tf| 9I 9C ►Lokahnykkurinn
III. 4I.ÚU (The Last Hurrah)
Spencer Tracy leikur stjórnmálamann
af gamla skólanum sem býður sig fram
til borgarstjóraembættis. Hann hefur
ekki roð við ungum mótframbjóðanda
sínum en þrátt fyrir að tapa kosning-
unum er ekki úr honum allur baráttu-
hugur.
BIOIIM I BORGIIMIMI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIIM
Úti á þelqu ★ ★ ★
Spæjari nokkur þjáist af minnisleysi
:sem kemur honum sérlega illa því
hann er á kafi í allskonar furðulegum
málum. Fjörug, skemmtileg og um-
fram allt fyndin gamanmynd með
ágætu leikaraliði. Michael Gambon
stelur senunni.
Ég elska hasar ★ ★ Vi
Gamall fréttahaukur (Nolte) og annar
yngri (Roberts) bítast um forsíðurnar
vegna rannsóknar á járnbrautarslysi
sem á eftir að koma þeim í lífshættu.
Tekst ekki sem skildi að endurvekja
sjarma gömlu Tracy/Hepburn mynd-
anna þrátt fyrir góða spretti.
Blákaldur veruleiki ★ ★
Tilvistarkreppu pítsukynslóðarinnar
gerð skil í mynd sem er alltaf full
meðvituð um meint ágæti sitt.
Hold og blóð ★ V2
Mislukkuð mynd í film noir stíl um
syndir feðranna og draug frá fortíð-
inni sem er vakinn upp á óþægileg-
asta máta er öll fyrirsjáanleg frá upp-
hafsmínútunum og vart gefur að líta
persónur lausari í loftinu en hér.
BÍÓHÖLLIIM
Stikilsberja-Finnur ★ ★ Vi
Þessi fimmta kvikmyndaútgáfa af
sögu Mark Twains er prýðileg' fjöl-
skylduskemmtun gerð í kunnuglegri
Disneyhefðinni. Gætir sín að fara
troðnar slóðir og er fín fyrir krakkana.
Steinaldarmennirnir ★ ★ Vi
Hvað útlitið varðar hefur tekist vel
að flytja Steinaldarmennina af skján-
um á hvíta tjaldið en innihaldið er
rýrt. Leikhópurinn stendur sig yfir
höfuð Qarska vel. Góð fjölskyldumynd.
Ace Ventura ★★
Óttaleg hringavitleysa en óvæntur
smellur bæði í Bandaríkjunum og hér
heima. Furðulegast er að Jerry Lewis-
eftirherma skuli hitta svona í mark hjá
ungviðinu.
HÁSKÓLABÍÓ
Blóraböggullinn ★ ★ Vi
Nýjasta mynd Coenbræðra er einskon-
ar sambland af „Citizen Kane“ og
„His Girl Friday" en þótt hægt sé að
hlæja að mörgum hugmyndaríkum
bröndurum bræðranna er heildar-
myndin veik. Ekki við leikarana að
sakast, sem eru mjög góðir.
Kika ★ ★ Vi
Enn ein satíran frá hendi Spánveijans
mistæka, Pedrós Almodóvars. Kynlífið
litríkt og fjörugt. Ádeilan á óþolandi
ágengni þess vinsæla sjónvarpsefnis
að kafa ofaní koppa og kyrnur fólks,
svona upp og ofan. Leikararnir, að
Peter Coyote undanskildum (hljómar
ankannalega enda talsett fyrir hann
á spönsku), eru hreint út sagt stór-
kostlegir.
Fjögur brúðkaup og jarðarför ★ ★
★
Mjög góð bresk rómantísk gaman-
mynd um allt það sem getur gerst við
fjögur brúðkaup og eina jarðarför.
Hugh Grant fer á kostum.
Steinaldarmennirnir ★ ★ Vi
Hvað útlitið varðar hefur tekist vel
að flytja Steinaldarmennina af skján-
um á hvíta tjaldið en innihaldið er
rýrt. Leikhópurinn stendur sig yfir
höfuð fjarska vel. Góð fjölskyldumynd.
Löggan í Beverly Hills 3 ★
Eddie Murphy má fara að athuga sinn
gang ef hann ætlar að halda þessu
áfram.
Veröld Waynes II ★★
Myndin er í rauninni ekkert annað og
meira en bergmál fyrstu myndarinnar
um þessa kostulegu æringja. Á þó sín
augnablik.
Brúðkaupsveislan ★ ★ ★
Frumleg og skemmtileg tævönsk
gamanmynd sem gerist á meðal Tæv-
anbúa í New York og snýr hefðbundnu
brúðkaupsbasli algerlega á hvolf.
LAUGARÁSBÍÓ
Umrenningarnir ★ ★ Vi
Þjóðvegatryllir. með Craig Sheffer í
góðu formi sem óþokki er tekur fjöl-
skyldu í gíslingu en Christopher Lamb-
ert er faðirinn sem reynir að koma til
bjargar. B-mynd út í gegn en ekki
slæm.
Saga úr Bronx ★ ★ ★
Fyrsta myndin sem Robert De Niro
leikstýrir og hann gerir það með stæl.
Á vini sínum Scorsese margt að þakka
en myndin fjallar um bófadýrkun í
Bronx og byggir á sönnum atburðum.
Krákan ★ ★ Vi
Fræg sem seinasta mynd Brandon
Lees, er lést af völdum voðaskots við
gerð hennar. Myrkur og drungalegur
og á margan hátt ágætur hefndartryll-
ir.
REGIMBOGIIMIM
Flóttinn ★ ★ Vi
Endurgerð sögufrægrar spennumynd-
ar. Hröð, blóðug en mjög vel gerð
eftirlíking.
Svínin þagna 0
Gersamlega ófyndin þvæla.
Gestirnir ★★V2
Lítil, frönsk kómedía um miðaldaridd-
ara sem ferðast til nútímans ásamt
skósveini sínum. Gott grín en varla
minnisstætt.
Kryddlegin hjörtu ★ ★ ★ Vi
Ástríðufull, vel leikin og gerð mynd.
Mexíkóskt krydd í tilveruna.
Píanóið ★ ★ ★
Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk
verðlaunamynd um mállausa konu
sem kynnist ástinni í óbyggðum og
píanóið verður örlagavaldurinn í lífi
hennar. Gott mál.
SAGABÍÓ
Ég elska hasar (sjá Bíóborgina)
„D2 - The Mighty Ducks“ ★V2
íslendingar eru hinir mestu ribbaldar
sem íshokkíleikmenn í framhaldsmynd
er hefur fátt uppá að bjóða nema
væmni og klisjukenndan boðskap um
slæm áhrif auglýsingamennsku á
íþróttir. María Ellingsen fer með lítið
hlutverk í henni og stendur sig með
sóma.
Maverick ★ ★ ★
Fyrsta ásjálega mynd sumarsins, gam-
anvestrinn Maverick, kemur manni í
gott skap. Er hægt að fara fram á
meira af fisléttri afþreyingu?
STJÖRNUBIÓ
Gullæðið: Fjörkálfar II ★V2
Framhald ágætrar gamanmyndar
veldur vonbrigðum. Ekki illa gerð en
bráðvantar allan þann ferskleika og
hugmyndaflug sem prýddi fyrri mynd-
ina.
Bíódagar ★ ★ V2
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfinn tima sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum.
Góður leikur, sérstaklega þeirra í
sveitinni.