Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 C 7
SUNINIUDAGUR 28/8
Knattspyrnumaðurinn Ryan Giggs
Rólyndur og
stórefnilegur
RYAN Giggs er einn efnilegasti knattspyrnumaður sem
komið hefur fram í Bretlandi síðastliðna tvo ára-
tugi. Markmaður Blackburn, Tim Flowers, hefur
ekki ósjaldan þurft að tína bolta frá Giggs úr
netinu. „Það er skelfilegt til þess að hugsa
hvers hann er megnugur,“ sagði Flow-
ers í kjölfar viðureigna gegn Manc-
hester United á síðasta leiktíma-
bili. „Hann nær boltanum til
sín meðan hann er í vörn og
stingur andstæðingana af. Hann hleypur upp
völlinn eins og snákur. Maður veit aldrei
hvort hann ætlar að smeygja sér sjálfur
inn í teyginn, eða fara út á kant og gefa
fyrir markið," segir Flowers.
Snarpur og óútreiknanlegur
Warren Barton, leikmaður Wimbledon
og liðsmaður enska landsliðsins, hefur
einnig séð talsvert til Giggs á vellinum.
„Hann er afar sérstakur,“ segir Barton.
„Hann hefur snerpuna, vald á boltanum
og frábært jafnvægi. Allt til alls. Ég
hef leikið gegn honum fimm eða sex
sinnum og alltaf átt í jafn miklum vand-
ræðum. Auk þess er hann mesta hið
prúðmenni og það er sönn ánægja að
leika á móti honum,“ segir hann.
Og því verður ekki neitað. Hraðinn
er einn af kostum Giggs. Ein ástæða
þess að Manchester United vann deild-
ina og bikarinn á síðasta leiktímabili
og meistaratitilinn árið þar áður var
ekki síst sú ógnun sem af leikmönnunum
stóð, sama hvort þeir voru í sókn eða
vöm. Ef andstæðingarnir misstu bolt-
ann á vallarhelmingi United vom Giggs
og Kantsjelskí á hinum vængnum fljót-
ir upp á lagið.
Frábær knatttækni
En ekki er allt fengið með snerp-
unni. Hlauparinn Linford Christie
myndi vart komast í c-lið Port Vale.
Ryan Giggs hefur hinsvegar full-
komna stjórn á boltanum þótt hann
sé á mikilli ferð. Engu er líkara en
að boltinn sé límdur við fæturna á
honum. Þótt hann spyrni boltanum
langt á undan sér, hættulega nálægt
vamarmanni andstæðingsins, missir
hann að því er virðist aldrei stjórn á
knettinum, sama hversu hratt hann
fer. En Giggs reiðir sig ekki einvörðungu
á snerpuna. Hann er jafn ógnvekjandi í
kyrrstöðu og þegar hann nær boltanum á
ferð. Eina stundina er hann umkringdur
varnarmönnum en þá næstu er hann sloppinn
og ennþá með boltann. Engin leið er að átta
Ryan Giggs fæddist í Card-
iff og var einungis 17 ára þeg-
ar hann lék sinn fyrsta lands-
leik fyrir Wales. Fjölskyldan
settist að í Lancashire og
Giggs tók ástfóstri við United.
En það vom fjandvinirnir í
Manchester City sem
urðu fyrstir til þess
að fá Giggs til liðs
við sig. Það var svo
árið 1987, þegar
hann var 13 ára,
að besta vinkona
móður hans fór fögr-
um orðum um snilld
Ryans við blaðasala í
grenndinni, Harold
Woods. Svo vildi til að
Woods var sífellt á
höttunum eftir nýju
blóði fyrir United og
fór því um hann há-
stemmdum lýsingar-
orðum við Alex Fergu-
son, sem þá var nýorð-
inn framkvæmdastjóri.
Ákvað hann að gefa
Giggs tækifæri og sér
vart eftir því. Svo fór að lokum að
United lokkaði Giggs í burtu frá
City. Skömmu síðar reyndi hann
sig í aðalliði félagsins, eða árið
1991.
Þúsundir ástarbréfa
í dag, þremur ámm síðar, er
óhætt að segja að Giggs hafi lagt
fótboltaheiminn að fótum sér. Hann
er í senn myndarlegur og hæfileika-
rikur og hefur þegar unnið sér inn
nógu mikla peninga til að endast
út ævina. Áhangendur liðsins dýrka
hann sem guð og honum berast um
1.000 ástarbréf á viku. Og þótt
hann sé aðeins tuttugu ára hefur
hann komist til meiri metorða en
margir leikmenn gera á heilli ævi.
Eins og málum er háttað er Giggs
ákaflega rólyndur ungur maður, ef
marka má þau viðtöl sem Alex
Ferguson hefur leyft honum að
gefa. Og þótt gula pressan leiti í
örvæntingu að staðfestingu á hinu
gagnstæða er Giggs á föstu og býr
enn hjá móður sinni. Hann er því
allsendis ólíkur manninum sem
margir líkja honum við, George
Best. Og vonandi líður ekki á löngu
þar til sagt verður um efnilega
yngri leikmenn, „hann gæti verið
næsti Ryan Giggs“.
UTVARP
Rás 1 klukkan 14.00. Skáldii á Borg. Í tilefni Ijááasýningar Egils Skalla-
grímssonar á Kjarvalsstöðum. Umsjón: Jón Karl Helgason. Teikning úr
safnriti íslendingasagna.
RÁS 1
FM 92,4/93,5
8.07 Morgunandakt. Séra Baldur
Vilhelmsson, prófastur í Vatns-
firði, flytur ritningarorð og bæn.
8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni.
8.55 Fréttir á ensku.
9.03 Á orgelloftinu.
10.03 Reykvískur atvinnurekstur
á fyrri hluta aldarinnar. 9. og
lokaþáttur: Kreppuiðnaður. Um-
sjón: Guðjón Friðriksson. (Einn-
ig útvarpað nk. þriðjudags-
kvöld.).
10.45 Veðurfregnir.
11.00 Messa í Grundarfjarðar-
kirkju. Prestur: Séra Sigurður
Kr. Sigurðsson. (Hljóðritað í maí
sl.).
12.10 Dagskrá sunnudagsins.
12.45 Veðurfregnir, auglýsingar
og tónlist.
13.00 MA kvartettinn Umsjón:
Margrét Erlendsdóttir. (Frá
Akureyri).
14.00 Skáldið á Borg. í tilefni
ljóðasýningar Egils Skalla-
grímssonar á Kjarvalsstöðum.
Umsjón: Jón Kari Helgason.
15.00 Af lífi og sál. Þáttur um
tónlist áhugamanna. Umsjón:
Vernharður Linnet. (Einnig út-
varpað nk. þriðjudagskvöld.).
16.05 Umbætur eða byltingar? 2.
erindi af fjórum: Hvað er lifandi
og hvað dautt í marxismanum?
Hannes Hóimsteinn Gissurarson
flytur.
16.30 Veðurfregnir.
16.35 Líf, en aðallega dauði —
fyrr á öldum Fjórði þáttur.
Umsjón: Auður Haralds. (Einnig
útvarpað nk. fimmtudag kl.
14.30.).
17.05 Úr tónlistarlifinu. Frá af-
mælistónleikum Gunnars Kvar-
an í Bústaðakirkju 30. janúar
si., fyrri hluti:
— Sjö tilbrigði Ludwigs van Beet-
hoven um stef úr Töfraflautunni
eftir Mozart.
— Myndir á þili eftir Jón Nordal.
— Sónata í e-moll ópus 58 eftir
Johannes Brahms. Gunnar
Kvaran leikur á selló og Gisli
Magnússon á pianó.
18.00 Klukka íslands. Smásagna-
samkeppni Rfkisútvarpsins
1994. „Forsetakoman" eftir
Svein Guðmundsson. Vilborg
Dagbjartsdóttir les. (Einnig út-
varpað nk. föstudag kl. 10.10.).
18.50 Dánarfregnir og auglýsing-
ar.
19.30 Veðurfregnir.
19.35 Funi. Helgarþáttur barna
Fjölfræði, sögur, fróðleikur og
tónlist. Umsjón: Elísabet Brekk-
an. (Endurtekinn á sunnudags-
morgnum kl. 8.15 á Rás 2.).
20.20 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.00 Sandkorn í eiltfðinni. Flutt
tónlist og textar tengdir sandi á
einn eða annan hátt. Umsjón:
Trausti Ólafsson. (Áður á dag-
skrá 16. júní sh).
22.07 Tónlist á siðkvöldi. „Les
Adieux“, píanósónata i Es-dúr,
ópus 81a, eftir Ludwig van Beet-
hoven. Vladimir Ashkenazy leik-
ur á píanó.
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfregnir.
22.35 Fólk og sögur. Anna Mar-
grét Sigurðardóttir heimsækir
Kristin Nikulásson og Guðlaugu
Höllu Birgisdóttur í Svefneyjar.
(Áður útvarpað sl. föstudag.).
23.10 Tónlistarmenn á lýðveldis-
ári. Umsjón: Dr. Guðmundur
Emilsson.
0.10 Stundarkorn í dúr og moll.
Umsjón: Knútur R. Magnússon.
(Endurtekinn þáttur frá mánu-
degi.).
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns.
Fréttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 8, 9.
10, 12.20, 16, 19, 22 og 24.
RÁS 2
_FM 90,1/99,9
8.10 Funi. Helgarþáttur barna.
Elfsabet Brekkan. 9.03 Sunnu-
dagsmorgunn með Svavari Gests.
11.00 Úrval dægurmálaútvarps lið-
innar viku. Lísa Pálsdóttir. 12.45
Helgarútgáfan. Gyða Dröfn
Tryggvadóttir. 16.05 Te fyrir tvo.
Hjálmar Hjálmarsson og Þorsteinn
J. Vilhjálmsson. 17.00 Tengja.
Kristján Siguijónsson. 19.32 Upp
mín sál. Andrea Jónsdóttir. 20.30
Úr ýmsum áttum. Andrea Jóns-
dóttir. 22.10 Geislabrot. Skúli
Helgason. 23.00 Heimsendir. Mar-
grét Kristín Blöndal og Siguijón
Kjartansson. 0.10 Kvöldtónar. 1.00
Næturútvarp á samtengdum rásum
tii morguns. Ræman, kvikmynda-
þáttur. Björn Ingi Hrafnsson.
NJETURÚTVARPID
1.30Veðurfregnir. Næturtónar
hljóma áfram. 2.00 Fréttir. 2.05
Tengja. Kristján Sigurjónsson.
4.00 Næturtónar. 4.30 Veður-
fregnir. 4.40 Næturlög. 5.00 Frétt-
ir. 5.05 Te fyrir tvo. 6.00 Fréttir,
veður, færð og flugsamgöngur.
6.05 Morguntónar. Ljúf lög í mofg-
unsárið. 6.45 Veðurfréttir.
ADALSTÖDIN
FM 90,9 / 103,2
10.00 Sunnudagsmorgun á Aðal-
stöðinni. Umsjón: Jóhannes Krist-
jánsson. 13.00 Bjarni Arason.
Bjarni er þekktur fyrir dálæti sitt
á gömlu ljúfu tónlistinni. 16.00
Sigvaldi Búi Þórarinsson. 19.00
Tónlistardeildin. 21.00 Albert Ág-
ústsson með þægilega tónlist.
24.00 Ókynnt tónlist.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morguntónar. 8.00 Ólafur
Már Björnsson. 13.00 Pálmi Guð-
mundsson. 17.15 Við heygarðs-
hornið. Bjarni Dagur Jónsson.
20.00 Sunnudagskvöld. Ljúf tón-
list. 24.00 Næturvaktin.
Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30.
BROSID
FM 96,7
Ókynnt tónlist allan sólarhringinn.
FM 957
FM 95,7
10.00 Haraldur Gfslason. 13.00
Tímavélin. Ragnar Bjarnason.
16.00 Pétur Árnason. 19.00 Ásgeir
Kolbeinsson. 22.00 Stefán Sigurðs-
son.
X-IÐ
FM 97,7
7.00 Baldur Braga. 8.00 Með sítt
að aftan 11.00 G.G.Gunn. 14.00
Indriði Hauksson. 17.00 Hvíta
tjaldið 19.00 Þrumutaktar 21.00
Sýrður rjómi. 24.00 Óháði vinsæld-