Morgunblaðið - 25.08.1994, Page 12
12 C FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Sannur
hasarmaður
Arnold
Schwarzenegg-
er mætir
tvíefldur til leiks
eftir Síðustu
hasar-
myndahetjuna
og sýnir að allt
hjal um
minnkandi
vinsældir hans
voru sannar
lygar. En af
hverju er hann
svona
ofboðslega
frægur?
eins og draumaverksmiðjan geri ekki
annað en ævintýramyndir fyrir fólk
sem ætti að vera búið að fullorðnast
fyrir löngu. Chuck Norris, Steven
Seagai, Sly Stallone, Jean-Claude
van Damme og fleiri beijast um at-
hyglina og hafa gert í mörg herrans
ár en enginn þeirra - ekki einu sinni
Stallone sem er fallandi stjarna -
hafa náð með tærnar þar sem
Schwarzenegger hefur kosið að setja
hælana á undanförnum árum. Kvik-
myndaframleiðendur eru tilbúnir að
borga honum í einkaþotum ef hann
bara vill leika í myndunum þeirra.
Það vill oft gleymast að Schwarz-
enegger skaust ekki upp á stjömu-
himininn í einu stökki. Hann var
búinn að púla árum saman í kvik-
myndaborginni áður en gæfan tók
að brosa við honum. Hann á að baki
20 ára feril í kvikmyndunum, kom
til Bandaríkjanna árið 1968 og kunni
ekki stakt orð í ensku en sneri sér
að kvikmyndaleik á áttunda ára-
tugnum og var í myndum sem flest-
ir ef ekki allir hafa nú gleymt:
„Pumping Iron“ og „Stay Hungry“
kannski þær þekktustu. Schwarzen-
egger vakti fyrst á sér verulega at-
hygli í tveimur myndum John Milius-
ar, sem kallaði hann „Nietzsche-
manninn", um villimanninn Kónan
(„Conan the Barbarian" og „Conan
the Destroyer"). Þótt Kónan villi-
maður talaði með austurrískum
hreim (annað var eftir því í mynd-
inni) kom það ekki í veg fyrir að
hvor myndin um sig tæki inn yfir
100 milljónir dollara í heimsdreif-
ingu. Sama árið og seinni Kónan-
myndin var frumsýnd eða 1984 lék
Schwarzenegger svo í myndinni sem
kom honum á spjöld kvikmyndasög-
unnar, Tortímandanum.
Hún var fyrir margra hluta sakir
tímamótamynd. Hún tryggði
Schwarzenegger í sessi sem þöglu
einfaratýpuna á geimöld, er hafði
fátt að segja en það sem hann sagði
festist í minni. Setningar eins og „Eg
sný aftur.“ Hún tryggði Cameron í
sessi sem einn besta hasarmynda-
leikstjóra kvikmyndanna og hratt
af stað ótal eftirlíkingum. Hún
markaði einnig upphafíð að sam-
starfi Schwarzeneggers og Cam-
erons, sem nú hefur getið af sér
þijár myndir og sér ekki fyrir end-
ann á.
Recall" árið 1990 og svo auðvitað
Tortímandanum 2: Dómsdegi. Þá var
hann tekinn að huga meira að ímynd
sinni en áður og lofaði að drepa
engann heldur skaut alla í lappirnar
eða hvað það nú var. Kannski hafði
hann áhyggjur af því að á ferli sínum
hefur hann drepið hátt í 300 manns
á hvíta tjaldinu.
Ein ástæðan fyrir velgengni
Schwarzeneggers er einfaldlega sú
stefna sem tekin hefur verið í Holly-
wood undanfarinn einn og hálfan
áratug eða svo, að framleiða risa-
stórar metsölumyndir. Myndum hef-
ur fækkað á þessum árum en meiri
peningur hefur verið settur í færri
og stærri myndir í þeirri von að ein
eða tvær hjá hveiju kvikmyndaveri
lendi í lukkupottinum og hali inn
hundruð milljóna dollara. Sannar
lygar er kannski skýrasta dæmið um
þessa stefnu. Hún kostar 120 millj-
ónir dollara eða fjórfalt á við sæmi-
lega dýra Hollywoodmynd. Þessar
stórmyndir þurfa stórstjörnu og það
hefur sýnt sig að Schwarzenegger
er besta fjárfestingin, ef frá eru tal-
in vandræðin með Síðustu hasar-
myndahetjuna.
Onnur ástæða er sú að Schwarz-
enegger hefur verið heppinn með
samstarfsfólk og vinnur í seinni tíð
aðeins með valinkunnum kvik-
myndagerðarmönnum eins og Paul
Verhoeven, John MacTiernan og
James Cameron. Hann gætir þess
að áhorfandinn fái miðaverðið end-
urgreitt á hvíta tjaldinu enda skiptir
það áhorfandann engu máli þótt
mynd fari langt framúr kostnaðar-
áætlun. Þriðja ástæðan getur verið
sú að Schwarzenegger nýtur sín í
Bandaríkjunum og Bandaríkin hafa
tekið honum fagnandi. Hann er með
háskólapróf í viðskipta- og hagfræði
frá háskólanum í Wisconsin og hefur
fjárfest skynsamlega svo hann er
með auðugustu leikurum í kvik-
myndaborginni. Ekki skemmdi það
fyrir viðskiptafræðingnum að verða
partur af Kennedyfjölskyldunni eftir
að hann kvæntist Maríu Shriver
Kennedy. Enn ein ástæðan getur
verið sú að það er hreinlega
eitthvað heillandi við aust-
urrískt vöðvatröll sem
tekst að slá í gegn i
Hollywoodmyndum.
Verður Arnold ríkisstjóri?
Það lýsir vel stöðu Schwarzenegg-
ers innan kvikmyndaheimsins vestra
að hann er þráfaldlega spurður að
því hvort hann hyggist bjóða sig
fram til ríkisstjóra í Kaliforníu, ein-
hvern tíma á næstunni. Ronald Re-
agan gerði það og varð síðar forseti
Bandaríkjanna og naut þó aldrei
nándar nærri eins mikillar velgengni
og Austurríkjamaðurinn. Því er von
að menn spyiji. Schwarzenegger
gefur lítið útá það, segist hafa enn
svo gaman af kvikmyndaleiknum að
hann muni ekki hætta honum í bráð
en heldur mögnleikanum opnum eins
og sannur pólitíkus.
Næstu myndir Arnolds eru í fyrsta
lagi gamanmynd í leikstjórn Ivan
Reitmans, sem gerði Tvíburana með
honum, þar sem hann leikur aftur á
móti Danny De Vito. Myndin, sem
heitir „Junior", segir af fyrsta barns-
hafandi karlmanninum en í henni
verður Arnold óléttur af völdum
Emmu Thompson. Eftir keisara-
skurðinn (að líkindum!) mun Amold
leika í Krossferðinni („Crusade"),
hasarmynd frá miðöldum sem Paul
Verhoeven hefur reynt að koma á
legg í mörg ár. í henni leikur Arn-
old nokkurskonar Kónan villimann
sem ferðast með jesúkrossinn heim
í Vatíkanið og hálsheggur mann og
annan á leiðinni. Myndinni er líst
sem einskonar blöndu af Ben Hur
og Indiana Jones-myndunum. Og
loks er það framhaldsmyndin „Total
Recall 2“. Hún er enn í undirbúningi
en víst þykir að Verhoeven og Arn-
old haldi áfram samstarfinu. Eins
og fyrri myndin mun þessi byggð á
vísindaskáldsögu Philip K. Dicks.
Svo það er nóg að gera framund-
an hjá vöðvafjallinu frá Graz, sem
lagt hefur undir sig heiminn. Gæfan
í Hollywood er þó fallvölt eins og
dæmin sanna. Einstaka leikarar eins
og John Wayne og Clint Eastwood
halda vinsældum sínum fram í rauð-
an dauðann en fyrir hvern slíkan eru
hundrað sem sidna í stutta stund
og hverfa svo af yfirborðinu. Eða
hver man eftir honum ... þarna ...
æi... já, Burt Reynolds. Spurning
hvort Schwarzenegger
þurfi nokkurtíman að
hafa áhyggjur af því,
1 k sestur í ríkisstjórastól-
inn í Kalíforníu.
Maður metsolumyndanna
I kjölfanð sigldu prýðilegar
spennumyndir þótt Schwarzenegger
tækist ekki að endurtaka Tor-
tímandaleikinn fyrr en i fram-
tíðartryllinum „Total ^
eftir Arnald Indriðason
ARNOLD Schwarzenegger er af-
sprengi sumarmyndanna í Holly-
wood, metsöludraumsins sem getur
á andartaki breyst í martröð. Hann
er sjaldan betri en myndirnar sem
hann leikur í og gengi hans er að-
eins metið eftir dollurunum sem
koma í kassann. Því var það honum
og fylgjendum hans talsvert áfall
þegar' síðasta mynd hans, Síðasta
hasarmyndahetjan, gekk illa í miða-
sölunni. Fram að því var hann ósigr-
andi hasarmyndaguð og hafði náð
svo langt og af svo miklu öryggi að
menn hreinlega töldu að mynd með
honum gæti ekki brugðist. Þegar
annað kom á daginn varð mönnum
nokkuð bylt við og skömmu eftir að
ljóst var að titill myndarinnar gæti
sem best átt við hann sjálfan hringdi
hann í vin sinn, leikstjórann James
Cameron, og sagðist vera með mynd
handa þeim að gera. Best væri að
kalla hana Sannar lygar.
Ótti Schwarzeneggers var á rök-
um reistur því enginn veit betur en
Hollywoodleikari hversu fallvölt
gæfan getur orðið. Spyijið Eddie
Murphy. Hann var áður kallaður
gulldrengurinn í kvikmyndaborg-
inni. Nú fellur gengi hans hraðar
en rúblan. Og í sumar hafa stór-
stjörnurnar ekki trekkt áhorfendur
að sem skyldi. Ég elska hasar með
Nick Nolte og Juliu Roberts, að ekki
sé talað um Wyatt Earp með Kevin
Costner eða Fjörkálfar II með Billy
Cristal, hafa ekki staðið undir vænt-
ingum í miðasölunni vestra. Svo
Schwarzeneggerar um allan heim
höfðu ástæðu til að óttast um sinn
mann. En hann er mættur tvíefldur
til leiks í hasarmynd Camerons og
sýnir að allt hjal um minnkandi vin-
sældir hans er sannar lygar.
Langur ferill
Hver er ástæðan fyrir því að aust-
urrísk kraftpumpa frá Graz er orðin
að konungi sumarmyndanna í Holly-
wood? Kvæntur inn í eina áhrifa-
mestu fjölskyldu Bandaríkjanna og
græðir á tá og fingri á mjög arðvæn-
legum fasteigna- og matsölufyrir-
tækjum. Saga Schwarzeneggers er
að sönnu sagan um ameríska draum-
inn. Velgengni hans hefur verið með
ólíkindum því hann er ekki einn um
hituna í Hollywoodborg. Hetjur has-
armyndanna er ófáar. Stundum er
Hasarmyndir eru hans
fag; svipmyndir úr Sönn-
um lygum.