Morgunblaðið - 27.08.1994, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEEMDAR GREINAR
Vandræði Norðmanna við
sljórn Barentshafsveiða
Á það hefur verið
bent, að íslendingar
eigi meðal annars það
erindi í Evrópusam-
bandið (ESB) að kenna
mönnum þar stjóm
fiskveiða. Á þetta jafnt
við, þótt Norðmenn
gerist aðilar að ESB
og komi fram fyrir
þess hönd í Barents-
hafi og á Svalbarða-
svæðinu. Norðmenn
hafa ekkert að kenna
okkur íslendingum í
þessum efnum.
Við höfum ekki
staðið verr að fiskveiði-
stjórn en Norðmenn.
Kvótakerfið hér er ekki verra en
þeirra og íslenskir vísindamenn
standa ekki að baki hinum norsku.
Metingur af þessu tagi af hálfu
Norðmanna er barnalegur. Að þjóf-
kenna íslenska sjómenn, þegar þeir
hafa ekki brotið lög, eru hins vegar
meiðyrði.
Alþjóðlegt hafsvæði
Rétt ár er síðan íslenskir togarar
fóru til veiða í Smugunni, það er á
alþjóðlegu hafsvæði, sem myndast
á milli rússneskrar lögsögu og
norskrar í Barentshafi. Togararnir
sóttu þangað, eftir að fréttir bámst
af veiðum skipa, skráðum í Dómín-
íkanska lýðveldinu, sem veiddu þar
og lönduðu hér á landi. Þarna réð
sjálfsbjargarviðleitni sjómanna á
öflugum skipum.
Norðmenn vildu, að íslensk
stjórnvöld bönnuðu veiðar íslensku
skipanna. í ljós kom, að engar heim-
ildir voru til þess. Norðmenn létu
eins og þeir ættu þama einhvem
sérstakan rétt, nú hafa þeir viður-
kennt, að Smugan sé alþjóðlegt
hafsvæði.
í bók um stjóm á umdeildum
hafsvæðum með sér-
stöku tilliti til Barents-
hafs, sem kom út 1992,
segja höfundamir Rob-
in Churchill frá Bret-
landi og Geir Ulfstein
frá Noregi, að Smugan
sé ekki mikilvæg, þeg-
ar litið sé til fiskveiða,
af því að ekki sé unnt
að stunda þar arðbær-
ar veiðar án aðgangs
að 200 mílna lögsögu
í nágrenninu.
íslendingar hafa
sýnt, að við núverandi
aðstæður er unnt að
stunda arðbærar veið-
ar í Smugunni. Hafi
skoðun sérfræðinganna verið við-
tekin í Noregi, er ekki að undra,
að sókn íslensku skipanna hafi kom-
ið norskum stjómvöldum í opna
skjöldu og vakið hjá þeim fálm-
kennd viðbrögð, sem síðan snemst
í óeðlilega hörku i garð íslendinga.
Raunar kom það ekki síður okkur
á óvart, að þarna væri góðan afla
að fá. Með þessar staðreyndir í
huga em þau sjónarmið gmnnfær,
að fyrirfram hefði átt að semja um
aðgang íslenskra togara að þessu
alþjóðlega svæði. Það er léttvæg
eftiráspeki.
Fráleit er sú kenning Norð-
manna, að sókn íslenskra skipa í
Smuguna sé til marks, um að Is-
lendingar hafi hætt að gæta hags-
muna sinna sem strandríkis á ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna um út-
hafsveiðar. íslendingar vilja, að
gerður sé samningur um úthafs-
veiðar og réttur strandríkis til íhlut-
unar utan 200 mílnanna viður-
kenndur, enda sé honum ekki beitt
einhliða. Þar til samningurinn er
gerður, er ekki unnt að gefa skipum
fyrirmæli um að fara eftir honum,
það ættu allir að skilja.
Norðmenn eru ekki í
neinni aðstöðu til að
kenna íslendingum
stjórn fiskveiða segir
Björn Bjarnason og
telur norsk stjómvöld
einnig skorta lagaheim-
ildir gegn íslendingum í
Barentshafi.
Svalbarðaveiðar
Þegar Alþingi fjaliaði um aðild
íslands að Svalbarðasamningnum
síðastliðið vor, var rækilega minnt
á það, að aðild að honum veitti
ekki sjálfkrafa heimild til veiða inn-
an 200 mflna lögsögunnar þar.
Áður en samningurinn var gerður
1920, var Svalbarði einskis manns
lands terra nullius. Saga Svalbarða
hefst með setningu í íslenskum
annálum við árið 1194, þar sem
segir: „Svalbarði fundinn“. Ekki er
vitað, hverjir stigu þar fyrstir á
land. Fóru litlar sögur af Svalbarða
fyrr en 1596. Hollendingurinn Will-
em Barens sigldi þá þangað, þegar
hann leitaði að norðlægri siglinga-
leið til Kína. Eftir að Noregur varð
sjálfstæður 1905 gerðu Norðmenn
kröfur til yfirráða á Svalbarða.
Áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst
1914 hafði verið efnt til þriggja
ráðstefna um málið. Við friðar-
samningana í Versölum 1920 var
yfirráðaréttur Norðmanna loks við-
urkenndur. Er sagt, að þeir hafí
þar notið þess, hve mörg norsk
kaupskip fórust í styijöldinni.
í samningnum segir, að skip allra
aðildarríkja hans njóti „sama rétt-
ar“ til fiskveiða innan landhelgi
Svalbarða. Norðmenn túlka þetta
þannig, að þessi réttur nái aðeins
til þriggja mílna landhelgi, sem var
viðurkennd regla 1920. Árið 1977
settu þeir reglur um svokallað 200
mílna fískverndarsvæði við Sval-
barða. Norðmenn segja regluna um
„sama rétt“ til fiskveiða ekki gilda
á svæðinu. Þessi norska túlkun eða
regla stangast á við hinn almenna
skilning, að erlend skip hafí því
minni veiðirétt sem nær dregur
landi. Við Svalbarða vilja Norð-
menn, að veiðrétturinn minnki eftir
því sem skipin eru fjær landi. Þeir
vilja einnig túlka rétt sinn til yfir-
ráða á hafinu umhverfis Svalbarða
rúmt en rétt annarra til nýtingar
auðlinda þar þröngt.
Ekkert ríki hefur viðurkennt
þessa norsku reglu við Svalbarða.
I tilefni af heimsókn sinni til ís-
lands 17. júní sl. lét Martti Athisa-
ari, forseti Finnlands, þess sérstak-
lega getið, að það væri „algjör mis-
skilningur og yfirtúlkun", að Finnar
hefðu einir allra þjóða tekið afstöðu
með Norðmönnum við Svalbarða,
eins og segir í Morgunblaðsfrétt
19. júni 1994. Þrátt fyrir þessi
ummæli, endurtekur hver eftir öðr-
um, að Finnar standi alfarið með
Norðmönnum. Finnum er í mun að
leiðrétta þetta.
Þessi þræta um það, hvað felst
í yfirráðarétti Norðmanna utan
þriggja mílna við Svalbarða, er
undirrót vaxandi hörku í deilum
okkar við þá um veiðirétt i Barents-
hafi. Að sjálfsögðu hafa Norðmenn
meiri hag en við af því, að óvissu
um rétt þeirra sé eytt. Nýlegar
aðgerðir þeirra gegn Hágangi II
einkenndust af vandræðagangi
vegna skorts á lagaheimildum.
Vandi Norðmanna
Smugan er alþjóðlegt hafsvæði.
Björn Bjarnason
efnahagsmálum Islendinga. Seg]a
má að stöðugleikinn sé að festa sig
í sessi en jafnframt hefur myndast
talsverður slaki í hagkerfinu, sem
á rætur sínar að rekja til hagvaxt-
arleysis undangenginna ára. Fram-
leiðsluþættir eru vannýttir og óvið-
unandi skortur er á atvinnutæki-
færum, sem á eftir að ágerast þeg-
ar fram líður. Því gerist sú spurn-
ing æ áleitnari hvað sé til ráða.
Hvernig á að taka á vandanum
með árangursríkum hætti? Það má
færa fyrir því gild rök að nú sé
rétti tíminn til að grípa til efna-
hagsaðgerða í því skyni að rjúfa
kyrrstöðuna. Það blasir við að
styrkja þarf stöðu íslensks atvinnu-
lífs enn frekar, leggja grunninn að
viðvarandi stöðugum hagvexti og
ættu fyrst og fremst að stefna að
því að mynda og viðhalda sterkri
samkeppnisstöðu og tryggja stöð-
ugleikann. Þannig er það hlutverk
stjómvalda að gefa tóninn og
styrkja grundvöll efnahagsstarf-
seminnar.
Síðustu tvær gengisfeUingar, í
nóvember 1992 og júní 1993, voru
vel heppnaðar í þeim skilningi að
áhrifa þeirra gætti ekki með fullum
þunga í verðlagi heldur komu þær
aðallega fram í lægra raungengi.
Einnig hefur orðið verulegur bati
I viðskiptajöfnuði og í ár stefnir í
afgang annað árið í röð. Nú er
ekkert sem útilokar að lækka raun-
gengi enn frekar og því full ástæða
til að gaumgæfa þann kost vand-
lega. íslendingar standa frammi
fyrir einstöku tækifæri í hagsög-
unni til að bæta enn frekar sam-
keppnisstöðu og viðskiptajöfnuð
með gengislækkun. Slakinn í hag-
kerfinu og hverfandi lítil verðbólga
gefa fyrirheit um að slík ráðstöfun
geti heppnast vel.
Frekari styrking samkeppnis-
stöðu útflutnings- og samkeppnis-
greina gefur allt önnur og betri
skilyrði til atvinnurekstrar en verið
hefur. Hún er forsenda þess að á
íslandi verði til öll þau nýju at-
vinnutækifæri sem þörf er fyrir á
næstu árum. Aukinn hagvöxtur og
minna atvinnuleysi munu að auki
stuðla að bættri afkomu ríkissjóðs
þegar fram í sækir og þar með
lægri vöxtum. Þannig fæst tæki-
færi til að koma opinberum búskap
í viðunandi horf án þess að hækka
skatta eða grípa til frekari niður-
skurðar.
Gengið
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að gengisskráning krónunnar
hefur jafnan miðast við afkomu í
sjávarútvegi. Þegar á móti blæs,
verð á sjávarafurðum lækkar eða
afli minnkar, hefur gengið verið
fellt og tekjur þannig drýgðar. Þeg-
ar vel árar hækkar raungengið til
tjóns fyrir aðrar útflutnings- og
samkeppnisgreinar, án þess að þær
fái nokkuð við því gert. En nú á
breyttum tímum með nýjum áhersl-
um er tímabært að taka upp aðra
Það má færa fyrir því
gild rök að nú sé rétti
tíminn til að rjúfa kyrr-
stöðuna, segir Þor-
steinn M. Jónsson,
styrkja stöðu atvinnu-
lífsins og leggja grunn-
inn að viðvarandi hag-
vexti.
viðmiðun við gengisskráningu án
þess að nokkur beri skarðan hlut
frá borði. Gengisskráninguna ætti
að miða við að halda góðum og
stöðugum rekstrargrundvelli í hag-
kerfinu fyrir allt atvinnulíf og hag-
stæðum jöfnuði í viðskiptum við
önnur lönd. Viðskiptahalli undan-
genginna ára og áratuga hefur
orðið þess valdandi að erlendar
skuldir hafa hlaðist upp og þrengt
svigrúm til athafna.
Af einhverjum ástæðum má það
heita viðtekin skoðun meðal íslend-
inga að hér geti aldrei verið viðvar-
andi afgangur á viðskiptum við
önnur lönd. Auk þess finnst okkur
eins og við þurfum að eyða því sem
afgangs er strax og það er í sjón-
máii. Ráðdeild og spamaður í þjóð-
arbúskapnum hafa verið framandi
hugtök og ekki á dagskrá í stjórn-
málaumræðunni svo heitið geti.
Viðvarandi afgangur á við-
skiptajöfnuði gerir íslendingum
mögulegt að sinna því tímabæra
verkefni að greiða niður erlendar
skuldir og mynda þannig svigrúm
til að mæta andbyr næst þegar
hann brestur á. Efnahagslægðin
Hagvaxtarleysið
Rekstrarskilyrði
Undanfarin misseri
hefur markvisst verið
unnið að því að bæta
rekstrarskilyrði og
samkeppnisstöðu ís-
lensks atvinnulífs.
Skattar hafa verið
lækkaðir, vextir hafa
lækkað og raungengi
er nú lægra en um
langt árabil. Þetta er
jákvæð þróun og hefur
án efa skilað árangri
í að koma í veg fyrir
enn meiri samdrátt og
atvinnuleysi en ella
hefði orðið. Um
þessar mundir er einstök
Aðgerðir í efnahagsmálum
spoma þannig gegn
atvinnuleysi.
Efnahagsaðgerðir
íslendingar kannast
við efnahagsaðgerðir
þegar leysa á brýnan
aðsteðjandi vanda eða
þegar greiða á fyrir
gerð kjarasamninga.
Aðgerðir í efnahags-
málum hafa þannig oft
á sér blæ misjafnlega
gæfulegra skyndila-
usna eða ráðstafana
sem verða til við samn-
ingaborð hjá aðilum
vinnumarkaðsins. Það
er tímabært að gefa gaum sjálf-
stæðu gildi efnahagsaðgerða. Þær
Þorsteinn M.
Jónsson
staða í
Um rétt strandríkis til að stjórna
veiðum þar er verið að semja á
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
New York. íslensk skip hafa rétt
til veiða í Smugunni, þar til alþjóð-
legir samningar hafa verið gerðir
um annað. Islendingar hafa með
staðfestingu sinni á hafréttarsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna sýnt, að
þeir eru fúsari að lúta alþjóðalögum
í þessu efni en Norðmenn. Sam-
kvæmt íslenskum lögum hafa
stjórnvöld heimild til að hlutast til
um úthafsveiðar íslenskra skipa, ef
við alþjóðasamning er að styðjast.
Enginn slíkur samningur er um
Smuguna að því er ísland varðar.
Norsk stjórnvöld hafa ekki ótví-
ræðan rétt til yfírráða á 197 mílna
svæði frá Svalbarða. Norðmenn
vilja ekki, að þriðji aðili skeri úr
um það, hver þessi réttur þeirra sé.
Þeir beita meira að segja íslensk
skip valdi, án þess að norsk löggjöf
dugi þeim til málssóknar.
Norðmenn hafa sjálfir kúvent á
úthafsveiðiráðstefnunni með því að
slást eindregið í hóp strandríkja.
Vandræðagangur norskra stjórn-
málamanna í sjávarútvegsmálum
hefur verið mikill undanfarna mán-
uði, enda erfitt fyrir þá að réttlæta
yfírborðslegan samning sinn um
sjávarútvegsmál við Evrópusam-
bandið. Þar hefur áferðin greinilega
skipt meiru en efnið.
Stóryrði í garð okkar íslendinga,
ásakanir um þjófnað og rangfærsl-
ur um fiskveiðistjóm duga Norð-
mönnum ekki_ til að ná árangri í
þessu máli. Ólögmæt valdbeiting
þeirra í Smugunni eða á Svalbarða-
svæðinu leysir ekki heldur þennan
norska vanda. Úr honum er unnt
að fá skorið með alþjóðasamningum
og málskoti til Alþjóðadómstólsins
í Haag. Norðmenn hafa ekki meiri
rétt utan lögsögu sinnar í Barents-
hafi eða á Svalbarðasvæðinu en
alþjóðasamningar veita þeim. Sé
deilt um efni slíkra samninga sker
Alþjóðadómstóllinn úr þeirri þrætu.
Réttur íslendinga til samnings-
bundins kvóta í Barentshafi styrkist
við að samningar dragast á lang-
inn, telji Norðmenn nýlegan, sögu-
legan rétt forsendu slíks kvóta.
Höfundur er þingmnður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
nú hefði verið auðveldari viðfangs
og valdið minni skaða ef erlend
skuldastaða hefði gert okkur kleift
að brúa bilið með lántöku. Það er
ekki skynsamleg hagsýsla að vera
stöðugt á fremstu nöf og þurfa
iðulega að grípa til róttækra niður-
skurðaaðgerða þegar á móti blæs
með tilheyrandi erfiðleikum fyrir
heimili og fyrirtæki.
Að varðveita stöðugleikann
Það skiptir höfuðmáli að aðgerð
sem þessi sé studd með hliðar-
aðgerðum, sem komi í veg fyrir að
þenslugangverkið hrökkvi af stað.
Annars er betur heima setið en af
stað farið. Tekjuaukann sem verður
til í sjávarútvegi vegna gengis-
breytingarinnar má til að byija með
nýta til að greiða niður skuldir og
styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækja í
greininni. Þannig skapast mögu-
leikar og forsendur fyrir þau til að
mæta áföllum í rekstri sínum. Síðar
er ráðlegt að taka upp veiðileyfa-
gjald samhliða því sem stjóm fisk-
veiða er bætt og komið á varanleg-
an grunn. Að öðrum kosti leiðir
tekjuaukinn til ofþenslu sem raskar
jafnvæginu í hagkerfínu og gerir
að engu þann árangur sem náðst
hefur í að efla stöðugleikann.
Þótt íslendingar tækju það ráð
að styrkja með þessum hætti sam-
keppnisstöðu sína er ólíklegt að það
ylli óróa meðal viðskipaþjóða. Það-
an af síður er sennilegt að það
kæmi af stað gengisfellingarsam-
keppni. Smæð þjóðarinnar og staða
utan myntbandalaga gerir okkur
kleift að sigla lygnan sjó í þessum
efnum. Það er tækifæri sem ber
að nýta.
Höfundur er hngfrœðingur
Samtaka iðnnðarins.