Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 1
JMmgtmliIafcft MENMNG LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 BLAÐ' LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýnir leikritið Óskina eftir Jóhann Siguijónsson í leikgerð Páls Bald- vins Baldvinssonar, næstkomandi laugardag, 10. september. Páll Baldvin er jafnframt leikstjóri. Óskin er betur þekkt undir heitinu Galdra-Loftur og er eitt af snilldar- verkum íslenskra leikbókmennta. Tveir nýútskrifaðir leikarar, Benedikt Erlingsson og Margrét Vilhjálmsdóttir, stíga sín fyrstu spor í at- vinnuleikhúsi við flutning þessa verks, en þetta er í annað sinn sem Páll Baldvin setur upp sýningu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur valið leikgerð sinni nýtt heiti og lék undirrituðum forvitni á að vita hvers vegna. „Leikritið var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 26. desember árið 1914,“ segir Páll Baldvin. „Áður en til þess kom að Leikfélagið fengi verkið var Jóhann búinn að gera samning við dönsk leikhús um sýningu þess. Á dönsku heit- ir verkið „0nsket“ og þann titil hefur það borið hvar sem það hefur verið sýnt í Evrópu. Aðeins á íslandi hefur það titilinn Galdra-Loftur. Enginn veit raunverulega ástæðu þess hvers vegna Jóhann tók þá stefnu að breyta nafni verksins fyrir íslensku sýninguna. Hann breytti gjarnan titl- um verka sinna þegar að íslenskum útgáfum kom, til dæmis gerðist það með Bóndann á Hrauni og Mörð Valgarðsson." - Hveijar eru megináherslurnar í sýningunni? „Við höfum reynt að losa verkið úr þeim natural- isma sem það er skrifað í. Jóhann skrifaði mjög nákvæmar lýsingar á sviðsmyndum og skýrar leiðbeiningar fyrir leikara. Með því að nema burtu allar slíkar leiðbeiningar stóð textinn eftir nakinn þá var svigrúm fyrir leikarann að leita eftir forsend- um í textanum sjálfum. Við gerðum líka ákveðnar breyt- ingar í efnahagslegu skyni því að verkið er skrifað fyrir talsvert stóran leikhóp. í verkinu er gert ráð fyrir tíu betlur- um, tíu vinnumönnum og tíu svipum. Við fækkuðum persón- um og drógum með því saman kjama verksins sem er fyrst og fremst samband Lofts við þessar tvær stúlkur og þau öfl sem þær standa fyrir í samfélaginu en einnig leit hans að þekkingu. Við vinnu þessarar leikgerðar lagði ég meiri áherslu á óskina en var upprunalega. Það gerðist ósjálfrátt þegar búið var að skera af verkinu staðarlýsingar og naturalískan umbúning. Margt af því sem var numið úr verkinu þótti mjög spennandi á sínum tíma, til dæmis Sjá næstu síðu. Margrét „Dísa er ung kona, ábyggi- lega nokkuð menntuð mið- að við aðrar stúlkur á Is- landi. Hún er dóttir biskups- ins og veit að hún er mesti kvenkostur landsins. Hún er engin frekja, en hún veit þó hvað hún vill. Hún er sak- laus en hún þroskast frá því að hún hittir Loft fyrst og þar til hún uppgötvar að það er eitthvað að honum.“ „Þó að Sfeinunn sé skrifuð og hugsuð sem átjándu ald- ar kona þá höfðar hún sterkt til mín sem kona á tuttugustu öld og ég efast ekki um að flestar manneskjur finni til djúprar samkenndar með þessari persónu." Benedikt „Loftur er á milli tveggja kvenna, Tom Cruise týpa sem mar- keraður er af metn- aði, er framagjarn og ætlar sér að ná langt í lífinu." Pall Baldvin „Vió vinnu þessarar leikgerðar lagði ég meiri áherslu á óskina en var upprunalega. Það gerðist ósjálfrátt þegar búið var að skera af verkinu staðarlýsingar og naturalisk an umbúning."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.