Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 2

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 2
2 C LAUGARDAGUR 3. SEPTERMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ lýsingar á norrænum búnaðarháttum við ysta haf. Verk Jó- hanns gengu vel í Evr- ópu og það má að hluta til þakka forvitni manna um búskapar- hætti þess fólks sem bjó norður við heim- skautsbaug á fyrri tíð. í verkinu gerðum við biskupssetrið á Hólum að almennu biskups- setri. Hólar eru aldrei nefndir. Ýmisleg nat- uralistísk brögð fjar- lægjum við úr verkinu. Við þurfum ekki á þeim að halda því við höfum fengið þannig uppeldi gegnum kvikmyndir og sjónvarp. - Eiga siðferðileg spursmál verksins erindi við okkur í dag? „Siðferðilegu spursmálin eiga tvímælalaust erindi við nútímann, sérstaklega við fólk'á þessum aldri sem stendur frammi fyrir vali á milli hugsjóna og frama, á milli tilfinninga eða skynsemi við maka- val. Hér eru borin fram spursmál sem eru sígild þó að sum þeirra séu að vísu bundin ákveðnum tíðar- anda, t.d. hin sonarlega skylda sem er veikari í dag en þá. Það er vita- skuld það sem hefur alltaf heillað menn í sambandi við verkið og á sínum tíma þjóðsöguna er kuklið í Lofti. Ennþá erum við að sjá unga menn í samfélaginu sem hafa ríkan áhuga á kukli.“ - Hvemig var tónlistin í verkið valin? „Jón Leifs samdi á fjórða ára- tugnum tónverk við Galdra-Loft en við ákváðum að notast ekki við það heldúr leituðum við til ungs tón- skálds sem hefur starfað hér í hús- inu. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlist sem við notum við kafla- skipti og til hersluauka." - Viltu segja eitthvað um verkið sérstaklega? „Leikritið er valið vegna þess að við stöndum á nokkrum skilum. Það eru áttatíu ár frá því Leikfélag- ið frumsýndi verkið og sjötíu og fimm ár síðan Jóhann lést. Það eru tuttugu og fímm ár síðan verkið var sýnt síðast af atvinnuleikhúsi í Reykjavík og við teljum að það eigi erindi við unga og aldna. Það hefur verið rosalega gaman að vinna að því.“ Margét Vilhjálmsdóttir leikur Dísu biskupsdóttur og um hennar persónu segir Margrét: „Dísa er ung kona, ábyggilega nokkuð menntuð miðað við aðrar stúlkur á Islandi. Hún er dóttir biskupsins og veit að hún er mesti kvenkostur landsins. Hún er engin frekja, en hún veit þó hvað hún vill. Hún er saklaus en hún þroskast frá því að hún hittir Loft fyrst og þar til hún uppgötvar að það er eitthvað að honum.“ - Þetta er þitt fyrsta hlutverk í atvinnuleikhúsi, hvern- ig leggst það í þig? „I sumar hef ég tek- ið þátt í uppfærslu Hársins og það hefur verið góður undirbún- ingur. Sviðið í Óper- unni er aðeins stærra en svið nemendaleik- hússins sem ég hafði reynslu af fram að því. Uppfærslan á Hárinu hefur gert stökkið auð- veldara. Ég kann vel við mig hér í húsinu, hér er mikið af góðu fólki.“ Sigrún Edda Bjöms- dóttir leikur eitt aðal- hlutverkið, það er Steinunni vinnu- konu. - Er Steinunn fórnarlamb? „Já, tvímælalaust. Hún er fórnarlamb valdsins og jafnframt fórnarlamb ástarinnar." - Hvaða tilfinningar fínnst þér eiga best við túlkun þessarar per- sónu? „Hún fer allan skalann, þessi kona. Þetta er frábærlega vel skrif- að hlutverk og vönduð leikpersóna. Hún jafnast á við bestu leikpersón- ur heimsbókmenntanna." - Hvernig líst þér á að takast á við þetta hlutverk? „Þetta er óskahlutverk hverrar leikkonu. Mér fínnst verkið gott og það er ánægjulegt að eiga skáld á borð við Jóhann. Ég las hann í skóla og nú er ég að kynnast hon- um aftur og skynja að við eigum þar mikið skáld sem má alls ekki falla í gleymsku. Þó að Steinunn sé skrifuð og hugsuð sem átjándu aldar kona þá höfðar hún sterkt til mín sem kona á tuttugustu öld og ég efast ekki um að flestar manneskjur fínni til djúprar sam- kenndar með þessari persónu. Við höfum öll upplifað svipaða hluti, þ.e. höfnunina en kannski ekki á jafn dramatískan hátt.“ Benedikt Erlingsson fer með hlutverk Galdra-Lofts og ég spurði hernig honum þætti að stíga í fyrsta sinn á fjalir atvinnuleikhúss í svo krefjandi hlutverki. „Þetta er stórkostlegt tækifæri, óskadraumur margra ungra leik- ara, og ég vona bara að ég klúðri því ekki.“ - Er Galdra Loftur illmenni eða tákn hins eyðandi afls í manninum? „Nei, Loftur er óskaplega mann- legur. Hann indæll strákur, næmur og blíður. Ég get ekki séð neinn Faust í honum sem berst á milli góðs og ills. Ég held að hann eigi óskaplega lítið val. Hann er gráðugur í þekkingu og er upp- reisnargjarn. Það má segja að þekkingarleitin og galdurinn séu uppreisnarleiðir hans. Loftur er á milli tveggja kvenna, Tom Cruise týpa sem markeraður er af metn- aði, er framagjam og ætlar sér að ná langt í lífínu.“ eÖG Alain Robbe-Grillet hefur ný- verið gefíð út lokabindi í þriggja binda sjálfsævisögu sinni og nefnist hún Síðustu dagar Korintu. - Hvað ert þú að takast á við í þessari bók? „Þessu er erfitt að svara. Svarið er í bókinni. Titill hennar er sóttur í frægt málverk eftir franskan mynd- listarmann sem var uppi á síðari hluti 19. aldar er nefnist Síðasti dagur Korintu. Það sýnir rómverskan kons- úl sem kemur að rústum Korintu- borgar eftir eldsvoða. í málverkinu nær heitið Korinta yfir alla borgina en í bókinni er Korinta nafn persónu sem kemur fyrir í öllum bindum sjálf- sævisögunnar. Korinta er greifí sem heitir fullu nafni Henry Korinta. Hann er riddaraliðshermaður sem er þekktur fyrir að vera alltaf á hvítum hesti. í þessari persónu koma saman ýmsar fígúrur úr bókmenntum, myndlist og kvikmyndum. öll menning er byggö ó rústum Þema Síðustu daga Korintu er rústir eins og rústirnar í málverkinu. Þemað er í beinu sambandi við heim- inn í dag. Samkvæmt hefðinni eru rústir skildar sem eitthvað neikvætt, eitthvað sem við hörmum. En rústir eru það sem hinn nýji heimur verður byggður úr. Það má hugsa sér að öll menning sé byggð á rústum þeirr- ar menningar sem kom á undan. Verk Wagners eru byggð á verkum Bachs, og verk Heideggers á verkum Hegels sem byggði á verkum Kants. Mín skrif byggja á rústum skrifa Balzacs. Fyrir mér er hugtakið ekki neikvætt heldur áhugavekjandi, það vekur gleði. Ef sálarlífíð er í rústum þá er það einfaldlega betra,“ segir Robbe-Grillet og brosir. Nú er Robbe-Grillet ekki eingöngu rithöfundur heldur einnig kvik- mjmdagerðarmaður og því liggur beint við að spyrja á hvaða rústum kvikmyndir hans eru gerðar. „Þær eru byggðar á rústum raunsæislegra kvikmynda. Kvikmyndum leikstjóra eins Jean Renoir.“ Robbe-Grillet hefur mikinn áhuga á orðsifjafræðum og allt þetta tal um rústir fær hann til að velta því fyrir sér hvort íslenska orðið rústir sé skilt enska orðinu ryð (,,rust“). Hann segir að þessi áhugi sinn sé ekki vísindalegur heldur sé eingöngu nauðsynlegt að hugmyndir um stofn Njörður P. Njarðvík gaf nýlega út ljóðabók með þýðingum á ljóð- um sænska skáldsins Wemers Aspenströms. Ljóðabókin nefnist „Vindar hefja sig til flugs" og hefur að geyma úrval úr þeim sautján ljóðabókum sem Aspenström hefur gefið útum ævina. í inngangi bókar- innar segir að í þeim megi ljóslega greina þróun sænskrar ljóðagerðar síðustu fímmtíu ár. Blaðamaður Morgunblaðsins sótti Njörð heim af þessu tilefni til að ræða við hann um útgáfu og efni bókarinnar. Ljóó ef la skapandi hugsun Njörður segir eðli ljóða að gera kröfur til lesandans og ljóðin verða að miklu leyti til í lesandanum sjálf- um. „Það sem er einkennandi við ljóð er að við lestur þeirra kemur mynd upp í huga lesandans. Sú mynd er aðeins til hjá honum og þess vegna skiptir viðtaka hans svo miklu máli. Það gildir jafnt um ljóðagerð og heimspeki, sem og alla þekkingu." Njörður tekur dæmi af tveim mönnum sem standa úti undir stjömubjörtum himni. Annar þeirra segir: „Ég sé stjörnu." Hinn segir: „Ég sé ekki stjörnu. Ég sé Ijós sem kemur frá stjömu. Það hefur verið milljón- ir ára á leið hingað og það end- ar ekki hjá mér. Það heldur áfram. Hvert liggur leið þess? Deyr það nokkum tíma út?“ Þessir tveir menn hafa gjörólíka viðtöku og það er þessi viðtaka sem skiptir svo miklu máli þegar ljóðatexti er lesinn að mati Njarð- ar. Það er vegna þess að ljóðið lifír í því sem viðtakandinn skapar á milli orðanna. í þessu samhengi er gott að taka örstutt Ijóð eftir Aspenström sem nefnist Engispretta (bls. 52). Frelsið er viðkvæmt Franski rithöfundurinn og kvikmyndagerð- armaðurinn Alain Robbe-Grillet heimsótti ísland nýverið. Anna Sveinbjamardóttir ræddi við hann um merkingu rústa og stöðu kvikmyndagerðar. orða séu áhugaverðar. „Það er gam- an að því hvemig uppruni orða bend- ir á það sem er falið í hugsuninni. Til dæmis hefur franska orðir synd „péché“ hugsanleg kynferðisleg tengsl. Það er skylt orðinu fótur og þýddi upprunalega „að skera fót af“. Aó fela i texta Ég nota oft orð hvers uppruna ég þekki en enginn getur lesið þá merk- ingu nema þeir sem þekkja hann einnig. Flaubert sagði að texti feldi hluti og að hlutverk höfundar væri að fela. Það er til eintak af bók eft- ir 19. aldar rithöfundinn Stendahl þar sem hann hefur skrifað á spáss- íuna útskýringar á því hvað hann er að klæmast í textanum en enginn annar hafði áttað sig á þessu. Maður á aldrei að taka texta eins og hann er á yfirborðinu. Maður á alltaf að gmna textann um eitthvað en þess konar hugmyndir falla ekki hinum almenna lesanda í geð. Balzac fellur t.d. mun betur í kramið en Flaubert og Stendahl vegna þess að hann felur mikla minna í textanum en þeir.“ - En hvemig felur maður í kvik- myndatexta? „Það mætti halda að samkvæmt grundvallarlögmáli þá feldi texti en mynd sýndi. Þennan misskilning má sjá í nýlegri kvikmyndaútgáfu Chab- rol á Madame Bovary. Það er fullt af földum merkingum í textanum en Chabrol reynir að sýna allt þannig að ekkert verður eftir af upprunalega verkinu. Þessi skáldsaga Flauberts vakti hneykslan þegar hún kom út og menn sem vildu græða á því lögðu til við Flaubert að gefa út mynd- skreytta útgáfu af sögunni. í bréfi sem Flaubert skrifaði frænku sinni segir hann m.a. af þessu tilefni „af hveiju ætti ég að leyfa bjánum að sýna það sem ég er að fela“. En svo ég snúi mér aftur að spurn- ingunni. Þá er það sama á ferðinni í kvikmyndum. Það er vinna klippar- ans að vinna með frásögnina til að fela. Það er ótrúlegt hve mikið er talað í hefðbundnum myndum. Flest- ir kvikmyndagerðarmenn láta tal útskýra myndir sínar. Þegar lítið er talað, þegar engin orð lýsa hvað er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.