Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 C 3
Franskar sjónvarpsstöðvar eins og
Arte sem vildu sýna öðruvísi efni
hafa smám saman neyðst til að sýna
myndir sem lúta lögmáli hins svokail-
aða raunveruleika.
Aórar tjáningaadferdir
Ég er samt heppinn að vera
Frakki. í Frakklandi er reynt að leyfa
öðrum tjáningaraðferðum að þrífast.
Það er tekinn skattur til að styrkja
þær. Við þurfum mörg tungumái til
að tjá flókinn raunveruleikann. í
Bandaríkjunum er þessu öfugt farið
og alit gert til að eyðileggja menn
eins og t.d. Orson Welles sem vilja
ekki hlíta reglum hefðbundinar kvik-
myndagerðar. Menn eru oft undrandi
á því hvers vegna Frakkar beijast
gegn bandarískri kvikmyndalist. Það
sem við erum að beijast gegn eru
niðurnegld viðmið. Þetta þýðir ekki
að hinn almenni áhorfandi í Frakk-
landi sé ekki hrifinn af bandarískum
afurðum.“
- Nú tókst Frökkum að hefta
framrás bandarískra kvikmyndaiðn-
aðarins á Evrópumarkaðnum í bili
með GATT-samningnum. Hvað held-
ur þú að framtíðin geymi?
„Frelsið er viðkvæmt. Það þarf
alltaf að hafa fyrir því þar sem því
er stöðugt ógnað. Þetta verður erfíð
barátta. Frakkar eru spenntir fyrir
bandarískum vörum eins og MeDon-
alds sem eru búnar til samkvæmt
ákveðnum formúlum eða reglum og
móta fólk samkvæmt þeim.
Mikilvægur stuðningur við baráttu
okkar kemur frá fijálsum mönnum
í Bandaríkjunum sem búa yfir frelsi
hugans. Frakkar hafa á móti endur-
vakið í Bandaríkjunum baráttu kvik-
myndaleikstjóra fyrir því að eiga
höfundarréttinn að myndum sínum.
Þessi barátta er að fara af stað. í
Frakklandi er það kvikmyndaleik-
stjórinn sem á myndina en í Banda-
ríkjunum er það framleiðandinn,
maðurinn með peningana, sem á
höfundaréttinn. Bandarísku kvik-
myndaleikstjórarnir fá stuðning fá
Frökkum í þessari baráttu eins og
Bandaríkjamenn fengu stuðning frá
Frakklandi í frelsisbaráttu 18. ald-
ar.“
Alain Robbe-Grillet óttast þess
vegna ekki hvað framtíðin hefur að
geyma og endar þessa umræðu með
því að segja „Frelsi hugans er við-
kvæmt en jafnframt lífseigt þess
vegna er engin ástæða til að missa
alla von.“
að gerast, kemur í ljós að mynd er
torræðari en maður heldur. Það er
hægt að nota mynd sem ráðgátu.
Mótsögn hljóós og myndar
Ég nota t.d. ekki þá grundvallar-
reglu að láta hljóð og mynd segja
það sama heldur hef ég þetta oft í
mótsögn. I L’Année derniére á Mari-
enbad er t.d. atriði þar sem myndin
sýnir konuna ganga út úr herbergi
en rödd karlmannsins lýsir því að
hún gangi að rúmi. Sumar af þeim
mótsögnum sem ég hafði í handritinu
fyrir þessa mynd fengu ekki að vera
með. Leikstjórinn, Alain Resnais, var
hræddur um að áheyrendur skildu
ekki myndina. Hann lét það sig meiru
varða.“
Robbe-Grillet segir að ein hug-
mynd hans hefði verið að hafa ákveð-
in hljóð fylgja aðalpersónunum. Kon-
an hafi búið í teppalagðri höll og
hann hafi viljað að hvort sem hún
væri að ganga úti eða inni þá heyrð-
is eins og hún væri að ganga á teppi.
Maðurinn hafi hins vegar tilheyrt því
sem var fyrir utan höllina og hjá
honum hafi alltaf átt að heyrast eins
og hann væri að ganga á möl. Þegar
manninum hafi síðan átt að takast
að tæla konuna til sín átti hún að
hrasa og síðan hefði átt að heyrast
eins og hún gengi á möl. Robbe-Gril-
let fékk ekki þessa hugmynd í gegn.
„Þetta virðist mjög ljóst en áhorf-
andinn sér lítið og heyrir minna. Ef
mynd og hljóð passar ekki þá heldur
hann að það sé eitthvað að hátalaran-
um eða óhreinindi á filmunni. Ef
kvikmyndagerðarmaður sem vinnur
samkvæmt hefðbundum aðferðum
væri t.d. að vinna viðtal fyrir sjón-
varp og það heyrðist snark í eldi í
bakgrunninum þá mundi hann neyð-
ast til að hafa eitt skot á eldinn með
í myndinni.
Listrœnir möguleikar
ekki notaóir
Þó að hljóð og mynd sé oftast
ekki tekið upp saman þá eru þau
samstillt eftir á. Kvikmyndagerðar-
menn nýta ekki þá listrænu mögu-
leika sem efnið býr yfir. Rússneski
kvikmyndaleikstjórinn Eisenstein
talaði um í Ávarpi sínu gegn hljóð-
myndum að nota andstæður hljóðs
og myndar. Þetta geri ég t.d. í L’Ed-
en et aprés þar sem myndin sýnir
vatn en það heyrist í eldi.“
- Þú ert mjög duglegur að útskýra
verk þín sem mörgum finnst illskilj-
anleg, hvers vegna?
„Það er alltaf auðvelt að skýla sér
bak við þá klisju að listaverk sé óút-
skýranlegt. Það er áhugavert að út-
skýra eftir að hafa skapað rof í verki.
Ég get t.d. haldið langa tölu um día-
lektík vatns og elds.“
- Nú virðast ungt fólk í dag eiga
auðveldara með að nálgast bækur
þínar sem voru taldar ólesanlegar
þegar þær komu fyrst út. Á þetta
einnig við kvikmyndir þínar? Er eitt-
hvað að breytast?
„Ég er afskaplega undrandi að
núna sé ég unga stúdenta lesa La
Jalousie frá 1957 sem þótti ólesanleg
áður.
Hvað varðar kvikmyndirnar er
tungumál þeirra í fyrsta lagi ekki
það sama og í upphafi. Minn stíll er
nær því sem Eisenstein var að gera
en Chabrol. í öðru lagi er tungumál
kvikmyndanna sífellt að verða stirð-
ara og festast meira í ákveðnu fari.
Samt eru til mörg kvikmyndamál.
Til dæmis tjá Godard og Truffaut
sig ekki eins. Þessi síaukni skortur
á sveiganleika virðist því miður vera
sök sjónvarpsins. Það þröngvar upp
á alla að laga sig að ákveðnu normi
sem þykist sýna raunveruleikann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRANSKI rithöfundurinn og kvikmyndageróarmaóurinn
Alain Robbe-Grillet.
Engispretta
Vindar hefja sig til flugs.
Engispretta vaknar
og ætlar að ljósta heiminn furðu.
Gulu blómin við vegbrúnina
bera sama nafn og Jóhannes.
Löngu á undan Orðinu var Upphafið.
„Dögun er upphaf,“ segir Njörður.
„Dögun er upphaf hvers dags. Dögun
er ný sköpun. Um leið og dögun
hefst byijar hreyfing og „Vindar
hefja sig til flugs“. Hver sá sem
vaknar til lífsins ætlar að gera eitt-
hvað stórkostlegt: „Engispretta
vaknar og ætlar að ljósta heiminn
furðu.“ „Gulu blómin við vegbrúnina
bera sama nafn og Jóhannes," en í
Svíþjóð vaxa blóm sem nefnd eru
eftir Jóhannesi. Ef sá sem les þetta
og setninguna á eftir: „Löngu á und-
an Orðinu var Upphafið", er lesinn
í Biblíunni, tengir hann ljóðið upp-
hafi Jóhannesarguðspjalls: „I Upp-
hafí var Orðið, og Orðið var hjá
Guði, og Orðið var Guð.“ Aspenström
snýr þessu við og segir að upphafið
hafi verið löngu á undan orðinu. í
þessum stutta texta felst því geysi-
lega djúp og umfangsmikil hugsun,
sem talar til þeirra sem kunna að
lesa. Það er þetta sem mér finnst
vera svo stórkostlegt við ljóðlistina.
Sá sem les ljóð eykur stöðugt skap-
andi hugsun hjá sjálfum sér.
Aspenström dettur þó aldrei niður á
plan þeirrar hnyttni eða hótfyndni,
sem sumir kalla ljóð en skortir þá
dýpt sem ljóð þurfa að hafa til að
bera.“
Þýóendur þurfa aó vera
skáld
Sú spurning hefur leitað á marga
hvort þýðendur þurfi að vera skáld.
í huga Njarðar er engin spurning
um það, „alltént þurfa þeir sem þýða
Ijóð að vera skáld. Sá sem þýðir
skáldsögu eða smásögu, þarf á hinn
bóginn að geta skrifað íslensku eins
og skáld. Þótt hann skilji erlenda
tungumálið sem um ræðir mjög vel,
ef hann getur ekki skrifað íslensku
eins og skáld, þá lifnar verkið ekki
aftur í íslenskunni. Móðurmálið
skiptir alveg jafn miklu máli fyrir
þýðandann eins og málið sem hann
þýðir úr, sem hann þarf líka að kunna
mjög góð skil á. Ég veit til dæmis
ekki hvort ég myndi treysta mér til
að þýða ljóð úr öðru tungumáli en
sænsku.“
Þýóir Ijóó á feróalögum
„Nú er ég búinn að þýða fjórar
ljóðabækur úr sænsku. Ég hef þýtt
Bo Carpelan, Tomas Tranströmer,
Edith Södergran og loks Werner
Aspenström. Af hveiju valdi ég þessi
íjögur skáld? Vegna þess að þau
höfða mjög sterkt til mín og ég hef
miklar mætur á þeim. Þetta gerir
maður aðeins af því að mann langar
til þess,“ segir Njörður. Hann segir
að bókin sé búin að vera nokkuð lengi
í vinnslu, eða tvö ár. „Þýðing ljóða
finnst mér ólík þýðingu skáldsagna.
Það er hægt að sökkva sér ofan í
skáldsögu og þýða hana á tveim
mánuðum. Vinna alla daga og lifa í
skáldsögunni. Þetta gildir ekki um
Ijóð. Ég þýði oft ljóð þegar ég er
einn á ferðalögum. Eg hef þá gjarnan
með mér ljóð eftir eitt skáld, eins
og síðastliðin tvö ár hef ég haft með
mér ljóð eftir Aspenström. Ég
handskrifa ljóðaþýðingu og geymi
hana. Síðan tek ég mig til þegar
einhver tími er Iiðinn, fer yfir
þýðinguna og þá verður hún
samfelldari."
Ljóó eru leikur aó
lungumálinu
„Gott ljóð þarf að hafa einhveija
hugsun sem er dýpri og víðfeðmari
heldur en orðið sjálft,“ segir Njörður.
„Það táknar ekki að það þurfi að
vera flókið. Einföld ljóð geta verið
stórkostleg.“ Njörður segir að klisjan
„ljóðlist er það sem glatast f
þýðingu", hafí að geyma
sannleikskorn. „Hugsunin á bakvið
þessa gömlu klisju er sú að ljóðið er
nátengt málinu sem það er skapað
á. Svo ljóð eru alltaf með einhveijum
hætti leikur að sjálfu tungumálinu.
Þess vegna skiptir ljóðið miklu máli
fyrir líf tungunnar. Af því að ljóðið
er svo fijótt og lifandi í notkun
tungumálsins. Rússnesku formal-
istarnir töldu ekki skipta máli í
ljóðlist hvað væri sagt, heldur
hvernig það væri sagt. Þeir töluðu
um framandgervingu hversdags
leikans. Ef ég segi við þig: „Það logar
ljós á kerti“ sérðu mynd fyrir þér,
en þér finnst þetta ekki skáldskapur.
En ef ég vitna í Jón úr Vör og segi
við þig: „Stillt vakir ljósið í stjakans
hvítu hönd“ myndir þú kalla það ljóð
þótt að sama hugsun búi að baki.
Það sem gerir gæfumuninn er sú
færsla á milli skynsviða, sem á sér
stað hjá Jóni úr Vör. Það er hún sem
gerir ljóðið svo heillandi. Þegar Jónas
Siguijónsson yrkir um Jónas
Hallgrímsson og segir: „Svo voru
þínir dag:ar sjúkir en fagrir", þá er
það ekki Jónas sem var sjúkur,
heldur dagarnir. Þetta er yfirfærsla
í hugsun sem vekur fijósemi í okkar
hugsun."
Óvsent myndmál
Aspenströms
Það sem heillar Njörð fyrst og
fremst í skáldskap Aspenströms er
hið sérkennilega myndmál í ljóðum
hans: „Mér finnst hann orða hugsun
sína á myndmáli sem kemur á óvart.
Hann sýnist ekkert vera mjög flókinn
og hefur undarlega blöndu finnst
mér af kaldhæðni og alvöru." Er
Njörður þá að tala um Óð til
þyrlunnar (bls. 24)? „Já, það hafa
fleiri minnst á það. En hvað segirðu
um ljóðið Bæn fyrir efninu (bls. 30)?“
Bæn fyrir efninu
Bæn fyrir efninu,
sem er hallmælt af dýrlingum,
kúgað af hversdagsmönnum.
Ef við sitjum til borðs
er það hjá sigurvegurum.
Borðið bauð okkur ekki.
Líka bæn fyrir fangelsismúmum,
sem er lokaður inni meðal fanga,
sem klóra, krota, ata allt í blóði.
„Aspenström hefur undarlegt vald
á því að orða hversdagslega hugsun
á mjög djúpan hátt. Hann sækir oft
myndmálið í hversdagslega atburði,
en ekki alltaf. Stundum er það þvert
á móti hátíðlegt. Ég er mjög hrifinn
af ljóðinu Sálin kvartar (bls. 54). Það
ásakar manninn fyrir að hugsa
ekkert um sitt innra líf fyrr en allt
er hrunið. Þá er aftur orðið mjög
auðvelt að kvarta undan því.
Aspenström er mjög víðfeðma,
víðlesinn. Hann vitnar í indverska
heimspeki, biblíuna, jóga,
náttúruvísindin og stundum
hversdagslegustu atvik, eins og
mann sem er að lesa blað (bls. 68).
Maðurinn leggur frá sér blaðið því
hann sér að ástandið fer versnandi
í heiminum og móðirin þaggar niður
í hugsunum sinum með glamrinu í
uppvaskinu. Skelfingin skín í
gegnum þetta atferli þeirra. Þau
gleyma að annast framtíðina og
stúlkan í ljóðinu er tákn
framtíðinnar.“ Mörg ljóða
Aspenströms geyma váleg skilaboð
um að heimurinn fari versnandi, en
mörg þeirra búa á hinn bóginn yfir
gleði og bjartsýni. Helst er það að
kveðskapur Aspenströms sem tekinn
er úr síðari bókum hans einkennist
af svartsýni. Þegar á heildina er litið
er ekki hægt að segja en að ljóð
hans eigi það sameiginlegt að vekja
lesandann og stuðla að dögun í
hugsunum hans.
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Sigurður Árni Sigurðsson og Kristinn
G. Harðarsson til 11. september.
Verk Jóhannesar Kjarvals í Austur-
sal.
Nýlistasafn
Rúna Þorkelsd., Ragnheiður Ragn-
arsd. og Björk Guðmundsd. sýna til
18. sept.
Stöðlakot
Verk Kristjáns H. Magnússonar til
11. sept.
Gerðuberg
Inga Svala Þórsdóttir sýnir til 2. okt.
Galierí Listinn
Agatha Kristjánsdóttir sýnir til 16.
sept.
Listasafn ísiands
í deiglunni 1930-1944. Frá Alþing-
ishátíð til lýðveldisstofnunnar.
Norræna húsið
Þórður Hall sýnir til 18. sept.
Portið
Hildur Inga Björnsdóttir, Dura, sýnir
til 18. sept.
Ráðhús Reykjavíkur
Leiftur frá lýðveldisári - Bæjarmál
1944.
Ásmundarsafn
Samsýning á verkum Ásmundar
Sveinssonar og Kristins E. Hrafns-
sonar til áramóta.
Safn Ásgríms Jónssonar
Þingvallamyndir fram í nóvember.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Hátíðarýningin Islandsmerki og súl-
ur Siguijóns til áramóta.
Gallerí Úmbra
Anna-Maria Osipow sýnir til 14.
september.
Gallerí Sólon íslandus
Ljósmyndasýn. Klaus D. Francke til
12. sept.
Gallerí Fold
Bragi Ásgeirsson og Svava Vilbergs-
dóttir til 3. september.
Listasafn Kóp. - Gerðasafn
Sýn. á verkum safnsins til 25. sept.
Mokka
Carolee Schneemann sýnir til 10.
september.
Hafnarborg
Jóhann Bogadóttir sýnir til 19. sept.
Kjarvalsmyndir úr safni Þorvaldar
Guðmundssonar í Sverrissal. Otivia
Petrides sýnir í kaffistofu.
Gallerí einn einn
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir til 14.
sept.
Gallerí Greip
Victor Guðmundur Cilia sýnir til 14.
sept.
Gallerí Bláskjár
Verk eftir Moniku Larsen-Dennis.
Gallerí Sævars Karls
Susanne Christensen sýnir til 15.
september.
Jens-Kringlunni
Barbara Kay Casper sýnir til 3. sept-
ember.
Hús Alnæmissamtakanna
Spörri sýnir út sept.
SPRON-Álfabakka
Rut Rebekka sýnir til 25. nóvember.
Gallerí Allra handa - Hjalteyri
Sveinbjörg Haligrímsdóttir sýnir til
18. sept.
Risið Akranesi
Pjétur Stefánsson sýnir til 4. sept.
Listahornið-Akranesi
Hólmfríður Valdimarsdóttir sýnir til
31. september.
Slunkaríki-Ísafirði
Kjartan Olason sýnir til 11. septem-
ber.
Eden
Jón H. Sveinsson sýnir til 4. sept.
Norðurárdalur-Borgarfirði
Brýr að baki. Sýning Finnu B. Steins-
son stendur um óákveðinn tíma.
TONLIST
Laugardagur 3. september
Söngtónleikar í Vinaminni Akranesi
kl. 16.30.
Sunnudagur 4. september
Söngtónleikar í Keflavíkurkirkju kl.
16.30. Tríó Reykjavíkur i Hafnar-
borg kl. 20.
Þriðjudagur 6. september
Septembertónleikar í Selfosskirkju:
Marco Lo Muscio frá Róm kl. 20.30.
LEIKLIST
Möguleikhúsið
Umferðarálfurinn Mókollur: Höfn í
Hornafirði 6. sept., Breiðdalsvík 7.
sept., Stöðvarfirði 8. sept., á Fá-
skrúðsfirði og Reyðarfirði 9. sept., á
Eskifirði og neskaupsstað 10. sept.
Light Nights
Sýningar öll kvöld nema sun. kl. 21.
íslenska leikhúsið
Býr íslendingur hér kl. 20.30; Akur-
eyri lau. 3. sept., Húsavík fös. 9. sept.
Leikfélag Hafnarfjarðar
Mómó kl. 17; lau. 3. sept., lau. 10.
sept.
íslenska óperan
Hárið kl. 20; lau. 3. sept., sun. 4.
sept., fim. 8. sept., fös. 9. sept.
PEBl