Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 4
4 C LAUGARDAGUR 3. SEPTERMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Tilveran
er undur
Ljósmynd: Sigurður Ásgrímsson
Idag, 3. september, verður opnuð
í Hafnarborg sýning á verkum
Jóhönnu Bogadóttur. Jóhanna hefur
sýnt víða um heim og haft einkasýn-
ingar í listasölum og söfnum ýmissa
borga.
Síðastliðið vor var sýning á verk-
um hennar í New York í boði Amer-
ican Scandinavian Society. Þá fjall-
aði Randi Hoffmann gagnrýnandi
listtímaritsins Artspeak um þá sýn-
ingu og sagði þar meðal annars að
áhrifin frá verkunum og ferskleiki
þeirra minnti á áhrif frá gönguferð-
um hátt uppi í fjöllum.
Á sýningunni í Hafnarborg verða
einkum málverk unnin á striga en
einnig vatnslitamyndir og
fáeinar olíukrítarmyndir.
Greinarhöfundur brá sér
í Menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar þar sem hann tók Jóhönnu
tali.
„Verkin eru unnin á síðustu
tveimur til þremur árum,“ segir Jó-
hanna. „Ég er yfirleitt með margar
myndir í vinnslu í einu. Ég vinn
.verkin oft í áföngum með mislöngum
Kléum. Það er gott að hvíla- sig á
verkum, fá fjarlægð á þau og láta
þannig tímann vinna með sér.
Það getur verið erfitt að sjá hvort
mynd er tilbúin . Stundum gætir
algjörrar fullvissu hjá mér fljótlega
en það er undantekning, oftast þarf
að ég að koma að verkinu aftur og
aftur og stundum þurfa að líða
mánuðir og jafnvel ár á milli, sér-
staklega þegar stærri verk eru ann-
ars vegar.
Það er ekki mikil breyting á mynd-
um mínum frá síðustu sýningu.
Sumar þeirra myndá sem ég sýni
núna voru hér um bil fullkláraðar
fyrir tveimur árum og hefðu þess
vegna getað fallið inn í sýninguna
í Listasafni ASÍ vorið 1993.
Þó að ég leggi mesta áherslu á
málverkið um þessar mundir þá hef
ég unnið í önnur efni meðfram. Á
síðustu sýningu var ég til dæmis
með nokkrar olíukrítarmyndir. Fyrir
rúmu ári tók ég að vinna með vatn-
sliti og kom mér mikið á óvart hversu
gaman það er. Það er skemmtileg
tilbreyting að vera með vatnslitab-
lokk og einbeita sér að litlu mynd-
formi með þeim takmörkunum sem
það hefur. Ég fékkst lengi við graf-
ík en hef látið hana algjörlega vera
síðastliðin þrjú ár. Mér fínnst ég
læra mikið á því að fara í önnur
efni og ég er viss um að reynsla
mín af vatnslitum skilar sér í mál-
verkunum. Ég sæki mikið hughrif
til náttúrunnar og þá ekki síst til
íslenskrar náttúru, þó ég heillist líka
af fjarlægum menningarheimum og
af því að koma á framandi slóðir.
Það er bæði stórt og smátt í mannlíf-
inu og í náttúrunni sem getur valdið
hughrifum. Til dæmis getur grasstrá
sem gægist upp úr moldarbarði ver-
ið áhrifavaldur ekki síður en dynj-
andi foss eða íjöll í blámóðu, þó að
hið mikilfenglega og stóra hafí auð-
vitað önnur áhrif en hið kyrrláta og
smáa. En samt sem áður býr lífsork-
an í öllu og lífsgátan minnir á sig
alls staðar.
Það er ekkert heildarþema á þess-
ari sýningu en þó má fínna innan
um nokkur þemu sem ég nefni: „gró-
andi“, „höfuðskepnur" og „tilvera"
eða „tilvera undir sólu“. Þessi þemu
hafa verið gegnumgangandi í verk-
um mínum síðastliðin ár.
Það er sennilega hægt að kalla
það lífsgátuna, sem knýr á og hvet-
ur mig til þess að leita svara og til
að reyna að miðla einhveiju í mynd-
máli með litum, línum og formum.
En það eru hugsanir sem birtast
á þann hátt og verða ekki sagðar
með orðum. Við eigum öll hlutdeild
í lífsundrinu og það sem mig langar
til að fjalla um í verkum mínum er
eitthvað í þá áttina, hvílík undur og
stórmerki tilveran er.“
Einar Orn
Jóhanna Bogadótfir
Nauösynlegt að
vinna í ólík efni
í DAG verður opnuð í sýningarsölum
Norræna hússins sýning á málverk-
um Þórðar Hall. Þórður er þekktast-
ur fyrir grafíkmyndir sínar og er
hann jafnframt yfírkennari grafík-
deildar Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Að þessu sinni sýnir hann
tuttugu og tvö olíumálverk og er
þetta sjötta einkasýning hans, auk
þess hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga innan lands og utan.
Myndimar eru málaðar á undanförn-
um tveimur árum. Greinarhöfundur
hitti Þórð á vinnustofu hans á Mark-
arvegi og forvitnaðist um sýningar-
haldið.
„Á þessari sýningu er ég eingöngu
með olíumálverk," segir Þórður,
„sem ég hef unnið á síðustu tveimur
árum. Það er mikil fyrirhöfn og
kostnaður sem liggur að baki sýn-
ingu af þeirri stærðargráðu sem nú
er framundan. Slík sýning krefst
mikils undirbúnings, t.d. þarf að
sækja um sýningarsal með löngum
fyrirvara þannig að maður hoppar
ekki fram með slíkar sýningar á
tveggja ára fresti. Þó ég hafí sinnt
grafíkinni mikið þá hef ég allaf unn-
ið í önnur efni svo sem olíu, pastel
auk þess sem ég hef teiknað. Það
er að mínu mati nauðsynlegt fyrir
myndlistarmann að hafa nokkuð
breitt svið, sérstaklega þegar hann
er að vinna í grafíkinni. Grafíkin er
þess eðlis að maður sér aldrei útkom-
una strax þar sem myndin er fyrst
unnin á plötu eða annað form og
síðan þrykkt. Það eru ólík tengls sem
myndast á milli listamannsins og
verksins þegar unnið er í grafík eða
málað beint á ílötinn. Á þessari sýn-
ingu er ég á svipuðu róli og í fyrri
sýningum. Viðfangsefnið hjá mér er
eins og áður náttúran, birtan og
mismunandi tímaskeið í landslagi.
Morgunblaðið/Svem
Ég myndi segja að yrkisefnið sé það
sama en ég hef hreinsað nokkuð til
og einfaldað hlutina. Litameðferð er
líka mildari.
í olíumyndunum er ég að reyna
að ná fram birtuspili náttúrunnar
og þeirri dulúð sem býr í landslag-
inu. Landið og sagan hafa alltaf
höfðað til mín þótt það fari kannski
ekki mikið fyrir sögunni í málverk-
unum.“
- Nú ert þú jafnframt kennari við
Myndlista- og handíðaskólann,
hvernig samræmirðu myndlistar-
sköpunina og kennsluna?
„Meðan ég er í kennslunni verður
minna úr sköpun því að stór hluti
dagsins fer í undirbúning og skipu-
lagningu viðvíkjandi kennslunni. All-
an verklegan undirbúning sem fylgir
myndsköpuninni, t.d. að strekkja
striga á ramma, er hægt að gera
þegar komið er heim eftir kennslu.
Þó kennslan sé krefjandi þá er hún
á vissan hátt gefandi. Því það er
skemmtilegt að kynnast ungu fólki
og viðhorfum þeirra sem
eru að hefja göngu sína á
listabrautinni. Hins vegar
hef ég frídaga sem ég
nota vel. Ég geng að
myndlistinni eins og hverri
annarri vinnu, byija á
morgnana og reyni að
nýta tímann eins vel og
hægt er. Það er mér mikið
atriði að vinna eins mikið
og mögulegt er við dags-
birtu og því hef ég alltaf
notað sumartímann vel.“
- Nú vinnur þú að nátt-
úrustemmningum, hefurð-
ur dvalið úti á landsbyggð-
inni til að mála?
„Nei, ekki beinlínis til
að mála en ég hef ferðast
töluvert um landið og mér
finnst ísland búa yfir
ómetanlegum fjársjóði til
myndsköpunar sem ég
reyni að nýta sem best.
Það er mikil hvatning fyr-
ir myndlistarmann að
skipta um umhverfí og því
fór ég árið 1989 til Svea-
borgar í Finnlandi.
Vinnuaðstaða þar var
rnjög góð en það sem mér
þótti best var að losna við allt það
veraldarvafstur og þá truflun sem
fylgir lífinu hér. Ég var nánast í
„einangrun“ og gat unnið að mynd-
listinni óskiptur.“
- Geturðu sagt mér eitthvað sér-
stakt um þessa sýningu?
„Verk þessarar sýningar geta
komið þeim sem þekkja mín fyrri
verk á óvart en fyrir mér eru þau
sjálfsagt framhald af því sem ég hef
verið að vinna að. Þeir sem hafa séð
pastelmyndir eða teikningar mínar
ættu þó að sjá einhvem skyldleika."
Einar Örn Gunnarsson
Jóhann Ólafur Ingvason lauk prófi
með afburöaórangri fró Berklee
tónlistarhóskólanum
Sting afhenti
prolskírteiniö
Sérsvið Jóhanns Ólafs er hljóðritunartækni, um-
sjón og skipulag hljóðritana. í samtali við Sverri
Pál segir hann frá náminu og brautskráning-
unni, þar sem tónlistarmaðurinn Sting afhenti
honum prófskírteinið.
Jóhann stundaði nám við Tónlistar-
skóla FÍH áður en hann hélt til
náms við Berklee tónlistarháskólann
í Boston, en þar vestra hafa allmarg-
ir Islendingar numið og nokkrir eru
þar við nám um þessar mundir.
Námsárangur Jóhanns verður að telj-
ast afburðagóður, en hann hlaut við
brautskráningu vitnisburðinn Magna
cum laudae, hæstu einkunn sem gef-
in er í skólanum.
Aðalhljóðfæri Jóhanns eru píanó
og hljómborð, en fljótlega eftir kom-
una til Berklee hóf hann nám við
deild sem nefnist Music Production
and Engineering. Að sögn hans er
megináhersla þar lögð á skipulag,
stjórn og umsjón með
tónlistarhljóðritunum af
öllu tagi ásamt hljóð-
ritunum og hijóðritunar-
tækni.
Þad nýjasta i
hljóöritunum
Námið í þessum hljóð-
stjórnar- og hljóðritun-
arfræðum sagði Jóhann
að hefði verið afar fjöl-
breytt og víðtækt. Meðal
kennara sem hann
stundaði nám hjá hefði
verið Elliott Scheiner,
sem meðal annars er
þekktur fyrir að hafa
verið upptökustjóri hjá
hljómsveitinni Steely
Dan og á fyrstu einka-
plötu Donalds Fagen, Nightfly. Einn-
ig hefði hann tekið áfanga í hljóðrit-
un hjá Eddie Kramer, sem var pottur-
inn og pannan á bak við plötur Jimi
Hendrix, Led Zeppelin, Pretenders
og David Bowie. Kramer væri eink-
um þekktur sem meistari í gömlu
tónbandatækninni, sem var viðhöfð
fyrir daga stafrænna upptaka. {
þessum áfanga hefði Kramer hins
vegar íjallað um það hvemig beita
mætti stafrænni tækni þannig að hún
varðveiti allt það sem best þótti í
gömlu tækninni og menn hafa sakn-
að á stafrænni tónöld.
Jóhann lagði raunar sérstaka rækt
við stafræna hljóritunartækni og
mun til dæmis vera eini íslendingur-
inn sem hefur lokið prófí í klippingu
stafrænna tónbanda. Hann sagði að
Berklee-skólinn væri sérstaklega vel
búinn nýjustu og bestu tækjum af
því tagi sem við slíkt væru notuð.
Í glímu vió klassiska
meistara
Viðfangsefni Jóhanns í Berklee
tónlistarháskólnum voru mjög fjöl-
breytt og ekki bundin við eina teg-
und tónlistar. Enda þótt skólinn sé
þekktur fyrir djass og dægurtónlist
er einnig fengist við klassíska tónlist
þar. Jóhann sagðist til dæmis hafa
tekið áfanga í hljómsveitarstjóm.
Kennarar hans í þeirri grein hefðu
verið annars vegar David Callahan,
stjórnandi Brookline-sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Boston og hins vegar
Christophe Chagnard, stjómandi
Washington Sinfonietta-hljómsveit-
arinnar. Á prófum þar hefði hann
fengist við að stjóma hljómsveit í
verkum eftir Mozart, Beethoven og
Stravinski. Þetta hefði verið ákaflega
spennandi þáttur námsins. Einnig
hefði hann meðfram hljóðversfræða-
náminu haldið áfram námi í píanó-
og hljómborðsleik.
Prófverkefnió safngripur
Eitt af prófverkefnum Jóhanns var
að taka tónverk og fullvinna það til
útgáfu. „Ég fékk lag hjá Atla félaga
mínum Örvarssyni, sem er við nám
í Kvikmyndatónlistardeild skólans.
Við unnum grunninn að útsetningu
og upptöku í tölvu og fómm svo með
þetta í hljóðver þar sem við spiluðum
lagið ásamt fleiri íslendingum, sem
eru við nám í skólanum, og ég fékk
svo bandaríska stúlku til að syngja
það. Með bönd og tölvugögn sat ég
síðan sveittur og gekk frá laginu og
var orðinn svona
þokkalega ánægður
með það þegar ég
þurfti að skila því inn,
en hefði samt gert
ýmislegt betur ef tíini
hefði verið til.“
Þetta prófverkefni
Jóhanns, lag eftir Atla
Örvarsson í útsetningu
þeira beggja, hljóðritað,
klippt og frágengið af
Jóhanni, var við skóla-
slit síðastliðið vor valið
til varðveislu á safni
skólans.
Meó Sting og
Nancy Wilson
Brautskráning
Berklee tónlistarhákól-
ans í Boston fer fram í maí. Jóhann
sagði að þetta hefðu verið ógleyman-
legir hátíðardagar. „Kvöldið fyrir
sjálfa brautskráninguna voru tón-
leikar haldnir sérstaklega fyrir heið-
ursgestina, sem voru gerðir að heið-
ursdoktorum við skólann. Þetta voru
Sting og Nancy Wilson. Á þessum
tónleikum komu fram nemendur
skólans og fluttu eingöngu verk þess-
ara tveggja tónlistarmanna og það
var dálítið undarleg tilfínning sem
þvi fylgdi vitandi það að þau voru
þama í salnum.
Daginn eftir var brautskráningin
sjálf og mikið um dýrðir. Gamli
breski barnakennarinn Gordon
Sumner, sem seinna varð tónlistar-
snillingurinn Sting, hélt aðalræðu
hátíðarinnar og honum mæltist svo
vel að allar aðrar ræður féllu gersam-
lega í skuggann. Hann ræddi vítt
og breitt um tónlistina og sjálfan sig
og þá undarlegu stöðu að hann,
strákur frá Englandi, stæði þama
og tæki á móti heiðursnafnbót frá
víðfrægum bandarískum háskóla.
í lok ræðunnar sagði Sting að
hann hefði nýverið verið spurður
hvort hann væri trúaður. Hann sagð-
ist hafa svarað: „Já ég er trúaður.
Ég trúi á tónlistina."
Það var svo náttúrulega kórónan
á þessari hátíð fy’rir mig að ganga
fram á sviðið og taka á móti prófbók-
inni minni úr hendi þessa manns, sem
lengi hefur verið eitt af helstu átrún-
aðargoðum mínum meðal núlífandi
tónlistannanna.“
Jóhann Ólafur Ingvason er um
þessar mundir við störf í hljóðveri í
Boston, þar sem hann býr með eigin-
konu sinni, Gunnhildi Árnarsdóttur.
Hann sagði framtíðina ekki ráðna,
en hann stefndi að því að vinna við
hljóðver vestan hafs um sinn.
JÓHANN
Ólafur Ingvason