Morgunblaðið - 07.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA flt*«$iuttthifrito C 1994 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER BLAD KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA KNATTSPYRNA Svíar veðja á öruggan úti- sigur í kvöld : " T Sænsku getraunirnar starfrækja veðbanka vegná Evrópuleiks íslands ög Svíþjóðar og er ekki mikið í húfi fyrir að veðja á sænskan sigur, en ís-i lenskur sigur gefur þeim mun meira, Um tvenns konar form er að ræða. Annars vegar er giskað á heimasigur, jafntefli eða útisigur og hins vegar á markatöluna. Þeir sem veðja á heimasigur fá 3,8 sinnum upp- hæðina til baka sigri ísland. Jafntefli endurgreiðist 2,95 sinnum, en Svíasigur 1,55 sinnum. Nákvæm-i lega sömu tölur eru vegna leiks Ungverjalands og Tyrklands í sama riðli og eru möguleikjar Tyrkja taldir þeir sömu og íslendinga. Tölurnar varðandi mörkin breytast stöðugt þar til flautað verður til leiks, en um miðjan dag í gær var vænlegt að veðja á 2:0 sigur íslands, sem gaf upp- hæðina 83 sinnum til baka. 2:1 sigur íslands gaf upphæðina 47 sinnum til baka og 1:0 sigur 30 sinn- um. Markalaust jafntefli endurgreiðist 28 sinnum og 1:1 jafntefii 21 sinni. 3:0 sigur Svíagefur upphæð- ina 16 falda, 3:1 sigur 11 falda, 2:1 og 2:0 sigur 14 falda, en 1:0 sigur gefur lítið í aðra hönd — veðr upphæðin endurgreiðist 1,3 sinnum og því voru það líklegustu úrslit að mati Svía í gær. Svensson tilkynnir liðið rétt fyrir leik Tommy Svensson, þjálfari Svía, tilkynnir byrjun- arliðið ekki fyrr en klukkutíma fyrir leik í dag. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að enn væri óvíst hvort markvörðurinn Ravelli gæti leikið og eins væri Martin Dahlin spurningamerki. Dahlin æfði ekki með Svíum í gær. Hann er meiddur á litlu tá — flísaðist upp úr henni í leiknum með Boruissia Mönchengladbach sl. föstudag. Þjálf- ari þýska liðsins lagðist hart gegn því að Dahlin færi til íslands í landsleikinn. Vildi að hann yrði áfram í Þýskalandi og jafnaði sig fyrir næsta deildar- leik. En Dahlin sagði nei; „Ég fer til íslands þvi Svensson hefur óskað eftir því.“ Ravelli sagði við blaðamann Morgunblaðsins að meiðsli hans á öxl hefðu hijáð sig síðustu daga, en sagðist á batavegi og yrði með í kvöld. ■ Líklegt lið Svía / C2 Morgunblaðið/Kristinn Birkir gefur tóninn BIRKIR Kristinsson var ákveð- inn, einbeittur og öruggur, þegar landsliðshópurinn í knattspyrnu skellti sér í keilu í gær. Gripið var í lagi hjá markverðinum og frákastið hnitmiðað eins og sjá má. Eins gætti hann þess að vera ekki of langt frá linunni. Allt atriði, sem skipta miklu máli í keilu, en þau hafa líka mikið að segja í landsleiknum gegn Svíum í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í Evrópukeppninni að þessu sinni og mikið í húfi enda stefnir í mjög góða aðsókn og vissara að mæta tímanlega. ■ Leikurlnn/C2 HANDKNATTLEIKUR Olafur Stefánsson úr leik fram í febrúar Krössbönd ívinstra hné slitin en hann vonast til að verða með á HM í maí KROSSBÖIMD eru slítin íhné Ólafs Stefánssonar, landsliðs- manns í handknattleik íVal. Hann meiddist ileik gegn Stjörn- unni í opna Reykjavíkurmótinu um helgina, og við speglun í gær kom íljós hversu alvarleg meiðslin eru. Hann verður frá keppni næstu mánuðina, en segist verða tilbúinn í slag- inn í febrúar og gerir sér vonir um að verða með landsliðinu á heimsmeístaramótinu, sem verður hér á landi í maí. Eg á von á því að geta farið að spila aftur í febrúar og þá hef ég þrjá mánuði til að koma mér í leikæfíngu fram að HM, þannig að ég ætti að ná keppn- inni, ef ég verð þá enn inni í myndinni hjá Þorbergi, sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég reyni að horfa á björtu hliðamar. Sem betur fer er þetta ekki stökkfóturinn, og vegna meiðslanna ætti ég að geta ein- beitt mér að lestri í vetur,“ sagði Ólafur, en hann er í námi í læknisfræði í Háskólanum. Hann sagðist líklega fara í uppskurð eftir 2-3 vikur, yrði síðan á hækj- um í eina til tvær og svo færi hann á fullt í endurhæfingu. Útiloka engan „Þetta er auðvitað slæmt fyrir Ólaf, en við vonum það besta; að hann stundi sína endurhæf- ingu á fullu og komi sér í góða æfingu. Hann verður að sjálf- sögðu inni í myndinni hjá mér. Það er enginn útilokaður strax,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, í gærkvöldi. KIMATTSPYRNA: YNGRA LANDSLIÐISLENDINGA TAPAÐIFYRIR SVIUM / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.