Morgunblaðið - 01.10.1994, Side 19

Morgunblaðið - 01.10.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 19 Haider eykur fylgið FRELSISFLOKKURINN í Austurríki, sem er mjög hægri- sinnaður, gæti hlotið allt að 20% fylgi í þingkosningum sem verða 9. október, samkvæmt nýjum könnunum. Síðast fékk flokkurinn, sem Jörg Haider stýrir, 16,6% fylgi. Stjórnar- flokkur sósíalista virðist ætla að tapa stórt, honum er spáð 38% fylgi en fékk nær 43% 1990 og hinn stjórnarfiokkur- inn, íhaldssami þjóðarflokkur- inn (OeVP), tapar einnig. Talið er að OeVP muni ef til vill reyna að mynda stjórn með flokki Haiders. Forseti Krím- ar settur af ÞINGIÐ á Krímskaga svipti á fimmtudag forseta héraðsins, Júrí Meshkov, nær öllum völd- um og hefur spenna í valdabar- áttu þings og forseta skyndi- lega aukist mjög á ný. Meshkov var ekki viðstaddur fundinn. Carlsson kynnir ráð- herra INGVAR Carlsson, leiðtogi jafnaðarmanna og verðandi forsætisráðherra í Svíþjóð, kynnti á fimmtudag sex helstu ráðherra væntanlegrar minni- hlutastjórnar sinnar. Við emb- ætti fjármálaráðherra tekur Göran Persson, 45 ára gamall fyrrverandi skólastjóri. Hann er ekki hámenntaður í hag- fræði en verkefni hans verður erfitt vegna gríðarlegra ríkis- skulda Svía og óstöðvandi fjár- lagahalla. Utanríkisráðherra verður Lena Hjelm-Wallen, 51 árs sérfræðingur í alþjóðamál- um en hún hefur áður verið m.a. menntamálaráðherra. Anand og Kamsky sigruðu VISWANATHAN Anand frá Indlandi og Gata Kamsky frá Bandaríkjunum báru sigur úr býtum í undanúrslitum heims- meistaraeinvígisins í skák, sem fram fór í Linares á Spáni á vegum Sambands atvinnuskák- manna. Bar Kamsky sigurorð af Nigel Short og Anand af Michael Adams en þeir eru báðir breskir. Sá, sem stendur að lokum uppi sem sigurveg- ari, mun tefla við Garrí Ka- sparov um heimsmeistaratitil- inn en hann og Short sögðu skiiið við Alþjóðaskáksamband- ið á síðasta ári og stofnuðu Samband atvinnuskákmanna. Bókahillur Beykí/hvítt/svart/fura HIRZLAN Lyngási 10, Garöabæ. Sími654535. ERLENT Fabius fyrir dómara LAURENT Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, ræð- ir hér við fréttamenn eftir að hafa komið fyrir dómara en verið er að kanna hvort draga megi stjórnvöld til ábyrgðar á alnæmishneykslinu svokallaða 1985. Það olli því að 2.500 dreyrasjúklingar sýktust. Þrír viðriðnir morðið á Ruiz Mexíkóborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Mexíkó lýstu því í gær yfir að minnsta kosti þrír menn væru viðriðnir morðið á Ruiz Massieu, framkvæmdastjóra bylt- ingarflokksins, sem hefur verið við völd í landinu í áratugi. Ruiz var myrtur fyrir utan hótel á miðvikudag en skömmu síðar var ungur maður handtekinn og hefur hann játað að hafa skotið fram- kvæmdastjórann. Tveir menn hafi ráðið hann til verksins og greitt fyrir það um 15.000 dali. Leitar lögreglan þeirra nú. Prófkjör 28. og 29. október Markús Örn ^ í 4. sæti j Stólar fyrir alla á verði fyrir alla! Á. Guðmundsson hf. kynnir mikið úrval stóla sem henta vel fyrir hvers kyns aðstæður svo sem skrifstofuna, skólann, sjúkrahúsið, elli- heimilið, bókasafnið, fúndarsalinn, samkomu- húsið, heimilið og alla hina staðina. A. GUÐMUNDSSON HF. Skemmuvegi 4. Kópavogi Sími: 91-73100 YDDA YI.4/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.