Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANT ú A » . . J KNATTSPYRNA Miljkovic áfram hjá ÍA Búið að semja við hann til næstu tveggja ára Serbinn Zoran Miljkovic, sem stóð sig mjög vel í vörn meistaraliðs Akurnesinga í sumar, verður áfram í herbúðum félagsins. Búið er að semja við leikmanninn til tveggja ára. Miljkovic setti fram kröfur um talsverða launa- hækkun, þannig að á tímabili leit út fyrir að hann væri á förum frá Akranesi. Hann var með tilboð frá félögum í Portúgal, og hugðist fara þangað á næstunni, en síðan sló hann af launakröfum sínum og samdi við Akurnesinga. „Við eigum að vísu eftir að semja við félagið í Serbíu sem hann var í áður en hann kom til okkar, en það verður ekk- ert vandamál," sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, við Morgunblaðið í gær. ÍA kærir vinnubrögð Örgryte STJÓRN Knattspyrnufélags ÍA sam- þykkti á fundi í gærmorgun að óska formlega eftir því við KSÍ að það skrifi sænska knattspymusambandinu bréf, þar sem kærð verði framkoma sænska félagsins Örgryte gagnvart tveimur leik- manna ÍA. Þjálfari sænska félagsins hafði sam- band við Sigurstein Gíslason þegar eftir landsleikinn gegn Svíum á dögunum, en skv. reglum er óheimilt að ræða við leik- menn meðan á keppnistímabilinu stend- ur. Þá hefur Örgiyte þrisvar haft sam- band við Ólaf Þórðarson, Skagamann, í sumar og boðið honum að koma utan. Á fundinum í gærmorgun samþykkti stjóm Knattspymufélags ÍA að leyfa Sigursteini Gíslasyni að fara til sænska félagsins, til viðræðna. Þess má geta að sænska félagið hafði ekki samband við IA fyrr en í fyrradag vegna Sigursteins. Rúnar með Sigursteini til Órgryte Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður úr KR, fer með Skagamanninum Sig- ursteini Gíslasyni til Svíþjóðar á morgun til að skoða aðstæður hjá Örgryte. Þeir félagar dveljast í Svíþjóð fram á miðviku- dag, ræða við forráðamenn liðsins og skoða aðstæður hjá félaginu. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta brúðargjöfin! SIGURSTEINN Gíslason með blkar sem hann fékk frá MorgunblaAlnu í gœr í tllefni þess að hann var besti lelkmaður 1. deildarkeppnlnnar í sumar að mati blaðslns. Anna Elín Daníelsdóttir, unnusta Slgursteins, fagnar með honum. Þau œtla að ganga í hjónaband 27. nóvember, þannig að segja má að niðurstaðan í einkunnagjöf blaðsins sé fyrsta brúðargjöfin þeirral Sigursteinn leikmaður ársins Sigursteinn Gíslason, landsliðs- maður frá Akranesi, var besti knattspyrnumaður 1. deildar karla í sumar að mati íþróttafrétta- manna Morgunblaðsins. Eins og flestum er kunnugt gáfu frétta- menn blaðsins leikmönnum ein- kunn fyrir frammistöðu sína í hverjum leik sumarsins. Eitt M fengu þeir sem léku vel, tvö M fengu þeir sem léku mjög vel, og 3 M fengu þeir sem áttu frábæran leik. Sigursteinn hafði nokkra yfir- burði í einkunnagjöf blaðsins. Hann hlaut samtals 22 M í 17 leikj- um, eða 1,3 M að meðaltali í leik sem hlýtur að teljast góður árang- ur. Hann fékk tvisvar sinnum 3 M (frábær leikur) og er sá eini sem afrekaði það í sumar. Fimm sinn- um fékk hann 2 M og sex sinnum 1 M. Sigursteinn Gíslason er þriðji Skagamaðurinn í röð, sem verður efstur í einkunnagjöf Morgun- blaðsins. Skagamenn hafa orðið íslandsmeistarar þijú ár í röð, 1992 var Luka Lúkas Kostic best- ur að mati Morgunblaðsins og Sig- urður Jónsson í fyrra. Svo skemmtilega vill til að markakóng- ur deildarinnar öll þessi ár hefur einnig komið frá ÍA; Arnar Gunn- laugsson 1992, Þórður Guðjónsson í fyrra og Mihajlo Bibercic í sumar. Mrazek fékk 1 M að meðaltali Tékkinn Petr Mrazek, varnar- maðurinn sterki hjá FH, varð í öðru sæti í einkunnagjöf blaðsins í sumar með 18 M. Hann lék alla 18 leiki FH-inga og var því með 1 M að meðaltali í leik. Tvisvar fékk hann 2 M og 14 sinnum 1 M. Hann lék því aðeins tvo leiki án þess að fá M. Framarar prúðastir Framarar voru með prúðasta lið- ið í 1. deild og fá þeir því Drago- styttuna þetta árið. Leikmenn liðs- ins fengu samtals 24 áminningar (gult spjald) og enga brottvísun (rautt spjald). Eyjamenn voru hins vegar með grófasta liðið ef marka má spjöldin, 49 gul spjöld og 4 rauð spjöld. Færri áhorfendur Færri áhorfendur sóttu leikina í 1. deild í ár, en síðustu þijú árin á undan og er greinileg áhorfenda fækkun á HM-ári. Því árið 1990, þegar HM var á Ítalíu, fækkaði áhorfendum frá árunum á undan. 54.310 áhorfendur sáu leikina sl. sumar, eða 603 að meðaltali á leik. ■ Sjá nánar / D2 KÖRFUKNATTLEIKUR: KEFLAVÍKURSTÚLKURNAR EFSTARÁ BLAÐI / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.