Morgunblaðið - 12.10.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.10.1994, Qupperneq 4
ÍÞROmR HESTAR Eiðfaxi International Stefnum í fjögur þúsund áskrHéndur ÚTGÁFUMÁL hestamanna standa með miklum blóma þessa dagana. Sem kunnugt er eru gefin út tvö fag tímarit, Hesturinn okkar og Eiðfaxi, og fyrr á þessu ári hleypti útgáfufélagið Eið- faxi af stokkunum erlendri útgáfu sem einnig ber nafnið Eiðfaxi en International skeytt aftan við. Þykir mörgum þar sem í mikið sé í ráðist og var af þessu tilefni tekin tali Gyða Gerðarsdóttir framkvæmdastjóri Eiðfaxa. 45. Ársþing LH Lyfjaregl- ur, sam- eining og mótahald aðalmálin LyQamál, mótahald og sam- eining verða helstu málefni 45. ársþings Landsambands hestamannafélaga sem haldið verður á Hvolsvelli 28. og 29. október nk. Eins og búist var við er talið líklegt að lyfjamálin verði fyrirferðarmikil í umræð- unni á þinginu í kjölfar Gýmis- málsins. Stjóm samtakanna mun leggja fram tillögu um fullmót- aðar reglur er banna notkun lyfja í keppni og viðurlög ef menn verða uppvísir að slíku. Aðal þema þingsins verður „Mótahald í nútíð og framtíð" þar sem Guðmundur Jónsson formaður LH mun hafa fram- sögu ásamt Pétri Behrens og Hjalta Jóni Sveinssyni. Verður þar rætt um mótafyrirkomulag- ið eins og það er í dag og hvern- ig framsögumenn sjái það fyrir sér f náinni framtíð. Þá mun nefnd sú er gera átti útekt á sameiningu LH _ og Hesta- íþróttasambandi íslands hafa unnið ötullega að verkefninu síðustu vikumar og skilar inn vinnuskýrslu á þingið. Er gert ráð fyrir að skýrslan verði til umræðu og standa vonir manna til að unnið verði áfram að þeim málum eftir þingið. Þá mun stjóm leggja fram tillögur um breytingar á úrslitum gæðinga- keppni Þá er þess að geta að hesta- menn munu halda uppskeruhá- tíð sína að Hótel Sögu 11. nóv- ember nk. þar sem afhentir verða verðlaunagripir til handa hestaíþróttamanni ársins og ræktunarmanni ársins. Það eru LH, HÍS, Félag hrossabænda og Búnaðarfélag íslands sem standa fyrir samkomunni, en undirbúningsnefndina skipa Sigurður Þórhallsson, Júlíus Brján8son, Hallveig Fróðadóttir og Kristinn Hugason. Valdimar Kristinsson skrifar Hugmyndin að þessari útgáfu er búinn að vera lengi upp á borð- inu hér hjá Eiðfaxa, segir Gyða í upphafi samtalsins, „það var svo í des- ember á síðasta ári að ákveðið var að koma hugmyndinn í framkvæmd. Lengi hafa komið fram óskir erlendra áskrifenda Eiðfaxa um að blaðið kæmi út á ensku og jafnvel þýsku en um árabil hefur fylgt með til erlendra áskrifenda þýddur útdráttur á ensku, sænsku og þýsku. Eiðfaxi International er sjálfstætt blað. Uppistaðan í efni blaðsins er valið efni úr Eiðfaxa en auk þess verða greinar í hveiju blaði sem skrifaðar eru sérstaklega fyrir blaðið og birtast ekki annars staðar. Ritstjórn verður sú sama á báðum blöðum, ritstjóri er Erlingur A. Jóns- son en ssérstakur ráðgjafi Pétur Behrens. Nú þegar eru áskrifendur orðnir um eitt þúsund en Gyða segir að til að dæmið gangi upp þurfí um tvö þúsund og fímm hundruð áskrifend- ur. Sagði hún bjartsýni ríkja um að sá fjöldi náist auðveldlega en í þeim áætlunum sem gerðar voru áður en lagt var upp í útgáfuna sé talið raun- hæft að gera ráð fyrir fjögur þúsund áskrifendum. „Það eru um tuttugu og fimm þúsund manns sem eiga islenska hesta erlendis og blöð eins og Islandshasten sem gefíð er út í Svíþjóð er með þrjú þúsund og fimm hundruð áskrifendur, Das Island- pferd sem gefíð er út í Þýskalandi er með níu þúsund áskrifendur. Þau lönd sem markið er sett á eru Norð- urlöndin, Þýskaland og önnur Evr- ópulönd þar sem íslenski hesturinn hefur náð fótfestu í og svo að sjálf- sögðu Bandaríkin sem eru hægt og bítandi að koma inn í myndina. Vissulega tekur einhvern tíma að ná þessu markmiði," segir Gyða en hún bendir á að nú séu aðeins liðnir þrír mánuðir og eitt blað komið út og sé nú þegar kominn einn fjórði af settu marki. Gert er ráð fyrir að út komi fjög- ur blöð á ári. Fjárhagur blaðsins verður að stærstum hluta borinn Bikarmeistar- arnir drógust gegn Fjölni FH-INGAR, bikarmeistaramir í handknattleik, drógust gegn Fjölni á útivelli í 32-liða úrslit- um bikarkeppni handknatt- leikssambandsins í gær. Annars var drátturinn þannig: Grótta B-HK, Ármann-ÍBV, Vajur B-Ögri, Víkingur B-Fram, IH B-IH, Völsungur-Breiðablik, Fylkir-Valur, ÍR B-Stjaman, BÍ-Afturelding, FH B-Selfoss, KA-ÍR, Keflavík-pi, Fjölnir-FH, Selfoss B-Haukar, ÍBV B-Grótta, Þór Akureyri-Víkingur. Leikirnir fara fram helgina 22. og 23. október. Dagsferðá leik Unifed og Barcelona FARIN verður dagsferð til Manchester í næstu viku á leik Manchester United og Barcel- ona í Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu á vegum ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferðar-Landsýnar. Farið verður kl. 8 á miðvikudagsmorgni með Fokker vél Flugleiða frá Kefla- vík, lent ytra um kl. 11.15, leik- urinn hefst kl. 20.30 og farið verður aftur í loftið áleiðis heim kl. 24. Ferðin kostar um 29.000 og er innifalið í því verði flug, miði á völlinn og akstur ytra. Gyða Gerðarsdóttir framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Eiðfaxa með fyrsta tölublaðið af Eiðfaxa International sem komin eru út en annað tölublað er væntanlegt á næstu dögum. uppi af auglýsingum og kvað Gyða að viðtökur auglýsenda það sem komið væri lofuðu góðu um fram- haldið. Sagði hún greinilegt að þörf fyrir blaðið væri mikil bæði hvað varðar auglýsendur hérlendis og les- endur erlendis. Gyða gerði ráð fyrir að auglýsingar yrðu um 30% af efni blaðsins en lestrarefni og myndir 70%. Landbúnaðarráðuneytið veitti 250 þúsund króna styrk til útgáfunn- ar og framleiðnisjóður sömu upp- hæð. „Þá hefur verið sótt um styrk til utanríkisráðuneytisins sem veittur er í tilefni lýðveldisársins til mark- aðsöflunar á EES-svæðinu. Hins vegar er rétt að taka það fram að það er ekki ætlunin að reka blaðið á styrkjum í framtíðinni. Það á svo sannarlega að standa undir sér og gott betur en fyrstu tvö árin geta verið erfið,“ sagði Gyða Geiðarsdótt- ir að lokum. FELAGSLIF Námskeið hjá SSI A- og B-stigs námskeið Sundsambands fs- lands fyrir þjálfara verða haldin að Laugar- vatni 28. - 30. október. Nánari upplýsingar á skrifstofu SSÍ. íþróttaþing ÍSÍ 62. íþróttaþing ÍSÍ verður haldið 15. - 16. október. Þingið fer fram i Ásgarði í Garðabæ og verður sett kl. 10 á laugardag. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Digranes: HK - Afturelding 20.30 Garðabær: Stjarnan - ÍH 20 KA-heimilið: KA - ÍR 20 Strandgata: Haukar - Selfoss.. 20 1. deild kvenna: Austurberg: Fylkir - Fram 20 Kaplakriki: FH - KR 21 Víkin: Víkingur - Haukar 20 2. deild karla: Keflavík: Keflavík - Breiðablik 20 Körfuknattleikur 1. deild karla Selfoss - Breiðablik 20 Hrossaræktin 1993 Valdimar Kristinsson skrifar Aldrei fór það svo að Hrossarækt- in 1993 kæmi ekki út áður en núlíðandi ár rynni sitt skeið á enda. Það er reyndar ekk- ert nýtt að ritið sé seint á ferðinni og virðist sem það sé orðin regla enda hafa upphafsorð ritstjórans Kristins Huga- sonar í flestum ef ekki öllum ræðum undanfarna mánuði snúist um að af- saka dráttinn. Eru sjálfsagt margir sem efast um orð ritstjórans í for- mála bókarinnar þar sem segir að hann geri sér manna best grein fyrir óhagræðinu sem hlýst af þessu. Með öllu ér óskiljanlegt að ekki skuli hægt að koma bókinni út á rétt- um tíma sem er sagður febrúar eða mars en ætti að vera með réttu 1. desember. Búnaðarfélagsmenn virð- ast ekki gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem Hrossaræktin hefur í markaðssetningu. Á tækniöld eru gerðar kröfur um snarpt upplýsinga- streymi og ef sá sem ber hitann og þungann af útgáfunni hefur lítinn tíma ligur beinast við að fá annan til verksins sem ynni þá undir yfir- stjórn núverandi ritstjóra sem ér eðli málsins samkvæmt lykilmaður í út- gáfunni. Vísast ætti sala á ritinu að geta fjármagnað þennan aukamann þ.e. ef ritið kemur út á þeim tima sem hentar markaðnum. En nóg um það að sinni. Hrossaræktin er afar vel þegið rit meðal hrossaræktarmanna, búið er að koma ritinu f prýðilega aðgengi- legt form, alltént fyrir þá sem nenna að kynna sér hvemig á að leita upp- lýsinganna í bókinni. Það hefur að geyma hafsjó af fróðleik sem reyndar er farið að slá svolítið í af ofangreind- um ástæðum. Auk ættbókarinnar eru fróðlegar skýrslur ráðunautanna Kristins og Þorkels Bjarnasonar sem er nauðsynlegt meðlæti með tröl- lauknum tölulegum upplýsingum ætt- bókar og kynbótamats. Þar getur að líta ýmsar undirstrikanir á bæði kost- um og göllum hrossa og ýmsir fá smásendingu frá ráðunautunum. Til dæmis bendir Þorkell á að honum þyki nóg um þann tíma sem sumir sýnendur taka sér við sýningu hross- anna í dómi. Nefnir hann í því sam- bandi 14 ferðir á brautinni og segir að öll met hafí verið slegin í þessum efnum á Gaddstaðaflötum síðsumars ’93. Þá vekur athygli umsögn hans um eina hryssu á sömu sýningu. Þar segir að hún hafi hlotið 9 fyrir skeið en fari alltaf lækkandi og gæti sigið enn! Verður ekki betur séð en þarna sé ráðunauturinn að gefa í skyn að ekki væri ráðlegt að koma með hana aftur til dóms. Að sjálfsögðu segja ráðunautarnir bæði kosti og lesti hrossanna sem er þeirra hlutverk, sjálfsagt svíður einhverjum undan eins og gengur og gerist en vissulega yrði þetta litlaus skrif ef aðeins væri getið um það góða og lítil leiðbeining fyrir bragðið. Sem sagt skemmtileg lesning og fróðleg nema ef vera kynni fyrir þá sem verða fyrir skotum ráðu- nautanna. Allt gott er um Hrossaræktina að segja nema útgáfutímann og mættu aðstandendur ritsins gaumgæfa mjög og endurskoða hvernig staðið verður að útgáfunni í framtíðinni. Fullyrða má að ef vandað yrði meira til rits- ins, betri pappír og kápa og jafnvel látið fljóta með eitthvað léttara efni með til skemmtunar, yrði bókin eftir- sótt jólagjöf og hægt að stórauka söluna. Einnig mætti skoða hvort æskilegt væri að bjóða útgáfuna út og gera hana aðgengilegri fyrir er- lenda ræktunarmenn. Núverandi útlit og uppsetning stendur vel fyrir sínu ef miðað er við útgáfutíma í febrúar eða mars. Varðandi annir ritstjórans, Kristins Hugasonar, og annarra bún- aðarfélagsmanna má ekki skilja gangrýni þá sem hér kemur fram á þá leið að verið sé að gera lítið úr þeirra störfum því hverjum þeim sem fylgst hefur með endurskipulagningu skýrsluhalds hrossaræktarinnar hjá B.I. síðustu árin dylst ekki að þar hefur verið lyft grettistaki. Að síð- ustu er rétt að þakka þá góðu þjón- ustu sem greinarhöfundur hefur þeg- ið vegna starfsins hjá starfsmönnum stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.