Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Nýtum árang- urinn til öflugra atvinnulífs MEGINMARKMIÐ þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr hefur ver- ið að tryggja stöðug- leika og festu til fram- fara og hagsældar. Með lækkuðum vöxt- um, nánast engri verð- bólgu og með því að styrkja stoðir atvinnul- ífsins héfur margt vel tekist. Aðgerðirnar voru sársaukafullar til að byrja með, en í meg- inatriðum nauðsynleg- ar. í þjóðhagsspánni fyrir næsta ár segir: „Mikilsverður árangur hefur því náðst á sviði efnahags- mála á undanförnum árum. Enginn vafí leikur á því að höfuðverkefni hagstjómar á næstu árum er að festa í sessi stöðugleikann og leggja um leið gmnn að varanleg- um framfömm og hagvexti." Hér er ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar gefin hæsta einkunn. Mark- miðin hafa náðst. Árangur farsæll- ar stjómarstefnu er farinn að sjást. Það veitir meiri bjartsýni og vilja til að gera ennþá betur. Mörg verk- efni em framundan. Það sem einkum skilur að iðn- ríki og þróunarríki er það á hvaða stigi iðnaðurinn er. Að hluta til er ísland ennþá hráefnisland. Héðan er flutt út hálfunnin iðnaðarvara. Þar era send úr landi atvinnutæki- færi, sem við megum ekki án vera. Þó að slíkt geti borgað sig fljótt á litið þá hlýt- ur það að vera and- stætt þjóðarhag til lengri tíma. Verðmætin eiga að verða til innan- lands. Vömgæðin í út- flutningi á ferskum og unnum fiski frá íslandi em hins vegar rómuð. Þótt við höfum náð miklum árangri í vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða eru mörg skref óstigin, t.d. í því að bæta sam- keppnisstöðuna með meiri framleiðni, því víða er hún meiri en hjá okkur. Það leiðir aftur hugann að nauðsyn aukinnar verkmenntunar. Margt bendir til þess að skortur verði á faglærðu fólki í ýmsum greinum iðnaðar og þjónustu innan fárra ára, en einmitt í þessum greinum verða sóknarfærin mest á komandi ámm. Því er nauðsynlegt að gera verkmenntuninni hærra undir höfði og gera hana jafnframt eftir- sóknarverðari. í ferðaþjónustunni era miklir möguleikar. Við hestamennsku starfar nú í landinu fjöldi manns. Það er grein sem mögulegt er að efla til muna eins og sívaxandi áhugi útlendinga á íslenska hestin- um og hestaferðum um landið ber vott um. ísland er að opnast til allra átta. Hjálmar Jónsson Samskipti, viðskipti og samkeppni við aðrar þjóðir verða mikilvægari hluti af daglegri tilveru okkar. Við höfum gert efnahagssamning við Evrópuþjóðir, EES-samninginn. Hann þarf að nýta og öll þau sókn- arfæri sem hann hefur opnað. Það er verkefni dagsins, en ekki að hugsa um aðild að Evrópusam- bandinu. Eins og sakir standa er það tímasóun og sóun fjármuna. Að sjálfsögðu þarf að fylgjast vel með umræðunni í alþjóðamálum. Þeir tímar geta vel komið að okkur henti aðild að ESB. En líka þarf Árangur farsællar stjórnarstefnu er farinn að sjást, segir Hjálmar Jónsson, og telur það veita meiri bjartsýni og vilja til að gera ennþá betur. einurð til að taka ákveðna afstöðu samkvæmt hagsmunum þjóðarinn- ar. Fiskimiðin og full, óskoruð yfir- ráð yfír þeim, em slíkt gmndvall- aratriði að ekki kemur til greina að íhuga aðild að Evrópusamband- inu. Þótt uppi séu hugmyndir um það í einhverjum löndum Evrópu að hverju þjóðríki í ESB sé heimilt að vemda staðbundna fiskistofna sína þá er þar ekkert sem hægt er að festa hendi á. Við höfum hins vegar góðan samning um hið evrópska efnahagssvæði. Okkur er mikilvægt að vinna úr þeim samningi og sækja fram á gmnd- velli hans. Höfundur er prestur á Sauðárkróki, prófastur Skagfirðinga og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra. Styrkjum stöðu Reykjavíkur á Alþingi SJÁLFSTÆÐIS- MENN í Reykjavík munu velja þing- mannsefni sín í próf- kjöri í lok þessa mán- aðar. Það er mikil- vægt að til þing- mennsku fyrir Reyk- víkinga veljist ein- staklingar sem láta rödd þeirra hljóma hærra en nú er á Al- þingi. Þetta varðar einkum tvö atriði: í fyrsta lagi þarf að leiðrétta misvægi atkvæða á Alþingi, þar sem hlutur Reyk- víkinga er enn óviðunandi. I öðm lagi þarf að tryggja að nauðsynlegar úrbætur á stofn- brautum höfuðborgarsvæðisins, sem teljast til þjóðvega í þéttbýli, verði ekki látnar bíða vegna tregðu ríkisvaldsins, á meðan þýðingar- minni vegaframkvæmdir eiga sér stað um land allt. Markús Örn Antonsson, fyrr- verandi borgarstjóri í Reykjavík, hefur lýst því yfir, að hann sækist eftir að verða þingmaður Reyk- víkinga. Hann stefnir á 4. sæti á lista sjálfstæð- ismanna og vill þannig verða óbreyttur þing- maður fremur en ráð- herraefni flokksins. Sem slíkur getur hann heill og óskiptur helgað sig baráttunni fyrir því að leiðrétta hlut Reykja- víkur á Alþingi íslend- inga. Misvægi atkvæða á Alþingi eftir landshlut- um er ein af rótum þeirrar fyrirgreiðslustarfsemi, sem stunduð hefur verið af of mörgum þingmönnum á undanförnum árum og áratugum. Gegn þessu þarf að vinna. Öflugar framkvæmdir til úrbóta á þjóðvegum í þéttbýli eru í senn arðbærar og atvinnuskapandi, auk þess sem úrbætur í umferðarmál- um geta dregið stórlega úr slysat- íðni, sem er ómetanlegt. Ég skora á sjálfstæðis- fólk, segir Olafur F. Magnússon, að styðja Markús Örn Antonsson í prófkjörinu. Sem vararborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á síðastliðnu kjör- tímabili hef ég átt gott samstarf við Markús Örn Antonsson. Á vikulegum fundum borgarstjórn- arflokksins fór fram mikil pólitísk umræða og bar atvinnumál þar hæst. Með stofnun Aflvaka hf. og fjölmörgum átaksverkefnum var reynt að bregðast við þeim alvar- lega vanda, sem atvinnuleysið er fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Markús Örn gerði sér far um að vera í sem bestum tengslum við borgarbúa í borgarstjóratíð sinni og hafði góðan skilning á vanda- málum þeirra á tímum samdráttar í þjóðfélaginu. Þeir sem hafa unnið með Mark- úsi, bæði á vettvangi fjölmiðla og stjórnmála, bera honum vel sög- una og hann nýtur trausts þeirra og virðingar. Ég skora því á sjálf- stæðismenn í Reykjavík að treysta Markúsi Erni til þess að fylgja málefnum þeirra fast eftir á Al- þingi og tryggja honum kosningu í 4. sætið á lista flokksins fyrir Alþingiskosningamar næsta vor. Höfundur cr heimilislæknir og varaborgarfulltrúi í Reykja vík. Ulpur meö oq án hettu MiUib úrval, stærbir: 54-50 Póstsendum Ao^HlýlSID Laugavegi 21, sími 91*25580 Ólafur F. Magnússon Málsvari aldraðra FYRIR frumkvæði og forustu samtaka sjómanna í Sjómanna- dagsráði hefur á liðn- um áram verið lyft Grettistaki til að bæta aðstöðu aldraðra sjó- manna, sem fjölmargir aðrir hafa síðan notið góðs af líka. Þar hafa margir vaskir menn gengið að verki, lengi undir forastu Péturs Sigurðssonar, sem gegnt hefur for- mennsku í ráðinu um lengri tíma. Hrafnistuheimilin á höfuðborgarsvæðinu em nú tvö. Annað er í Reykjavík og rúmar 400 manns, en hitt í Hafnarfirði. Þar dvelja um 300 manns, svo að alls em það 700 aldraðir sem njóta þar aðhlynningar og hjúkrunar eins og við á. Er ótrúlegt hvenig þessum dugmiklu fomstumönnum hefur tekist að koma þessu í kring og megum við vissulega vera þakk- lát því hve vel hefur tekist tii. Nú hafa orðið viss þáttaskil, því að Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaður og formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur hefur tekið við formennsku í ráðinu. Guðmundur hefur um langt árabil starfað að þessum málum og hefur því vel tekist til með að tryggja framhald uppbyggingar og rekst- urs þessara stóm heimila. Og það hefur ekki staðið á fram- kvæmdum því að nú er hafin bygg- ing endurhæfíngarstöðvar með sundlaug við Hrafnistu í Reykja- vík. Þar verður góð aðstaða til þess að aldraðir geti haldið hreyfí- getu sinni eins lengi og unnt er. Skiptir slíkt miklu máli og bætir bæði andlega og líkamlega vellíðan aldraðra. Staðsetning enfurhæfingarstöðvar- innar tryggir líka að- stöðu fyrir aldraða í nágrenninu svo sem í Norðurbrún og annars staðar, en mjög margir aldraðir búa þar í nánd. Þá eru samtökin að byggja 38 íbúðir fyrir aldraða við Hrafnistu, sem munu fá þjónustu frá Hrafnistu enda á sömu lóð. Við sem þekkjum til, dáumst að dugnaði for- ustumanna í Sjó- mannadagsráði, sem undir stjórn Guðmundar Hallvarðs- sonar formanns síns láta hvergi deigan síga. Guðmundur hefur Guðmundur Hallvarðs- son, þingmaður og for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, er, að mati Páls Gíslasonar, sterk- ur kostur í 5. sæti fram- boðslista sjálfstæðis- fólks. verið ótrauður í fomstunni og er gott að vita af áhrifum slíkra manna á Alþingi, þar sem mál ráðast. Við getum nú stuðlað að því með því að greiða honum veg í 5. sætið í komandi prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Höfundur er læknir. Páll Gíslason Kjósum lækni á þing ÞAÐ ER nú orðið á annan tug ára, síðan læknir hefur setið á Alþingi fyrir sjálfstæðismenn. Þar vann Oddur Ölafsson ómetanlegt starf í þágu heilbrigðismála og annarra velferðarmála þjóðfélags- ins. Það er staðreynd að allt of fáir íslenskir læknar gefa sig að því að sinna stjórnmálum á landsvísu. Til þess hafa þeir margir menntun og kynni af mörgum þegnum þjóðfélagsins, sem er grundvöllur _ þess að vinna af kunnáttu og þekk- ingu að hinum margvíslegu mál- um, sem afgreidd era með löggjöf frá Alþingi. Katrín Fjeldsted læknir uppfyllir vel öll þessi atriði. Hún hefur starf- að að heimilislækningum í Reykja- vík um árabil. Hún hefur verið borgarfulltrúi í 12 ár, en þar sat hún í borgarráði, sem íjallar um flest mál, sem borgarstjóm síðan afgreiðir. Katrín hefur því öðlast víðtæka þekkingu á málum og reynslu í starfi við að leita að bestu lausnum. Eg hef kynnst Katrínu bæði sem lækni og borgarfulltrúa. Hún hefur gegnt þessum störfum af einlægni og dugnaði og sýnt að hún kemur málum fram. Vissulega hafa heilbrigðismál í víðasta skilningi verið efst á henn- ar verkefnalista, en hún hefur h'ka Katrín Fjeldsted hefur verið borgarfulltrúi í 12 ár og heimilislæknir um langt árabil, segir Páll Gíslason, og hefur því traust bakland til að verða þingmaður Reyk- víkinga. verið ötull stuðningsmaður menn- ingar- og listastarfa á vegum borg- arinnar. Væru þau ekki svona umfangsmikill hluti borgaralífsins, ef Katrínar hefði ekki notið við. Sjálfsagt hefði það líka góð áhrif á störf á löggjafarþinginu. Reynsla af störfum að sveitarstjórnarmál- um er mjög þýðingarmikil og góð- ur grunnur fyrir annað stjórnmála- starf. Þessar stuttu hugleiðingar stefna allar að þvi að styðja Katr- ínu Fjeldsted til setu á Alþingi næsta kjörtímabil, en til þess þarf hún að fá góða kosningu í prófkjör- inu 29. október. Stuðlum að því! Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.