Morgunblaðið - 04.11.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.11.1994, Qupperneq 1
KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR ÍSLAND sigraði Danmörku 23:22 í æsispennandi leik á alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi. Patrekur Jóhannesson, sem á myndinni ógnar dönsku vörninni, gerði sigurmarkið er ein og hálf mínúta var eftir, og Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður, tryggði íslendingum sigur er hann vat'ði skot af línu er aðeins ein sekúnda var eftir. Morgunblaðið/Golli SUND / HM FATLAÐRA EHft gull, þijú siHur og Sig- rún Huld setti heimsmet SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir setti heimsmet í undanrásum í 100 metra bringusundi og vann svo til gullverð- launa í greininni, á fyrsta degi heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi á Möltu í gær og íslendingar unnu að auki til þrennra silfurverðlauna. Birkir Rúnar Gunnarsson vann fyrstu verðiaun íslendinga á heimsmeist- aramótinu í gær er hann hafnaði í 2. sæti í 100 m bringusundi í flokki Bl. Hann synti á 1.22,57 mín. sem er nýtt íslands- met í flokknum. Fyrr um daginn hafði hann einnig sett íslandsmet í 100 metra baksundi, 1.21.70 mín. en varð í 11. sæti og komst ekki í úrslit. ■ Sigrún Huld Hrafnsdóttir vann síðan fyrstu gullverðlaunin er hún sigraði í 100 metra bringusundi í flokki þroskaheftra á tímanum 1.29,16 mín. En í undanrásun- um í greininni' synti hún enn betur og setti heimsmet; synti þá á 1.28,84 mín. í 400 m skriðsundi karla í flokki S9 hafnaði Ólafur Eiríksson í 2. sæti á tíman- um 4.41,27 mín. og fékk silfur. Hilmar Jónsson setti íslandsmet í 100 m bringusundi í flokki þroskaheftra er hann synti á 1.30,25 mín. Hann varð í 9. sætii undanrásum og komst ekki í úrslit. Guðrún Ólafsdóttir og Bára B. Erlings- dóttir komust báðir í úrslit í 100 m bringu- sundi í flokki þroskaheftra; Bára synti á 1.39,77 og Guðrún á 1.44,59. Pálmar Guðmundsson lauk svo degin- um með því að vinna til silfurverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S3 er hann synti á tímanum 4.37,11 mín. sem er nýtt íslandsmet. T rabzonspor fái um 553 milljónir í ríkisstyrk TYRKIR eru í skýjunum eftir að Trabzonspor tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Hópur þingmanna í fjár- hagsnefnd lagði til í gær að ríkið verðlaunaði félag- ið fyrir árangurinn með því að greiða því um 553,6 miilj. kr. enda hefði Trapzonspor lagt sitt af mörk- um til að kynna Tyrkland með því að hafa betur gegn frægum evrópskum liðum. Trapzonspor sat yfir í undankeppninni en sló Dynamo Búkarest út í 1. umferð og Aston Villa í 2. umferð með því að vinna 1:0 heima og tapa 2:1 úti. Tottenham reynir að fá Pleat TOTTENHAM vill fá David Pleat sem fram- kvæmdastjóra liðsins á ný og hefur fengið sam- þykki Luton til að ræða við hann. David Kohler, formaður Luton, sagðist ekki ætla að standa í vegi fyrir að Pleat færi aftur til Spurs sjö árum eftir að hafa verið rekinn þaðan. „Hann er samn- ingsbundinn okkur en ef hann telur að framtíðin sé hjá Tottenham er lítið sem við getum gert tii að stöðva hann og reyndar ættum við að vera hreyknir af því að Spurs sýni áhuga á fram- kvæmdastjóra litla Luton.“ Pleat sagðist hafa áhuga á að sjá hvað Tottenham hefði að bjóða, en sagðist aðeins taka starfið að sér ef algjör sam- staða væri um það innan félagsins. Skoskir leik- menn í lægð ALEX Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, .segir í rétt óútkominni bók að skoskir knattspymumenn séu ekki eins góðir og áður. „Skotland á ekki lengur leikmenn í sama gæða- flokki og Graeme Souness, Kenny Dalglish eða Davie Cooper,“ segir sá skoski. Hann segist ekki líta til Skotlands eftir nýjum leikmönnum en viður- kennir að hafa gert það á fyrstu árum sínum með United „því það var markaðurinn sem ég þekkti best. En nú leita ég alls staðar annars staðar, því ekki nógu margir góðir leikmenn em á lausu i Skotlandi." Hann segir að áður fyrr hafi margir skoskir landsliðsmenn verið í herbúðum Manchest- er United, mikilvægir leikmenn fyi'ir félagið, en það sé liðin tíð. Schuster tilbúinn í þýska landsliðið BERND Schuster, sem er 34 ára, segist vera tilbú- inn að leika á ný í þýska landsliðinu eftir 10 ára fjarveru. Eftir að hafa leikið aðeins 21 landsleik hætti hann skyndilega að gefa kost á sér vegna ósættis við nokkra aðra landsliðsmenn, en í þýska íþróttablaðinu Kicker í gær segist hann vera tilbú- inn í slaginn. „Fyrir heimsmeistarakeppnina í sum- ar sagðist ég vera tilbúinn og ég endurtek fyrri ummæli,“ sagði Schuster, sem gekk til liðs við Bayer Leverkusen í fyrra eftir að hafa leikið á Spáni um árabil. Hann hefur leikið rnjög vel með Leverkusen, en sagði að mikilvægt væri að horfa til framtíðar og benti á Evrópukeppni landsliða í því sambandi. Heimaleikir Azer- baijan íTyrklandi FYRSTI heimaleikur Azerbaijan í Evrópukeppni landsliða verður gegn ísrael 16. nóvember og fer hann fram í Trapzon í Tyrklandi. Knattspyrnusam- band Evrópu hafði tilkynnt Azerbaijan að landslið- ið gæti ekki leikið heima vegna ástandsins í land- inu og óörygginu sem því fylgdi, en málið var leyst með fyiTgreindum hætti og verða allir heimaleikir liðsins í Trapzon. KÖRFUBOLTI: NJARÐVÍKINGAR SIGRUÐU NÁGRANNANA FRÁ KEFLAVÍK / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.