Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 4
KORFUKNATTLEIKUR
Hamskipti Grindvíkinga
ÞAÐ var engu líkara en lið Grindvíkinga hefði tekið hamskiptum
í hálfleik í leik sínum við KR í úrvalsdeildinni i körf uknattleik í
gærkvöldi. Eftir jafnan fyrri hálfleik sem einkenndist af baráttu
beggja liða hreinlega rúlluðu heimamenn gestunum upp og sigr-
uðu örugglega 96:77.
KR mætti til leiks án tveggja lyk-
ilmanna, þeirra Fals Harð-
arsonar og Brynjars Harðarsonar
sem voru heima með
„. flensu. Heimamenn
óiaksnn naðu yfirhondinm 1
skrifar byrjun en gestimir
gáfu hvergi eftir og
jöfnuðu leikinn og komust síðan yfir
21:20 á 12. mínútu. Það var líkt því
að Grindvíkingar vanmætu þá fyrir
að vera án lykilmannanna. Fimm
stiga munur var á liðunum í hálfleik
sem er lítið í körfuknattleik þar sem
hlutimir gerast hratt.
Eftir hressilegan lestur Friðriks
Rúnarssonar þjálfara Grindvíkinga
í hálfleik kom gjörbreytt lið heima-
manna inn á völlin og á 7 mínútum
gerðu þeir út um leikinn. Þeir skor-
uður hverja körfuna á fætur annarri
meðan ekkert gekk hjá KR. Þeir
skomðu 2 stig en fengu á sig 23
sem var of stór biti fyrir ungu strák-
ana hjá KR. Til marks um hraðann
í leiknum og vandræði KR gátu þeir
ekki skipt um leikmann á þessum
kafla og sátu tveir skiptimenn lang-
an tíma á bekknum og biðu eftir
skiptingu. Eftirleikurinn var síðan
auðveldur fyrir Grindavík og örugg-
ur sigur í höfn.
Unndór Sigurðsson átti stórleik á
meðar stórskotahríðinni stóð, hitti
vel og átti góðar sendingar. Helgi
Jónas Guðfinnsson átti einnig góðan
leik en segja má að allt liðið hafi
staðið vel fyrir sínu. „Við vorum
ekki ánægðir með fyrri hálfleik og
hefðum alveg eins getað verið und-
ir. Ég sagði strákunum að spila með
hjartanu og það má segja að annað
lið hafi komið inná í seinni hálfleik.
Ungu strákamir náðu upp góðri
stemmningu í fiðið og gerðu það sem
þurfti. Ég var búinn að segja að það
mætti ekki vanmeta KR en það er
möguleiki að það hafí verið fyrir
hendi í byijun þegar í ljós kom að
lykilmenn vantaði í iiðið,“ sagði Frið-
rik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga
gftir leikinn.
Lið KR kom á óvart með mikilli
baráttu í fyrri hálfleik og héldu í
við Grindvíkinga en þoidu ekki mót-
lætið í seinni hálfleik. Ólafur Jón
Ormsson var eini þeirra sem stóð
uppúr. Axel Nikulásson þjálfari
þeirra var stuttorður eftir leikinn.
„Við töpuðum," sagði hann við
Morgunblaðið.
Þór leiddi allan tímann
ívar
Benediktsson
skrifar
Þórsarar, frá Akureyri, sigruðu
Hauka, 88:95, í fjörugum leik
í íþróttahúsinu við Strandgötu í
gærkvöldi. Leik-
menn Þórs höfðu
frumkvæðið allan
tímann og þrátt fyrir
mikla baráttu
heimamanna tókst þeim aldrei að
minnka forystu norðan manna niður
í meira en fjögur stig.
Þórsarar settu á fullt gas strax í
byijun leiks og náðu átta til tíu stiga
forystu strax. Þegar staðan var
20:31, breyttu Haukar yfir í pressu-
vöm og skilaði hún þeim ágætis
árangri á tímabili. Náðu þeir að saxa
forskot Þórs niður í fjögur stig,
32:36. Þórsarar fundusvar við því
og juku aftur forystuna. í leikhléi
voru þeir tólf stigum yfir, 38:50.
Síðari leikhlutinn var mun flör-
ugri en sá fyrri. Haukar sóttu af
mun meiri ákveðni og vömin var
betri. Forskot Þórs sem á tímabili
var, 53:67, fór niður í fjögur stig,
þegar átta mínútur voru eftir, 70:74.
Þá varð Jón Arnar Ingvarsson að
yfirgefa völlinn með fimm villur. Um
það leyti voru fleiri leikmenn Hauka
komnir í villuvandræði. Pétur bróðir
hans og Sigurður Gizurason voru
þá með íjórar villur. Kom það niður
á leik Hauka á lokamínútunum.
Leikmenn Þórs gáfu því ekkert eftir
og sigruðu verðskuldað.
Þórsliðið var jafnt og stóð engin
öðmm fremur upp úr. Hjá Haukum-
voru Pétur Ingvarsson og Sigfús
Gizurson bestir. Þá lék ungur leik-
maður, Pétur Óskarsson, vel.
Gunnlaugur
Jónsson
skrifar
krafti, með
körfum, en
Flugeldasýning ífyrri hálfleik
Borgnesingar sigmðu nágranna
sína, Skagamenn, í sannköll-
uðum sex stiga leik á Akranesi í
gærkvöldi, 98:91,
eftir að staðan var
jöfn í hálfleik, 52:52.
Skagamer.n hófu
leikinn af miklum
þremur þriggja stiga
Borgnesingar hleyptu
þeim þó ekki frá sér. Liðin skiptust
á að hafa forystuna en munurinn
varð aldrei meiri en fimm stig.
í fyrri hálfleik var algjör flugelda-
sýning hjá liðunum; mikið skorað,
og þar af alls 16 þriggja stiga körf-
ur. Fór Henning Henningsson fyrir
gestunum, með 18 stig í hálfleiknum
en heimamaðurinn Brynjar K. Sig-
urðsson var í fallbyssu-stuði og gerði
alls 26 áður en blásið var til hálf-
leiks. Hann varð hins vegar fyrir því
óláni að meiðast undir lok fyrri hálf-
leiks, og var ekkert með í þeim
seinni. Var þar skarð fyrir skildi í
liði heimamanna.
í seinni hálfleik komust gestimir
framúr þó Skagamenn, sem náðu
ekki að fylla skarð Brynjars, gerðu
sitt besta til að halda í við þá. Borg-
nesingar gáfu aldrei eftir og þegar
flautað var af var staðan 98:91 sem
fyrr segir.
Það skondna atvik átti sér stað
um miðjan seinni hálfleik að Borg-
nesingurinn Gunnar Þorsteinsson
varð fyrir því óláni að skora sjálf-
skörfu, við mikinn fögnuð heima-
manna.
Henning Henningsson var frábær
í liði gestanna, gerði 40 stig. „Þetta
er einn þeirra daga sem maður fær
mikið af fríum skotum, og þau duttu
ofaní. Það hefur verið mikill stígandi
í liðinu og þetta er á góðri leið,“.
sagði Henning við Morgunblaðið í
leikslok. Tómas Holton þjálfari og
Grétar Guðlaugsson voni einnig góð-
ir í liði Borgnesinga. í heimaliðinu
var Brynjar frábær í fyrri hálfleik
eins og áður sagði, og nýji Banda-
ríkjamaðurinn B.J. Thompson átti
ágætan leik, en eftir að Brynjar fór
út af mæddi mikið á honum og var
hann óheppinn með skot.
AuðveK hjá Tindastóli
Tindastóll átti ekki í neinum erf-
iðleikum með slaka Valsmenn,
þegar liðin mættust á heimavelli
Valsmanna í gær-
kvöldi. Tindastóll
Eiríksson sigraði með 18 stiga
skrifar mun. 30:98.
Leikurinn var í
jafnvægi til að bytja með en um
miðbik fyrri hálfleiksins gerðu gest-
irnir sextán stig í röð og lögðu þá
grunninn að sigrinum. Valsmenn
náðu ögn að rétta hlut sinn fyrir
hálfleik, en gestirnir voru þó með
níu stiga forskot í leikhléi, 42:51.
Stólarnir héldu sínu og gott betur
í síðari hálfleik. Þeir voru komnir
með rúmlega tuttugu stiga forskot
þegar síðari hálfleikur var hálfnað-
ur, og ekkert ógnaði sigri þeirra.
„Ég vona bara að þetta sé upphaf-
ið á einhveiju enn stærra,“ sagði
Hinrik Gunnarsson leikmaður Tinda-
stóls eftir leikinn. Hann lék mjög
vel í gærkvöldi, en hann hefur átt
við veikindi að stríða að undanförnu
og lítið getað æft. „Ef við höldum
áfram að spila svona þá getum við
unnið hvaða lið sem er, og þetta
gefur okkur styrk fyrir næsta leik,
sem verður erfiður," sagði Hinrik,
en næsti leikur liðsins er gegn
Grindavík á Sauðárkróki.
Hið unga lið Tindastóls stóð sig
mjög vel í leiknum. Hinrik Gunnars-
son var öflugur í sókninni, en táning-
amir Óli Barðdal og Ómar Sigmars-
son sýndu mjög góðan varnarleik,
og náðu vel að trufla sóknaraðgerð-
ir Valsmanna, auk þess sem ðmar
gerði 18 stig í sókninni. John Torrey
var atkvæðamestur í liði Tindastóls
og lék auk þess vel í vörn. Hjá Vals-
mönnum stóð Jonathan Bow upp úr,
átti ágætan leik og gerði 39 stig,
en aðrir leikmenn voru vart með á
nótunum.
Njarðvikingar sterkari
Snæfell byijaði betur gegn Njarð-
vík í Stykkishólmi í gærkvöldi
og það tók gestina nokkurn tíma að
átta sig á að það er
.. . ekki formsatriði að
Guðnadóttir sPila við Snæfell.
skrifar Þeir þurftu virkilega
að hafa fyrir hlutun-
um og stóðu að lokum upp sem sig-
urvegarar. Lið Snæfells hefur tekið
miklum framförum þó fýrstu stigin
séu ekki komin í höfn og greinilegt
að hinn gríski þjálfari liðsins er að
gera góða hluti. Hann mætti þó
hafa betri stjórn á skapi sínu þrátt
fyrir að stundum hafi dómararnir
verið gersamlega úti á þekju. Njarð-
víkingar nýttu sér vel reynslu sína
og seigluðust í gegnum þennan leik.
„Gömlu“ mennirnir í Njarðvík, Rond-
ey, ísak og Jóhannes Kristbjörnsson
voru yfirburðarmenn en Ray Hardin
bar af í liði Snæfells og var besti
maður vallarins, hefur gífurlegan
stökkkraft og átti Ronday í miklum
erfiðleikum með hann í vörn og sókn.
Karl átti ágætan leik og Eysteinn
og Jón Þór áttu góða spretti. Lýður
Vignisson, 14 ára, gerði tvö stig í
fyrsta meistaraflokksleik sínum.
TENNIS / HM ATVINNUMANNA
Reuter
Agassi í undanúrslit
ANDRE Agassi vann landa sinn Michael Chang 6-4, 6-4 í gær
og þar með tryggði Bandaríkjamaðurinn sér sæti í undanúrslitum
hefmsmeistaramóts atvinnumanna í Frankfurt. Sergi Bruguera
vann Alberto Berasategui 6-3, 6-2 og er líka kominn í undanúr-
slit, en í hinum riðlinum er allt opið eftir að Pete Sampras vann
Stefan Edberg 4-6,6-3,7-6. Á myndinni er Agassi í leiknum í gær.
ÍR - Keflavík 93:89
fþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfu-
knattleik, fímmtudaginn 17. nóv. 1994.
Gangur leiksins: 2:0, 11:11, 13:19, 19:23,
35:25, 40:32, 43:48, 48:48, 48:50, 58:52,
64:58, 64:65, 72:69, 87:82, 91:89, 93:89.
Stig ÍR: Herbert Arnarson 25, Halldór
Kristmannsson 23, Eiríkur Önundarson 21,
John Rhodes 17, Eggert Garðarsson 7.
Fráköst: 10 í sókn - 22 í vörn.
Stig Keflavík: Lenear Bums 24, Jón Kr.
Gíslason 16, Sigúrður Ingimundarson 14,
Davíð Grissom 12, Kristján Guðlaugsson
8, Sverrir Sverrisson 6, Einar Einarsson
5, Birgir Guðfinnsson 4.
Fráköst: 4 í sókn - 20 í vörn.
Villur: fR 18 - Keflavík 26.
Dómarar: Georg Þorsteinsson og Bergur
Steingrímsson. Mjög erfiður leikur og þeir
gerðu sitt besta, geri aðrir betur.
Ahorfendur: Um 660.
Valur - Tindastóll 80:98
Valsheimilið að Hlíðarenda:
Gangur leiksins: 0:4, 14:13, 15:31, 24:43,
32:47, 36:50, 42:51, 44:55, 49:60, 55:65,
55:72, 68:84, 73:89, 75:94, 80:98.
Stig Vals: Jonathan Bow 39, Bárður Ey-
þórsson 11, Bragi Magnússon 7, Bergur
Emilsson 5, Ragnar Þór Jónsson 5, Hans
Bjamason 2, Hjalti Jón Pálsson 2.
Fráköst: 10 í sókn - 21 í vörn.
Stig Tindastóls: John Torrey 36, Hinrik
Gunnarsson 20, Ómar Sigmarsson 18, Am-
ar Lárusson 13, Sigurður Pálsson 9, Óli
Barðdal 2,
Fráköst: 12 í sókn - 24 í vöm.
Villur: Valur 23 - Tindastóll 17.
Dómarar: Kristján Möller og Aðalsteinn
Hjartarson, góðir.
Áhorfendur: 100.
UMFG-KR 99:77
íþróttahúsið í Grindavík:
Gangur leiksins: 0:2, 17:6, 19:19, 22:23,
27:27, 36:29, 41:36, 43:38, 64:38, 74:46,
74:53, 84:64, 96:72, 96:77.
Stig UMFG: Unndór Sigurðsson 24, Helgi
Jónas Guðfinnsson 23, Frank Booker 14,
Marel Guðlaugsson 12, Guðmundur Braga-
son 10, Pétur Guðmundsson 7, Steinþór
Helgason 2, Guðjón Skúlason 2, Begur Hin-
riksson 2.
Fráköst: 8 í sókn, 23 í vörn.
Stig KR: Ólafur Jón Ormsson 23, Ingvar
Ormsson 13, Ósvaldur Knudsen 13, Dona-
van Casanave 10, Birgir Mikaelsson 8,
Hermann Hauksson 5, Atli Freyr Einarsson
2, Þórhallur Flosason 2, Jónas Jónasson 1.
Fráköst: 4 í sókn, 26 í vörn.
Áhorfendur: Um 450.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur
Garðarsson. Dæmdu vel.
Villur: UMFG 13 - KR 15.
Haukar-Þór Ak. 88:95
íþróttahúsið við Strandgötu:
Gangur leiksins: 0:2, 10:15, 17:25, 20:31,
32:36, 33:45, 38:50, 49:59, 53:67, 64:69,
70:74, 73:81, 79:88, 84:90, 88:95.
Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 26, Sigfús
Gizurason 20, Óskar Pétursson 16, Jón
Amar Ingvarsson 12, Baldvinn Hohnsen
10, Steinar Hafberg 2, Þór Haraldsson 2.
Fráköst: 7 í sókn - 20 í vöm.
Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 24, Sandy
Andersson 20, Konráð Óskarsson 16, Björn
Sveinsson 13, Birgir Öm Birgisson 8, Einar
Valbergsson 8, Örvar Erlendsson 5, Einar
H. Davíðsson 1.
Fráköst: 7 í sókn - 30 í vörn.
Villur: Haukar 27 - Þór 24.
Dómarar: Helgi Bragson og Þorgeir Jón
Júlíusson.
Áhorfendur: 80.
ÍA - Skallag rímur 91:98
íþróttahúsið á Akranesi:
Gangur leiksins: 6:0, 11:12, 20:20, 33:36,
46:41, 52:52, 58:59, 65:66, 69:76, 77:81,
79:87,_ 86:91, 91:98.
Stig ÍA: Brynjar K. Sigurðsson 26, B.J.
Thompson 23, S. Elvar Þórólfsson 17, Dag-
ur Þórisson 8, ívar Ásgrímsson 8, Jón Þór
Þórðarson 7, Gunnar Þorsteinss. (UMSB) 2.
Fráköst: 11 í sókn - 22 í vöm.
Stig Skallagrims: Henning Henningsson
40, Grétar Guðiaugsson 15, Tómas Holton
14, Gunnar Þorsteinsson 12, Alexander
Ermolinskíj 10, Sveinbjörn Sigurðsson 5,
Þórður Ilelgason 2.
Fráköst: 7 i sókn - 19 í vörn.
Villur: ÍA 21, Skallagrímur 17.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar O.
Einarsson. Dæmdu erfiðan leik ágætlega.
Áhorfendur: 830.
Snæfell - UMFN 84:108
fþróttahúsið Stykkishólmi:
Gangur leiksins: 2:0, 12:12, 23:32, 30:37,
32:54, 42:60, 58:79, 64:85, 78:101, 84:108.
Stig Snæfells: Ray Hardin 32, Karl Jóns-
son 21, Jón Þór Eyþórsson 10, Eysteinn
Skarphéðinsson 10, Atli Sigurþórsson 6,
Hjörleifur Sigurþórsson 2, Lýður Vignisson
2, Ágúst Jensson 1.
Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn (Hardin átti
26 fráköst alls).
Stig Njarðvíkur: Ronday Robinson 24,
ísak Tómasson 21, Jóhannes Kristbjörnsson
17, Kristinn Einarsson 14, Jón Júlíus Áma-
son 14, Teitur Örlygsson 13, Sævar Garð-
arsson 3, Páll Kristinsson 2.
Fráköst: 12 í vörn, 14 í sókn.
Villur: Snæfell 27, Njarðvík 23.
Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og
Björgvin Rúnarsson voru mjög slakir, en
Einar Þór ögn skárri.
Áhorfendur: 108.