Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 Jltariptttlrifofrttk ■ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER Morgunblaðið/Kristinn Stjörnusigur SKÚLI Gunnsteinsson svífur inn af línunni gegn Val í 23:22 sigri; Ingi Rafn Jónsson og Jón Krist- jánsson eru aðeins’áhorfendur. ■ Lelkirnir í gær / D2 Di Centa í uppskurð og verður frá keppni MANUELA Di Centa, ólympíumeistari í skíðagöngu kvenna frá Ítalíu, gekkst undir uppskurð í gær og missir því af upphafi keppnistímabilsins í heimsbik- arnum, en keppnin hefst um helgina. Þarmar henn- ar voru skemmdir og þurfti að fjarlæga hluta þeirra. Hún var við æfingar í Svíþjóð en kom heim til Ferrara á Ítalíu þar sem hún lagðist inn á sjúkra- hús. Talsmaður ítalska skíðsambandsins sagðist ekki geta fullyrt um það hvenær hún gæti hafið æfingar á ný. „Hún þarf nú hvfld og aðgerðin heppn- aðist vel. Við verðum að sjá hvað hún þarf að dvelja lengi á sjúkrahúsi áður en hægt er að spá hvenær hún kemst aftur á skíði,“ sagði talsmaðurinn. Di Centa er 31s árs og vann tii fimm verðlauna á Vetrarólympíuieikunum í Lillehammer á síðasta ári, þar af tvenn gullverðlaun í 15 og 30 km göngu. Snjóleysi hamlar heimsbikarkeppninni HEIMSBIKARKEPPNIN í alpagreinum átti að hefj- ast um helgina í Sestriere á Italíu, en hefur nú verið frestað vegna snjóleysis. Eins hefur fyrsta brunmóti vetrarins, sem vera átti í Val d’Isere eftir rúma viku, verið frestað af sömu ástæðu. „Við höf- um verið með sex þyrlur til að flytja snjó í brekkurn- ar en eftirlitsmaður FIS sagði að aðstæður leyfðu ekki heimsbikarmót,“ sagði Livio Berruti, talsmaður mótanefndar Sestriere. „Hitinn hér í bænum hefur verið eins og að vori. Það var nægur snjór hér fyr- ir þremur vikum en nú er hann horfinn.“ Yang Aihua í tveggja ára keppnisbann YANG Aihua, heimsmeistari í sundi frá Kína, hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóða sundsambandinu. Of mikið af karlahormóninu testo- sterone fannst í líkama hennar. Aihua sigraði í 400 metra skriðsundi kvenna á HM í Róm en sýnið var ekki tekið fyrr en í síðasta mánuði rétt fyrir Asíu- leikana í Hiroshima. Hún heldur því HM-gullinu. Hún er fímmti kínverski sundmaðurinn sem fellur á lyfjaprófi á síðustu tveimur árum og annað stóra nafnið síðan Zhong Weiyue, heimsmethafi í 60 og 100 metra flugsundi, féll í sömu gryQu. Kínverskar stúlkur sterkastar á HM KÍNVERJAR hafa verið sigursælir í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu í lyftingum sem nú stendur yfir í Istanbul í Tyrklandi og sett þar fjöimörg heims- met. Zhou Meihong sigraði í -70 kg flokki í gær og vann þar með fimmtu gullverðlaun kínverskra kvenna þegar sex keppnisdagar eru að baki. Hún setti jafnframt heimsmet í jafnhöttun, lyfti 128,5 kg og samtals 222,5 kg. Kínversku stúlkurnar hafa unnið alla þyngdarflokkana á mótinu nema einn, en þar áttu þær ekki keppanda. SNOKER / HM Kristján og Jóhannes komust báðir áfram ísland eina þjóðin sem á tvo í 8-manna úrslitum ÍSLENSKU snókerspilararnir, Jóhannes B. Jóhannesson og Krist- ján Helgason hafa heldur betur slegið í gegn á heimsmeistara- móti áhugamanna sem nú stendur yfir í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Þeir tryggðu sér báðir sæti í 8-manna úrslitum í gær, en hingað til hafa Islendingar aldrei náð í 16-manna úrslit á HM. ísland er eina þjóðin sem á tvo menn í hópi átta síðustu á mótinu. Kristján lék við Nowan frá Suð- ur-Afríku í 16-manna úrslit- um í gær og sigraði mjög örugg- lega, 5:1. „Þetta var besti leikurinn hjá mér í mótinu. Nú er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Kristján, sem spilar við Yusur frá Pakistan í 8-manna úrslitum í dag. Jóhannes lék við Paul Dowling frá Bretlandi í gær og sigraði 5:4 eftir mikla baráttu. Hann var 1:4 undir en vann síðustu fjóra ramm- ana og um leið sæti í 8-manna úr- slitum eins og Kristján. Jóhannes sagði að hann hefði ekki leikið vel í byrjun en síðan var að duga eða drepast og hann snéri leiknum sér í hag. Hann leikur í dag við ný- krýndan heimsmeistara unglinga, Hann frá Astralíu. ísland er eina þjóðin á mótinu sem státar af því að eiga tvo kepp- endur í 8-manna úrslitum. „Það vekur mikla athygli hér að við, frá litla íslandi, skulum báðir vera komnir svona langt í keppninni," sagði Kristján. En þess má geta að 77 keppendur hófu keppni. Keppendur raðast þannig í útslátt- arkeppninni að svo gæti farið að Jóhannes og Kristján léku til úr- slita. „Eigum við ekki að segja að það yrði draumaleikur, en það er of fljótt að gera sér vonir um það,“ sagði Kristján við Morgunblaðið í gærkvöldi. Glæsileg frammistaða JÓHANNES B. Jóhannesson, tll vinstri, og Kristján Helgason hafa staðið sig frábærlega og eru báðlr komnlr í átta manna úrsllt. MEISTARADEILDIN: IFK GAUTABORG ÁFRAM EN UNITEDÁ AÐEINS VEIKAVON / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.