Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD UEFA JBarjpnMafoít* iteuter Sænskur fögnuour JESPER Blomqvist, leikmaður IFK (ð bakinu) fagnar fyrsta marki liðsins, sem hann gerði. Gary Walsh, markvörður United, er tll vinstri. Hann hefur staðið í markinu í tveimur síðustu Evrópuleikjum og fengið á sig sjö mörk; þrjú í gær og fjögur gegn Barcelona. Davíð hlær að Golíat IFK Gautaborg tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópukeppni meistaraliða og er komið í átta liða úrslit eftir 3:1 sigur gegn Manc- hester United í Gautaborg í gær- kvöldi. Barcelona tapaði 2:1 fyrir Galatasaray í Istanbul og ljóst er að annað stórliðanna situr eftir. Barcelona er með stigi meira en United og tekur á móti Gautaborg í síðustu umferð en Tyrkimir sækja United heim. Verði liðin jöfn að stigum í öðru sæti fer Barcelona áfram vegna innbyrðis leikjanna, 2:2 í Manchester og 4:0 fyrir heima- menn á Spáni. Jesper Blomqvist var hetja Gautaborgarliðsins. Þessi tvítugi strákur, sem hefur verið meiddur á lærvöðva og var því ekki viss um að spila, kom heimamönnum á bragðið á 11. mínútu og átti víta- spymu sem Pontu Kamark skoraði úr 12 mínútum fyrir leikslok. Sam- herjar hans stóðu líka fyrir sínu og oft á tíðum yfirspiluðu þeir væng- brotið lið United, en sjö leikmenn Gautaborgar voru í bronsliði Svía á HM. Öriítið hik kom á heimamenn þegar Mark Hughes jafnaði um miðjan seinni hálfleik en Magnus Erlingmark skoraði tveimur mínút- um síðar og þar með voru Svíamir aftur komnir á ferðina. Ekki bætti úr skák fyrir United að Paul Ince fékk að sjá rauða spjaldið á 83. mínútu. IFK Gautaborg: Thomas Ravelii; Pontus Kamark, Magnus Johansson,_ Joachim Björklund, Mikael Nilsson, Mikael Martins- son (Erik Wahlstedt 49.), Stefan Rehn, Stefan Lindqvist, Jesper Blomqvist, Stefan Pettersson (Thomas Andersson 79.), Magn- us Erlingmark Man. Utd.: Gary Walsh; David May (Gary Neville 68.), Steve Bruce, Gary Pallister, Dennis Irwin, Andrei Kanchelskis, Paul Ince, Brian McClair, Simon Davies (Nicky Butt 76.), Eric Cantona, Mark Hughes. Barceiona missti taktinn Romario skoraði fyrir Barcelona á 15. mínútu og gestimir réðu ferð- inni gegn Galatasaray en Tyrkimir gáfust ekki upp og sóttu stíft undir lok fyrri hálfleiks, sköpuðu sér góð færi en tókst ekki að skora. Barce- lona reyndi að draga úr hraðanum eftir hlé, en vítaspyma gaf heima- mönnum aukinn kraft og sigur- marki Erdems var ákaft fagnað. Galatasaray: Gintaras Stauche; Norman Mapeza, Bulent Korkmaz, Sedat Balkanli, Mert Korkmaz, Ergun Pembe, Arif Erdem, Yusuf Tepekule (Tugay Kerimoglu, 46.), Hakan Sukur, Suat Kaya, Hamza Hamza- oglu (Okan Buruk, 59.). Barcelona: Carlos Busquets; Albert Ferrer, Josep Guardiola (Abelardo Femandez, 60.), Ronald Koeman, Miguel Angel Nadal, Jose Bakero (Aitor Beguiristain, 70.), Eusebio Sacristan, Hristo Stoichkov, Guillermo Amor, Romario, Sergi Batjuan. Bayem á enn möguleika Bayem Miinchen á enn mögu- leika á að komast áfram ú B-riðli þrátt fyrir að tapa 0:1 á heimavelli fyrir PSG í gærkvöldi. Franska lið- ið hefur sigrað í öllum leikjum sín- um og er öruggt áfram en um hitt lausa sætið beijast Bayem, Spartak Moskva og Dynamo Kiev, en Spar- tak vann Kiev 1:0 í Moskvu í gær. Frakkamir voru betri í gær og Bayarar áttu í rauninni ekki mögu- leika. „Það var mjög erfitt og eigin- lega vonlaust að skapa sér nokkur færi gegn þeim því þeir em svo leikreyndir og leika svo skipulega," sagði Trapattoni þjálfari Bayem eftir leikinn. Það var líbéríski leikmaðurinn Weah sem gerði eina mark leiksins. Glæsimark sem Oliver Kahn átti ekki möguleika á að veija. Weah kom inná sem varamaður á 64. mínútu og skapði oft mikinn usla í vöm þýskra með hraða sínum og tækni. Bayern: Oliver Kahn, Lothar Matthaus, Thomas Helmer, Marcus Babbel, Jorginho, Markus Schupp (Dietmar Hamann, 63.) Mehmet Scholl, Christian Nerlinger, Dieter Frey, Jean-Pierre Papin (Alexander Zickler, 69), Alain Sutter. PSG: Bernard Lama, Alain Roche, Jose Cobos, Oumar Dieng, Patrick Colleter, Francis Llacer, Daniel Bravo (Paul Le Gu- en, 58.), Jean-Philippe Sechet, Vincent Guerin, Pascal Nouma, David Ginola (Ge- orge Weah, 64.) Skuggi yfir AC Milan Ajax tryggði sér sæti í 8-liða úrslit með því að vinna Evrópu- meistarana í AC Milan 0:2 í Trieste á Ítalíu. Hollenska liðið fékk óska- byijun er fínnski miðheijinn Jari Litmanen kom Ajax í 0:1 strax á 2. mín. Fyrirliði ítölsku meistaranna Franco Baresi gerði síðan sjálfs- mark á 65. minútu og var það tákn- rænt fyrir lánleysi Mílanóliðsins að undanfömu og eins það að mark sem liðið gerði í fyrri hálfleik var dæmt af vegna þess að dómarinn taldi að markvörður Ajax hafi verið hindraður ólöglega. Ajax lék sókn- arknattspymu frá fyrstu mínútu og átti mun meira í leiknum, sérstak- lega í síðari hálfleik. AC Milan, sem vann Evrópu- meistaratitilinn í fimmta sinn á síð- asta keppnistímabili, verður að vinna síðasta leikinn í riðlinum gegn Austria í Salzburg 7. desember til að komast áfram. Ajax hefur þegar unnið D-riðil, Salzburg er í öðm sæti með 5 stig eftir 3:1 sigur á AEK í Aþenu í gærkvöldi og AC Milan er í þriðja sæti með 3 stig. Ef lið verða jöfn að stigum eftir riðlakeppnina gildir samanlagður árangur úr innbyrðis leikjum þeirra. AC Milan: Sebaatiano Rossi, Christian Panucci, Paolo Maldini, Demetrio Albertini, Alessandro Costacurta, Franco Baresi, Ro- berto Donadoni (Giovanni Stroppa 75.), Marcel Deasailly, Marco Simone, Zvonimir Boban (Gianluigi Lentini 57.), Daniele Massaro. Ajax: Edwin van der Sar, Michael Reizi- ger, Danny Blind, Frank Rijkaard, Frank de Boer, Clarence Seedorf, Finidi George, Edgar Davids (Marc Overmars 80.), Ronald de Boer, Jari Litmanen, Peter van Vossen (Nwankwo Kanu 35.). RALL Átján ára bið Breta eftirsigri íkonunglega rallinu lokið Auriol heimsmeistari Colin McRae batt enda á 18 ára bið Breta eftir sigri í Konung- lega breska rallinu — síðasta ralli ársins — sem lauk í gær. Hann var með forystu alla fjóra dagana og endaði rúmlega þremur mínútum á undan Finnanum Juha Kankkunen, sem varð annar. Frakkinn Didier Auriol varð heimsmeistari, en Spán- veijinn Carlos Sainz féll úr keppni á síðasta degi. Lokadagur keppninnar var dramatískur. Carlos Sainz var ann- ar fyrir daginn í gær og var sá eini sem gat ógnað sigri Auriols í heild- arstigakeppninni. En Sainz varð að hætta keppni á annarri sérleið í gær eftir að hafa keyrt á trédrumb sem var á veginum. „Við sáum ekkert á veginum er við keyrðum þama um. Ef einhver hefur sett trédrumb- ana þama er það hneyksli," sagði sigurvegarinn McRae. „Carlos var mjög undrandi er hann sá tvo tré- drumba á veginum. Ég er viss um að þeir voru settir þama sérstaklega til að hindra hann. Þetta var slæmur endir á annars ströngu og góðu keppnis- tímabili," sagði Dave Richards, yfir- maður Subaruliðsins. Eftir þetta atvik var ljóst að Auriol tók heimsmeistaratitilinn til Frakklands í fyrsta sinn. Hann byij- aði þó illa í Konunglega rallinu — velti bifreið sinni á fyrsta keppnis- degi og var þá í 94. sæti. En hann hélt áfram og vann sig hægt og sígandi upp og endaði í sjötta sæti. „Mig hefur lengi dreymt um heims- meistaratitilinn og ég hef beðið lengi eftir þessum happadegi,11 sagði Auriol er titillinn var í höfn. McRae, sem ekur Subara, varð fyrstur Breta til að vinna Konung- lega rallið síðan Roger Clark gerði það 1976. „Sigurinn var nokkuð öraggur og án baráttu. Við héldum forystunni nokkuð létt í gegnum alla keppnina," sagði sigurvegar- inn. ■ HILMAR Þórlindsson, stór- skyttan í KR-liðinu, meiddist í fyrri hálfleik gegn HK og er að öllum líkindum ristarbrotinn. Hann var meiddur á rist í haust og þau meiðsli tóku sig upp í gær. Hann kom illa niður á vinstri fótinn og segist hafa heyrt smell. Hilmar verður frá hand- knattleik í nokkrar vikur. ■ EINAR og Kristján Sveinssyn- ir, dómarar í leik KR og HK, dæmdu KR-ingum sjö vítaköst á fyrsta stundarfjórðungi leiksins en nokkuð var um klaufaleg brot við línuna. HK-ingar fengu sitt fyrsta vítakast stuttu síðar. ■ DAGUR Sigurðsson leikstjóm- andi Vals lék ekki með liði sínu í gær, en hann var dæmdur í leikbann af aganefnd HSÍ á dögunum. ■ FROSTI Guðlaugsson horna- maður úr Val kom ekkert inn á í leiknum, en hann hefur verið meidd- ur og Þorbjörn sagðist hafa viljað gefa honum frí í gærkvöldi. ■ ÞRÍR markverðir voru á skýrslu hjá Sljömunni og komu þeir allir inná. Markverðimir áttu hins vegar erfíðan dag því sóknirnar vora lang- ar og menn því oft komnir á hælana loksins þegar skot kom að marki. ■ HANS Guðmundsson fékk blómvönd fyrir leikinn gegn IR í gær en hann var að leika sinn 300. leik með meistaraflokki FH. ■ MAGNÚS Ámason markvörður FH-inga lék ekki með liði sínu í gær vegna meiðsla á hendi. ■ EINAR Þorvarðarson befur haft góð áhrif sem liðsstjómandi Hauka. Hann hefur stjórnað liðinu af bekknum í síðustu þremur leikj- um, tveimur í Evrópukeppni og einum deildarleik, og Haukar hafa fagnað sigri i þeim öllum. ■ PÁLL Ólafsson hjá Haukum fékk högg á augabrún snemma í seinni hálfleik og var utan vallar i tvær mínútur meðan búið var um sárið en kom síðan inn á fullri ferð og skoraði nær samstundis. ■ FYRIR leik Aftureldingar og KA var leikið lag með Willie Nel- son. Var það í fyrsta skiptið sem það er gert í vetur að Varmá. Fylgdi laginu kveðja til Alfreð Gíslasonar frá Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Aftureldingar. Þetta var greinilega gert í framhaldi af þeim ummælum Alfreðs í Morgunblaðinu í gær að hann hefði heyrt að leik- menn Aftureldingar hiti upp „með Willie Nelson músík, sem hlýtur að fara svona vel í þá!“ KA-maðurinn veit greinilega að Guðmundur fyrr- um félagi hans úr landsliðinu er mikill Willie Nelson aðdáandi, og ummælin skot af léttara taginu til hans... ■ ÞEGAR hálf mínúta var til leiks- loka að Varmá í gærkvöldi og sigur KA gulltryggður stóð Sigmar Þröstur á höndum í marki KA á meðan hans menn léku síðustu sókninnar. Og það sem meira var hann tók nokkur dansspor á meðan hann stóð á höndum. ■ ÞAÐ hefur sett ljótan blett í vet- ur á hinn fjölmenna og hressa stuðn- ingsmanna hóp sem fylgir Aftureld- ingu hvað mörg böm í hópnum hrópa sóðalegar yfirlýsingar inn á leikvöllin til dómara og andstæðinganna. Leik- urinn í gærkvöldi var engin undan- tekning, því miður. ■ VIKTOR B. Viktorsson, leik- maður Aftureldingar átti 27 ára afmæli í gær. Fyrir leikinn sungu stuðningsmenn AJftureldingar fyrir hann, „Hann á afmæli í dag“, eins og títt er gert er fyrir afmælisböm. Undir leiklok í gærkvöldi þegar KA sigurinn var að komast í höfn tóku áhangendur norðanmanna að syngja í sigurvímunni til heiðurs afmælis- baminu við blendna ánægju Viktors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.