Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 3

Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 B 3 ÞJÓÐ ARBÓKH LAÐAN Gott vísindabóka- safn mikilvægt Einar Sigurðsson var nýlega skipaður landsbóka- vörður, en var áður háskólabókavörður. I samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur kemur meðal ann- ars fram að undanfarin þrjú ár hafi miklu af starfsskyldum hans sem háskólabókavarðar verið af honum létt til þess að hann gæti gefið sig þess að undirbúningi hins nýja og sameinaða bókasafns sem aðsetur hefur í nýju Þjóðarbókhlöðunni. Morgunblaðið/Kristinn EINAR Sig'urðsson landsbókavörður. ILÖGUM um Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn segir svo í 3. gr. „Landsbókavörður annast daglegan rekstur og stjórn bókasafnsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við. Landsbókavörður skal árlega semja tillögu að starfs- áætlun og fjárhagsáætlun bóka- safnsins og leggja fyrir stjórn þess.“ Einar hefur starfað við Háskólabóka- safnið í þijátíu ár en undirbúningur að stofnun hins nýja sameinaða bókasafns fór að taka á sig mynd um 1970. Einar átti frá því fyrsta aðild að undirbúningi fyrir hönd Háskólabókasafns.„Byggingar- nefndin var skipuð árið 1970 en fyrr sama ár var samþykkt gerð á Al- þingi um að reist skyldi Þjóðarbók- hlöðuhús í tilefni af ellefuhundruð ára afmæli íslandsbyggðar. Fyrsta forsögnin var gefin út árið 1971,“ segir Einar. Forsögn er lýsing á not- um og gagnsemi fyrirhugaðrar bygg- ingar. Árið 1957 var samþykkt þingsá- lyktunartillaga um að sameina Landsbókasafn og Háskólabókasafn- ið. Hið síðarnefnda var stofnað árið 1940, með því að slá saman nokkrum deildarbókasöfnum. Eigi að síður var vakandi umræðan um það að ekki væri rétt að búa til tvö rannsóknar- bókasöfn hér. Geir Hallgrímsson borgarstjóri afhenti svo lóð undir Þjóðarbókhlöðu á 150 ára afmæli Landsbókasafns árið 1968. Eftir það hófst að marki baráttan fyrir því að koma þessari sameiningu safnanna á og byggja yfir þau. Tölvunetið 65 kílónietrar í framhaldi af því fóru menn að skoða söfn í útlöndum. Kannaður hefur verið og skoðaður mikill fjöldi safna erlendis, ég tók mikinn þátt í því. Líklega skipta þau söfn sem skoðuð voru fremur hundruðum en tugum. Við litum talsvert til Bret- lands og Bandaríkjanna í þessu skyni og einnig skoðuðum við rækilega fyrir tveimur árum The Library of the Futur í Tilburg í Hollandi, en það safn er byggt með framtíðar- tæknivæðingu fyrir augum, þetta er framúrstefnusafn Hollendinga og gríðarlega tölvuvætt. Tölvunotkunin í hinni nýju Þjóðarbókhlöðu er nokk- uð í sama dúr, við verðum með tölu- vert af tölvum fyrir notendur, kannski hátt í hundrað, sem eru út á lessvæðunum. Þar geta menn farið inn í gagnasöfn og jafnvel leitað út fyrir landið í gegnum internet. I gagnasöfnum sem er gjaldsettur að- gangur að munum við aftur að móti leita fyrir fólk. Tölvunetið í húsinu er um 65 kílómetrar. í Þjóðarbókhlöðunni er sérhannað bókasafnskerfi sem heitir Gegnir. Fleiri slík kerfi eru á markaðinum og það var töluvert mál að velja úr. Þetta er breskt kerfi að stofni til og var tekið í notkun í báðum söfnum árið 1991. Tekist hefur að koma mest öllum ritakosti safnanna beggja inn í þetta kerfi. Illt væri að vera í þeirri stöðu núna að það væri allt á byijendastigi. Spjaldskrár verða því hér um bil engar í nýja staðnum. Skrár, útlán, millisafnalán, aðföngin og tímaritahaidið er allt í þessu kerfi. Mestu framfarirnar eru fólgnar í þessu. Nokkur önnur söfn eru fullir þátttakendur í þessu l.erfi, m.a. safn Kennaraháskólans. Þannig byggist upp gagnasafn og jafnvel samskrá í framtíðinni. Oryggiskerfi gegn bókahvörfum Það er einnig nýjung í nýja safn- inu að strikamiði er settur á bækurn- ar og svo á hver notandi sitt spjald með strikamiða. Lesarinn les þetta hvort tveggja og þannig skráist bðk- inn á lánþegann. Við innganginn eru tvær útlánavélar þangað sem fólk getur sjálft farið með bækur sem eru til útláns og afgreitt sig þar sjálft eins og fyrr greinir. Til viðbótar þessu verður tæknibúnaður sem inni- heldur öryggiskerfi gegn bókahvörf- um, það er innbyggt í þessar vélar. Inn í bókunum eru ósýnileg merki sem eru hlaðin með ákveðinni hleðslu, um leið og bók er skráð á lánþega er hleðslunni létt af og hægt er að fara út með bókina án þess að píp heyrist. Einnig má nefna að í safninu er myndastofa, en allur þorri íslenskra blaða hefur verið sett- ur á filmur. Auk þess hefur verið keypt dálítið af filmum, en þetta er ekki verulega stórt safn. í nýju Þjóðarbókhlöðunni eru a.m.k. 700 lessæti af einhveiju tagi, lítið verður um hefðbundna lestra- sali, nema hvað lítill salur er fyrir handritadeild og annar stærri fyrir þjóðdeild, sem tekur þá við af lestr- arsal Landsbókasafnsins. Hin stóru og sveigjanlegu rými eru á þriðju og fjórðu hæð, þar sem skiptast á spild- ur með bókum og spildur með lessæt- um. Tæplega 30 lesherbergi eru þarna, þau getur fólk fengið lánuð um takmarkaðan tíma og fær þá einnota kort sem gengur að lásnum, kortið rennur svo út að vissum tíma liðnum. Af tæknibúnum sérdeildum að öðru leyti er t.d. tón- og myn- deild, þar er tónlistarefni, hljóðrit ýmiskonar. Landsbókasafnið fær í skylduskilum tvö eintök af öllum geisladiskum, hljómplötum og snæld- um, það eitt myndar heilmikinn stofn og svo er keypt til viðbótar, auk þess sem töluvert hefur verið gefið til safnsins af slíku efni. Einnig eru þar myndbönd og skyggnur. Þarna er búið að leggja drög að miðlægum tækjabúnaði sem miðlað getur efni ýmist einum eða fleirum notenda út í salina." Hin sameiginlega ábyrgð í lögum um Landsbókasafn Is- lands - Háskólabókasafn í II. kafla segir svo í 6. gr. „Safnið er rannsókn- arbókasafn sem halda á uppi virkri og þjölþættri upplýsingarþjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs." Starfsmenn allireiga að hafa vakandi vitund um þetta markmið og eins hina sameiginlegu ábyrgð, hvar í safninu sem þeir starfa. Þessi sameining safnanna tveggja þýðir að starfrækt er þarna ein skráningardeild og ein aðfanga- deild fyrir alla starfsemina. Ákveðinn „lokaður" hluti verður í safninu, það er handritadeild og þjóðdeild, í senn verndar og þjónustusvæði fyrir fræðimenn. Þar er haft hefðbundið eftirlit með notendum. Þar er gæsla þjóðarverðmætanna í fyrirrúmi. Hins vegar er opinn hluti sem við köilum sjáifbeina (menn hafa beinan aðgang að ritakosti) þar sem ekki er einung- is erlendur ritakostur heidur líka við- bótareintök af öllum þorra íslenskra rita síðari tíma. Þangað getur hver sem er gengið óhindraður, en í lok- aða hlutann fer fólk ekki nema með sérstöku leyfi. Það, að hafa svona mikið af aðgengilegum íslenskum ritakosti, stuðlar að hlífð á þjóð- deildareintökunum, flestir geta látið sér nægja að nota bækurnar á opna svæðinu, það eru að jafnaði aðeins fræðimenn sem eru í alvarlegum rannsóknum sem þurfa að komast í frumgögnin í lokaða hlutanum. Þjóðarbókhlaðan er vélloftræst og í henni sérstakur tæknibúnaður sem á að halda réttu raka og hitastigi. Þetta er þýðingarmikið við geymslu á verðmætum ritum. Þetta fyrir- komulag hefur líka þann kost að ekki á að komast mikið ryk inn í bygginguna. Það á einnig að vera vel séð fyrir öryggisþættinum, sér- stakt tölvuvætt stjórn- og aðvörun- arkerfi er í byggingunni. Ef kæmi fram leki eða annað af þeim toga ætti að vera hægt að bregðast við því samstundis. Hluti af þessu kerfi er svokallað aðgangskortakerfi, þ.e. starfsmenn fá segulkort sem þeir nota til að komast í gegnum dyr. Mjög lítið er um lyklanotkun þarna, ýmist eru notuð aðgangskort eða talnalásar. Kortin verða forrituð þannig að tilteknir starfsmenn hafa aðgang að tilteknu rými, heimildir í þeim efnum verða mjög mismunandi. Sérsöfnin Ákveðið svæðið í safninu verður svo lagt undir sérsöfn, t.d. safn landakorta og skylds efnis og svo eru líka annars konar sérsöfn, bóka- gjafir, sem ákveðið hefur verið að halda hveiju fyrir sig. Stærsta safn- ið af því tagi er bókasafn Benedikts S. Þórarinssonar kaupmanns, sem hann ánafnaði Háskólanum árið 1940. Einnig má nefna safn Jóns Steffensens prófessors sem er sér- tækt efni í sögu heilbrigðisfræða' og reyndar fleira. Safnið um Nonna, Jón Sveinsson, er gjöf Jesúítareglunnar og Haraids Hannessonar hagfræð- ings, sem dró það saman. Loks má nefna að lýst var yfir árið 1989 á 70 ára rithöfundarafmæli Halldórs Laxness að honum yrði helgaður ákveðinn staður í Þjóðarbókhlöðu. Þar verða dregin saman eintök af öllum hans ritum bæði á íslensku og erlendum málum. Þar verður líka geymd prýðileg stytta af skáldinu eftir norskan myndhöggvara o.fl.. Landsbókasafn og Háskólabóka- safn hafa fram að þessu búið við það þröngan húsakost og bágan hag að það hlýtur að þurfa að verða að koma til veruleg aukning á fjárveitingum og mannafla til þess að geta starf- rækt nútímasafn í nýrri byggingu sem er a.m.k. fjórum sinnum stærri en þa_ð húsnæði sem söfnin höfðu áður. í báðum söfnum hafa verið um 50 stöðugildi samtals, en við teljum þörf á a.m.k 80 stöðugildum til þess að hægt sé að reka þetta nýja safn af einhverri reisn. Til þessa þarf tölu- vert meira fé en söfnin hafa núna. Yfirvofandi fjárskortur Svo nánar sér farið út í peninga- málin þá vorum við, sem að undir- búningi þessa máls stóðum, búnir að gera ráð fyrir að rekstur hins nýja safns myndi kosta á hátt þriðja hundrað milljónir árlega og er þá allt innifalið, launakostnaður, rita- kaup, ræsting og önnur þjónusta. Lagt var fram á Alþingi fylgiskjal við frumvarp um nýja safnið, þar sem gert var ráð fyrir 242 milljónum á næsta ári. Þegar fjárlögin komu fram var hins vegar ekki ætlaðar nema 161 milljón króna í rekstur Þjóðar- bókhlöðusafnsins. Það er ekki hægt að reka þetta safn fyrir þessa pen- inga, ekki einu sinni með kotungs- brag. Stjórn safnsiiis hefur gengið í að gera nánari grein fyrir þessu máli við formenn fjárveitinganefndar og síðan kemur þetta til meðhöndlun- ar þingsins. Það er þegar yfírlýst af menntamálaráðherra að þarna hafi orðið ákveðin mistök, en ég tel að við þurfum að fá að minnsta kosti þá upphæð sem gert var ráð fyrir í fyrrnefndu fylgiskjali fraumvarpsins um stofnun safnsins. Ella verður þjónusta safnsins öldungis ófullkom- in, varla hægt að hafa opið fram á miðjan dag og ekki hægt að sinna og annast um verðmæt rit eins og nauðsynlegt er. Málið er í hættu statt ef ekki verður brugðist við. Þjóðarbókhlöðubyggingin átti að vera komin í notkun fyrir um 15 árum og það hefði ekki kostað alveg eins mikið að hefja starfsemi í henni þá, margt hefur breyst á þessum tíma ekki síst í tæknimálum, þá voru tölvurnar t.d. enn ekki orðnar sá þáttur í starfsemi bókasafna sem þær eru í dag. Stúdentunum hefur fjölgað um nær helming. Það hefur kostað mikið að láta þá fjárfestingu sem þegar var bundin í byggingunni liggja arðlausa allan þennan tíma. Ég vona að fjárskortur hamli ekki að fólk geti nýtt sér allan þann tækja- kost og og alla þá aðstöðu sem í Þjóðarbókhlöðunni er. Það væri illa farið. Gott vísindalegt bókasafn er mik- ilvægt vegna viðgangs þeirrar tungu og menningar sem íslenska þjóðin ber gæfu til að hafa varðveitt í rösk ellefuhundruð ár. Gott vísindabóka- safn er líka nauðsynlegt til að styrkja þá vísindaiðju sem er forsenda fram- fara og samkeppnishæfi þjóðarinnar og tryggir henni viðunandi lífskjör. Gott bókasafn er líka til styrktar góðu mannlífi og svalar þörfum manna til þekkingaröflunar hvenær sem er á lífsleiðinni. Gott þjóðbóka- safn sem jafnframt er sterkt sem vísindaleg þekkingarmiðstöð er lítilli þjóð ómetanlegt og dregur úr ótta hennar við að vera þátttakandi í samfélagi þjóða, hvort heldur sem er á sviði menningarmála, stjórnmála eða efnahagsmála. Það styrkir sjálf- stæði hennar og eykur henni sjálfs- traust.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.