Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 5

Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 B 5 ÞJÓÐARBÓKH LAÐAIM Morgunblaðið/Kristinn ír máttarstólpar ingu Þjóðarbókhlöðu, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráð- herra hefur á kjörtímabilinu tryggt fé út mörkuðum tekju- stofni til þess að ljúka við Þjóð- arbókhlöðu og Sverrir Her- mannsson, bankastjóri og fyrr- verandi menntamálaráðherra átti frumkvæðið að þeim tekju- stofni sem gerði þetta kleift. hönnun er til mikillar fyrirmyndar. Ég hlýt að hæla arkitektinum, Man- freð Vilhjálmssyni, fyrir það hvað hægt hefur verið að gera, sem ég held að sýni að upphafleg hönnun hússins hafi verið afar heppileg, því að á hinum langa byggingartíma hafa orðið gríðarlegar breytingar á öllu sem varðar bókasöfn. I upphafi var t.d. ekki gert ráð fyrir neinu sem viðkemur tölvuvæðingu, en nú stend- ur ekkert safn undir nafni án þess að vera fullkomlega búið tölvum og nútímatækni annarri. Þetta hefur hönnuðum tekist að taka með í reikn- inginn innan upphaflegrar áætlunar. Allur búnaður er einnig til mikillar fyrirmyndar. Ég lagði á það áherslu á málþingi um Þjóðarbókhlöðu sem haldið var fyrir um tveimur árum að þá þegar hæfist nauðsynleg vinna til að tryggja að innlendir framleið- endur kæmu að verki með allar inn- réttingar. Þetta varð til þess að hús- gagnaframleiðendur tóku sig saman og unnu heilmikið þróunarstarf sem varð til þess að megnið af innviðum safnsins, svo sem hillur, borð og að hluta til stólar, eru unnir af íslensk- um iðnaðarmönnum. íslenskt hugvit og verksvit fer þarna saman, sem mér þykir afar mikilvægt að hafi tekist eins vel og raun ber vitni.“ Draumur allrar þjóðarinnar Um framtíð þess safns sem Þjóð- arbókhlaðan hýsir segir Ólafur ástæðu til bjartsýni. „Þessi glæsilega bygging er tekin í notkun í dag og er breytingin á aðstöðu svo feiknarleg að eðlilegra er að tala um byltingu. Hins vegar liggur ljóst fyrir að slík bylting kallar á meira fé til þessa nýja safns, ekki í þeim tilgangi að fýlla það umsvifalaust af bókum þannig að byggja þurfi við, heldur veldur sú ytri aðstaða sem þarna býðst meiri ijárþörf. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því menn sáu þetta fyrir þegar ákvörðun var tekin um byggingu Þjóðarbókhlöðu. Við erum ekki aðeins að flytja inn í nýtt hús með það sem fýrir var, held- ur að bæta aðstöðuna og það kostar fé en skilar að sama skapi ríkulegri uppskeru síðar. Á vígsludegi rætist draumur allrar þjóðarinnar.“ Ragnar Grímsson. Fénu var dreift um víðan völl og ekki bætti Svavar Gests- son um betur í stöðu menntamálaráð- herra. Hefðu menn ekki, eins og vant er, umgengist íjármái ríkisins með þessum dæmalausa hætti, væri Þjóð- arbókhlaðan komin upp fyrir fjórum árum. En málin lentu í sama rugli og allt í sambandi við stjórn íslenskra ijármála af háifu opinberra aðila sem er svo skelfilegt að segja frá að engu tali tekur. Nógu góð tök hafa ekki náðst á þessu enn, en þvílíkt rugl og þá er engu lagi líkt. Fj'árveitingar- nefnd gat orðið sammálá um það eitt að greiða^ peninga í niðurgreiðslu rollukets. Ég þori að fullyrða að varla eitt einasta heimili hefur haft aðra eins óforsjálni um fjárreiður sínar og íslenska ríkið áratugum saman. Þess vegna vannst okkur jafn hægt og raun bar vitni, því samkvæmt ís- lenskri pólitík verður að gera allt fyr- ir alla í einu. 1 minni tíð var engin forgangsröðun til í fjárlögum. Þegar búið var að smala inn tillögum ráðu- neyta sem námu þreföldum eða fjór- földum þeim upphæðum sem við höfð- um efni á, var skorið flatt því öllum varð að sýna lit. Yfirstjórn fjármála á Islandi, fjárveitingarnefnd og Al- þingi, var sú slakasta peningastjórn sem ég hef á ævi minni kynnst. Menn- mgarfyrirbæri eins og Þjóðarbókhlað- an þurftu að gjalda þessa. Og gömlu fyrirgreiðslumennirnir eru enn á stjái á Alþingi, sárir og ákaflega móðir vegna breyttra viðhorfa almennings til atkvæðakaupa." Tregablandin gleði Fregnir hafa borist um að fjárveit- ing tii hins sameinaða safns muni eingöngu endast í skamman tíma, og kveðst Sverrir hafa látið segja sér þetta margsinnis áður en hann þorði að trúa því að hann hefði heyrt rétt. „Ég ansa þessu ekki og legg ekki hlustir við slíkum ósjálfráðum og óviljandi mistökum sem þarna hljóta að vera á ferð. Óhjákvæmilegt er að þessi mistök verði lagfærð hið fyrsta. Ríkið á að sjá um rekstur safnsins og er ekki ofverk þess. Ég hef mik- inn áhuga á að eignarskattsstofninn sem hefur komið bókhlöðunni á kopp- inn, sinni fleiri verkefnum til alda- móta, eins og Þjóðminjasafni og ótal öðrum mikilvægum menningarmál- um sem bíða.“ Sverrir kveðst fagna því ákaflega að vígsludagur Landsbókasafns ls- lands — Háskólabókasafns er runninn upp, en „um leið er hálfgerður tregi í mér, að þetta skyldi ekki takast á sínum tíma, fyrst menn tóku skattin- um svo vel,“ segir hann. „í mér situr að nokkru leyti að forsýnislausir menn náðu um tíma þeim tökum' að glutra tekjustofni bókhlöðunnar niður — en ekki þýðir að gráta Björn bónda. Nú er ástæða til að gleðjast þegar lokaá- fanga er náð. Núverandi mennta- málaráðherra, Ólafi G. Einarssyni, ber að þakka fyrir ágætt liðsinni hans.“ Nær 40 ár eru síðan Gylfi Þ. Gíslason lagði til sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns I þágu vísinda og þj óðmenningar EKKI er á neinn hallað þótt Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, sé kall- aður guðfaðir Þjóðarbókhlöðunnar. Á þeim fimmtán árum sem hann gegndi embætti menntamálaráðherra sam- fleytt, frá 1956 til 1971, fæddust þær viðamiklu hugmyndir sem nú hafa tekið á sig endanlega mynd við Birki- mel. Gylfi kveðst telja að Þjóðarbók- hlaðan eigi að vera hvort tveggja; dyr að síbreytilegum umheimi og varða þeirrar þjóðmenningar sem tilvera ís- lendinga byggist á. Hugmyndir Gylfa um Þjóðarbók- hlöðu tóku að mótast fyrsta árið sem hann sat í embætti menntamálaráð- herra og þróuðust stöðugt. Hinn 30. apríl 1970 flutti hann þingsályktunar- tillögu, þar sem sagði: „í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslands- byggðar 1974 skuli reist Þjóðarbók- hlaða, er rúmi Landsbókasafn íslands og Háskólabókasafn.“ Tillagan var samþykkt með 51 atkvæði gegn einu. Gylfi lét af embætti ári síðar og vannst því ekki tími til að fylgja hug- myndum sínum eftir. Gamalgróinn áhugi Gylfi segir að rekja megi áhuga sinn á sameiningu safnanna og bygg- ingu húss fyrir sameinað safn, all- langt aftur í tímann. „Fyrstu 30 árin sem Háskóli ís- lands starfaði, eða því sem næst, var hann á neðri hæð Alþingishússins. Skólinn var stofnaður 1911 en ekki var lokið við byggingu fyrir hann fyrr en 1940. Sú bygging var þá eitt glæsilegasta mannvirki í bænum. Alexander Jóhannesson var frum- kvöðull og forgöngumaöur um þessa fyrstu aðalbyggingu Háskóla íslands, og ég tel hann tvímælalaust merkasta rektor sem starfað hefur við skólann, að öllum öðrum ólöstuðum. Ekki að- eins vegna þess að hann beitti sér fyrir þeirri byggingu sem Háskólinn fékk og að hún yrði jafn glæsileg og raun varð á, heldur var hann einnig frumkvöðull að happdrættinu sem er upphaflegur ijárgrundvöllur bygging- arinnar. Ég var við nám erlendis á þeim tíma sem byggingin reis og fylgdist ekkert með undirbúningi hennar, en var ráðinn dósent við skól- ann 1941 þegar Viðskiptaháskóli ís- lands var sameinaður Háskóla íslands fyrir forgöngu prófessors Alexanders. Þá kynntist ég honum mjög náið. Þegar bygging Háskólans var undir- búin höfðu verið skiptar skoðanir um hvort jafnframt ætti að koma á fót Háskólabókasafni sem fengi aðstöðu í Aðalbyggingunni. Ég fann að þetta var sérstakt áhugamál Alexanders Jóhannessonar og er sannfærður um að fyrst og fremst fyrir hans miklu áhrif var Háskólabókasafnið sett á stofn og fengin aðstaða í hinni nýju byggingu. Ég var á þeim árum á öndverðri skoðun við Alexander, sem var mjög sjaldgæft, og taldi hand- bókasafn nægja Háskólanum, kenn- urum og stúdentum sem þá vóru að- eins um 300 talsins. Þegar ég varð menntamálaráð- herra sumarið 1956 i ríkisstjórn Her- manns Jónassonar, eftir tiu ára þing- setu, minntist ég þessa gamla máls og þeirra skoðanaskipta sem um það höfðu verið. Komið hafði í Ijós að nær ekkert samband var á milli hins rót- gróna Landsbókasafns og hins nýja Háskólabókasafns. Eitt af mínum fyrstu verkum var því að skipa nefnd til að kanna kosti sameiningar sem ég taldi augljósa. Nefndin, sem skipuð var m.a. háskólarektor, landsbóka- verði og háskólabókaverði, var sam- mála um að hagkvæmt væri að sameina söfnin. Þetta varð til þess að ég flutti tillögu á Aiþingi um vorið um undirbún- ing sameiningar. Mikla athygli vakti og sérstaka ánægju mína, að þáver- andi leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, Bjarni Benediktsson, tók til máls í umræðum um þessa tillögu og mælti sterklega með henni. Bjarni var prófessor við Háskólann þegar ákveð- ið var að ráðast í ný- bygginguna og kvaðst Gylfi Þ. Gíslason við þetta tækifæri hafa verið mótfall- inn stofnun sérstaks Háskólabóka- safns. Athugun leiddi hins vegar fljótlega í ljós að söfnin höfðu bæði vaxið svo mikið að ekki var aðstaða til að sam- eina þau, hvorki í húsakynnum Lands- bókasafns né Háskólabókasafns. Ljóst var því að lausn fengist ekki nema með tilkomu nýrrar byggingar og fór málið brátt í þann farveg að kanna möguleika á nýrri byggingu. Úrslitatilraun Þegar menn gerðu sér smám sam- an ljóst að reisa þyrfti nýtt hús, skildu þeir einnig að það yrði að vera mjög stórt í sniðum og dýrt að sama skapi. Það er engin ný saga að þegar reisa þarf nýjar og stórar byggingar, reyn- ist fjárveitingarvaldið tregt í taumi. Smávægilegar ijárveitingar fengust næstu árin en engan veginn nægileg- ar til að standa undir framkvæmdum og varð því dráttur á málinu. Hug- myndin um byggingu Þjóðarbókhlöðu hlaut mjög góðan hljómgrunn, svo góðan að þegar farið var að huga að 1100 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974, kom fram sú tillaga að ýta á eftir byggingu safnsins með því að tengja hana afmælinu. Segja má að þessi tenging hafi verið nokkurs kon- ar úrslitatilraun til þess að ýta þessu mikla máli úr vör, sem menn voru sammála um í orði. Ríkisstjórnin flutti ályktun þar að lútandi vorið 1970 og leiðtogar stjórnarandstöðunnar, sem þá voru aðrir en fyrr, studdu hana að nýju. Fjárveitingar voru hins vegar svo naumar að ekki tókst að hefja bygginguna á þjóðhátíðarárinu og dróst fram í ársbyijun 1979 þegar Vilhjálmur Hjálmarsson tók fyrstu skóflustunguna. Enn voru miklar fjár- hagsþrengingar en alger umskipti urðu varðandi fjármálin á mennta- málaráðherraárum Sverris Her- mannssonar 1985-1987. Hann fékk Dyr umheimsins Gylfi kveðst líta svo á að með tilkomu þess safns sem Þjóðarbók- hlaðan geymir, opnist íslendingum nýjar dyr að umheiminum, jafn- framt því að safnið standi vörð um þá þekk- ingu og þjóðmenningu sem hér hefur þróast. „Bygging Þjóðarbók- hlöðu er þjóðarnauðsyn, einkum vegna þess að við lifum nú í nýju þjóð- félagi, gerólfku því sem kynslóðirnar á undan okkur bjuggu við. Við lifum í þjóðfé- lagi tæknivæðingar og fjölmiðla, þar sem vísindarannsóknir og tæknifram- farir eru háðar sem bestum skilyrðum þess að hafa náið samband við um- heiminn. Það er því aðeins hægt að íslendingar eigi fullkomið, tæknivætl vísindabókasafn og því hlutverki ei hinni nýju Þjóðarbókhlöðu ætlað ai gegna. Þess vegna má segja að bygg ing hennar og að gera hana sem bes úr garði, er beinlínis ein af forsendun þess að við Islendingar getum orðic þátttakendur í þeim tækniframförum og þeim nýja heimi sem verið hefur að skapast á undanförnum áratugum. Með þessu er ég samt ekki að segja að hin nýja Þjóðarbókhlaða eigi ein- göngu að vera vísindabókasafn. Þvert á móti ber okkur skylda til að minn- ast þess að íslendingar eru það sem þeir eru, eða sjálfstæð þjóð, ekki af því að þeir búa í tækniþjóðfélagi held- ur menningarþjóðfélagi. Höfuðein- kenni íslendinga og íslensks þjóðfé- lags er að hafa frá upphafi verið menningarheild. í raun og veru er einsdæmi að íslendingar skuli enn tala sömu tungu og þeir töluðu fyrir 1100 árum og geti enn lesið 700-800 ára gamlar bækur. fslendingar eiga sjálfstæði sitt og fullveldi einmitt þessu að þakka, að þeir eru gamalt menningarþjóðfélag með eigin tungu og sérstætt þjóðerni. Nátengt þessu er að íslensk menning hefur ávallt verið alþýðumenning, en ekki yfir- stéttarmenning. Þess vegna er það líka skylda þjóðarbókasafns að efla og treysta þessa gömlu þjóðmenningu og stuðla að því að íslensk menning verði áfram alþýðumenning með hlið- stæðum hætti og verið hefur í meira en þúsund ár. Hlutverk safnsins er því annars vegar að starfa í þágu vísindanna og gera íslendingum kleift að taka þátt í hinu nýja þjóðfélagi sem er að skapast, en hins vegar að stuðla að því að við missum ekki þá hugmynd að leggja á viðbótareign- arskatt sem tryggði byggingunni nægilegt fé þegar tímar liðu, þannig að Þjóðarbókhlaðan stendur í mikilli þakkarskuld við þetta frumkvæði Sverris meðan hann gegndi ráðherra- dómi. En síðan urðu rniklar deilur í Stjórnarráðinu um hvort rétt og jafn- vel Iöglegt væri að tekjutengja til- teknar framkvæmdir með skatt- heimtu eins og hugmynd Sverris fól í sér. Ágreiningurinn varð þess vald- andi að tafir urðu á að tekjur af skatt- inum væru notaðar til byggingarinn- ar, en frá upphafi ráðherratíðar Ólafs G. Einarssonar hefur hann beitt sér fyrir því að það fé sem ætlað var Þjóðarbókhlöðu, kæmist til skila. Þess vegna er byggingin risin og fullbúin í dag. Því miður hefur byggingar- tíminn orðið of langur, en nú þegar húsið er komið upp, jafn fullkomið og það raunverulega er, hef ég til- hneigingu til að gleyma því sem mið- ur fór í sögu þess.“ tengsl við þúsund ára gamla menn- ingu okkar sem er undirstaða þess að við erum sjálfstæð og fullvalda menningarþjóð." Gylfi segir sérstaka gleði bærast með sér á vígsludegi Þjóðarbókhlöðu, yfir þvi hversu vel hefur tekist til, nú þegar hún kemst loksins á laggirn- ar. Byggingin sé ekki aðhins einstak- lega glæsileg, heldur einnig mjög hagnýt. Hún sé þaulhugsuð og þjóni nútímahlutverki sínu með miklum glæsibrag. „Bókasafn á aldrei nægi- lega margar bækur og öðlast í raun aldrei fullkomnun. En samt er ánægjulegt að hafa veitt því athygli að stúdentum er þetta einkar ljóst. Hið mikla átak sem þeir hafa efnt til er til sérstakrar fyrirmyndar og gleði- legt að vera vitni að því hversu árang- ursríkt það hefur þegar orðið. Þetta undirstrikar að stúdentar skilja vel hversu mikið er í húfi fyrir gæði þeirra náms að hér sé fyrir hendi fullkomið, tæknivætt bókasafn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.