Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐARBÓKH LAÐAN Egill Skúli Ingibergsson framkvæmdastjóri byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu EGILL Skúli Ingibergsson hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra byggingarnefndar Þjóðarbók- hlöðu síðastliðin fjögur ár, auk þess að vera formaður Samstarfsnefndar um Þjóðarbókhlöðu, en hún vann nýja forsögn fyrir safnið og það starf sem þar á að framkvæma. Eldri verklýsingin var orðin nær tuttugu ára gömul og gerði m.a. ekki ráð fyrir tilkomu tölvutækninnar. Egill Skúli segir að frá 1990 rísi hæst þau tímamót þegar byggingin fékk loks óskertar tekjur af viðbótar eigna- skatti þeim sem lagður var á fyrst 1986 en síðan frá 1989 samkvæmt lögum um endurbætur menningar- bygginga. Þetta hafi fyrst orðið 1992, eftir að Ólafur G. Einarsson tók við embætti menntamálaráð- herra. „Þetta var stóra stundin, því þá fyrst var í raun hægt að vinna af alvöru. Allir þeir sem komið höfðu að byggingunni, voru löngu hættir að trúa á að ætlunin væri í raun að ljúka henni á tilskildum tíma,“ segir Egill Skúli. íslenskt í öndvegi Formaður bygginganefndar er Finnbogi Guðmundsson, sem lét ný- lega af starfi landsbókavarðar, frá 1970, en aðrir í nefndinni eru Jó- Tímamót að fá óskertar tekjur hannes Nordal, fyrrum Seðlabankastjóri, frá 1986, Sveinbjörn Bjömsson, háskólarekt- or sem tók við af for- vera sínum í embætti, Sigmundi Guðbjarna- syni, Árni Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, frá 1984 og Egill Skúli, sem tók við af Herði Bjarna- syni. Einar Sigurðsson, fyrmm háskólabóka- vörður og núverandi landsbókavörður, hefur setið alia fundi nefndar- innar síðan 1987. Egill Skúli segir að Finnbogi og Einar hafi verið leið- andi í stefnumótun og Morgunblaðið/Kristinn Egill Skúli Ingibergsson skipulagningu safnsins og að öllum öðrum ólöstuðum, hafi Einar leyst af hendi feiknar- lega mikla vinnu í þágu hennar. Bygginga- nefndin hefur mótað stefnu í sameiningu safnanna en sam- starfsnefndin hefur tekið á þrengri málum til að vinna þau fyrir framkvæmdastig. Bygginganefndin hefur svarað fyrir fjármál gagnvart ráðuneyti og haft byggingarsjóðinn til ráðstöfunar. Á þeim tíma sem Egill Skúli hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í bygg- inganefndinni, er einn áfangi sem boðinn hefur verið út sem sérstakur verkþáttur, langstærstur, eða hengi- loftin. Þar eins og í öðm, reyndi nefndin að stuðla að því að sem mest af þeim innréttingum sem fara í húsið, kæmust í hendur á íslenskum verkstæðum og fagmönnum. „Þetta var undirbúið talsvert vel með aðstoð Iðntæknistofnunar og lðnlánasjóðs og það tókst svo til, að innréttingar í húsinu eru að mjög vemlegu leyti íslenskar, eða um 60-70%. íslenskir verktakar unnu að framkvæmdum, en við höfum hins vegar ekki skipt okkur af því hvernig þeir hafa leyst sitt verk. Meðal annars vorum við gagnrýndir fyrir að kaupa danskar hurðir, en sannleikurinn var sá að það gerði viðkomandi verktaki sem sá bestu lausnina í að kaupa þær frá undirverktaka í Danmörku,“ seg- ir Egill Skúli. Hann segir að þegar hann steig fyrst fæti inn fyrir dyr Þjóðarbók- hlöðunnar í stöðu framkvæmda- stjóra bygginganefndar, hafí það líkst beinagrind af því sem nú er holdi klætt. „Stökkið frá þessu ástandi og til dagsins í dag, þegar maður gengur um teppalögð og flísa- lögð gólf og allt er nær fullbúið, er risastórt." 12 aðilar komu að hönnun ARKITEKTAR Þjóðarbókhlöðu sem hýsir Landsbókasafn ís- lands-Háskólabókasafn eru þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þor- valdur S. Þorvaldsson, sem starf- aði að verkinu frá 1972 til 1984. Sérstakur ráðunautur var Harry Faulkner-Brown. Verkfræðistofa Braga Þor- steinssonar og Eyvindar Valdi- marssonar sf. reiknaði út burð- arþol byggingarinnar. Verk- fræðistofa Guðmundar og Krist- jáns hf. hannaði lagna- og loft- ræstingarkerfi fyrir húsið. Sig- urður Halldórsson teiknaði raf- lagnir frá 1972-1982 en Raf- hönnun hf. eftir þann tíma. Verkfræðistofan Önn og Gunnar Pálsson önnuðust hljóðmál og Reynir Vilhjálmsson hannaði lóðina. Innkaupastofnun ríkisins hafði eftirlit ineð byggingunni frá 1977 til 1987, en Bragi Sigur- þórsson fyrir hönd Almennu verkfræðistofunnar hf. eftir þann tíma. Þorsteinn Sveinsson vann lengst allra verktaka í Þjóðarbókhlöðunni Fjárskortur mjög tíl baga Morgunblaðið/Sverrir AÐALSTEINN Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hagtaks hf., Ólafur Guðnason, yfirverksljóri fyrir- tækisins í Þjóðarbókhlöðu, og Bragi Sigurþórsson sem hefur haft eftirlit með framkvæmdum í byggingunni fyrir hönd Almennu verkfræðistofunnar hf. Hagtak hf. vann stærsta einstaka áfanga Þjóðarbókhlöðu seinustu ár Engar ódýrar lausnir komu til greina ORSTEINN Sveinsson er sá byggingaverktaki sem unnið hefur lengst samfellt við Þjóðarbók- hlöðuna á 16 ára byggingartíma hússins, eða í rúm fjögur ár, frá 1985 til 1989. Þorsteinn og menn hans unnu að byggingu forhýsis, gerð síkis og frágangi lóðar, múr- verki, loftræstiiögnum í byrjun, gluggum og gleijun svo eitthvað sé nefnt. Þorsteinn var með um 50 starfsmenn og undirverktaka í vinnu þegar mest var og framkvæmdi á álagsskeiði þéssa tíma- bils fyrir tæpar 400 milljónir króna fram- reiknað til núvirðis mið- að við byggingavísitölu og tilkomu virðisauka- skatts, vegna bæði út- boðsvinnu og verkefna sem upp komu í tengsl- um við hana. „Eg bauð í þijá út- boðsþætti, fyrst árið 1985, síðan 1987 og loks 1988 í þriðja verk- þáttinn. Einnig voru gerðir hliðarsamningar því ekki var hægt að vinna suma verkþætti án þess að framkvæma ýmislegt annað til að brúa bilið. Þetta átti t.d. við fyrsta verkáfangann sem ég fékk, því þegar vinna átti að hefjast kom í ljós að ekki var grundvöllur fyrir henni án þess að ljúka við ýmsa hluti aðra. Fjárveitingin var svo knappt skömmtuð að ég var stopp í eina átta mánuði vegna þessa þar til peningar fengust til að ljúka því sem á vantaði. Þetta var verkinu mjög til baga og öllum þeim aðilum sem þama voru, að geta ekki unnið samfellt. Menn neyddust kannski til þess í staðinn að fara í erfiða verk- þætti á versta árstíma, þegar pen- ingamir komu loks,“ segir Þorsteinn. Drungalegt gímald í fyrstu Þegar Þorsteinn hóf vinnu í Þjóð- arbókhlöðunni var hún uppsteypt að fullu fyrir utan forhýsi-og búið var að klæða hana með sérlökkuðum álskjöldum. Flest annað var hálf- eða ókarað. „Á öllum gluggaopum voru vindlokur negldar fyrir til bráða- birgða þannig að í húsinu var niða- myrkur. Það var ekkert komið inn í bygginguna og engar framkvæmd- ir hafnar þar fyrir utan steypta stiga og slíkt. Mér líkaði ágætlega við húsið eftir að við vorum komnir inn- fyrir, að vísu tók tíma að kynnast því og þeim vandamálum sem leysa þurfti," segir Þorsteinn. „Margar tæknilegar útfærslur í bókhlöðunni, varðandi lagnir og fleira í sama dúr, voru flóknar þótt byggingin virki sjálf einföld, og flestir starfsmenn þarna voru þeirrar skoðunar." Hann segir að fyrstu tvo árin eftir að hann hóf störf í byggingunni, hafi víða gætt almenns áhugaleysis gagnvart henni, þar sem bygg- ingin hafði staðið svo lengi auð og draugaleg, að menn voru búnir að „afskrifa" hana. „Hús- inu var best lýst á þess- um tíma sem risavöxnu gímaldi á mörgum hæð- um, óskaplega drunga- legt, lokað og dimmt. Hún var svo draugaleg að ekki allir fengust inn í hana að vinna að næturlagi. Ég var til dæmis með menn í að vélslípa gólfíð og þeir voru hálfskelkaðir að þurfa að vera þarna um nótt og ein- hveijir héldu því fram að þarna væri reimt, en blessaður hafðu það ekki eftir mér. Menn höfðu ekkert fyrir sér í þessu að ég held og voru að ímynda sér hitt og þetta. Ég gleijaði þarna og byggingin tók strax stakkaskiptum og sömu- leiðis var mikil breyting að fá varan- lega hitun 1988, en áður höfðum við eingöngu blásara á stangli. Þeg- ar skriður komst á framkvæmdir gekk áhuginn í endurnýjun lífdaga og í lok þess tímabils sem ég vann þarna, 1989, var byggingin loks að taka á sig að innan og utan þann sterka svip sem hún hefur í dag.“ STÆRSTI einstaki áfangi í fram- kvæmdum við Þjóðarbókhlöðu seinustu ár er uppsetning hengilofta ásamt frágangi allra lagna ofan þeirra, auk vinnu við inniveggi og fleira. í áætlun var gert ráð fyrir að kostnaður við hengiloftin næmi rúmum 321,3 milljónum króna en Hagtak hf. bauð lægst í verkið fyrir um 218,8 milljónir króna og hreppti það fyrir vikið. Frá haustinu 1992 og til dagsins í dag hefur Hagtak hf., sem er að verða fjögurra ára gamalt, unnið að uppsetningu hengi- loftanna og öðrum framkvæmdum í húsinu og er þetta stærsta verkefni þess frá stofnun. Þegar framkvæmdir stóðu hæst hafði fyrirtækið um 20 manns í vinnu í Þjóðarbókhlöðunni og á þriðja tug undirverktaka. Aðalsteinn Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hagtaks hf., segir að flókið hafi verið að bjóða í þennan verkþátt og einkum hafi verið erfitt uð meta fyrirfram þann hluta sem sneri að vinnu. „Ég geri ráð fyrir að við höf- um verið lægstir, meðal annars vegna þess að við tókum nægilegt tillit til fjölda endurtekninga í verk- inu og mátum stöðuna svo að við gætum náð hagkvæmni í framleiðni þess vegna. Hengiloftin taka yfir um 10.000 m2 svæði og í þeim eru um 1.000 balar. Þetta mat hefur eflaust ráðið úrslitum um að við fengum verkið," segir Aðalsteinn. Hagtak fékk þýskt fyrirtæki að nafni Lindner til liðs við sig til að smíða stáleiningarnar sem loftin eru sett saman úr. Einingarnar voru sérsmíðaðar ytra en þeim raðað sam- an hérlendis. Aðalsteinn segir að ákveðnir erfiðleikar hafi komið upp vegna ferningslögunar hússins, en gerð var ströng krafa um að skekkjumörk væru sem allra minnst í uppsetningu. Vandamál þessu sam- fara hafí þó verið leyst. „Við gerðum meðal annars tillögur að nýjum út- færslum á lausnum, sérstaklega í kringum súlur. Við bjuggum til loft eins og engin súla væri í húsinu, settum síðan hring á súlurnar og skárum úr fyrir þeim. Þetta reyndist mjög vel.“ Fagurfræði að leiðarljósi Aðalsteinn segir að sérteiknuð bygging eins og Þjóðarbókhlaðan bjóði upp á ný vandamál og kalli á nýjar og sértækar lausnir í kjölfarið. Hann sé þó mjög ánægður með starfið þar, enda sé alltaf sérstak- lega skemmtilegt að vinna við hluti sem fellur mönnum í geð. „Ég held að bæði mér og öðrum sem þarna hafa unnið finnist húsið ákaflega fallegt og tvímælalaust er þetta fal- legasta bygging sem ég hef unnið við enn sem komið er,“ segir hann. „Við erum líka ánægðir með okkar hlut og ég held að hönnuðir séu á sama máli. Ljóst er að þegar unnið er við hús af þessu tagi, gerirðu ekki Ijóta hluti og reynir ekki einu sinni að komast af með slíkt. Engar ódýrar lausnir fá náð fyrir augum manns og það er lykilatriði í slíku verki; að virða ákveðna fagurfræði og reyna ekki að þröngva einhveij- um málamiðlunum upp á menn. í sumum byggingum er stungið upp á slíkum lausnum og þá er afsláttur boðinn samhliða, sem höfðar stund- um til verkkaupa og jafnvel þannig að viðkomandi hönnuðir eru ekki ýkja hýrir. En í tilviki Þjóðarbókhlöð- unnar hvarflaði ekki einu sinni að okkur að gera tillögur í þá veru, enda er farið af stað með þá hugsun að leiðarljósi að enginn færði húsið niður af þeim stalli sem því er ætl- að.“ Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.