Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 1

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ptnnrjgitttÞIðltil) D 1994 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER BLAÐ IÞROTTIR FATLAÐRA Morgunblaðið/Sverrir Blair og Koss íþróttamenn árs- ins að mati Sports lllustrated SKAUTAHLAUPARARNIR Bonnie Blair frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Johann Olav Koss hafa verið útnefnd íþróttamenn ársins 1994 af bandaríska íþróttatimaritinu Sports III- ustrated. Blaðið velur veiýulega einn íþrótta- mann, en Blair og Koss bera titilinn bæði að þessu sinni. Blair, sem er þritug, vann til fjórðu og fimmtu ólympíugullverðlauna sinna á leikunum í Lille- hammer, og varð þar með sigursælasta banda- ríska íþróttakonan í sögu ólympíuleikanna. Hún sigraði í 500 metra skautahiaupi á þriðju ieikun- um í röð og varð síðan yfirburðasigurvegari í 1.000 m hlaupinu. Með sigri í 500 metrunum varð hún fjórði íþróttamaðurinn til að fagna sigri í grein á þremur ólympiuleikum í röð. Koss setti heimsmet í öllum þremur greinun- um sem hann keppti í á leikunum í Lillehammer —1.500, 5.000 og 10.000 metra hlaupunum — en fyrir átti hann tvo gullpeninga frá leikunum í Albertville 1992. „Þetta er mesti heiður sem íþróttamanni getur hlotnast," sagði Koss í yfir- iýsingu sem birtist í Sports IUustrated og hefur þá væntanlega átt við að vera útnefndur af blað- inu. „Það er mikill heiður að deila viðurkenning- unni með Bonnie,“ sagði hann. „Hún er besti skautahlaupari sem ég veit um,“ sagði Koss, sem er 26 ára og hætd keppni eftir leikana í Lille- hammer til að einbeita sér að læknanámi og störfum að mannúðarmálum. . Heimir ráðinn til Ríkisútvarpsins HEIMIR Karlsson, fyrrverandi deildarstjóri íþróttadeildar Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur verið ráðinn tímabundið í starf íþróttafrétta- manns þjá íþróttadeild Ríkisútvarpsins. í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu segir að Ing- ólfur Hannesson, íþróttasljóri, snúi sér um ára- mótin að undirbúningi vegna HM ’95 í hand- knattleik og að Samúel öm Erlingsson taki við stöðu hans, og Heimir muni taka stöðu Samúels Arnar. Ingólfur segist mjög ánægður með að fá Heimi til starfa, enda sé hann markaskorari eins og þeir gerist bestir og því góður liðsstyrkur í framlínu iþróttadeildarinnar. LYFJAMAL Kínverjar vilja að sömu lög gildi um lyfja- misnotkun og sakamál Sigrún Huld íþróttamað- ur ársins í þriðja sinn SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir, sundkona úr íþróttafélaginu Osp, var í gær útnefnd íþrótta- maður ársins 1994 úr röðum fatlaðra. Þetta er í þriðja sinn sem hún hlýtur þennan heiður. Sigrún Huld er 24 ára gömul og hóf að stunda sundíþróttina 12 ára gömul. Hún hefur verið nær ósigrandi í sundi hér innan- lands og náð frábærum árangri á erlendum mótum og sett fjöl- mörg heimsmet á ferlinum. Hún vann fern gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á HM þroska- heftra í sundi sem fram fór á Möltu í nóvember. Hún setti þijú heimsmet í 50 metra laug á árinu og 12 heimsmet í 25 metra laug. Á myndinni er Sig- rún Huld með farandgripinn sem nafnbótinni fylgir og blóm- vönd, sem hún fékk einnig í til- efni dagsins. Kínveijinn He Zhenliang, sem er í framkvæmdanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, sagði fyrir fund nefndarinnar í Atlanta í Bandaríkjunum í gær, að Kínveijar hefðu hug á að breyta landslögum svo hægt væri að höfða opinbera málsókn gegn öllum sem hlut eiga að máli í tengslum við lyfjamisnotk- un. Hann vísaði á bug ásökunum um skipulagða lyfjamisnotkun í Kína en sagði þvert á móti að eftirlitið væri strangt og þó nokkrir af millj- ónum íþróttamanna hefðu fallið á lyfjaprófí væri það ekki hátt hlulfall. Eins og fram hefur komið féllu 11 kínverskir íþróttamenn, þar af sjö sundmenn, á lyfjaprófi á Asíu- leikunum í október. Olympíunefnd Kina hefur hafið rannsókn á málinu og boðað harðar refsingar gegn öll- um sem tengjast því. Aðspurður hvort viðkomandi yrðu sóttir til saka sagði Ha .að ákveðnar reglur giltu í lyfjamálum, en breyta þyrfti lands- lögum til að hægt væri að höfða opinber mál gegn hinum brotlegu og vel kæmi til greina að fara þá leið. „Við verðum að hugsa um það,“ sagði hann. „Rannsókn stendur yfír og við ætlum að gera það sem við getum til að snúa vörn í sókn. Við ættum að taka mun harðar á lyfjami- snotkun sem yrði víti til varnaðar og aðrar þjóðir ættu að slást í hóp- inn með okkur í viðleitninni til að hreinsa íþróttirnar." Þjóðveijinn Manfred Donike, sem er í læknanefnd IOC, sagði fyrir skömmu að um skipulagða lyfjamis- notkun væri að ræða hjá kínversku sundfólki, en He sagði það ekki rétt. „Hvernig geta sjö jákvæð sýni hjá sundfólki leitt til þeirrar niðurstöðu að um skipulagðan verknað sé að ræða? Veit Donike hvað margir sundmenn eru í Kína? Milljónir og aftur milljónir og ef gengið er út frá skipulögðum verknaði er verið að ásaka milljónir sundmanna. Donike og aðrir sérfræðingar ættu að vita að rannsóknarstöð okkar fram- kvæmdi meira en 1.000 lyfjapróf á síðasta ári, þar af meira en 300 utan keppni, og 24 jákvæð sýni fundust. Viðkomandi voru samstundis settir í bann, en þetta undirstrikar að lyfja- eftirlit okkar er skipulagt." Kanadamaðurinn Dick Pound, sem er í framkvæmdanefnd IOC, var ósammála He. „Þetta getur verið eitt af þessum málum þar sem fólk- ið í helstu ábyrgðarstöðum veit ekki hvað er að gerast í búningsklefun- um. En þeir sem stjórna ferðinni fá skellinn á alþjóða vettvangi. Ég held að þeim sé mjög brugðið og geri eitthvað á kínverskan hátt til að reyna að leysa vandann. Hins vegar kasta margir steinum úr glerhúsi og segja hvað þetta sé hræðilegt en hinir sömu þögðu þunnu hljóði fyrir nokkrum árum þegar menn þurftu að vera blindir til að sjá ekki hvað var að gerast í lyfjamálum í Evrópu og Norður-Ameríku.” EM í KIMATTSPYRNU: SVISSLENDINGAR SIGRUÐU í TYRKLANDI / D2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.