Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 4
FATLAÐIR ÍÞRÚmR FOLX ■ SIGÞÓR Júlíusson, Húsvíking- urinn sem lék með knattspymuliði KA frá Akureyri í 2. deildinni síðastliðið sumar, hefur ákveðið að ganga til liðs við 1. deildarlið Vals í Reykjavík fyrir næsta sumar. Sigþór er 19 ára. ■ JORGINHO, brasilíski lands- liðsmaðurinn sem leikið hefur með Bayern Miinchen í Þýskalandi síðustu tvö ár, er á leiðinni til Kashima Antlers í Japan. Jorgin- ho, sem er þrítugur, var keyptur á andvirði um 152 milljóna króna. Vetrarfrí þýskra knattspymu- manna er hafið og Brasilíumaður- inn hefur því'leikið með Bayern í síðasta sinn. ■ Q.P.R. leikur bikarleik sinn gegn Aylesbury United í ensku bikarkeppninni á heimavelli sínum Loftus Road, en ekki á útivelli. Leikurinn var færður eftir skýrslu frá lögreglu og slökkviliði um ástand vallar utandeildarliðsins. ■ DICK Advocaat, landsliðsþjálf- ari Hollands, stjórnaði hollenska liðinu í síðasta skipti gegn Lúxem- borg í Rotterdam í gærkvöldi. Advocaat tekur nú við þjálfara- starfí PSV Eindhoven. KORFUKNATTLEIKUR • Reutcr iuwan Howard, framherji Washington Bullets, reynir hér aö ná boltanum af Otis Thrope (nr. 33), sem gerði 27 stig fyrir Houston er liðíð sigraði Bullets 93:85 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Hakeem Olajuwon (nr. 34) fylgist með og virðlst tilbúlnn að aðstoða félaga slnn. Burton skoraði 53 stig Bætti þar með eitt margra stigameta Michaels Jordans í NBA-deildinni MICHAEL Jordan, sem á flest met í NBA-deildinni, missti eitt þeirra í fyrrinótt er Willie Bur- ton, leikmaður Philadelphiu, gerði 53 stig f Spectrum-höll- inni i leik gegn Miami, 105:90. Jordan átti stigametið íhúsinu, 52 stig, og setti það 1988. Burton hitti úr 12 af 19 skotum sínum utan af velli og setti niður 24 stig af 28 úr mögulegum vítaskotum. Hann gerði 29 stig gegn sínu gamla félagi í fyrri hálfleik er Philadelphia komst í 56:39. „Félagar mínir í liðinu sendu boltann á mig, hvort sem ég vildi fá hann eða ekki, og báðu mig um að skjóta," sagði Burton efitr leikinn. Glen Rice var stigahæstur í liði Miami með 25 stig og Bimbo Coles gerði 17. Chris Mills gerði 17 stig og Bobby Phills 14 fyrir Cleveland sem vann Indiana 90:83. Rik Smits gerði 26 stig fyrir Indiana, en leikmenn liðsins hittu illa og gerðu aðeins eina þriggja stiga körfu úr 11 skott- ilraunum. Toni Kukoc gerði 28 stig fyrir Chicago og þar af sjö stig síðustu mínútuna í þriðja leikhluta er liðið sigraði Detroit 98:78. Scottie Pip- pen var með 31 stig fyrir Bulls, sem vann níunda leikinn í röð gegn Detroit. Terry Mills var með 16 stig og 13 fráköst fyrir Pistons. Charlotte Hornets átti góðan endasprett gegn Milwaukee Bucks og vann 107:101. Eftir að Glenn Robinson náði 90:92 forystu fyrir Milwaukee og þijár mínútur eftir komu níu stig í röð hjá Hornets og sigurinn í höfn. Hersey Hawkins gerði 23 og Alonzo Mourning 20 fyrir Charlotte, en Robinson var stigahæstur í liði gestanna með 24. Andrew Lang gerði sigurkörfu Atlanta í 85:83 heimasigri gegn Minnesota þegar rúmlega einn mín- úta var eftir af fremlengingu. Min- nesota var með góða forystu þegar 2,56 mín. voru eftir af venjulegum leiktíma, 71:64. En Mookie Bla- ylock var dtjúgur er Atlanta gerði 13 stig á móti 6 og náði að jafna áður en venjulegur leiktími var úti, 77:77. Nick Van Exel var með 35 stig og 10 stoðsendingar fyrir Lakers sem vann Dallas á útivelli, 108:115. Cedric Ceballos átti einnig góðan leik fyrir Lakers, gerði 17 stig og tók 10 fráköst, Eddie Jones var með 19 og Vlade Divac 15. Jamal Mashburn var bestur hjá Dallas, gerði 32 stig, tók 11 fráköst og átti sex stoðsendingar. Otis Thorpe átti góðan leik fyrir Houston sem vann Washington 93:85. Hann gerði 27 stig og tók 14 fráköst. Hakeem Olajuwon var með 19 stig og 14 fráköst fyrir meistarana sem höfðu yfir í hálf- leik, 47:38. Chris Webber gerði 22 stig fyrir Washington og tók auk þess 16 fráköst. Brian Grant gerði 13 af 15 stig- um sínum í ijórða leikhluta fyrir Sacramento sem vann Golden State 112:107. Mitch Richmond gerði 29 stig og Olden Polynice 20 fyrir Kings, sem vann fímmta af síðustu sex leikjum sínum. Tim Hardaway setti niður 23 stig fyrir Warriors. Geir boðið til Berlínar Geir Sverrissyni, _ frjáls- íþróttamanni úr Ármanni, hefur verið boðið að taka þátt í stórmóti fatlaðra frjálsíþrótta- manna sem fram fer í Berlín í Þýskalandi í ágúst á næsta ári. Geir sigraði í þremur greinuin á HM sem fram fór í Þýskalandi í júlí sl. sumar; 100, 200 og 400 m hlaupi. Auk þess var hann valinn í iandslið íslands með ófötluðum í 4x400 m boðhlaupi. Geir keppir í 400 m hlaupi í Berlín og verður aðeins keppt í einum flokki, án tillits til fötlun- ar. LYFJAMAL Modahl í fjögurra ára bann Aganefnd Fijálsíþróttasambands Bretlands staðfesti í gær nið- urstöður portúgalskrar rannsóknar- stofu þess efnis að breska hlaupakon- an Diane Modahl hefði fallið á lyfja- prófí í júní. Modahl, sem er fyrrum Samveldismeistari í 800 metra hlaupi, var dæmd í fjögurra ára bann og er fyrsta breska fijálsíþrótta- konan sem tekur út keppnisbann í kjölfar lyijaneyslu. Talsmenn Modahls mótmæltu nið- urstöðunum frá Portúgal og töldu þær ekki áreiðanlegar, en aganefndin var ekki á sama máli. Primo Nebiolo, forseti Alþjóða fijálsíþróttasambands- ins, IAAF, sagði að menn tækju það ávallt nærri sér þegar íþróttamaður félli á lyfjaprófi, „en við treystum framkvæmd prófanna og ég treysti læknanefnd okkar, sem hefur mikla reynslu og getu.“ Chris Winner, tals- maður IAAF, tók í sama streng. „Nið- urstöðumar sýna að enn einn íþrótta- maður hefur fallið á lyfjaprófí. Áður var þetta staðhæfíng en nú stað- reynd. Þetta era vonbrigði en vonin er að bannið sýni ungu fólki í Bret- landi og annars staðar í heimiiium svart á hvítu að það verður að halda sig frá lyfjum á bannlista eða taka afleiðingunum. Þetta er sérstaklega áberandi að þessu sinni þar sem um óaðfinnanlegan íþróttamann var að ræða. Hins vegar er þversögn að vera ánægður með niðurstöðuna því hvem- ig er h'ægt að vera ánægður þegar íþróttin er niðurlægð enn einu sinni?“ Modahl sagðist ætla að áfrýja til hlutlauss dómstóls. „Ég get ekki meðtekið þessa ákvörðun og ætla að beijast fyrir því að hreinsa mig af ásökununum því ég veit að ég er saklaus. Ég hef aldrei tekið lyf á bannlista." Þaö er titviljunum háð hvaöa leikur er á Gjafamiöanum. Kaupandi getur valið um gjafamiða fyrir einn eöa tvo. Þegar umslagiö sem inniheldur miöann er opnað kemur í Ijós hvaða leikdag vlðkomandi hefur fenglð, Ukumar á að fá miða á úrslitalelkinn eru 1:200. Ef leikdagurinn hentar ekkl er ekkert auðveldar en að setja miðann á skiptimarkað. Skiptimarkaöurinn verður opnaður síðla vetrar jxir getur fólk skipt miðum sínum eða selt þá. ICELAHD 1995

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.