Morgunblaðið - 24.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1994, Blaðsíða 1
ifííplpii 3M*vgiaiil»(aMfe MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1994 BLAÐn FJODOR Dostojevskíj er einn virtasti rithöfundur Rússa fyrr og síðar. Hann hafði | með verkum sínum gífurleg áhrif ’ á skáldsagnagerð á Vesturlöndum en skáldsögur hans einkennast af djúpum skilningi á þverstæðum í mannlegu eðli, ástríðumikilli glímu persónanna um rök trúar og sið- gæðis og samúð með hinum útskúfuðu í þjóðfélaginu. í verkum Dostojevskíjs kemur einnig fram vantrú á pólitíska róttækni, gagn- rýni á vestræn áhrif í rússnesku samfélagi og trú á sérstakt hlut- verk rússneskrar kristni og mann- , skilnings í heiminum. Meðal ann- f. arra nafntogaðra verka höfundar eru Fátækt fólk, Glæpur og refsing og Bræðurnir Karamazov. Græskulaus, góðhjartaður og flogaveikur í Fávitanum, sem var skrifaður á árunum 1868-69, veltir Dostojevskíj því fyrir sér hvernig fari þegar allt að því algóður mað- ur birtist í kaldrifjuðum og glæp- samlega sérgóðum heimi. Myshkín fursti er græskulaus, góðhjartaður og flogaveikur og er uppnefndur fávitinn. Hann er náskyldur Kristi sem var að mati Dostojevskíjs eini frábærlega góði maðurinn í heims- bókmenntunum þar til sá fyrr- | nefndi kom til skjalanna. Allt í kringum Myshkín ólgar lífið af svikum, ástríðum, undirferli og græðgi og þessi góðfúsi, einlægi, afbrigðilega skilningsríki og ofur- RUSSNESKI KRISTUR Þjóðleikhúsið frumsýnir annan í jólum á Stóra sviðinu leikritið Fávitann sem byggt er á samnefndri sögu rússneska stórskálds- ins Fjodors Dostojevskíjs. Orri Páll Ormars- son leit inn á æfingu og heyrði hljóðið í leik- urum o g leikstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.