Morgunblaðið - 24.12.1994, Page 8

Morgunblaðið - 24.12.1994, Page 8
8 B LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTIR II c i m s p e k i HANDANGÓÐSOGILLS eftir Friedrich Nietzsche. Hið ís- lenzka bókmenntafélag 1994 - 424 síður. Umbrot, prentun, bókband: ODDI hf. FRIEDRICH Nietzsche telst til áhrifamestu hugsuða á 19. og 20. öld. Hann var prestssonur, gekk menntaveginn og vakti snemma athygli fyrir sérstakar gáfur á -'sviði bókmennta og heimspeki. Hann var ungur þegar hann tók að yrkja ljóð, hann nam við nokkra háskóla og varð prófessor í klass- ískri málfræði við háskólann í Basel 1869. Nietzsche vék úr embætti 1878 vegna veikinda sem mögnuðust næstu árin og drógu hann til dauða aldamótaárið. Árið 1872 kom út fyrsta verk Nietzsches, Die Geburt der Tragödie aus dem Geiste der Mus- ik (Fæðing harmleiksins af anda tónlistarinnar). í þessu verki met- ur Nietzsche Richard Wagner sem þann listamann sem næst kemst því að endurskapa grísku harm- leikina með list sinni. Verk Ni- etzsches voru lengst af lítils metin hjá fræðimönnum samtíðar hans. Það er fyrst með Svo mælti Zara- þústra sem viðhorfin taka að breytast. Þetta verk er óefað tind- urinn á ritferli Nietzsches. í því hrærast saman hugmyndir ann- arra snillinga, eins og tómhyggja Schopenhauers og þróunarkenn- ing Darwins, en allt efni bókarinn- ar er gegnsýrt af ofurmennisboð- skap höfundarins. Þverstæðurnar Verk Nietzsches er erfitt að setja á ákveðinn bás. Er t.d. Svo mælti Zaraþústra heimspekirit eða bókmenntir? Andstætt mörgum heimspekingum fyrr og síðar byggist sannfæringarmáttur Ni- etzsches ekki á rökfimi eða skipu- legri framsetningu heldur á gríð- arlegri mælsku og tilfinningahita sem hvort tveggja err sprottið úr trúarlegu umhverfí sem hann gjör- þekkti en hafnaði gjörsamlega. Það eru einmitt þverstæðumar Nietzsche á íslensku Arthúr Friedrich Björgvin Bollason Nietzsche í höfundarverki og lífi Ni- etzsches sem gera hann svo áhugaverðan. Um leið hafa sömu þverstæður leitt af sér alls konar skilning og misskilning á hugmynd- um hans. Eða réttara væri kannski að segja að fjöl- breytileiki hugmynda hans leyfír að dregnar séu af þeim gerólíkar ályktanir. Kunnugt er hvernig ofur- mennishugmyndir hugsuð- arins höfðu áhrif á þýska þjóðernissósíalista fyrr á öldinni. Þeir túlkuðu ofur- mennishugmyndir Nietzsc- hes sem stuðning við yfír- burði hins aríska kyn- stofns, þar með talið hins þýska. Menn þurfa ekki lengi að lesa Nietzsche til að sjá að hann fyrirleit Þjóðveija. Hins vegar má vera að seinni tíma lesendur hafí túlkað þetta viðhorf Nietzsches til eigin landa of þröngt því þótt hann skammist víða út í samlanda sína má vissulega fremur túlka þetta sem reiði snillingsins við skilnings- sljóa og værakæra samtíð fremur en einhvern rasisma. Áhrif á íslendinga Áhrif Nietzsches á íslensk skáld og hugsuði er erfítt að rekja. Þó má drepa niður fæti hér og þar og benda á að verk einstakra skálda væru eflaust öðruvísi hefðu hugmyndir Nietzsches ekki gegn- sýrt þau. Dulúðugar ofurmennis- hugmyndir í ljóðum Einars Bene- diktssonar er freistandi að rekja til Nietzsches. í Dettifossi er nátt- úran samsömuð mælandandum með yfimáttúrlegum krafti; foss- inn skýrir „djúpt míns eðlis grann“. I Agli Skallagrímssyni er lýst ofurmenni, ekki eingöngu lík- amlegum berserki, heldur þeim sem kunni að hata og unna með heilanum. Sömuleiðis er freistandi að nefna hér íslenskt skáld frá svipuðum tíma og Einar, en geró- líkt, sem endurspeglar hugmyndir Nietzsches: Jóhann Siguijónsson. Hann yrkir Væri ég aðeins einn af þessum fáu, um þrána eftir því að vinna stórar þrautir og að rekja „lífsins leyndu þætti“. Nietzsche og hugmyndir hans hafa haft yfir sér dulúðugan hroll- vekjublæ. Þetta er heimspekingur- inn sem leyfði sér að hneyksla samtíð sína og eftirkomendur með jafn afdráttarlausri og óbilgjarnri fullyrðingu og þessari: Guð er dauður! I formála að þeirri bók sem hér er til umfjöllunar er vitnað til sómakonu á Sólvallagötunni sem hafí viljað ungum stúdent vel og varað hann við verkum Nietzsc- hes. Ósagt skal látið hvort afstaða sómakonunnar hafí endurspeglað viðhorf kynslóðanna til Nietzsc- hes. Það kann hins vegar að þykja eftirtektarvert að heildstæð verk eftir Friedrich Nietzsche hafa ekki komið út í íslenskri þýðingu fyrr en með þessari bók, Handan góðs og ills. Hugsun og tilfinningar Handan góðs og ills kom fyrst út árið 1886. Fræði- menn eru sammála um að þessi bók lýsi með heil- steyptustu móti helstu hugmyndum í heimspeki Nietzsches. Hér er óvægin árás á fræðimenn sam- tímans enda var þanka- gangur Nietzsches á öðr- um brautum en þeirra lær- dómsmanna sem heimtuðu að skilja alla skapaða hluti. Nietzsche varðaði ekki um geldan skilning á ásýnd hlutanna heldur gerði hann kröfu um að tilfinn- ingar væru virkjaðar svo að skiln- ingurinn yrði heill. í fyrsta kafla bókarinnar segir hann einmitt: „Mestur hluti meðvitaðrar hugs- unar verður enn að teljast til þeirra gerninga sem eiga rót sína í eðlis- hvötunum og þetta á jafnvel við um heimspekilega hugsun." Með þessum hætti gerir Nietzsche ráð fyrir því að eðlishvatimar reki hugsun mannanna og að ákveðnar lífeðlisfræðilegar kröfur geri ráð fyrir að „sýndin sé ómerkilegri en „sannleikurinn““. Þýðendur Handan góðs og ills gera sér mæta vel grein fyrir því að verk þeirra nær aldrei að rísa í sömu hæðir og frumtextinn. Enda væri krafa um slíkt helber barnaskapur. Sérhver þýðing er endursköpun frumtextans, það sem skiptir máli er hvort takist að skila textanum sem minnst bijáluðum. Leikurinn getur verið auðveldur sé um að ræða einfaldan og hlutbundinn texta á alþýðlegu máli. Sé textinn annarrar náttúru er verkefnið vandasamara. Ég býst við að texti Nietzsches sé með erfíðari verkefnum sem þýð- endur fást við. Þetta álit er hægt að styðja nokkrum rökum. Eins og áður segir er orðræða Nietzsc- hes á öðram nótum en fyrirrenn- ara hans. í stað rökræðu teflir hann fram tilfinningum og vegs- amar þær. í öðra lagi virðist tví- ræðnin vera Nietzsche afar kær. Hann er einfaldlega ekki allur þar sem hann er séður. í þriðja lagi má nefna að mælska Nietzsches ríður ekki við einteyming. Hann skirrist ekki við að hræra skaphita sínum saman við stórkostlegt myndmál og tefla saman öflugum andstæðum til þess að koma boð- skap sínum á framfæri og sann- færa lesandann. Það getur verið erfitt að koma slíku til skila á öðra tungumáli. Hvernig tekst til? En hvernig tekst Arthúri Björg- vini Bollasyni og Þresti Ásmunds- syni ætlunarverkið? Hér sem oft áður er auðveldara að spyija: Hvernig tekst íslenskunin á þessu verki? I fáum orðum sagt hefur hún betur heppnuð en maður gat átt von á. Þýðingin er blæbrigða- rík og afar læsileg, m.a. vegna þess að hátimbraður stíll frum- textans hefur verið umritaður í aðalsetningastíl. Þýðendurnir stóðu frammi fyrir ýmsum praktískum spurningum, t.d. hvort þýða skyldi slettur, m.a. úr frönsku og latínu. Þeir kusu að láta þær standa en útskýra þær í staðinn. Þetta er skynsamlegt og hefði hér að ósekju mátt ganga lengra og útskýra hugtök sem era ekki þýdd á íslensku með jafn sér- tækum orðum og standa fyrir þau á þýsku. Þótt hugmyndirnar í Handan góðs og ills séu fræðimönnum í bókmenntum og heimspeki vel kunnar þá hlýtur þessi þýðing að vera þeim og öðrum afar mikilvæg vegna þess að hún má teljast grunnur til að byggja á umræðu á íslensku um ritverk Nietzsches. Nógu lengi hefur Nietzsche guðað á gluggann hjá íslenskum andans mönnum. Nú er hann Ioksins kom- inn inn fyrir þröskuldinn. Ingi Bogi Bogason. Ærin fyrirhöfn BOKMENNTIR Unglingabók HÆTTUSPIL eftir Crystine Brouillet. Guðlaug Guðmundsdóttir þýddi. Mál og menning 1994.112 blaðsiður. ÆVINTÝRIÐ um Natössu og raunir hennar gerist í Kanada. Hún er 15 ára og ástfangin af sætasta stráknum í skólanum, Jóhanni Filip, sem vart tekur eftir henni. Tassa segir söguna sjálf og hefur miklar áhyggjur af útlitinu því hún er ekki eins og Miijam Drolet, sem er ljós- hærð með sægræn augu, langar neglur og stór ekta bijóst. Hún er dökkhærð en samt ekki með fallegt litarhaft, mamma hennar bannar henni að lita toppinn bláan og hvað sem hún borðar mikið af greipaldinum fær hún brjóstin á sér ekki til að stækka og bakhlulann til að minnka. Til viðbótar við fyrrgreindar raunir á Tassa bróður sem stríð- ir henni í sífellu. Helgi nokkra þegar foreldrar þeirra leggja í langferð afræður hún því að stijúka að heiman og slá tvær flugur í einu höggi; ná athygli hins heittelskaða og skjóta bróð- umum skelk í bringu. Frásögnin er í gamansömum dúr á köflum, til dæmis finnst móður Tössu, sem hefur það sér til ágætis að elda góðan mat og vera sæt, ástæðulaust að eyða fjármunum í „æðislegan bijósta- haldara með blúndum“. „Það má vel vera að svona bijósta- haldari sé óþarfí fyrir hana sem búin er að vera gift í 15 ár. En Öðru máli gegnir með mig. Ég verð að beita öllum brögðum til að ganga í augun á Jóhanni Filip“ (7). Én Tassa er ekki bara upptek- in af því að reyna að laða Jó- hann Filip að sér og sýnir til allrar hamingju á sér aðrar hlið- ar þegar hún flækist í net morð- ingja og eiturlyfjasala. „Ég rembdist eins og ijúpan við staurinn í heilan hálftíma. Ég togaði af öllum lífs og sálar- kröftum en allt og sumt sem ég hafði upp úr krafsinu var að hrafla skinnið á fíngranum á mér... Reiðin varð þó angistinni yfírsterkari. í leynilögreglu- myndum grenja löggur aldrei. Þeim tekst alltaf að frelsa sig úr prísundinni (95). Bókarkápan er smekkleg, frá- sögnin ágæt aflestrar; vel frá- gengin og prentvillur ekki marg- ar. Reyndar skilur sagan ekki mikið eftir en ef fólk hefur áhuga á þeim skilaboðum að útlitið sé allt og á ungri stúlku sem ætlar í skynsamlega megr- un með aðstoð móður sinnar (10) er þetta bókin. Helga Kr. Einarsdóttir Ljóð íslenskra bama á Norðurlöndum BOKMENNTIR Ljóð barna SAMFÉLAGSSTYRKIR OG BÆJARINS BESTU eftir íslensk börn búsett í Skandinav- íu. Hugmynd, framkvæmd og útgáfa: Hugrún Guðmundsdóttir, Lundi í Svíþjóð 1994 — 71 bls. SKYLDUM við almennt veita listsköpun bama og unglinga nægilega athygli? Þau ráða vita- skuld hvorki yfir tækni né reynslu á borð við fullorðna. Þó býr Iista- maður í flestum börnum en það er margt í okkar samfélagi sem bælir sköpunarþörf og getu bama. Segir ekki einhvers staðar að börn- in eigi hundrað mál en við tökum níutíu og níu frá þeim? Góðir kennarar örva Sumir halda því jafnvel fram að dagvistarstofnanir og skólar gangi harðast fram í að kæfa sköpunarneistann í börnum. En mér er nær að halda að í reynd sé þessu stundum og jafnvel oft öfugt farið. Góðir kennarar örva og opna augu, ryðja leiðir að nýju máli mynda og orða. Hugrún Guðmundsdóttir nefn- ist kona sem fengið hefur kennara á Norðurlöndum til að aðstoða sig við að safna saman ljóðum og nokkrum teikningum íslenskra barna í þessum löndum með það fyrir augum að gefa þau út. Af- raksturinn er ljóðasafnið Samfé- lagsstyrkir og Bæjarins bestu. Höfundamir era á aldrinum 3 til 15 ára og ljóð þeirra fjölbreytt, sum alvar- leg en önnur með skoplegu ívafi. Menn þurfa ekki að vera háir í loftinu til að kunna að koma fyrir sig orði en þá eru yrkisefnin sjald- an stærri en sem nemur næsta um- hverfi, jólasveinninn, Spólukrækir eða jafnvel mamma. En óneitanlega hlýtur ljóð þriggja ára drengs, Harðar Barð- dals, um mömmuna að teljast einlægt og framlegt: Þú ert ísinn minn, mamma! Og ég er líka ís! Þú ert ísinn minn og ég er ísinn þinn. Þú ert ísinn minn og þú ert í frysti. Gaman og alvara Bömin slá á ýmsa strengi í ljóðagerð sinni. Þau yrkja um árstíðimar og sína nánustu, stríðin úti í heimi en umfram allt kenndir; gleði, sorg og söknuð. Stundum eru kvæðin ort af lífsins alvöra en önnur era með skopið í farteskinu. Mörg ljóðin tengjast íslandi og það er ekki laust við að sum börnin séu með heimþrá. Heimþráin vaknar svo á ný þegar þau koma aftur til íslands eins og Ólafía Kristín Guðmundsdóttir í Danmörku greinir frá í kvæðinu Söknuður: „Hún grætur, hún saknar/ „nýja landsins'V Hvar á hún heima?“ Sumir eiga þó auðveldar með að aðlagast og sjá fyrst og fremst hinar jákvæðu hliðar heimsins og þá oft í skoplegu ljósi. Egill Eyjólfsson yrkir titilljóð bókarinnar: Svíþjóð er fínt land með skógum, vötnum og samfélagsstyrkjum. Hér fær maður atvinnuleysisbætur og hér er enginn maður sem grætur. En á íslandi er gaman, þar leika allir saman. Þar eru Bæjarins bestu og þær eru ekki þær verstu. Þar er fógur náttúra og kindur á kreik. Ef þú verður leiður, farðu á Kvikk og fáðu þér sjeik. Ljóðin í bókinni gefa okkur góða innsýn inn í hugarheim íslenskra barna á Norðurlöndum. Þau eru valin af natni. Fáein slys hafa orðið við útgáfuna en það er ástæðulaust að láta þau ergja sig því að framtak útgefandans er sannarlega lofs vert. Skafti Þ. Halldórsson Hugrún Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.