Morgunblaðið - 07.01.1995, Page 1

Morgunblaðið - 07.01.1995, Page 1
 Lífið er karl minn t EG ER myndavél, sagði breski rithöf- undurinn Christopher Isherwood í Berlín tíu árum fyrir stríð. Hann drakk í sig gleði og sorgir borgarbúa á fjórða áratugnum, sukkið og ringulreiðina sem ríkti þegar nasistar komust til valda og ofstækið jókst. í bókinni „Goodbye to Berlin“ sem kom út í Englandi 1939 lýsir hann ástandinu í smásögum eða myndum úr mann- lífinu. Bókin varð kveikja að leikriti Johns Van Druten og svo söngleikn- um Kabarett eftir Masteroff, Kander og Ebb. Hann var frumfluttur á Broadway veturinn 1966, sló í gegn og var valinn besti söngleikur ársins bæði af gagnrýnendum og áhorfend- um í New York. Síðan hefur hann oft og víða verið settur á svið og kvikmyndaður af Bob Posse árið 1972. í myndinni syngur Liza Min- elli, með sokkabönd og pípuhatt, lagið fræga sem vitnað er til í fyrir- sögn þessarar greinar. Edda Heiðrún Bac- hman er í sama hlut- verki, Sally Bowles, í, uppfærslu Borgarleik- hússins á Kabarett. Þessi stærsta sýning leikársins verður frum- sýnd næsta föstudag, 13. janúar. Guðjón Pedersen leikstýrir og fjöldi fólks kemur að sýningunni á einn eða annan hátt. Gretar Reynisson er höfundur leikmyndar, Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður og Lárus Björnsson ljósameistari. Pétur Grétarsson leiðir sjö manna hljóm- sveit sýningarinnar og Katrín Hall hefur samið dansa fyrir sjö núver- andi og fyrrverandi dansara úr ís- lenska dansflokknum. Þeir þurfa í rauninni að leika líka og leikararnir margir að dansa, Ing- var E. Sigurðsson til dæmis í hlut- verki skemmtanastjórans og furðu- fuglsins sem selur ást. Síðan syngur hver með sínu nefi, tónlistin er vitan- lega aflvél í verkinu og sumar per- Sóngleikurinn vinseeli um Berlin ffjórdq qrq- lugqrins verdur frum- sýndur i Borgarleik- Kúsinu 13. janúar. sónur eiga sér uppáhaldslög sem heyrast oftar en einu sinni. Meðal helstu persóna leiksins auk skemmtanastjórans og Sallyar erú amerískur kærasti hennar, Cliff Bradshaw sem Magnús Jónsson leik- ur, gleðikonan fröken Kost sem Helga Braga Jónsdóttir leikur og hinn virðulegi en viðkvæmi herra Schultz sem Þröstur Guðbjartsson leikur. Öll eru þau meðal leigjenda piparmeyjarinnar fröken Schneider sem leikin er af Hönnu Maríu Karls- dóttur. Leikhúsgestir horfa inn í hús frök- enarinnar og framvindan berst úr einu herbergi í annað, niður á götu og inn í klúbb þar sem gleðin er æpandi til að yfirgnæfa vonleysi sem getur að minnsta kosti gripið Sally. Berlín er nefnilega gleðiborg á tíma leiksins, þar er nóg vín og villtar meyjar og allt falt. Upplögð borg fyrir þá sem hafa ekki almennilega fundið sér stefnu í lífinu eða þá sem sækjast eftir frelsi frá þröngsýni og fordómum, vegna kynhneigðar til að mynda. En öngþveitið elur líka á öfgum; stjórnmálaofstæki og kynþáttahatri. Leikstjóranum fínnst efnið minna á nútímann að þessu leyti, línur séu að mörgu leyti óskýrar, landamæri hafi riðlast og þjóðernishyggja verði áberandi með þeim hættum sem henni fylgja. Þótt ógn stríðs og grimmdarverka vofi yfír verkinu er andi þess kröft- ugur og skemmtilegur. Hann er full- ur af músík og fólki og kyndugleika tilverunnar. Kannski veldur þetta vinsældum söngleiksins og kannski eitthvað annað, hvemig, spyr leik- stjórinn, get ég lýst leikhúsverki í orðum. Þá gildir það eitt að taka áskorun Sallyar og koma á Kabarett. Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.