Morgunblaðið - 07.01.1995, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
HÚN heitir Elina Löw-
ensohn, er 28 ára leik-
kona af rúmenskum
gyðingaættum, og hef-
ur þegar náð eyrum og
athygli þekktustu leikstjóra í Evrópu.
Vestur í Bandaríkjunum hefur hún í
samvinnu við leikstjórana Hal Hart-
ley, Steven Spielberg, Michael Alme-
reyda o.fl. fengið stærri tækifæri á
hvíta tjaldinu en flestir ungir leikarar
geta látið sig dreyma um. í vetur er
verið að taka til sýninga í Evrópu
og Bandaríkjunum nýjustu mynd
leikstjórans Hal Hartleys, The
Amateur, þar sem Elina leikur eitt
aðalhlutverkið; klámdrottninguna
Sofíu. Aður hefur hún farið með hlut-
verk í nokkrum mynda Hartleys,
þ.á m. Simple Men, sem sýnd hefur
verið hér á kvikmyndahátíð.
Þessi upprennandi leikkona_ hefur
dvalið um hátíðarnar hér á íslandi
hjá sambýlismanni sínum, franska
listmálaranum Philippe Richard.
Hann kom til íslands sem skiptinemi
fyrir rúmum áratug, og æ síðan hef-
ur hann viðhaldið tengslum sínum
við land og þjóð. Philippe er um þess-
ar mundir búsettur í nágrenni höfuð-
borgarinnar, þar sem hann vinnur
að listsköpun sinni fjarri glaumi
heimsborganna. Hjónaleysin eru þó
bæði á faraldsfæti, hann á leið til
Þýskalands að setja upp myndlistar-
sýningu - hún til New York að tak-
ast á við nýtt hlutverk. Eftir það
mun fundum þeirra ekki bera saman
á ný fyrr en í París í vor, þar sem
framtíðarheimilið bíður þeirra. Hún
er þó staðráðin í að koma með honum
aftur til íslands, til fundar við að-
standendur og vini. „Draumurinn er
að eignast hér lítið hús með vinnuað-
stöðu“ segir hún - „svolítið athvarf
til að eiga stundir milli stríða.“
Við tökum tal saman í vinnustofu
Philippes daginn fyrir gamlársdag.
Elina - smágerð, lágvaxin og lífleg
í fasi - er dúðum vafín frá hvirfli
til ilja. „Hitinn fór af húsinu um leið
og rafmagnið fór í fyrradag," segir
hún, en virðist ekki hafa af því mikl-
ar áhyggjur. „Rafmagnið kom aftur,
en ekki hitinn," útskýrir hún. Það
er því ískalt í vinnustofunni, eini ylur-
inn sem berst um salinn er varminn
frá Ijóskösturunum sem þó mega sín
lítils.
Æska í skugga Ceausescus
Talið berst að æsku hennar og
uppvexti sem vart getur talist dæmi-
gerður fyrir bandaríska leikkonu.
Hún er fædd í Búkarest og þar upp
alin til fjórtán ára aldurs. Faðir henn-
ar, Jacoues Löwensohn, var tuttugu
árum eldri en móðirin og gyðingur
að uppruna. Hann hafði lent með
fyrri konu sinni og bömum í útrým-
ingabúðum nasista og verið sá eini
úr fjölskyldunni sem lifði af. Eftir
þær hremmingar gerðist hann að
stríðinu loknu meðlimur í Rúmenska
kommúnistaflokknum, og varð mjög
háttsettur embættismaður í stjóm
Ceausescus. Örfáum ámm fyrir
dauða sinn - þegar Elina var sjö ára
- féll hann þó úr náðinni og var
lækkaður í tign, sökum gyðinglegs
upprana. Það urðu hans lífsvonbrigði.
„Þegar ég lít til baka, geri ég mér
ljóst að bernska mín hefur verið all
frábragðin uppvaxtarskilyrðum
bandarískra ungmenna," segir Elina.
„Rúmenía á þeim árum var þrúguð
af ógnarstjórn Ceausescus - og jafn-
vel sem barn fann ég fyrir þeim þrýst-
ingi sem stjórnarhættir hans höfðu á
almenning í Rúmeníu. Maður vissi
að það mátti ekki tala um ákveðna
hluti. Á þeim tíma stálust allir til
þess að hlusta á evrópskar útvarps-
stöðvar, mínir foreldrar líkt og aðrir.
En um það mátti aldrei tala. Um
hálsinn báram við krakkarnir lítil
flögg sem við þorðum varla að snerta,
hvað þá að leika okkur með. Slík var
virðingin fyrir þjóðfánanum. Kennar-
anir voru harðstjórar - nokkurskonar
lögregla. Það var ekki fyrr en ég kom
til Bandaríkjanna sem mér varð ljóst
að vinsamleg samskipti milli kennara
og nemenda gátu átt sér stað í veru-
leikanum. Það var mikil nýlunda fyr-
ir mér.“
Móðir Elinu, Gabriela Ionito, hafði
verið ballettdansari um árabil í Rúm-
eníu. Nokkrum árum eftir missi
eiginmannsins bauðst henni tíma-
bundið starf sem danskennari í Equ-
ador. Það var stór ákvörðun fyrir
hana að taka starfinu, og skilja börn-
EUNA Löwensohn er
risqndl kvikmyndq-
stjqrnq ef*ir leik i
myndom Hql Hqrt-
leys. Hún tqlqr wm
leiklistmq, æskuárin
undir ognqrstjórn
Cequsescusy qstinq
og frqmtiéqrqformin
in - Elinu og yngri bróðuríhennar -
eftir í umsjá ömmu sinnar. Þar með
var stigið fyrsta skrefíð í flótta íjöl-
skyldunnar frá Rúmeníu. Eftir árs
dvöl í Equador fluttist móðirin til
New York, og hófst handa við að
reyna að fá börnin til Bandaríkjanna.
Það gat orðið þrautin þyngri, því
margir sem flúðu Rúmem'u urðu að
bíða áram saman eftir að fá fjölskyld-
umar til sín. Sumir sáu aldrei ástvini
sína aftur eftir að þeir höfðu yfírgef-
ið landið.
„Móðir mín vissi, þegar henni
bauðst þetta starf, að hún ætti ekki
afturkvæmt til Rúmeníu. En hún
gerði þetta fyrir okkur, börnin sín.
Hún taldi að það væri okkur fyrir
bestu að yfírgefa landið og afla okk-
ur menntunar og þekkingar annars
staðar, fremur en festast í því kom-
múníska kerfí sem þar ríkti. Ef fólk
vildi eiga möguleika á sómasamlegri
lífsafkomu í Rúmeníu, varð það að
ganga í Kommúnistaflokkinn. Al-
menningur bjó við andlegt og menn-
ingarlegt ófrelsi. Móðir mín vildi
brjóta okkur leið út úr því ófrelsi."
Ætlunarverk hennar tókst, og þótt
ótrúlegt megi virðast tók það ekki
nema tvö ár. Árið 1980 sameinaðist
fjölskyldan á nýjan leik, þegar börnin
komu til Bandaríkjanna og settust
að hjá móður sinni í New York. Elina
var þá orðin fjórtán ára gömul.
„Bandaríkin höfðu fram að því
verið draumalandið, í augum okkar,
tveggja rúmenskra barna. Land tæki-
færa og allsnægta - við sáum fyrir
okkur óþrjótandi tyggigúmmí og
gallabuxur,“ segir hún og hlær. „En
við komumst fljótt að raun um að
veraleikinn var annar. i Bandaríkjun-
um fær maður ekkert fyrirhafnar-
laust fremur en annars staðar. Fjöl-
skylduaðstæður okkar voru einfald-
lega þær að móðir mín var orðin ein-
stæð með tvö börn og aldraða móður
á framfæri. Lífið var enginn dans á
rósum. En það var jafn auðséð að
við voram komin langt frá heima-
landinu. í Rúmeníu hugsuðu ungar
stúlkur ekki um andlitsfarða, hár-
greiðslu og stefnumót við kærastann,
heldur um skólagöngu sína og lífsaf-
komu sinna nánustu. Möguleikarnir
vora allt aðrir og meiri í nýja land-
inu. Þó átti ástandið í Rúmeníu eftir
að versna all mikið eftir 1980. Meðan
við bjuggum þar var þó enn hægt
að fá helstu lífsnauðsynjar, jafnvel
þótt það kostaði nokkurra stundar-
fjórðunga bið framan við búðirnar.
Seinna urðu lífsnauðsynjar að hreinni
munaðarvöra og jafnvel ófáanlegar."
Fyrstu sporin á
leiklistarbrautinni
Fjórum árum eftir komuna til New
York innritaðist Elina í New York
háskóla þar sem hún nam leiklist í
þijú ár. Ein af skólasystrum hennar
í Ieiklistardeildinni var María Ellings-
en. Leiðir þeirra lágu ekki mikið sam-
an, utan eitt skipti sem þær tóku
báðar þátt í uppfærslu á Hamlet.
„María var látin fara með sinn texta
á íslensku og það var í fyrsta skipti
sem ég heyrði það mál talað,“ segir
hún og hlær þegar þetta rifjast upp
fýrir henni. „María var mjög falleg,
enda allir strákarnir á eftir henni.“
Eftir þrjú ár sagði Elina skilið við
leiklistarnámið, án þess að ljúka burt-
fararprófí. „Mér leiddist námið, og
vildi fara að vinna fyrir mér ...
spreyta mig í leiklistinni. Ég hafði
einkennilegt hugboð um að margt
af því fólki sem ég kynntist í leiklist-
ardeildinni ætti eftir að verða sam-
starfsmenn mínir síðar. Það hugboð
reyndist rétt. Fólk hefur spurt mig
hvernig ég hafi þorað að gera þetta,
eins og samkeppnin er nú hörð í New
York, ekki síst meðal ungra leikara
- og ég með erlendan hreim í þokka-
bóti En ég hugsaði aldrei út í það á
þeim tíma. Ég var svo viss um að
mér myndi farnast vel - það var eins
og ég ætti ekkert val. Leiklistin var
það eina sem kom til greina í lífí
mínu, og mér fannst allt velta á því
að mér tækist að reyna mig á því
sviði. Skólinn stóð mér fyrir þrifum."
Það var lán hennar að í leiklistar-
deildinni hafði hún kynnst Travis
Preston, kennara sínum og síðar leik-
stjóra. Þau hófu samstarf sem lykt-
aði með því að hún lék í fjölmörgum
sviðsleikritum undir hans stjórn við
ýmis virt leikhús í Bandaríkjunum.
Meðal hlutverka má nefna Ofelíu í
Hamlet, Donnu Elvira í Don Juan,
og Ólivíu í Tólf nóttum.
Samstarf við Hal Hartley
„Svo vildi til að Hal Hartley var
líka gamall nemandi Prestons, og
mikill aðdáandi hans. Hann mætti á
allar uppfærslur Prestons og komst
því ekki hjá að sjá mig leika. Svo fór
að lokum að hann bauð mér sam-
starf, sem ég að sjálfsögðu þáði.
Afraksturinn af því var stutt kvik-
mynd sem nefndist The Theory of
Achievement. Þar lék ég Elinu, rúm-
enska stúlku - sjálfa mig. Næsta
mynd var Simple Men, þar sem ég
fór með eitt af burðarhlutverkunum;
og enn var það hlutverk Elinu, rúm-
enskrar stúlku. Hartley skrifar sjálf-
ur handritin að þeim myndum sem
hann gerir - og samstarf okkar hef-
ur verið mjög náið og gott. Svo gott
að ég held það sé leitun að jafngóðu
sambandi milli leikara og leikstjóra.
Sama er að segja um samband mitt
við Preston. Ég er þeim báðum mjög
þakklát fyrir þau tækifæri sem þeir
hafa veitt mér - ekki síst Hartley,
sem opnaði mér fyrstu dyrnar inn í
kvikmyndaheiminn. Hal er sjálfum
sér samkvæmur og afar trúr listinni.
Peningar skipta hann engu máli -
hann hefur mjög sterkan listrænan
metnað og skrifar góð handrit. Sög-
urnar hans eru óheflaðar og gríp-
andi. Hann viðhefur skjót og skipu-
lögð vinnubrögð sem einkennast af
einbeitingu og aga. Mér fellur mjög
vel að vinna undir hans stjórn. I
„Viðvaningnum" (The Amateur) seg-
ir hann sögu manns sem hefur misst
minnið, en á dökka fortíð að baki.
Minnisleysi hans hefur þurrkað út
verstu eiginleika í fari hans, en um-
hverfíð hefur hinsvegar engu gleymt.
Spurningin sem varpað er upp er
þessi: Losnar maður nokkurntíma við
fortíð sína? Þessi mynd, eins og
margar af hans fyrri myndum, er
þegar farin að vekja viðbrögð og
umræðu enda er Hartley að verða
einn sterkasti kvikmyndaleikstjóri í
Evrópu. Hæfileikar hans á því sviði
eru óumdeildir - þó myndirnar hans
séu það ekki.“
Undanfarin tvö ár hefur Elina
helgað sig kvikmyndaleik nær ein-
vörðungu, og ekki stigið á sviðsfjalir.
„Hollywood og Broadway geta veitt
ungum, óþekktum leikurum mikil-
væg tækifæri, en dæmigerðar Holly-
wood-myndir og Broadway-söngleik-
ir uppfylla ekki minn listræna metn-
að. Eg stefni ekki inn á þær slóðir,"
segir hún. Hún játar því þó að fyrir
unga leikara geti skipt sköpum að
komast að í kvikmyndum mikilsme-
tinna Hollywood-leikstjóra, jafnvel
þó hlutverkið sé smátt. „Þannig er
bara þessi kvikmyndabransi“ segir
hún. „Það lítur vel út „á blaðinu" að
nefna samstarf við leikstjóra á borð
við Steven Spielberg, en sannleikur-
inn er sá að hlutverkið sem ég lék í
„Lista Schindlers" var sáralítið. Það
tók ekki nema þijár mínútur í sýn-
ingu. Ég veit ég gerði þetta vel, en
það reyndi lítið á mig sem ieikara,“
segir hún með hógværð. Blaðamanni
er þetta „sáralitla hlutverk" Elinu
þó mjög minnisstætt. Hún leikur þar
ungan verkfræðing sem er verkstjóri
yfír byggingarframkvæmdum í út-
rýmingarbúðum nasista. Verkfræð-
ingur þessi er skotinn í höfuðið fyrir
það eitt að vara við yfirvofandi hönn-
unarmistökum sem fyrirsjáanlega
munu hafa hörmulegar afleiðingar.
Stutt en áhrifamikil innkoma.
List og lífsreynsla
Elina hefur ástæðu til að vera
upplitsdjörf þessa dagana, enda með
mörg járn í eldinum. Nú er nýlokið
upptökum á sjónvarpsmyndinni My
Antonia þar sem hún fer með titil-
hlutverkið, Antoníu. Því er spáð að
þessi mynd, sem leikstýrt er af Joe
Sargeant, muni afla henni frægðar
og frama, enda verður myndin sýnd
um gervöll Bandaríkin og víðar. Fljót-
lega eftir áramótin heldur hún til
New York til að takast á við aðalhlut-
verkið í nýrri kvikmynd sem nefninst
Nadja í leikstjórn Michael Alme-
reyda. Þar leikur hún vampíruna
Nödju, og segir að það sé harla ólíkt
þeim viðfangsefnum sem hún hefur
fengist við til þessa.
Þegar hún er spurð hvort hún telji
uppruna sinn og uppeldisaðstæður
hafa mótað sig sem listamann, játar
hún því eftir svolitla umhugsun. „Ég
held það hafí orðið til þess að styrkja
sjálfsmynd mína. Sennilega nýtur
listamaðurinn í mér góðs af því að
hafa um sína daga kynnst fleiru en
amerísku neyslusamfélagi. Ég tel
sömuleiðis að það hafí eflt með mér
þor til að takast á við misjafnar að-
stæður, og um leið aukið mér bjart-
sýni. Ég er svo lánsöm, þrátt fyrir
allt, að hafa ekki þurft að þjást, eins
og foreldrar mínir gerðu. En á vissan
hátt hef ég lært af þeirra reynslu,
án þess að ganga í gegnum hana
sjálf. Til allrar hamingju fékk ég aldr-
ei nema reykinn af þeim réttum og
fyrir það er ég þakklát," segir hún.
Eftir svolitla umhugsun skiptir hún
um umræðuefni: „Maður lærir af öllu
því sem fyrir mann ber í lífinu. Ég
hef ferðast mikið og um leið lært
heilmargt af því sem ég hef séð og
kynnst - ekki síst hér á íslandi.“
íslenskt hömluleysi
og helgihald
Þessi síðasta athugasemd er svo
sannfærandi, að íslendingurinn í
bijósti blaðamanns tekur að bólgna
út, og spyr upp með sér hvað hún
eigi við.
„Mér hefur lærst það á ferðum
mínum um heiminn að „sinn er siður
í landi hveiju", og að þjóðirnar eru
eins mismunandi og þær era marg-
ar. íslendingar eru mjög sérstæð
þjóð. Það er ekki bara menningarar-
fleifðin og þessi dásamlega náttúra
sem heilla mig, heldur líka þjóðarþel-
ið sjálft, þó það hafí komið mér und-
ariega fyrir sjónir í fýrstu. Mér virð-
ist sem Islensk þjóðarsál beri sams-
konar öígar og náttúra landsins. Þar
er bæði eldur og ís, fegurð og hijóst-
ur.“
Máli sínu til stuðnings tekur hún
dæmi af hömlulausu skemmtanalífí
íslendinga. „Á skemmtistöðum hér
löðrar allt í öli og kynþokka og fólk
sleppir alveg fram af sér beislinu.
Ég hef hvergi kynnst öðru eins ...
og var því óviðbúin að verða síðan
vitni að andstæðu alls þessa á jólun-
um. En þá upplifði ég hátíðleikann,
fjölskyldusamheldnina og hefðir sem
ég hef ekki séð áður. Og þá varð
mér hugsað til þess að íslendingarn-
ir sem ég hafði hitt á öldurhúsum
nokkrum dögum áður voru á sama
tíma að setjast prúðbúnir til borðs
með fjölskyldum sínum, gefa gjafir
og hitta vini og kunningja. Sama
fólkið og daðraði og drakk ... þetta
var einkennileg uppgötvun. Annars
staðar í veröldinni felast öfgar í því
að maður er „annaðhvort eða“ en
aldrei „hvort tveggja" í senn, eins
og íslendingar. í New York upplifir
maður heldur ekki þá samheldni og
einingu sem einkennir íslenskt jóla-
hald. Þér er óhætt að trúa því - þar
setjast menn ekki allir sem einn, að
sameiginlegu borðhald um leið og
jólahelgin gengur í garð. Ó, nei. Það
færist engin kyrrð yfir New York
borg klukkan sex á aðfangadag."
Hún hlakkar til að koma aftur til
íslands og kveðst þess fullviss að
heimsóknirnar eigi eftir að verða
margar. „Hér á Islandi finnst mér
ég vera hluti af fjölskyldu. Vinir
Philippes og aðstandendur hafa tekið
mér vel. Þeir virðast ekki líta á mig
sem ameríska leikkonu - heldur sem
manneskjuna Elinu. Fyrir það er ég
afar þakklát. í raun taka þeir mér á
sama hátt og Pilippe sjálfur gerði
þegar við kynntumst í samkvæmi
fyrir tæpum tveimur árum,“ segir
hún. Þar með hefur talið borist að
stóru ástinni í lífi hennar, sem hún
segist ætla að helga tíma sinn og
tilfinningar í framtíðinni.
Ástin og framtíðin
„Stærsti kosturinn við Philippe var
sá að hann var sjálfur ekki leikari -
og raunar fremur áhugalítill um leik-
list. Hann hafði aldrei séð mig leika,
og hafði þessvegna engar fyrirfram-
hugmyndir um persónu mína. Sú
mynd sem hann fékk af mér mótað-
ist af okkar fyrstu kynnum. Með
honum get ég leyft mér að vera sú
viðkvæma Elina sem ég er - grát-
gjörn eða galsafengin eftir atvikum
- og þarf ekki að sýnast neitt.“
Með vorinu hyggjast þau stofna
nýtt heimili í París. Þó er ljóst að
ferðirnar verða tíðar á milli New
York og Parísar, a.m.k. framan af,
því Elina hefur hug á að halda áfram
að starfa við kvikmyndir. Hún viður-
kennir að ýmsir erfiðleikar muni
verða þessu samfara. Aðspurð hvort
hún óttist ekki að taka þessa áhættu,
frama síns vegna - jánkar hún með
semingi. „Mér er ljóst að New York
er suðupottur tækifæranna, og auð-
vitað hefur maður mesta möguleika
með því að vera þar sem hlutirnir
eru að gerast. Hinsvegar langar mig
líka til þess að reyna fyrir mér í
Evrópu, jafnvel í samvinnu við Tra-
vis Preston sem ég veit að er sama
sinnis. Það víkkar óneitanlega sjón-
deildarhringinn að fara út fyrir
Bandaríkin, og ég vil ógjaman missa
af þeirri reynslu," segir hún. Ein-
hvernveginn Iiggur þó í loftinu að
það er ástin sem ræður mestu um
þessa ákvörðun. „Philippe hefur sína
starfsaðstöðu í Frakklandi þar sem
tækifærin bíða hans. Við eram stað-
ráðin í að reyna þetta fyrirkomulag
og vonum að það gangi upp,“ segir
hún og brosir sínu bjartsýna brosi,
„en barneignir verða að bíða.“
Degi er tekið að halla - enda stutt-
ur á þessum tíma árs - þegar við
slítum tali. Á dyrahellunni tekur hún
andköf yfír einkennilegri ljósbirtunni
sem leikur um himininn. Sólin hefur
brotist fram úr skýjaþykkni við sjón-
deildarhring og kastað logum sínum
á fjallatindana umhverfis. Broshýr
og rauðneíjuð af kulda veifar hún
mér úr dyrum hússins, umvafin kyn-
legu sólarljósi. Á þeirri stundu minnir
hún einna helst á elskulegan dverg
í jólaleikriti: íklædd svartri lopapeysu
sem brúsar utan yfír margar peysur
og röndóttan, hnésíðan samfesting,
en niðurundan honum svartar, hnaus-
þykkar sokkabuxur, ullarsokkar og
klossar. „Ekki mjög lík klámdrottn-
ingu,“ hugsa ég með sjálfri mér og
get ekki varist brosi um leið og ég
stíg upp í bílinn og veifa henni í
kveðjuskyni.
Ólína Þorvarðardóttir
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 C 3
Gleói er i höll
Gömul löo og Ijöð
í söng og dansi
Sigríður Þ. _ Jón Jón
Valgeirsdóttir Ásgeirsson Stefánsson
SVO SKAL dans-
inn duna nefnist
sýning Þjóðdansafé-
lags Reykjavíkur í
Þjóðleikhúsinu.
Stjómandi sýningar-
innar er Sigríður Þ.
Valgeirsdóttir og er
hún jafnframt dans-
höfundur. Tónlist er
útsett og eftir Jón
Ásgeirsson. Stjóm-
andi kórs og hljóm-
sveitar er Jón Stefánsson. Dansarar
eru félagar úr Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur. Um þjálfun þeirra sá
Kolfínna Sigurvinsdóttir. Kammer-
sveit kórs Langholtskirkju syngur og
félagar úr Sinfóníuhljómsveit Islands
leika.
Sýningin var ákveðin sem framlag
Þjóðdansafélags Reykjavíkur á lýð-
veldisafmælinu, en hefur af ýmsum
ástæðum dregist. Hún skiptist í tvo
hluta. Fyrri hlutinn nefnist Hjá Goð-
mundi á Glæsivöllum og er þar nýtt
efni úr sögu Herrauðar og Bósa sem
hermir frá dansleik í höll Goðmund-
ar. Mörg laganna í þeim hluta eru
tekin úr handritinu Melodíu frá því
um 1650. í síðari hluta, Gleði í Vík,
er vitnað til gleði í Reykjavík um
miðja 18. öld.
í sýningunni má sjá söngdansa,
þar með talda sagnadansa og hring-
brot. Einnig verða sýndir vikivaka-
leikir, t.d. dýraleikir, hestaleikur,
hjartarleikur og finngálkn. Af öðrum
leikjum má nefna Háu-Þóru, hoffíns-
dans, tröllkonuleik og frísadans.
Tveir þeir síðastnefndu eru eins kon-
ar vísar að óperu. Þá má nefna slag-
ina faldafeyki og tröllaslag.
Einn megintilgangur sýningarinn-
ar er að koma á framfæri gömlum
lögum og ljóðum sem lengi hafa leg-
ið í handraðanum og eru þess virði
að blása í lífi og skynja fegurð þeirra
í söng og dansi.
Sigríður Valgeirsdóttir var spurð
að því hvort hún byggist við að gaml-
ir dansar yrðu teknir upp að nýju.
Hún sagðist ekki vita það, en það
væri stórkostlegt kæmust lögin í
umferð aftur og vonir stæðu til að
dansinn lifði.
Fróðleiksfýsn
Sigríður líkti því við fróðleiksfýsn
að vita hvað dansað var á sínum
tíma. Hún sagðist hafa sett upp álíka
sýningu 1967. Nú væri hún endur-
vakin með dýraleikjum og nýr hluti
væri lög sem hún hefði einkum tínt
saman í vetur og hún og Jón valið
í sameiningu. Sumt væri fyrir tíma
Melodíu, frá tólftu öld til hinnar
fimmtándu, gæti verið enn eldra.
„Þessi lög sem eru mest dönsuð hafa
sérstakt mynstur,“ sagði hún, „og
virðast hafa verið búin til við dansa
en af þeim era ýmis afbrigði í lög-
um, fjölmörg lög. Hægt er að greina
dansa og dansmynstur út frá lögun-
um og danskvæðum. í íslenskum
heimildum er getið um viss sérkenni
dansins. Arngrímur lærði segir frá
að minnsta kosti þremur flokkum
dansa.“
Reynt var að bera saman lögin,
kvæðin og danshefð fyrr á öldum,
hér og í Evrópu.
Sigríður nefndi Ásudans, mjög
gamalt kvæði og vikivakalag, hring-
dans. „Þá sér maður sérkennin á
báða vegu,“ sagði Sigríður, „það er
vandalaust, en stundum er þetta elt-
ingarleikur og mikið spáð í eyður,“
bætti hún við.
Frá því að Sigríður kom frá námi
í Barkeleyháskóla í Kaliforníu 1947
Morgunblaðið/Sverrir
„SVO skal dansinn duna.“ Frá sýningu Þjóðdansafélags Reykjavíkur.
hefur tómstundastarf hennar beinst
að þessari „endurvinnslu“ hins
gamla. Hvað varðar lög og texta búa
Islendingar vel að hennar mati.
Hefur búið til
íslenska þjóðdansa
Jón Ásgeirsson tónskáld sem hef-
ur starfað mikið með Sigríði Val-
geirsdóttur sagði að hún hefði í raun
og veru búið til íslenska þjóðdansa.
„Með því að leita í heimildum sem
eru nákvæmar danslýsingar hefur
hún útfært og búið til dansa,“ sagði
Jón.
Bókmenntamenn og tónlistar-
menn héldu því fram að ekki væru
til íslenskir þjóðdansar eftir því sem
Jón Ásgeirsson segir. Hann sér um
tónlistina á sýningunni sem fýrr seg-
ir, hefur útsett þjóðlög sem til vora
og samið lög við þau kvæði sejn
ekki vora til lög við. Jón sagði að
menn væru að átta sig á brautryðj-
andastarfí Sigríðar sem hefði kennt
þjóðdansa í 50 ár.
Jón minntist á Háu-Þóru-leikinn.
Hann hefði til dæmis tíðkast í Evr-
ópu og hann vær enn til á karnivöl-
um, en dansinn er gleymdur. Aftur
á móti væri þessi leikur og aðrir
útskýrðir í íslenskum handritum og
þangað hefði Sigríður m.a. sótt fróð-
leik sinn.
Kvæðin eru mörg heiðin og í þeim
tótemískur galdur (dýrkun hluta og
dýra), þau eru að því er virðist lítt
snortin af kristni öndvert við hin
evrópsku telur Jón og hefur yfir lín-
urnar: „Tuggið járn og troðið skal
til öngla. Fóarn nýtt og flyðrugörn
og mús á.“ Þar er vísdómurinn sá
að fiskir þú ekki þrátt fýrir þessi
góðu ráð sértu feigur.
„Ég hef verið að leita að lagi,
Sigríður hefur fundið dansa,“ sagði
Jón Ásgeirsson. Sigríður hefur kom-
ist að því að bassóló sem Bjarni
Þorsteinsson getur um passar full-
komlega við basdansinn norður-evr-
ópska.
Menningarverðmætum
bjargað
Jón Stefánsson kórstjóri sagði að
það væri alveg einstaklega spenn-
andi að taka þátt í sýningunni. Sig-
ríður Valgeirsdóttir væri svo sannar-
lega að bjarga menningarverðmæt-
um með starfi sínu. Hann sagði að
gaman væri að fylgjast með því
hvernig gamlir leikir fléttuðust inn
í dansinn, ýmislegt sem maður hefur
lesið um í þjóðsögum. Hann kvaðst
vera með tíu manna kammerkór sem
syngju í kór og eins í hlutverkum á
sviðinu. Jón sagði dagskrána viða-
mikla og forvitnilega, hún væri í
fullri tímalengd.
Frumflutningur
Á sýningu Þjóðdansafélags
Reykjavíkur verða flutt mörg lög
sem ekki hafa verið flutt áður og
þar gefst innsýn í þjóðlega danslist
af ýmsu tagi. Sýningarnar verða í
Þjóðleikhúsunu 10. og 11. janúar kl.
20. J.H.
Nýárstonleikar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
NÝ ÁRSTÓNLEIKAR Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands verða í
Akureyrarkirkju á morgun, sunnu-
dag, klukkan 17. Leikin verða verk
eftir Wolfgang Amadeus Mozart,
Maurice Ravel og Manuel de Falla.
Guðmundur Óli Gunnarsson stjórn-
ar hljómsveitinni og einleikari í
fjórða hornkonsert Mozarts verður
Emil Friðfinnsson. Tónlistarfólk
fagnar líka nýju ári í Reykjavík á
nýárstónleikum Listasafns Islands.
Þeir verða einnig á morgun og hefj-
ast klukkan 20.30. Hópur þekktra
tónlistarmanna flytur verk eftir
Bach, Mozart, Schubert, Johann
Strauss yngri, Lovreglio, Jón Ás-
geirsson og Berio.
Skjálist
MYNDLISTA- og handíðaskóli ís-
lands og Menningarstofnun Banda-
ríkjanna efna til sýninga á skjálist
(video art) sjö eftirmiðdaga í janúar.
Sýnd verða valin verk eftir listamenn-
ina Vito Acconci, John Baldessari,
William Wegman, Bill Viola, Martha
Rosler, og tíu aðra skjálistamenn sem
hlotið hafa viðurkenningu síðustu
tuttugu árin. Flest þessara verka hafa
ekki verið sýnd áður á íslandi.
I kynningu segir: „Verkin spanna
vítt svið hvað varðar viðfangsefni,
tækni og hugmyndafræði. Þótt
ómögulegt sé að gefa neina heildar-
mynd af þessum miðli eru myndbönd-
in valin með það fyrir augum að veita
innsýn í mismunandi notkun mynd-
bandsins sem þróttmikils og mikil-
vægs listmiðils.11 Verkin eru fengin
frá Electronic Arts Intermix safninu
í New York.
Myndböndin verða sýnd 5., 10.,
12., 17., 19., 24. og25.janúaríMenn-
ingarstofnun Bandaríkjanna, Lauga-
vegi 26, og hefjast sýningar alla dag-
ana klukkan 16. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill. Hver sýning tekur
1-1 l/z tíma og verður stutt hlé á milli
myndbanda.
Dagskrá með dagsetningum, nöfn-
um listamanna og titlum myndband-
anna verður fáanleg á aðalskrifstofu
MHI og í Menningarstofnun Banda-
ríkjanna. Frekari upplýsingar er hægt
að fá hjá John Hopkins í síma
553-4591 (á kvöldin milli kl. 18 og
21) eða í MHÍ í síma 551-9821.
SVONA er sýningarsölum Ný-
listasafnsins skipt niður í 115
hólf fyrir félagsmennina.
17 ár
FÉLAGAR í Nýlistasafninu opna þar
sameiginlega sýningu í dag. Tilefni
hennar er 17 ára afmæli safnsins,
félag þess var stofnað 1978 og telur
nú 115 innlenda ogerlenda listamenn.
Sýningarsvæðin að þessu sinni eru
jafnmörg félagsmönnum og verkum
þeirra raðað eftir stafrófsröð.
í frétt Nýlistasafnsins segir að ekk-
ert fagurfræðilegt mat hnýti sýning-
una saman og útkoman ráðist af fram-
lagi þeirra sem mótað hafí starfsemi
safnsins gegnum árin. Heildarsýn sé
látin lönd og leið og tilviljuninni gefið
færi.
Nýlistasafnið er til húsa við Vatns-
stíg 3b i Reykjavík. Sýningin verður
opin daglega frá klukkan 14 til 18
fram á 22. janúar.