Morgunblaðið - 07.01.1995, Side 4
4 C LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Sóley Eiríksdóttir:
brenndur leir.
Kolbrún Björgúlfsdóttir:
steinleir og málmur, 1994.
Unn leiiiist
LEIRLIST á íslandi heitir sýn-
ing sem í dag verður opnuð á
Kjarvalsstöðum. Henni er ætlað
að sýna það sem leirlistamenn
eru að fást við núna en jafn-
framt að rekja forsöguna og þá
þróun sem orðið hefur á 65 ára
tímabili. Saga íslenskrar leirlist-
ar mun ekki vera lengri, en
önnur lönd eiga mörg ævagaml-
ar gersemar úr leir. Elstu minj-
ar um brenndan jarðleir eru um
níu þúsund ára gamlar, nær
okkur í tíma eru munir úr stein-
leir og loks tekur fíngert postu-
lín við.
Hérlendis setti Guðmundur
frá Miðdal á stofn fyrstu leir-
munagerðina um 1930 og hún
var sú eina í hálfan annan ára-
tug. Eftir striðið, þegar flutn-
ingar gengu greiðar, opnaði
Benedikt Guðmundsson aðra,
Rúna fór að mála á postulínsflís-
ar og veggskildi og Ragnar
Kjartansson stofnaði Funa
ásamt fleira fólki. Sagan er
áfram rakin í grein Eiríks Þor-
lákssonar í sýningarskrá, en hér
verður látið nægja að geta þess-
alra frumkvöðla. Sjón er enda
sögu ríkari, fjölmargir hafa
komið í kjölfarið og á sýning-
unni á Kjarvalsstöðum eru verk
21 listamanns.
Þau eru í vestursal og miðsal
safnsins, en austursalur er
undirlagður af myndum eftir
meistara Jóhannes Kjarval.
Leirlistin verður til sýnis fram
til 5. febrúar en Kjarvalssýning-
in stendur fram í maí. Þ.Þ.
Ragna Ingimundardóttir:
steinleir, 1993.
Jónína Guðnadóttir:
steinleir og málmur, 1993.
Ragnar Kjartansson:
steinleir, 1993.
Myndir málaðar
meö röddinni
Mannsröddin
og svo píanóið
verða í aðalhlutverkum
á tónleikum Kammer-
sveitar Reykjavíkur í
íslensku óperunni síð-
degis á morgun. Þar
verður fluttur Píanó-
kvartett í a-moll eftir
Mahler (1860-1911),
sönglög eftir Chausson
(1855-1899) og Sext-
ett í C-dúr eftir Do-
hnányi (1877-1960).
Fram koma Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópr-
ansöngkona og Peter
Maté píanóleikari auk
Gerðar Gunnarsdótt-
ur, Sigurlaugar Eð-
valdsdóttur, Helgu Þórarinsdóttur,
Ingu Rósar Ingólfsdóttur, Sólveigar
Önnu Jónsdóttur, Ármanns Helga-
sonar og Josephs Ognibene. Tón-
leikamir hefjast klukkan fimm síð-
degis.
Þetta eru miðtónleikar starfsárs-
ins hjá Kammersveitinni en þeir
þriðju verða í mars með finnskum
stjómanda og norskri söngkonu í
tilefni af norrænum menningardög-
um sem þá munu standa. En yfir-
leitt eru flytjendurnir starfandi tón-
listarmenn á íslandi.
Þetta er 21. starfsár
Kammersveitarinnar
og hún er því löngu
orðinn fastur liður í
tónlistarlífi borgarinn-
ar. Tónleikarnir á
morgun, sem upphaf-
lega áttu að vera í nóv-
ember, frestuðust
vegna þess að erfitt
reyndist að hafa uppi á
nótum að Dohnányi-
sextettinum. Hann hef-
ur verið ófáanlegur um
árabil, en eftir mikla
leit fékkst afrit að nót-
unum og nú er sem
sagt stundin runnin
upp. Eftir því sem að-
standendur tónleikanna vita best
hafa hvorki sextettinn né önnur
verk á efnisskránni áður verið flutt
hérlendis.
„Þetta verða þess vegna spenn-
andi tónleikar," segir Ingibjörg
Guðjónsdóttir söngkona, „og
skemmtilegt tækifæri fyrir mig til
að syngja með kammerhópi. Venju-
lega vinnur söngvari með stórri
hljómsveit eða píanóleikara. Kamm-
erhópurinn er allt öðruvísi maður
er hiuti af hóp og hlustar á raddir
ólíkra hljóðfæra og reynir að beita
röddinni í samræmi við hvert þeirra
og þá tilfínningu sem það túlkar.
Því Chausson dregur upp fíngerðar
myndir í tónlistinni og lætur hvert
hljóðfæri tjá eitthvað ákveðið: Ást
eða harm eða dauða. Chanson perp-
etuelle eða Söngur án enda er eins-
konar frásögn eða talsöngur um
náttúruna, ástina og tregann þegar
elskhuginn fer sína leið. Þá er allt
á enda. Þetta er rómantískt og
mikið drama."
Ingibjörg hefur átt nótumar að
þessum lagaflokki um tíma og seg-
ist vilja njóta tækifærisins til að
túlka hann. Hún mun auk þess
syngja tvö minni lög eftir sama
höfund; Kólibrífugl og Fiðrildin.
Eins og heitin gefa til kynna eru
þetta líka fínleg og myndræn ljóð.
Emest Chausson hafði enda mikil
áhrif á immpressjónistana í franskri
tónlist sem komu fram um tíu árum
á eftir honum. Einkenni þeirrar
stefnu eru þó kannski hvað mest
áberandi í Söng án enda, sem tón-
skáidið skrifaði ári áður en hann dó.
Ákveðin ráðgáta hvílir yfír píanó-
kvartett Mahlers. Hann fannst
ásamt fleiri kammerverkum löngu
eftir dag tónskáldsins, við andlát
ekkju hans árið 1967. Flest þessi
verk voru frá hans yngri árum og
á forsíðu handritsins að kvartettin-
um er ártalið 1876. Og af því þar
er ekki eingöngu rithönd Gustavs
Mahlers hefur jafnvel verið dregið
í efa að verkið sé að öllu Ieyti eftir
hann. Það hefur ef til vill fallið í
skugga stórra hljómsveitarverka
hans og er að líkindum ekki fullklár-
að. Endirinn kemur að minnsta
kosti snögglega.
Ungveijinn Emö Dohnányi var
píanóleikari og hljómsveitarstjóri
auk tónsmíðanna. Oft má greina
áhrif frá Brahms í verkum hans,
sérstaklega þeim sem hann samdi
fyrir litla hljóðfærahópa. í sextett-
inum sem leikinn verður á morgun
gerir Dohnányi hlut pianósins mest-
an, en hefur að auki fíðlu, lágfiðlu,
selló, klarínett og hom. Hann samdi
verkið fyrir réttum sextíu árum og
frumflutningur þess fór fram í
Búdapest.
Þ.Þ.
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
sópran
ÆFING hjá Kammersveit Reykjavíkur
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn íslands
Sýningin Stofngjöfin til 5. febr-
úar.
Kjarvalsstaðir
Yfirlitssýning um íslenska leir-
list í 65 ár og myndir Jóhannes-
ar Kjarvals úr eigu safnsins.
Norræna húsið
Ljósmyndasýningin om Livere.
(Frá Nordinfo í Riga).
Gallerí Birgis Andréssonar
Halldór Ásgeirsson sýnir út jan-
úar.
Gallerí Sólon Islandus
Ljósmyndasýning Daviðs Þor-
steinssonar kennara til 24. jan-
úar.
Stöðlakot
Grafíksýning Þórdísar Elínar
Jóelsdóttur sýnir til 22. janúar.
Listasafn Kópavogs - Gerðar-
safn
Málverkasýning Einars Gari-
baldi Eiríkssonar, Flekar, til 22.
janúar.
Hafnarborg
Bragi Ásgeirsson sýnir í kaffi-
stofu til 10. janúar.
Nýlistasafnið
17 ár, samsýning 125 félags-
manna í safninu til 22. janúar.
II hæð, Laugavegi 37
Roger Ackling sýnir til febrúar-
loka, opið síðdegis á miðviku-
dögum eða eftir samkomulagi.
TONLIST
Sunnudagur 8. janúar
Nýárstónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands í Akur-
eyrarkirkju kl. 17. Nýárstón-
leikar þekktra tónlistarmanna í
Listasafni íslands kl. 20.30.
Þriðjudagur 10. janúar
Sýning Þjóðdansafélags
Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu kl.
20; söngdansar, söngur og viki-
vakaleikir. Tónlist eftir Jón
Ásgeirsson, stjómandi Jón Stef-
ánsson og dansarar félagar úr
Þjóðdansafélaginu.
Miðvikudagur 11. janúar
Önnur sýning Þjóðdansafélags
Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu kl.
20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Fávitinn eftir Dostojevski laug-
ardaginn 7. janúar, fimmtudag.
Snædrottningin sunnudag 8.
janúar.
Gauragangur sunnudag 8. jan-
úar, laugardag.
Gaukshreiðrið föstudag 13. jan-
úar.
Borgarleikhúsið
Söngleikurinn Kabarett frum-
sýndur 13. janúar.
Leynimelur 13 laugardag 7.
janúar, laugardag.
Óskin (Galdra-Loftur) Iaugar-
dag 7. janúar, laugardag.
Ófælna stúlkan sunnudag 8.
janúar, miðvikudag, fímmtu-
dag.
Leikfélag Akureyrar
Óvænt heimsókn laugardag 7.
janúar kl. 20.30, sunnudag kl.
20.30.
Möguleikhúsið við Hlemm
Trítiltoppur laugardag 7. jan-
úar kl. 14., sunnudag kl. 14.
Frú Emilía
Kirsubeijagarðurinn laugardag
7. janúar kl. 20.
LISTAKLÚBBUR
Leikhúskjallarinn
Lög úr söngleikjum í flutningi
þriggja ungra söngkvenna
mánudagskvöldið 9. janúar kl.
20.30. Ámi E. Blandon fjallar
um sögulegan bakgmnn lag-
anna.
Umsjónarmenn listastofnana
og sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði
sem óskað er eftir að birtar
verði í þessum dálki verða að
hafa borist bréflega fyrir kl.
16. á miðvikudögum merktar:
Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvk. Mynd-
sendir: 91-691181.