Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR11. JANÚAR 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Þrír landsleikir öruggir en stefnt að því að fá 8-10 leiki fyrir HM Förum með landsliðið út fáist engin lið til að koma hingað ÞEGAR aðeins fjórir mánuðir eru þar til heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst hér á landi, eru ekki nema þrír landsleikir klárir á teikniborði Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðsþjálfara. Það eru leikir gegn Dönum, Svíum og Rússum á fjögurra landa móti í Danmörku í lok apríl. „Það er nú verið að vinna að því að landslið Egyptalands og Júgóslavíu komi hingað og leiki sam- tals sex landsleiki. Ef við fáum ekki landslið til að koma hingað, þá mun ég fara með landsliðið út til að við fáum landsleiki — við verðum að leika átta til tíu landsleiki fyrir heimsmeistara- keppnina," segir Þorbergur. Eftir síðustu verkefni landsliðsins — leikina í Svíþjóð og gegn Þjóðverjum, kemur landsliðshópur- inn allur saman eftir 27. mars, að loknu íslandsmótinu. Enn er óljóst hver verkefni landsliðsins verða fyr- ir HM, en hvað er framundan hjá landsliðinu? „Úrslitakeppnin hefst í lok febrúar og ég mun kalla á þá landsliðsmenn, sem eru inni í mynd- inni, saman um leið og lið þeirra falla úr keppninni. Þannig hefjast landsliðsæfingar strax í mars og lokaundirbúningurinn hefst síöan á fullum krafti þegar úrslitakeppninni lýkur. Það er verið að vinna að því að landslið Egypta komi hingað og leiki þijá landsleiki tuttugasta til tuttugasta og annars apríl. Við fáum svar frá þeim eftir helgina. Strax á eftir förum við til Danmerk- ur og tökum þátt í móti, þar sem við mætum Dönum, Svíum og Rúss- um. Við höfum boðið Júgóslövum að koma hingað til lands í lok apríl og leika þijá landsieiki — bíðum eftir svari frá þeim,“ sagði Þorberg- ur. - Er það öruggt að leikirnir gegn Egyptum og Júgóslövum séu í húsi? „Það er ekki pottþétt, fyrr en við fáum ákveðin svör frá þeim.“ - Hefur þú ekki áhyggjur, ef þú færð ekki ieiki gegn þeim? „Jú, að sjálfsögðu. Ef þetta plan bregst verðum við að fara á fulla ferð til að fá landsleiki gegn öðrum þjóðum. Við höfum til dæmis verið í viðræðum við Egypta í tvo mán- uði. Þeir hafa sagt tvisvar að þeir ætli að koma — og síðan að þeir kæmust ekki vegna þess að þeir gætu ekki komið á þeim tíma, sem við óskuðum eftir. Þeir hafa frest til mánudags til að gefa okkur ákveðið svar — hvort þeir koma, eða koma ekki. Við vorum búnir að semja um þijá landsleiki við Portúgali, en þeir • afboðuðu rétt fyrir jól, þar sem þeir verða að taka þátt í forkeppni Evrópukeppni landsliða á sama tíma.“ - Það eru aðeins þrír öruggir ieik- ir, sem þú sérð fram á - ieikirnir í Danmörku. Er ekki erfitt að fá iandsleiki nú, þegar stutt er til stefnu fyrir HM? „Ég hef ekki áhyggjur af því, þetta bjargast hvernig sem við för- um að því. Lokaundirbúningurinn skiptir okkur miklu máli — við þurf- um að leika átta til tíu æfingaleiki í apríl. Þá erum við að leika jafn marga leiki og flestar þjóðir, sem taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni.“ Eru óvissuþættirnir ekki of margir þegar stutt er í HM? „Því miður liefur þetta ekki þró- ast eins og ákveðið var. Við vorum komnir með landsleiki okkar á blað fyrir löngu síðan, en síðan hafa málin snúist öðruvísi en ætlast var. Þetta er nokkuð sem við ráðum ekki við. Forkeppnin í Evrópu- keppni landsliða hefur sett strik í reikninginn, en henni var skellt á í apríl.“ - Eru Evrópuþjóðir ekki tiibúnar að koma til íslands stuttu fyrir HM? „Stóri þröskuldurinn er kostnað- urinn, sem fylgir því að koma hing- að. Það er greinilegt að það er kostnaðurinn sem menn eru að horfa í. Það er svo dýrt fyrir lands- lið frá Evrópu að koma hingað, þegar þau geta farið í tveggja tíma rútuferð til að leika við landsliðin í nágrannalöndunum. Við höfum skrifað og boðið nánast hvaða landsliði sem hugsast getur, en þar sem stutt er í heimsmeistarakeppn- inna, hafa þjóðirnar ekki treyst sér til að koma.“ - Hvað gerist ef þú færð ekki feirri landsleiki, til að nota til að keyra liðið saman fyrir HM? „Ég er ákveðinn að fá tíu leiki hvernig sem ég fer að því. Ég mun fara með andsliðið út til að leika, ef við fáum ekki landsleiki hér heirna." - Eruð þið þá byrjaðir að spá í lönd til að heimsækja? „Við höfum verið að kanna hvaða möguleikar eru til staðar — hvaða þjóðir verða ekki að keppa. Ég vona að málin verði komin á hreint fljót- lega eftir helgi, þegar við höfum fengið svör frá Egyptum og Júgó- slövum." Þorbergur hefur í mörg hron að líta þessa daganna — hann verður að bíða eftir svörum frá Júgóslövum og Egyptum áður en næstu skref verða stigið. Svo gæti farið að landsliðið léku ekki landsleik hér heima fyrr en 7. maí — gegn Banda- ríkjunum í heimsmeistarakeppn- inni. Þorbergur AAalstelnsson hefur í mörg horn aö líta þessa dagana og er á fullu að reyna að fá æfinga- leiki fyrir Heimsmeistarakeppnina á íslandi. Mótherjar íslands MÓTHERJAR íslendinga í riðlakeppni HM eru Ung- veijar, Túnismenn, Suður-Kóreumenn, Bandaríkja- menn og Svisslendingar. „Við höfum fengið mynd- bandsupptökur hjá Þjóðverjum, af leikjum þeirra gegn Ungverjum, erum að fá myndbönd með leikjum Suður- Kóreumanna, við sáum Svisslendinga leika hér á al- þjóða Reykjavíkurmótinu á dögunum og ég mun óska eftir því við Egypta að þeir útvegi okkur myndband með leikjum landsliðs Túnis. Bandaríkjamenn þekkjum við vel,“ segir Þorbergur Aðalsteinsson. Sjúkralistinn langur NOKKRIR leikmenn landsliðsins hafa átt við meiðsli að stríða — hvenær verða þeir tilbúnir í slaginn? „Það er aðeins óvissa um einn leikmann; hvenær hann verði orðinn góður — það er Einar Gunnar Sigurðsson,“ segir landsliðsþjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson. „Aðrir eru byrjaðir að æfa á fullum krafti og leika með félagsliðum sínum á næstu dögum. Það eru þeir Héðinn Gilsson og Júlíus Jónasson, sem leika í Þýska- landi, Valdimar Grímsson, Ólafur Stefánsson og Gú- staf Bjarnason, sem mun leika með gleraugu. Berg- sveinn Bergsveinsson þarf að hvía sig aðeins lenngur, þetta í sjö til átta daga,“ sagði Þorbergur. Hann sagði að það gætu alltaf komið upp meiðsli hjá leikmönnum. „Með það i huga var ákveðið að Is- landsmótinu lyki í lok mars, þannig að leikmenn hefðu lengri tíma til að jafna sig, ef eitthvað kæmi uppá — jafnvel ef við þyrftum að hvíla einstaka leikmenn í einhvern tíma. Þess vegna ákváðum við að hafa svo góðan tíma eftir Islandsmótið," sagði Þorbergur. Undirbúnings- plan liðsins Undirbúningsplan landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina, sem hefst á Islandi 7. maí. • Allur landsliðshópurinn kemur saman til æf- inga 27. mars. •20.-22. apríl — eru fyrirhugaðir þrír landsleik- ir gegn Egyptalandi hér á landi. •24.-26. apríl — tekur landsliðið þátt í fjögurra þjóða móti í Danmörku, ásamt Dönum, Svíum og Rússum. •28.-30. apríl — eru fyrirhugaðir þrír landsleik- ir gegn Júgóslavíu hér á landi. Á verðlaunapallinum ÞÆR fögnuðu í gær eftir risasvigið í Flachau í Austurríki. Frá vinstri: Katja Seizinger, Renate Götschl frá Austurríki, sem sigraði og Spela Pretnar frá Slóveníu sem var þríðja. Austuríska stúlkan Renate Götschl sigraði í risasvigi heimsbikarsins í kvennaflokki sem fram fór við frekar erfiðar aðstæður í Flachau í Austurríki í gær. Mikil snjókoma var þegar mótið fór fram og áttu margar skíðakonurnar í hin- um mestu erfíðleikum með að sjá framfyrir skíðin í brautinni. Brautin sjálf var einnig erfið því snjóað hafði látlaust allan nóttina á undan. Marg- ir keppendur stoppuðu í brautinni og hættu vegna þess að þeir sáu ekki út úr skíðagleraugunum, en aðrir reyndu að þurka snjóinn af þeim á leiðinni niður. Keppnin var jöfn því aðeins tveir hundruðustu hlutar úr sekúndu skildi þrjár efstu af og hefur tímamunurinn á þremur efstu í heimsbikarmóti aldrei verið minni. Katja Seizinger, Ólympíu- meistari frá Þýskalandi, varð önnur og Spela Pretnar frá Slóveníu þriðja. Seizinger, sem hafði rásnúmer 14, hafði besta tímann þegar fyrsti rás- hópur var kominn í mark og virtist allt stefna í sigur hennar. Spela Pretner startaði númer'30 og kom í mark aðeins 0,01 sek. á eftir Seiz- inger. Götschl kom svo niður númer 34 og stal senunni, var 0,01 sek. á undan Seizinger. „Ég var heppin því það snjóaði ekki eins mikið og þegar þær fyrstu fóru niður. Ég átti satt að segja ekki von á sigri, en ég sagði við sjálfan mig í rásmarkinu að nú skildi ég reyna keyra á fullu og halda mér jafnframt inn í brautinni," sagði Götschl, sem er 19 ára og var að sigra i heimsbikarmóti í annað sinn, en hafði áður sigrað í svigi í Lilleham- mer 1993. Karlamir áttu einnig að keppa í risasvigi í Flachau í gær, en því var frestað vegna snjókomu. SKIÐI Renate Götschl stal senunni í Flachau Sigurður með 73% sóknar nýtingu í Smáranum Sigurður Sveinsson er leikmað- urinn sem íslenska landsliðið er byggt upp á — hann er potturinn og pannan í leik liðsins og hélt því á floti, þegar Þjóðveijar voru lagðir að velli í Smáranum í Kópavogi. Sigurður skoraði þá átta mörk, átti þijár sendingar sem gáfu mörk, eina línusendingu sem gaf vítakast og mark, og þegar Þjóðveijar fóru að ganga út gegn honum, þá opnað- ist leið að markinu á vinstri vængn- um, sem Patfekur Jóhannesson náði að nýta sér. Sóknarnýting Sig- urðar var 73% í leiknum — átta mörk úr eilefu sóknarlotum, sem hann endaði. Sigurður átti eitt skot, sem var varið og eitt skot hans hafnaði á stöng og þá missti hann knöttinn einu sinni, er hann steig á línu. * í blaðinu í gær féll niður listinn yfir þá leikmenn, sem skoruðu í Smáranum. Hér kemur árangur leikmanna í leiknum — fyrst mörk/víti, þá skot leikmanna, knettinum tapað og sóknarnýting í prósentum: SigurðurS 8/4 10 2 73 Patrekur J 6 10 3 46 Dagur S 3 5 2 42 Bjarki S 2 4 1 40 Jón K ....1 1 1 50 Gunnar B ....1 2 1 33 Geir S ....1 1 100 Róbert S 1 GuðmundurH.... 1 1 Tafir.............. 1 Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Svelnsson var með 73% sóknarnýtingu í Kópavogi. Eins og sést á þessu þá er nýting leikmanna langt frá því að vera viðunandi. Alls voru skoruð 22 mörk í 46 sóknarlotum, sem er 48% sóknarnýting. 13 skot rötuðu ekki rétta leið og leikmenn gerðu 11 sóknarfeila, þannig að samtals runnu 24 sóknarlotur út í sandinn. í blaðinu í gær var villa í töflu yfir sóknarnýtingu íslenska liðsins í leiknum gegn Danmörku í Nor- egi. íslandi gerði 13 mörk úr 20 sóknum í fyrri hálfleik, sem er 65% nýting. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Lakers iékk stóran skell LOS Angeles Lakers, sem hefur byrj- að NBA-tímabilið svo vel, fékk heldur betur skell í fyrri nótt gegn Portland Trail Blazers. Lakers tapaði með 46 stiga mun, 129:83, og er það stærsta tap liðsins í 47 ára NBA-sögu félags- ins. lyde Drexler lék mjög vel fyrir Port- land, gerði 31 stig og þar af 16 stig í þriðja íeikhluta er liðið gerði 41 stig gegn 15. Hann gerði sex þriggja stiga körfur í leiknum. „Við vissum að Lakers liðið er gott og hefur verið að leika vel að undanförnu, en við vissum líka að liðið lék erfiðan leik kvöldið áður. Þeir voru því þreyttir og við tókum leikinn strax í okkar hendur,“ sagði Drexler. Fyrir leikinn hafði Lakers unnið fimm leiki í röð og tapað aðeins tveimur af síð- ustu 12. En skellurinn var stór í Portland og sá stærsti sem liðið hefur fengið. Liðið tapaði með 42 stiga mun, 130:88, árið 1990 og var það einnig í Portland. „Við náðum okkur aldrei á strik í leiknum," sagði Del Harrís, þjálfari Lakers. Portland hefur einu sinni unnið stærri sigur í NBA-deiIdinni, en það var gegn Cleveland 1982, en þá var munurinn 50 stig. Clifford Robinson gerði 23 stig í leiknum í fyrra kvöld og Rod Strickland setti niður 14 og átti 16 stoðsendingar. Tony Smith var stigahæstur í liði Lakers með 19 stig. Wayman Tisdale náði persónulegu stigameti í vetur með því að gera 24 stig fyrir Phoenix í 119:102 sigri á Milwaukee Bucks. Danny Manning gerði 22 stig og Charles Barkley 16 auk þess sem hann tók 10 fráköst. Phoenix hefur leikið vel í vetur, hefur unnið 25 leiki og tapað að- eins sjö og jafnaði nú bestu byijun félags- ins frá því 1992-93. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. „Það var ánægjulegt að sjá Way- man koma inn og gera þá hluti sem hann sýndi í þessum' leik,“ sagði Paul Westp- hal, þjálfari Suns. Vin Baker var stiga- hæstur í liði gestanna með 24 stig og tók auk þess 14 fráköst og táningurinn Glenn Robinson gerði 19. Dominique Wilkins var með 34 stig og Dino Radja, sem lék aftur eftir að hafa misst af 15 leikjum vegna handarbrots, gerði 18 stig er Boston Celtics sigraði Washington Bullets, 114:101. Scott Skiles gerði 24 stig og átti 11 stoðsendingar og Gheorghe Muresan kom næstur með 19 stig fyrir Bullets, sem hefur tapað 16 af síðustu 17 leikjum. Bullets hefur verið án Chris Webber, Don MacLean og Kevin Duckworth, sem allir eru meiddir. Karl Malone gerði 32 stig og tók 15 fráköst og Jeff Hornacek gerði 21 fyrir Utah Jazz, sem sigraði Dallas Mavericks, 106:90. John Stockton gerði 20 stig og Lakers átti ekkert svar Reuter LOS Angeles Lakers fékk stærsta skell slnn í NBA deildinni frá upphafi gegn Portland í fyrrakvöld — tapaði með 46 stig mun, 129:83. Hér eigast þeir við undir körfunni, Eldon Campell, lelkmaður -LA Lakers, (til hægri) og Chris Dudley og Buck Williams hjá Portland. átti 14 stoðsendingar fyrir Jazz, sem allar götur síðan 23. nóvember 1991. Jason Kidd 17 fyrir Dallas, sem hef- vann Dallas 16. leikinn í röð, eða Jamal Mashburn gerði 27 stig og ur tapað sjq af síðustu níu leikjum. FERÐALOG Kylfingar til Marokkó ÚRVAL-Útsýn gengst fyrirtveimur ferðum til Agadir í Marokkó um næstu mánaðamót. Flogið verður í beinu leiguflugi og stendur hvor ferð í viku. Við Agadir eru tveir golfvellir, annar 9 hola og hinn 27 hola og mun Peter Salmon sjá um kylfinga í þessum ferðum. Vallar- gjöld eru frá 2.700 krónum og upp í 4.000 krónur fyrir daginn og er þá innifalið vallargjald, ferðir til og frá golfvelli og kylfusveinn. Fyrri ferðin er frá 29. janúar til 4. febr- úar og sú síðari 5. til 11. febrúar. Verð er kr. 46.940. UTGAFUMAL Bæklingur um golf á Islandi PETER Salmon, sem sér um golf- mál hjá Úrval-Útsýn, hefur skrifað og séð um útgáfu á enskurn fjór- blöðungi um golf hér á Iandi. í bæklingnum, sem er prentaður í lit, eru allar helstu upplýsingar um golfvelli hér á landi og nánari út- tekt á stærstu völlunum. Þetta er í fyrsta sinn sem bæklingur er gefn- inn út um golf hér á landi á ensku og hefur honum þegar verið dreift erlendis. I bæklingnum er einnig að finna nokkrar hagnýtar upplýs- ingar fyrir erlenda ferðamenn. í kvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Framhús: Fram-Fylkir.....kl. 19 Höllin: KR-FH..........kl. 18.15 Höllin: Ármann - Stjarnan.kl. 20 Strandgata: Haukar - Víkingurkl. 20 Valsheimili:..¥alur..-.ÍBV___kl. 20 2. deild karla: Framhús: Fram - Keflavík...kl. 20.30 Vestm’eyjar: fBV - Bl........kl. 20 Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Akureyri: Þór - ÍA...........kl. 20 Blak íslandsmótið Hagaskóli: ÍS-HK.............kl. 21 ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-úrslit Mánudagur: Boston-Washmgton..........114:101 Phoenix - Milwaukee.......119:102 Utah - Dallas..............106:90 Portland - LA Lakers.......129:83 Skíði Heimsbikarinn Flaehau, Austurríki: Risasvig kvenna: (Fallhæð brautar 553 metrar og 33 hlið) 1. Renate Götschl (Austurr.).....1:21.67 2. Katja Seizinger (Þýskal.).....1:21.68 3. Spela Pretnar (Slóveníu)......1:21.69 4. A. Meissnitzer (Austurr.).....1:21.91 5. AlenkaDovzan (Slóveníu).......1:21.94 6. Hilde Gerg (Þýskal.)..........1:21.97 7. Sylvia Eder (Austurr.)........1:22.18 8. Deborah Compagnoni (ftaliu)...1:22.34 9. Heidi Zurbriggen (Sviss)......1:22.40 10. Shannon Nobis (Bandar.).......1:22.44 Staðan í heildar stigakeppninni: 1. Heidi Zeller-Bahler (Sviss)........635 2. Katja Seizinger (Þýskal.)..........598 3. Vreni Schneider (Sviss)............546 4. Martina Ert.1 (Þýskal.)............374 5 Pernilla Wiberg(Svíþjóð)............373

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.