Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Búist við góðum og skemmtilegum úrslitaleikjum í bikarkeppni karla og kvenna í Laugardaishöll Vegur reynslan eða hungrið þyngra? ÚRSLITALEIKUR Grindvíkinga og Njarðvíkinga í bikarkeppni karla verður ef að líkum lætur mikill baráttuleikur enda gefa menn allt í úrslitaleiki, þvíannað tækifæri gefst ekki. Margir muna eflaust eftir leikjum lið- anna í úrslitakeppninni í vor og vonandi verður eins gaman í Höllinni á morgun og var á þeim leikjum. Njarðvíkingar eru að leika í níunda sinn til úrslita en þetta er fyrsti úrslitaleikur Grindvíkinga. Spurningin er því hvort reynslan eða hungrið hef- ur betur. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Bæði lið ráða yfir mikilli breidd. Grindvíkingar hafa margar góðar skyttur enda hafa leikmenn liðsins reynt 554 sinnum þriggja stiga skot í vetur en Njarð- víkingar 391 sinni. Grindvíkingar hafa gert tæp 30 stig að meðaltali með þriggja stiga körfum en Njarðvíking- ar rétt rúm 19 stig. Grindvíkingar eru því sterkari í langskotunum. Lið- in hafa skorað álíka mikið að meðal- tali í vetur, en á móti kemur að Njarð- víkingar hafa fengið tæpum þremur stigum færra á sig að meðaltali sem sýnir ef til vill að þeir eru með sterk- ari vöm. Þó ber að hafa í huga að liðin hafa leikið mjög miserfiða leiki ef hægt er að tala um slíkt. Helsta vopn Grindvíkinga í leikn- Úrslitoleikur í bikorkeppni karla 1995 m f 1 Tölulegar upplýsingar ú r leikjum únalsdeildar i vetur. Meðaltal sé annað ekki tekið fram. 98,3 Skorað stig 98,7 82,9 Fengin stig 80,2 70,3 Vítanýting 69,4 24,1/9,9 3ja stiga 17,0/6,4 41,2 (nýting) 37,9 35,9 Fráköst 30,7 24,8 (vamar) 20,5 11,j| (sóknar) 10,2 2,5 Varín skot 3,7 19,6 Stoðsendingar 20,1 17,1 Villur 19,0 um hlýtur að vera hungrið eftir titli því þó svo körfuknattleikur eigi ekki langa sögu í Grindavík, meistara- flokkurinn keppti fyrst 1972, þá hafa þeir sem í liðinu eru verið í fremstu röð í nokkum tíma og finnst sjálf- sagt vera kominn tími til að sigra í öðru af stórmótum vetrarins. í liðinu eru nú einnig menn sem hafa sigrað í mótum og vita um hvað málið snýst. Nökkvi Már Jónsson og Guðjón Skúlason hafa báðir unnið titla með Keflvíkingum og þjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson hefur unnið til verð- launa með Njarðvíkingum, bæði sem þjálfari og leikmaður. Styrkleiki Njarðvíkinga liggur fyrst og fremst í gríðarlegri leik- reynslu og ef til vill því að leikmenn hafa mikið og gott sjálfstraust, enda hefur liðið aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur. Sjö leikmenn hafa leikið yfir 200 leiki í meistaraflokki og jafn margir hafa leikið landsleiki, Valur Ingimundarson þjálfari sýnu flesta, eða 148 og hefur enginn ís- lendingur leikið fleiri landsleiki í körfuknattleik. Inni í teignum munu þeir Guðmund- ur Bragason og Rondey Robinson eig- ast við. Guðmundur hefur tekið 277 fráköst í vetur en Rondey tíu færri þannig að jafnara getur það varla verið. Grindvíkingar eru með sex leik- menn sem hafa gert meira en 10 stig að meðaltali í vetur en Njarðvíkingar aðeins þijá. Annars kemur í ljós þegar tölulegar upplýsingar eru bomar sam- an að liðin era glettilega jöfn og það ætti því að vera óhætt að búast við skemmtilegum og góðum leik á morg- un. Þegar ellefu leikmenn hvors liðs eru bomir saman kemur meira að segja í ljós að meðalhæð þeirra er sú sama, 188 sentimetrar. RONDEY Roblnson skorer hér tvö af fjölmörgum stlgum sínum fyrir Njarðvíkínga án þess að Guðmundur Bragason nái að stöðva hann. Þelr eiga eftir að kljást á fjölum Laugardalshallarinnar á morgum. Úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna 1995 l e? Tölulegar upplýsingar úr leikjum deikíarinnar i vetur. Meðaltal séannað ekki tekið fram. 66,9 Skorað stig 79,3 50,1 Fengin stig 48,4 55,0 Vítanýtíng 70,1 10,5/2,0 3ja stiga 12,6/4,6 19,0 (nýting) 36,8 37,5 Fráköst 34,3 25,3 (varnar) 22,5 12,3 (sóknar) 11,8 1,9 Varin skot 3,5 13,0 Stoðsendingar 10,1 14,8 Villur 18,5 Tekst Keflavík að jafna bikarmet KR-stúlkna? KEFLAVÍKURSTÚLKUR munu leika til úrslita fjórða árið í röð í bikarkeppni kvenna á morgun í Laugardalshöll. Að þessu sinni mæta þær liði KR, sem hefur oft- ast allra kvennalið orðið bikar- meistari, sex sinnum. Stúlkurnar frá Suðurnesjum hafa fimm sinn- um orðið bikarmeistarar og jaf na því met KR-inga sigri þær á morg- un. KR-ingar hafa tíu sinnum leikið til úrslita, fyrst árið 1975 en þá var fyrst keppt í bikarkeppni kvenna. Kefl- víkingar hafa sjö sinnum leikið til úr- slita, fyrst árið 1987 og hafa síðan verið í úrslitum nema 1991. Liðin átt- ust við 1987 og þá vann KR en 1993 vann Keflavík í bráðskemmtiiegum leik. Keflavík og KR eru í tveimur efstu sætunum í deildinni eins og er og liðin hafa leikð einn leik í vetur í deildinni, KR vann 53:56 5 Keflavík og var þetta fyrsta tap Keflvíkinga á heimavelli í fjögur ár. Bæði félögin tefla fram nokkuð ung- um stelpum sem hafa þó yfir mikilli reynslu að ráða. í liði Keflvíkinga eru fimm stúlkur 16 ára en tvær hjá KR, en fimm úr liði Vesturbæinga hafa íeikið úrslita- leik í bikarnum áður. Reynslumestar í Höllinni á morgun verða samt þær Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir en þær hafa báðar leikið 33 bikarleiki af þeim 36 sem Keflavík hefur leikið. Björg hefur verið með í öllum sjö úrslitaleikjum Keflvíkinga en slíkt segir til sín í jöfnum og spenn- andi leik. Ef tölulegar upplýsingar um liðin eru bornar saman þá segja þær að Keflavíkingar eigi að sigra. En auðvit- HELGA Þorvalsdóttir skorar hér í leik gegn Keflvikingum. Tfl varnar er Elínborg Herbertsdóttir sem lék með Keflvíkingum í fyrra. Á morgun leika þær stöllur hlið við hlið I liði KR því Elín- borg skipti um lið fyrir þetta leiktímabil. að ræðst úrslitaleikurinn í bikarnum ekki á tölfræði og meðaltölum, heldur í Laugardalshöllinni á morgun þar sem leikurinn hefst kl. 13.30. Keflvíkingar skora um 12 stigum meira að meðal- tali og fá á sig tveimur stigum færra í hveijum leik. Það sem KR virðist sterkara í eru fráköstin en KR tekur um þremur fráköstum meira í hveijum leik. Stoðsendingar stúlknanna í KR eru einnig fleiri og þær lenda síður í villuvandræðum, ef marka má tölfræð- ina. Það vekur athygli að Björg Haf- steinsdóttir er eina stúlkan sem hefur reynt yfir 100 þriggja stiga skot, hún hefur skotið 122 og hitt úr 46 en það gerir 37,7% nýtingu. Bæði lið eru með þijár stúlkur sem skora meira en 10 stig að meðaltali í leik og hvað fráköst varðar er ljóst að hart verður barist þar sem Guðbjörg Norðfjörð, Elínborg Herbertsdóttir, Astrún Viðarsdóttir og María Guð- mundsdóttir fara fremstar hjá KR en Anna María Sveinsdóttir og Erla Þor- steinsdóttir hjá Keflavík. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla Seljaskóli: ÍR - KA......20 2. deild karla Framhús: Fram - Þór......20 Sund Hið árlega Landsbankamót Sund- félags Hafnarfjarðar fer fram um helgina og hefst í kvöld kl. 19. Þá verður riðlakeppni í 1.500 m skriðsundi karla og 800 m skrið- sundi kvenna. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 C 3 Bogi Þorsteinsson verður heið- ursgestur KKI á leiknum en lið- in bjóða bæjarstjórum sínum, Ell- erti Eiríkssyni og Jóni G. Stefáns- syni. Bogi var körfuknattleiksmað- ur og frömuður úr Njarðvik og var fyrsti formaður KKÍ. Bjöm Birgis- son verður þulur á leikjunum, en hann hefur séð um þau mál í Grindavík með miklum ágætum. Innan dyra í Höllinni verður ýmis- legt gert til að halda uppi fjörinu á þessari körfuknattleikshátíð. Stuðningsmenn Grindvíkinga ætla að sitja austanmegin í salnum en Njarðvíkingar vestan megin. Hljóm- sveit með „sál“ kemur ofan af Keflavíkurflugvelli og kynningin á leikmönnum verður í líkingu við það sem er í Bandaríkjunum. Keflavíkurstúlkur hafa verið sig- ursælar undanfarin ár og þær hafa leikið til úrsiita í bikarnum síðan þær komust fyrst í úrslit 1987, nema árið 1991. Þetta er sem sagt áttundi úrslitaleikur liðsins. 1987 léku þær einmitt við KR og töpuðu 61:65 en unnu KR í hitteð- fyrra 58:54 þannig að jafnt er kom- ið á með liðunum. Allir búast við spennandi leikjum enda efstu lið deildanna að eigast við, bæði hjá körlum og kon- um. Einn Njarðvíkingur var þó sig- urviss og byggði spá sína á þeirri staðreynd að það liðu 11 ár frá því Njarðvíkingar léku fyrst til úrslita þar til þeir hömpuðu bikamum. Samkvæmt því ætti Grindavík að verða meistari 2006! Því má svo bæta við að þetta er í 11. sinn sem Njarðvíkingar leika tii úrslita. Reynslan er mikilvægur þáttur í íþróttum, ekki síst á úrsiita- stundu eins og ( Höllinni á morgun. Njarðvíkingar höfðu leikið fjórum sinnum til úrslita áður en þeir fóru með sigur af hólmi í bikarkeppn- inni. Grindvíkingar eru hins vegar að leika í fyrsta sinn til úrslita í keppninni og flestir í fyrsta sinn í Höllinni. jr Utlendingarnir í karlaliðunum eiga það sammerkt að hafa verið hér á landi nokkuð lengi. Rondey Robinson hjá Njarðvík og Franc Booker hjá ÍR, Val og Grinda- vík. Báðir hafa reynt fyrir sér sem þjálfarar samfara því að leika, en hættu því báðir fijótlega. Rútur verða notaðar til að koma stuðningsmönnum liðanna til Reykjavíkur. Stuðningsmenn ætla að hittast í Festi kl. 11 og í Stapa kl. 12. Frá Grindavík verður lagt af stað kl. 13.30 en frá Stapa kl. 14. Sjúkraþjálfari Grindvíkinga, ísak Leifsson, er frá Njarðvík og er þetta þriðji bikarúrslitaleikur hans því hann var sjúkraþjálfari hjá Keflvíkingum í fyrra og árið þar áður, en Keflvíkingar urðu bikar- meistarar bæði árin. ísak hefur því ekki enn tapað úrslitaleik í Höllinni. Landsliðsmenn eru í öilum liðun- um fjórum. Hjá körlunum voru þeir Teitur og Vaiur báðir í landsl- iðshópnum gegn Englendingur fyrir áramótin og úr Grindavíkurliðinu komu þeir Marel, Guðmundur, Nökkvi Már og Guðjón auk þess sem Helgi Jónas var í hópnum. Iðulega hefur verið kvartað yfír dómurum í íþróttagreinum en þeir sem fá það erfiða hlutverk að dæma karlaleikinn eru nafnamir Kristinn Albertsson og Óskarsson en kvennaleikinn dæma Helgi Bragason og Jón Bender. Takist Njarðvíkingum að sigra á morgun verður það átjándi sig- urieikur liðsins f röð á þessu tíma- bili og er það met hjá félaginu og fróðir menn telja það met hér á landi þó svo það hafi ekki fengist staðfest þjá Körfuknattleikssam- bandinu. ÍÞRÓTTIR HEIMSMEISTARAKEPPNIN I HANDKNATTLEIK Hundrað dagar í fyrsta leik Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik hefst í Laugardals- höll eftir 100 daga og í tilefni þess hafa Framkvæmdanefnd HM 95 og Kringlan sameinast um að efna til hátíðar í Kringlunni um helgina þar sem ýmsar uppákomur sem tengjast HM 95 verða á dag- skrá. Geir H. Haarde, formaður Framkvæmdanefndar HM 95, flytur ávarp og setur hátíðina „100 dagar til HM“ í Kringlunni klukk- an 15 í dag en síðan verður ein- kennisfatnaður starfsmanna og sjálfboðaliða á HM 95 kynntur. Klukkan 15.30 hefst vítakeppni Kringlunnar og íslenska landsliðs- ins. Handboltamark og vítateigur verða sett upp á torgi Kringlunnar og þar gefst öllum tækifæri til að skjóta á landsliðsmarkverðina en sigurvegarinn fær tvo miða á opn- unarhátíð HM 95. Þá verður lög- reglan á staðnum og mælir skot- hörku gesta með fullkomnum hraðamælum. Við þetta tækifæri verður upp- lýsingamiðstöð HM 95 opnuð og verður miðasalan kynnt en sér- stakt opnunartilboð verður á að- göngumiðum í Eymundsson. Amóta dagskrá verður í Kringl- unni á morgun, laugardag, klukk- an 14 til 16 og lukkudýr keppninn- ar, álfurinn Mókollur, verður á ferðinni um Kringluna báða dag- ana. Boston lá gegn Clippers Los Angeles Clippers er með lak- asta árangurinn í NBA-deild- inni á tímabilinu. Liðið hafði tapað sjö útileikjum í röð þegar það kom til Boston en kom á óvart og vann 107:98 í síðasta leik sínum í Bos- ton Garden. „Þetta hefur verið slakt hjá okkur í háifan mánuð en þetta er botninn," sagði Dee Brown hjá Boston. „Ég verð að hrósa Clippers,“ sagði Chris Ford, þjálfari Boston. „Liðið er ekki endilega með bestu leikmennina sem geta unnið saman og sigrað mótheijana en þeir gefa ekkert eftir og sýndu það að þessu sinni.“ Clippers hefur aðeins sigrað í þremur útileikjum en tapað 17, en leikmenn liðsins voru með 54% skotnýtingu utan af velli og er það í annað sinn í vetur sem þeir ná meira en 50% nýtingu. Loy Vaught var með 22 stig fyrir Clippers og tók 12 fráköst en Lamond Murray gerði 21 stig. Dino Radja skoraði 22 stig fyr- ir Boston og tók 18 fráköst sem er met hjá félaginu á tímabilinu. SKIÐI skíðagöngu Skíðasamband íslands gengst fyrir kennslu í skíðagöngu í Laugardalnum á laugardag og sunnudag og er kennslan ókeypis, en mæting er við stúkuna við aðal- leikvanginn. Kennslan verður kl. 11, 13, 15 og 17. Skíðasambandið vill með þessu átaki efla áhuga al- mennings á skíðaíþróttinni, með kennslu og fræðslu. Fólki gefst kostur á að kynna sér gönguskíði og allan útbúnað fyrir skíðagöngu áður en farið verður í göngubrautir og mönnum leiðbeint. Ókeypis kennsla í ánnars náði byijunarliðið sér ekki í strik og þrír úr því gerðu aðeins ;vö stig hver, þar á meðal Dom- nique Wilkins. Todd Day skoraði úr þriggja stiga skoti 2,6 sekúndum fyrir eikslok og tryggði Milwaukee 98:97 sigur í Philadelphiu. Willie Burton setti met í höllinni með því ið skora úr átta þriggja stiga skot- um en honum mistókst að tryggja liði sínu framlengingu eða sigur — skoraði ekki úr tveimur vítaskot- um sem hann fékk í síðustu sókn heimamanna. Hann hefur verið frá síðan 4. janúar vegna meiðsla og átti ekki að leika en hljóp í skarð- ið fyrir Greg Graham sem var veikur og skoraði alls 33 stig. „Kennið mér um þetta,“ sagði hann, „en íþróttir snúast um ánægjuna að sigra eða vonbrigðin samfara tapi og því mætir fólk á leikina." John Lucas, þjálfari Philadelphia, sagði hins vegar að tap æsti stuðningsmennina en það væri niðurdrepandi fyrir þjálfara. Liðið hefur tapað 12 af síðustu 14 leikjum. Utah sigraði í 10. leiknum í röð, vann Sacramento 130:88. Karl Malone var stigahæstur með 25 stig en John Stockton var með 16 stig og átta stoðsendingar. Hann er kominn með 9.868 stoð- Islandsmótið í blaki ABM deiíd karla. Föstud. 27. jan. Neskaupstaður 20.00 Þróttur N.-Stjarnan KA-heimilið 19.30 KA-HK Laugard. 28. jan. Hagaskóli 14.00 Þróttur R.-ÍS ABM deild kvenna. Föstud. 27. jan. KA-heimilið 21.00 KA-HK Þriðjud. 31. jan. Víkin 20.00 Víkingur-ÍS sendingar á ferlinum og þarf 20 til viðbótar til að skjótast upp fyr- ir Oscar Robertson í annað sætið. Magic Johnson á metið sem er 9.921 stoðsending. Mitch Richmond skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Liðið hafði sigr- að í fjórum af síðustu fimm leikjum en mátti nú sætta sig við mestu niðurlæginguna á tímabilinu. Los Angeles Lakers vann New Jersey 120:116 eftir framlengdan leik og var þetta 10. sigur Lakers í síðustu 14 leikjum. Eddie Jones var með 19 stig og þar af fjögur í framlengingunni en 13.5 sekúnd- um tryggði hann sigurinn. Cedric Ceballos var stigahæstur með 33 stig en Vlade Divac var með 18 stig. Kenny Anderson skoraði 25 stig fyrir New Jersey, Derrick Coleman 24 og Chris Morris 19 stig. Atlanta vann Charlotte 103:96. Alonzo Mourning var með 36 stig fyrir heimamenn og Larry Johnson 26 en Ken Norman var stigahæst- ur Atlanta með 22 stig. IÞROTTASKOLI BARNANNA ER HAFINN SKRÁNING í KR-HEIMILINU LAUGARD. MILLI KL.10 OG 12 ÞRIGGJA OG FJÖGURA ÁRA VERÐA Á IAUGARD. KL 10 - 11 FIMM OG SEX ÁRA VERÐA Á LAUGARD. KL. 11 - 12 Morgunblaðið/Sverrir Framkvæmdasamningur við Kópavog undirritadur UNDIRBÚNINGUR vegna helmsmelstarakeppninnar í handknattlelk gengur samkvæmt áætlun og þessa dagana er verið að undirrita framkvæmdasamninga við forsvarsmenn keppnisstaðanna. Fyrst var genglð frá vlðamiklum samnlngi við Reykjavíkurborg, 2. febrúar verður framkvæmda- samnlngur undlrrltaður við Hafnarfjarðarbæ og daglnn eftir vlð Akureyrarbæ en myndin er frá undirskrlft samnlngsins við Kópavogsbæ. Til vinstri er Sigurður Geirdal, bæjarstjóri, þá Guðni Stefánsson, formaður sklpulagsnefndar í Kópavogi, Geir H. Haarde, formaður Framkvæmdanefnd- ar HM 95, og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.