Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR KAPPROÐUR Morgunblaðið/Sverrir Róbert Örn Arnarson og Ármann Kr. Jónsson ásamt þjálfara sín- um Leone Tinganelli vió æfingar í róóravélum í Laugardalnum. SUND Stefnt að bygg- ingu 50 mertra innilaugar Fyrir Smáþjóðaleikana á íslandi 1997 MEIRIHLUTINIM íborgarstjórn Reykjavíkur ákvað í gær að setja í fjárhagsáætlun ársins að fimm milljónum króna verði veitt í byrjunarframkvæmdir vegna 50 metra yfirbyggðar sundlaugar á þessu ári, og stefnt er að því að laugin verði tilbúin til notkunar þegar Smá- þjóðaleikarnirfara fram hér- lendis 1997. Að sögn Steinunnar V. Óskarsdótt- ur, formanns íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar, eiga umræddar fimm milljónir að fara í hönnun og undirbúning sundlaugar- innar. „Sundmenn eru búnir að bíða eftir 50 metra yfirbyggðri laug í mörg ár. Við stefnum á að laugin verði tilbú- in fyrir Smáþjóðaleikana og vonum að það takist,“ sagði Steinunn við Morgunbiaðið. Ekki kvað hún ljóst hvað mannvirkið myndi kosta, þar sem ekki hefði verið ákveðið hvemig bygg- ingu yrði um að ræða. „Við ætlum okkur að vinna að málinu í samvinnu við sundmennina sjálfa.“ Staðsetning laugarinnar hefur ekki enn verið ákveðin. „Það er allt opið í þeim efnum, en tveir staðir hafa reyndar verið nefndir. Annars vegar Laugardalurinn og hins vegar Borg- arholtið. Ef Laugardalurinn yrði val- inn er hugsanlegt að brúa bilið með þessari laug meðan gert verður við Laugardalslaugina, sem er orðið nauð- synlegt, og ef Borgarholtið yrði fyrir valinu væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi því þar þarf að fara að huga að íþróttáaðstöðu fyrir Ármenn- inga,“ sagði Steinunn V. Óskarsdóttir. HjaKi vann í Danmörku Handknattleikur 1. deild kvenna: Ármann - Haukar...............21:25 ■Guðrún Jóna Kristjánsdóttir gerði 7 mörk fyrir Ármann, en Harpa Melsted var marka- hæst í liði Hauka, gerði 7 mörk. Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Grindavík - Keflavík..........59:49 Gangur leiksins: 8:0, 12:15, 14:21, 17:27, 27:27, 29:29, 34:29, 38:35, 51:35, 57:43, 59:49. Stig UMFG: Svanhildur Káradóttir 14, Anna Dís Sveinbjömsdóttir 13, Stefanía Jónsdóttir 9, Stefanía Ásmundsdóttir 8, Aníta Sveinsdóttir 7, Hafdís Sveinbjöms- dóttir 6, Kristjana Jónsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Björg Hafsteinsdóttir 14, Anna María Sveinsdóttir 14, Erla Þorsteins- dóttir 8, Anna María Sigurðardóttir 6, Erla Reynsidóttir 4, Ingibjörg Emilsdóttir 3. ■Nýbakaðir bikarmeistarar Keflvíkinga máttu þola tap. Heimastúlkur höfðu betur framan af en seigla Keflvíkinga kom þeim yfir. Grindvíkingar skoraðu síðan 10 síðustu stigin í fyrri hálfleik og staðan var jöfn í hálfleik, 27:27. Fljótlega í seinni hálfleik var ljóst hvert stefndi. Meðan Keflavík skor- aði aðeins 8 stig gerðu heimastúlkur 24 og það var einfaldlega of mikið fyrir bikar- meistarana Grindavík lék vömina oft á tíðum með ágætum og þar vannst leikurinn fyrst og fremst því margar villur sáust í sóknarleikn- um. Keflvikingar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst og þær virtust ekki vera undirbúnar í þennan leik. Björg Haf- steinsdóttir reyndi hvað hún gat að drífa leik þeirra áfram án árangurs. Frímann Ólafsson Niarðvík - Valur 49:50 Valur hafði yfir í hálfleik 23:25. NBA-deildin Cleveland - Phoenix 82:89 Detroit - LA Clippers ...102:95 ^Miami - Atlanta Philadelphia - Seattle 92:95 .104:109 Utah - Minnesota ...115:80 Portland - New Jersey 98:99 Knattspyrna íslandsmótinu í innanhússknattspymu lauk um helgina með keppni í 3. og 4. deild. Völsugur frá Húsavík, Skallagrímur frá Borgamesi, Sindri frá Homafirði og Hugin frá Seyðisfirði tryggðu sér rétt til vera i 2. deiidinni að Sri en úr 3. deildinni féllu Víkveiji, Neisti, Hamar og Víkingur Ó. Upp í 3. deild flytjast Fjölnir, Ármann, Léttir og Einheiji. Skotfimi Hannes Tómasson úr Skotfélagi Kópavogs var sigursæll á landsmótum i skotfimi sem fram fóru dagana 21. til 24. janúar. Hann- es sigraði í þremur af fióram mótum þessa dagana. í staðlaðri skammbyssu hlaut hann 544 stig en nafni hans Haraldsson hlaut 532 stig og Carl J. Eiríksson úr Aftureld- ingu 529 stig í þriðja sætið. Hannes sigraði einnig í loftskammbyssu með 569 stig, Carl J. Eiríksson hlaut 553 stig i annað sætið og Jónas Hafsteinsson 553 í það þriðja. Þriðja greinin sem Hannes sigraði í var með fijálsri skammbyssu, en þar hlaut hann 531 stig og Carl J. Eiríksson 511 en kegpendur vora aðeins tveir. I riffilskotfimi sigraði Carl J. Eiríksson með 586 stig, Gylfí Ægisson hlaut 583 stig og Jónas Bjargmundsson 551. Sund Heimsbikarmót Espoo, Finnlandi: KARLAR 100 metra skriðsund 1. Jani Sievinen (Finnl.).........48.32 2. Silko Gunzel (Þýskal.).........49.43 50 m bringusund 1. Jon Cleveland (Kanada).........29.04 2. Nerijus Biega (Litháen)........29.09 400 m fjórsund 1. Marcin Malinski (Póllandi)...4:11.70 2. Fredrik Lundin (Svíþjóð).....4:17.57 100 m baksund 1. Tripp Schwenk (Bandar.)........54.71 2. Jirka Letzin (Þýskal.).........55.10 200 m flugsund - 1. VesaHanski (Finnl.)..........1:56.46 2. Konrad Galka (Póllandi)......1:57.19 400 m skriðsund 1. Danyon Loader (N-Sjálandi)...3:40.84 2. Antti Kasvio (Finnl.)........3:41.57 200 m bringusund 1. Luca Sacchi (Ítalíu).........2:14.21 2. Petteri Lehtinen (Finnl.)....2:14.72 100 m fjórsund 1. Jani Sievinen (Finnl.).........54.10 2. Marcin Malinski (Póllandi)....56.27 50 m flugsund 1. Mark Foster (Bretlandi).........24.15 2. Aldo Suurvali (Eistlandi)......24.45 KONUR 200 m skriðsund 1. Martina Moravcova (Slóvakía)..1:58.93 2. Rania Elwani (Egyptal.)......1:59.73 100 m bringusund 1. Anna Wilson (N-Sjálandi)......1:11.03 2. Sabine Herbst (Þýskal.)......1:11.37 100 m flugsund 1. Mette Jacobsen (Danmörku).....1:00.22 2. Cecile Jeanson (Frakkl.).....1:00.41 50 m baksund 1. Antje Buschschulte (Þýskal.)....28.52 2. Mette Jacobsen (Danmörku)......29.22 200 m fjórsund 1. Marianne Limpert (Kanada).....2:14.32 2. Sabine Herbst (Þýskal.).......2:14.96 50 m skriðsund 1. Rania Elwani (Egyptal.).........25.67 2. Amy Vandyken (Bandar.).........25.76 800* m skriðsund 1. Sarah Hardcastle (Bretlandi)..8:28.87 2. Julia Jung (Þýskal.).........8:29.50 200 m baksund 1. Mette Jacobsen (Danmörku).....2:10.62 2. Antje Bischschulte (Þýskal.).2:10.98 Blak Það þurfti langan og strangan leik til að fá fram úrslit í leik Víkingsstúlkna og Stúdína í Víkinni í gærkvöldi. Úrslitin urðu ljós eftir 109. mínútna baráttuleik sem bauð upp á mikið af góðum tilþrifum hjá báðum liðum. Stúdínur unnu fyrstu hrinuna 15:11 en Víkingur tvær næstu, 15:13 og 15:10. Stúdínur náðu síðan sínum besta kafla í leiknum í ijórðu hrinunni og tryggðu sér úrslitahrinuna eftir að hafa skellt Víkingum 15:8. Snjólaug Bjarnadóttir tók af skarið fyrir Víkingsstúlkur í úrslitahrinunni og lagði grunninn að sigrinum i leiknum, ,en hrinan endaði 15:10. Víkingsstúlkur léku vel flestar vel og lágvörnin var hreyfanleg og hirti skelli Stúdína upp hvað eftir ann- að. Leikmenn Víkingsliðsins léku flestir vel en þó átti Snjólaug stórleik og Björg Erl- ingsdóttir uppspilari átti einn af sínum betri leikjum. Stjarnan mætti ekki Stjarnan a-lið átti að mæta KA í 8-liða úrslitum bikarkeppninni í gærkvöldi á Akur- eyri en liðið mætti ekki til leiksins. Dómari leiksins Stefán Jóhannesson sagði í viðtali við mbl.“að hann hefði flautað leikinn af og sent Blaksambandinu viðeigandi skýrslu um málið". Guðmundur Helgi Þorsteinsson --------------------------------- Idag NM í keilu Opnunarathöfn Norðurlandamótsins í keilu verður í Keiluhöllinni i Öskju- hlíð kl. 13.15. Keppni í tvímenningi karla, sex leikir, er kl. 14-17. Tví- menningur kvenna verður kl. 18-21. Handknattleikur 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Víkingur......20 Selfoss: Selfoss - Haukar......20 1. deild kvenna: Höllin: KR - Haukar.........21.30 2. deild karla: Austurberg: Fylkir,- Grótta....20 Keflavík: Keflavík - Fjölnir...20 FELAGSLIF Körfuboltanámskeið KKÍ Körfuknattleiksskóli verður starfræktur í Kolaportinu næstu vikurnar á vegum Körfu- knattleikssambandsins. Hvert námskeið stendur í þijár vikur og hófst það fyrsta á mánudaginn, en kennt er tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15 til 17 og eru námskeiðin ætluð unglingum á aldrinum 11 til 15 ára. Þátttökugjald er kr. 2.500 og fær hver þátttakandi körfu- bolta til eignar. Skólastjóri er landsliðsþjálf- arinn Torfi Magnússon og hægt er að skrá sig hjá KKÍ (5685949) og í Kolaportinu (5617063). Leiðréttingar Nokkuð var um mistök f skráningu á kepp- endum í Adidasmótinu í borðtennis, sem blaðið fékk sent. Viðar Reynisson í KR sigraði í byijenda- flokkien ekki Viðar Ragnarsson eins og stóð í blaðinu í gær. Sigurvegarinn í meistaraflokki kvenna var einnig rangfeðrað. Lilja Rós sem sigr- aði er Jóhannesdóttir en ekki Jósteinsdóttir. Þá var ekki rétt sagt frá niðurröðun í 2. flokki karla. Árni K. Ehmann og Smári Einarsson, Stjörnunni, urðu í 3.-4. sæti. KARFA Hadden tilKR BANDARÍSKI blökkumaður- inn Mark Hadden er væntan- legur til liðs við KR á morgun. Hadden, sem er 1,96 m, er alhliða leikmaður — hefur bæði leikið sem framvörður og bakvörður. Baráttan skilaði sínu Atlanta, Seattle og New Jersey sýndu í fyrrinótt að baráttan hefur mikið að segja. Öll liðin áttu á brattann að sækja en leikmennirn- ir gáfust ekki upp og uppskáru sig- ur. Útlitið var ekki bjart hjá Atlanta í Miami. Liðið var 20 stigum undir en frábær fjórði leikhluti gaf gest- unum von og þegar tvær mínútur voru til leiksloka höfðu þeir jafnað, 87:87. Þeir héldu áfram á sömu braut og unnu 95:92. Steve Smith gerði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta. „Það má aldrei gefast upp,“ sagði Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta. „Það eru 12 mínútur í hveijum leikhluta og það er mikill tími.“ Detlef Schrempf hitti úr sex víta- skotum og „stal“ boltanum á mikil- vægu augnabliki undir lokin sem hafði allt að segja í 109:104 sigri Seattle í Philadelphia. Heimamenn voru 16 stigum yfir þegar innan við 10 mínútur voru til leiksloka og munurinn var sjö stig þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Seattle gerði 15 stig á síðustu 101 sekúnd- unni og fagnaði sigri í 11. sinn í síðustu 13 leikjum. Chris Morris var kominn úr jafn- aði en skaut og skoraði þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leik New Jersey í Portland. Rod Strickland fékk tækifæri til að jafna þegar 1,6 sekúnda var eftir en hitti ekki úr seinna vítinu og Nets vann 99:98. Þetta var þriðji sigur Nets í 21 leik í Portland. Derrick Coleman var með 27 stig og tók 10 fráköst en Morris skoraði 18 stig. Strickland gerði 24 stig fyrir Portland og Clyde Drexler 22 stig en liðið hafði sigrað í fjórum af síðustu fimm leikjum. Phoenix gerði góða ferð til Cleve- land og vann 89:82. Charles Barkley skoraði 20 stig. Utah vann Minnesota 115:80, 13. sigur heimamanna í röð sem er met hjá félaginu. Karl Malone gerði 25 stig en John Stockton var með 14 stoðsendingar og þarf því aðeins 11 til að ná metinu í deildinni af Magic Johnson. Utah náði mest 38 stiga forystu en Minnesota fékk stærsta skellinn á tímabilinu. Detroit vann LA Clippers 102:95. Nýliðinn Grant Hill gerði 27 stig en Joe Dumars skoraði 26 stig fyrir heimamenn og átti 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. KARATE Hjalti Ólafsson, landsliðsmaður í karate úr Þórshamri, tók um helgina þátt í fjölmennu móti í Árós- um í Danmörku og keppti þar í -80 kílóa flokki. Keppendur í flokknum voru milli 40 og 50 talsins og gerði Hjalti sér lítið fyrir og lagði alla sex andstæðinga sína og sigraði þar með í flokknum. Hann vann fyrstu fimm mótherjana auðveldlega en þann síðasta 5-4. „Fyrstu fimm voru frekar léttir en síðasti bardag- inn var erfiður," sagði Hjalti við Morgunblaðið. Hjalti, sem er handhafi íslands- meistaratitlisins í opnum flokki og í liðakeppni, var í öðru sæti í opnum flokki og þriðja sæti í +80 kg flokki á Opna sænska meistaramótinu í haust. Karatesambandið hefur ákveðið að senda hann á fjögur mót til vors sem hann segir mikil- vægan undirbúning fyrir Evrópu- mótið í Helsingi. Vegna árangursins í Kaupmannahöfn hafði þýskt félag samband við hann og bauð honum að æfa með félaginu. „Þetta er mjö gott boð, því félag- ið býðst til að borga allan kostnað en samt er ég ekki búinn að taka ákvörðun um hvort ég taki því,“ sagði hann í gær. Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn í veitinga- húsinu Langasandi miðvikudaginn 8. febrúar kl.20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.