Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR
„Magic" Johnson og Abdul-Jabbar gagnrýna leikmenn NBA
Stjömur samtímans
standa ekki undir nafni
Eárvin „Magic“ Johnson og
Kareem Abdul-Jabbar, tveir
af bestu körfuknattleiksmönnum
allra tíma, eru óánægðir með leik-
menn NBA-deildarinnar í körfu-
knattleik, segja þá sjálfumglaða
og hrokafulla og stjörnurnar
standi ekki undir nafni.
„Þegar ég var að spila fengu
áhorfendur nóg fyrir snúð sinn
því þá voru svo margir stjömuleik-
menn,“ sagði Johnson, sem hætti
að leika í NBA-deildinni 1991
þegar hann greindist með HIV-
veiruna. „Við lékum eins og best
verður á kosið og hvert lið var
með tvær eða þijár stjömur en
nú er yfírleitt ekki nema einn yfír-
burðarmaður í hveiju liði. „Drau-
malið“ 1 og „draumalið" 2 em
ekki sambærileg því ef þau mætt-
ust 10 sinnum sigraði „draumalið"
1 í öll skiptin. Nýju leikmennimir
vita ekki enn hvað það er að
sigra,“ sagði Johnson sem er 35
ára og ferðast um heiminn með
sýningarlið sitt. Draumaliðin svo-
kölluðu eru annars vegar landslið
Bandaríkjanna sem varð Ólympíu-
meistari í Barcelona 1992 og hins
vegar landsliðið sem varð heims-
meistari í Kanada í fyrra. „Magic“
lék sjálfur með því fyrmefnda,
ásamt mönnum eins og Larry
Bird, Miehael Jordan, Charles
Barkley og Patrick Ewing svo
einhveijir séu nefíidir.
Takmarkaðlr hæfileikar
í vikunni var greint frá því að
Kareem Abdul-Jabbar yrði form-
lega settur á stall með þeim bestu
— skráður í Hall of Fame — á
sérstakri hátíð 16. maí. Hann
notaði tækifærið og gagnrýndi
hátt launaða leikmenn, sem væru
mikið í sviðsljósinu, fyrir óheflaða
framkomu og takmarkaða hæfi-
leika.
„íþróttamennimir fá æ hærri
Óánægðir með þróunina
KAREEM Abdul-Jabbar, tll vlnstrl, og „Magic“ Johnson, tveir
bastu körfuknattleiksmenn sem uppl hafa veriö, eru ekki
ánægðlr meö þróun mála I NBA-delldlnni.
laun og álagið hefur aukist en
þeir standa ekki vel undir þessu,“
sagði Abdul-Jabbar, sem var mik-
il fyrirmynd á 20 ára ferli sínum
og var m.a. sex sinnum kjörinn
besti leikmaður deildarinnar sem
er met.
Abdul-Jabbar tók nokkra leik-
menn sérstaklega fyrir. „Það
verður að segjast eins og er að
Derrick Coleman og Chris Webber
hafa sýnt mikinn vanþroska og
Dennis Rodman virðist vera mjög
óstöðugur," sagði Abdul-Jabbar
sem er 47 ára og var 19 sinnum
valinn í stjömuliðið og átti stóran
þátt í sex meistaratitlum Mil-
waukee Bucks og Los Angeles
Lakers.
Coleman, sem leikur með New
Jersey Nets, hefur átt í deilum
við þjálfara sinn vegna framkom-
unnar og þess að hann fer ekki
eftir settum reglum. Útbreiddasta
íþróttablaðið í Bandaríkjunum,
Sports Illustrated, sagði leik-
manninn dæmigerða væluskjóðu
og skapilla prímadonnu. Webber
lenti upp á kant við þjálfara Gold-
en State Warriors og var látinn
fara. Rodman er almennt talinn
einn besti vamarmaður deildar-
innar en San Antonio Spurs hefur
oft neyðst til að setja hann í bann.
„Framgangur greinarinnar bygg-
ist á persónuleika leikmannanna.
Ef þeir eru stöðugir tilfínninga-
lega eða nógu þroskaðir kemur
það í ljós og það er það sem er
að gerast."
Shaquille O’Neal hefur oft verið
nefndur sem eftirmaður Abduls-
Jabbars. „Ég sá myndband með
honum þar sem hann sagðist ekki
þurfa á sveifluskotum að halda
svo ég ætla ekki að ráðleggja
honum,“ sagði kappinn sem var
frægur fyrir sveifluskot sín. „Það
er slæmt að hann hefur ekki um
neitt að velja þegar hann ér einn
á móti tveimur."
Breytingar
Abdul-Jabbar sagði að leikur-
inn hefði breyst en ekki endilega
til hins betra. „Þegar brot úr Ieikj-
um eru sýnd viil fólk frekar sjá
Michael Jordan troða en sveiflu-
skot — tíðarandinn er þannig.“
Hann lék með og gegn mörgum
af þekktustu leikmönnunum í
sögu deildarinnar, mönnum eins
og Oscar Robertson, „Magic“
Johnson og Larry Bird, og sagði
að leikmenn samtímans hefðu
ekki yfír sömu fjölhæfni að ráða.
„Það eru margir möguleikar í
stöðunni en leikmennimir núna
virðast ekki gera sér grein fyrir
því.“
FRJALSIÞROTTIR
Gudrún á
mettíma
Guðrún Amardóttir úr Ármanni
hljóp 200 metra innanúss, á
háskólamóti í Gainesveille í Flórída
^■■■■B um síðustu helgi, á
Stefán Þór betri tíma en gild-
Stefánsson an(jj íslandsmet
tanöJníjunum Svanhildar Krist-
jansdóttur, UMSK,
sem er 24,97 sek. Guðrún hljóp á
24,47 sek. og varð í þriðja sæti í
hlaupinu. Arangur Guðrúnar
fékkst ekki staðfestur sem íslands-
met þar sem keppt var á 300 metra
hringbraut en innanhússmet eru
aðeins staðfest á 200 metra hring-
braut.
Framundan hjá Guðrúnu em tvö
almenn háskólamót, svæðismeist-
aramót og svo háskólameistara-
mótið innanhúss. Síðan tekur utan-
hússtímabilið við og verður fróð-
legt að fylgjast með framgangi
Guðrúnar þar sem hún keppir fyr-
ir háskólann í Athens í Georgíu.
Skólasystur Guðrúnar, Gunnhild-
ur Hinriksdóttir úr HSÞ, keppti
einnig í Gainesville og setti persónu-
legt met í langstökki, stökk 5,48
metra sem færði henni 7. sæti. Hún
átti áður best 5,44 metra utanhúss.
Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSK,
hljóp 55 metra grindahlaupi á 8,70
sekúndum sem er nokkuð frá henn-
ar besta en hún hljóp aftur á móti
vel í 4x400 metra boðhlaupi ásamt
Guðrúnu Amardóttur.
HANDBOLTI
Rögnvald
og Stefán
í undan-
úrslit EM
Rögnvald Erlingsson og Stefán
Amaldsson munu dæma und-
anúrslitaleik þýska liðsins Hameln
og spánska liðsins Granollers í EHF
keppninni. Atli Hilmarsson, fyrrum
landsliðsmaður í handknattleik og
núverandi starfsmaður HSÍ og
þjálfari Fram, lék með báðum þess-
um liðum á sínum tíma. Hann lék
með Hameln 1980 til 1982 og síðan
með Granollers 1989 til 1991 og
sagðist hann örugglega vera sá eini
í heiminum, eða í það minnsta einn
fárra sem leikið hefðu með báðum
félögunum. „Ég bíð bara eftir skeyti
um að mér sé boðið að vera heiðurs-
gestur!“ sagði Atli í gær.
Barkley í
vondu skapi
Charles Barkley, leikmaður Pho-
enix Suns, var rekinn af velli
á síðustu mínútunum í leik gegn
Dallas í fyrrinótt, sem Suns unnu
naumlega 114:113. Barkley var
ósáttur við dómarana og jós úr skál-
um reiði sinnar yfír þá — en fékk
ekkert annað en brottvísun að laun-
um. Hann gæti átt yfír höfði sér
leikbann og sekt.
New York, sem hefur leikið mjög
vel að undanfömu, tapaði á heima-
velli gegn Milwaukee. Patrick Ewing
og John Starks skomðu 23 stig hvor
fyrir New York en Vin Baker gerði
22 stig fyrir gestina auk þess sem
hann tók 13 fráköst.
■ Úrslit / D2
SKIÐI
Thomas Fogdö slas-
aðist mjög alvariega
Búinn að vera?
THOMAS Fogdö. Óttast er aö
hann lamlst Jafnvel.
SÆNSKI svigmaðurinn Thom-
as Fogdö meiddist alvarlega á
hrygg er hann var við æfingar
í Are á þriðjudag. Hann var
fluttur í skyndi með þyrlu á
sjúkrahúsið i Umeá. Læknar
sjúkrahúsins vildu lítið láta
hafa eftir sér um meðsli skíða-
kappans, en sögðu meiðslin al-
varleg. Ottast er að hann geti
jafnvel lamast.
Thomas Fogdö, sem er 24
ára, hefur verið einn fremsti
skíðamaður Svía undanfarin ár
og hefur svig verið hans sér-
grein. Hann hefur sigrað í fimm
heimsbikarmótum í svig frá því
1991 og hefur tvívegis komast
á verðlaunapall i vetur.
Óhappið á þriðjudaginn átti
sér stað er Fogdö var að renna
sér í gegnum skóg frá lyftu að
brekku þar sem sænska lands-
liðið var með æfingabraut.
Hann datt og lenti illa á bakinu
og var fluttur með þyrlu til
Ostersund, en þar sem hann var
talinn svo alvarlega slasaður
var farið með hann áfram í
þyrlu til Umeá.